Vísir - 09.01.1963, Blaðsíða 10

Vísir - 09.01.1963, Blaðsíða 10
ín V I S I R . Miðvikudagur 9. janúar 1963. ÞeldökKur við nám í Höfðaborg Myndin hér að ofan er tekin í háskólasjúkrahúsinu í Höfða- borg í S.-Afríku og sýnlr ung- an, þeldökkan stúdent, sem leggur stund á læknisfreeði, á- samt tveim hvítum stúdentum, sem eru við sama nám. Þótt mikið sé um það rætt í erlend- um blöðum, hve illa sé farið með þeldökka menn í S.Afríku, hefir samt tala læknanema úr þeirra hópi við háskólann I Höfðaborg tvöfaldazt á skömm um tíma. Árið 1960 voru ný- stúdentar, sem innritaðir voru i læknadeild háskólans, 18 að tölu, en á sl. ári voru þeir orðn ir 35. Um 50 svertingjar eru starfandi sem Iæknar í Höfða- nýlendunni. Þakkir frá Hrafnistu í nafni Hrafnistu og þeirra, sem þar búa, flytur undirritaður hér með innilegar þakkir öllum þeim, sem hafa á liðnu ári stutt að heill Dvalarheimilis aldraðra sjómanna og glatt vistmenn þess með gjöfum, heimsóknum og margvíslegri skemmtun og yndisauka. Nú fyrir jólin bárust jólagjafir úr ýmsum áttum, sem ekki er ætl- azt til að allar séu nefndar, en meðal þeirra var jólaglaðningur frá sjómannakonum, sem með starf- semi sinni og kaffisölu á sjómanna- daginn söfnuðu fé í þessu augna- miði, og er það að vísu engin ný- lunda, því að það hafa þær gert mörg undanfarin ár. Þá bárust og gjafir frá öðrum samtökum kvenna, sem hafa það að venju að gleðja þá á jólunum, sem blindir eru og í myrkri sitja. Gísli J. Johnsen, stórkaupmaður, afhenti nýiega til Hrafnistu pen- ingagjöf, kr. 5.000.00, frá forstjóra June-Munktell verksmiðjanna eða „A/B Jönköbings Motorfabrik", eins og verksmiðjurnar heita, sem framleitt hafa hinn velþekkta June-Munktell mótor. Það vekur sérstaka eftirtekt, að hinn útlendi maður, Gustaf Östergren, hefur á undanförnum árum sent slíkar pen ingagjafir, eða síðan hann var á ferð hér fyrir nokkrum árum og heimsótti þá Hrafnistu. Nokkru fyrir hátíðar bauð Leik félag Kópavogs vistmönnum á leik sýningu, eins og frá var sagt í blöð- um, og nú á milli jóla og nýárs bauð Sjómannadagsráð vistmönn- um á sjónleikinn „Hart í bak“, og bannig hafa bæði félög og einstakl- ingar hjálpazt að við að gleðja og auka fjölbreytni hins daglega lífs, sem lifað er á Dvalarheimili aldr- aðra sjómanna. Á Hrafnistu er allt þetta þakkað, og nefndum og ónefndum velunn- urum beðið Guðs blessunar með ósk um gleðilegt ár. Sigurjón Einarsson. ► Jafnvel í Noregi þykja það mik- il tíðindi, að útgerðarfyrirtækið Fred Olsen & Co. tók við þrem skipum samtímis í skipasmíðastöð í EI Gerrol á Spáni. Norðmenn dragaúr hvalveiðum syðra Þátttaka Norðmanna í hvalveið- um i Suður-I'shafi er nú minni en hún hefir verið í meira en tíu ár. Ástæðan er sú, að margir þeirra em verið hafa helztu útgerðar- menn Noregs á þessu sviði, telja bátttöku annarra þjóða orðna svo mikla, að áhættan sé orðin alltof mikil, þegar um einkarekstur sé að ræða. Vilja þeir þess vegna hætta þessum veiðum og telja, að f rauninni sé „hvalveiðiævintýrið á enda“. í fyrra sendu Norðmenn t. d. sjö leiðangra suður á bóginn, og voru í þeim alls 71 skip, bræðslu-, birgða og veiðiskip. — Hins vegar eru aðeins fjórir norsk ir leiðangrar í Suð.ur-Ishafi nú í vetur — eða sumar, eins og það heitir þar syðra — og í þessum leiðöngrum eru aðeins 32 skip. Það eru Japanir, sem sækja fast- ast á miðin þar syðra og hafa þeir aukið útgerð sína á hvalveiðar jafnt og þétt á undanförnum ár- um. Aðstaða þeirra er betri en Norðmanna, af því að vinnulaun eru miklu lægri hjá þeim, og þeir geta þar að auki notað allt hval lýsið og aðrar afurðir sjálfir á heimamarkaði. Keyptu sjónvurpsviðtæki — óttu svo ekkert fé eftír íbúar í Arendai keyptu svo mik ið af sjónvarpsviðtækjum nokkru fyrir jólin, að venjuleg jólavið- skipti urðu minni fyrir bragðið. Þetta segir meðal annars í frétta bréfi til Vísis frá Osló, og er þess getið, að kaupmenn í Arendal minnist þess ekki, að jólaviðskipti hafi verið eins dræm og að þessu sinni, og kenna þeir það engu öðru en því, að menn oftóku sig Englandsbnnki lækkar forvexti Englandsbanki lækkaði forvexti í fyrradag úr 4,5' í 4 af hundraði. Þetta er í þriðja skiþti á 3 miss- erum, sem bankinn lækkar for- vexti, en þeir komust hæst í 7 af hundraði. Forvextalækkunin er tengd ráð