Vísir - 09.01.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 09.01.1963, Blaðsíða 8
8 V I S I R . Miðvikudagur 9. janúar 1963. VÍSIB Jtgeíandi: Blaðaútgátan VlSIR Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G Sehram Aðstoðarritstjóri: Axe) Thorsteinsson Frétiastjóri: Þorsteinn ö Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 55 'rrónur á mánuði. í lausasölu 4 kr. eini. — Sími 11660 (5 llnur). Prentsmiðja Vísis — Edda h.f Mikils átaks er þörf Síldarafli sá, sem barst á land hér á Suðvestur- landi á síðasta vetri - eða frá 1. október 1961 til maí- loka 1962 - nam hvorki meira né minna en 154 þús- undum smálesta eða hátt á aðra milljón tunna, ef þannig er talið. Nú berst slíkur óhemjuafli að á hverj- um degi, þegar á sjó gefur, að hann er að nálgast milljón tunnur. Virðist því fyrirsjáanlegt, að síldar- aflamagnið verði eigi minna á þessum vetri, ef gæftir verða sæmilegar og verulegur bátafjöldi heldur veið- unum áfram. Mikið hefir verið gert til þess að koma aflanum í gott verð, nýrri markaða leitað í ýmsum löndum og tekizt að