stöfunum stjórnarinnar til örvun- ar i atvinnulífinu og til þess að draga úr núverandi atvinnuleysi, sem menn hafa miklar og vax- andi áhyggjur af. Maudling fjár- málaráðherra er sagður gera sér vonir um, að unnt verði að lækka forvexti enn frekar, jafnvel allt niður í 3 af hundraði. Myndsjó — Framhaid a* bls. 3. dansinn kemur einmitt upp á sama veitingahúsinu, Pipar- mintuklúbbnum. Þar eru menn búnir að dansa twist stanzlaust í nærri tvö ár og finnst nú kom inn timi til að skipta um. IS3 Nýi dansinn kallast „Hully Gully“. Og er fólk nú aftur far- ið að flykkjast til Piparmintu klúbbsins til að kynna sér hann og læra. Hann virðist eins og twistið hafa komið upp fyrir tilviljun í danshrifningu. Talið er að sá, sem mestan þáttlnn átti i að skapa hann, hafi verið negradansarinn og söngvarinn Van Prince. Segir sagan að hann hafi verið að dansa twist á gólfinu í Pipar- mintu klúbbnum undir fox- trot laginu „In the Mood“, þeg- ar hann fór skyndilega i mikilii stemningu að dansa hinn nýja dans. Svo virðist seni þetta hafi komið ósjálfrátt fram og stúlkan, sem var að dansa við hann, hifi ósiálfrátt fvlvt eftir. En menn hykjast sjá í nýja dansinum áhrif frá gömlum svertingjadönsum, einkum svo kölluðum Juba-dansi, innan úr frumskóguin Afriku og einnig frá hinum kunna madison-dansi, sem var svo vinsæll í Banda- ríkjunum fyrir nokkrum ára- tugum. ISl- Hully GuIIy er líkur twist að þvi Ieyti, að danspörin snertast lítið, aðeins einstaka sinnum sem þau leggja hönd í hönd, en þess á milli dansa þau mest hlið við hlið og gefur þetta dans- inum miklu frjálsari og hraðari hreyfingu og dansararnir geta mikið impróviserað, þó þeir haldi auðvitað hinum fasta takti dansins. Það gefur honum líka sterkan takt, að dansar- arnir klappa stundum saman Ióf unum. Fjöldi af frægu fólki f New York, leikarar og milljónamær- ingar, sækja nú Piparmintu klúbbinn til að læra sporin og dansinn breiðist ört út, einkum þó á fínni veitinga- og dans- stöðum. Og ekki hefur heldur liðið á löngu áður en hann „hoppaði“ yfir Atlantshafið. Hully Gully er nú þegar dans- aður í Bretlandi, Frakklandi og S ítaliu og er svertin"inn Van °rince nú á ferðalag! í Evrópu, en áhugafólk í HuIIy GuIIy hef- I ur boðið honum þangað. á sjónvarpsviðteekjakaupum eftir a ðtekinn var í notkun nýr sendir á Hovde-fjalli, sem bætir mjög mót tökuskilyrðin í Arendal og grennd. SALK-bóluefnið hindraði drepsótt. Þá segir og í bréfi þessu, að sex manns hafi fengið lömunarveiki á Vestfold á sl. hausti og hafi einn sjúklingurinn andazt. „Gera má ráð fyrir, að Salk-bóluefnið hafi komið í veg fyrir, að ægileg drep- sótt breiddist út um fylkið“ sagði fylkislæknirinn, C.H. Schreiner, í viðtali við blaðið Vestfold, sem gefið er út f Túnsbergi. Þær átta brennivínsverksmiðjur, sem starfandi eru í Noregi, fram- leiddu 3,8 millj. lítra af 100% vín- anda úr kartöflum á sl. ári. Á grávöruuppboði, sem haldið var í Osló nýverið, voru seld 35 þús. blárefaskinn og 250 þús. minkaskinn fyrir samtals 35 millj. n.kr. eða sem svarar 210 ísl. kr. Laugavegi 146 — Sími 11025 VÖRUBIFREIDlR Austin 1961 með diesel-vél, ek- inn aðeins 30 þús. km. Chevrolet 1959 og 1961. Ford 1948 með Benz diesel- vél og gírkassa. Ford 1959, F-600. Mercedes-Benz ’54, ’55, ‘57, ’61 og ‘62. Volvo ‘53, 7 tonna, góður bill. Volvo ‘55 og ’61, ekinn 30 þús. Margir þessara bíla fást með miklum og hagstæðum lánum. Auk þess eigum við fjölda af eldri vörubílum, oft með mjög hagkvæmum greiðsluskilmál- um. — Þetta er rétti tíminn og tækifærið til að festa kaup á góðum og nýlegum vörubil. Enn, sein ávallt áður eigum við 4ra, 5 og 6 manna bifreiðar í mjög fjölbreyttu úrvali. Bezta og öruggasta þjónust- an verður ætíð hjá RÖST. Miðstöð vörubílaviðskiptanna er hjá R ö S T. RÖST S.F. Laugavegi 146 — Sími 1-1025 ÍRÚLOFUNARHRINGAR Garðar Olaffsson MÁLFUNDAFÉLAGIÐ ÓÐINN Framhalds aðalfundur Framhalds aðalfundur félagsins verður haldinn í Val- höll við Suðurgötu mlðvikudaginn 9. janúar kl. 8,30 síðdegis. DAGSKRÁ: Lokið störfum aðalfundar. Lagabreytingar. Hættan af starfsemi kommúnista í verkalýðsfélög- unurn. Framsögumaður Pétur Sigurðsson alþingis- maður. í»ess er fastlega vænzt, að félagsmenn fjölmenni á lUhdinn. STJÓRNíN. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.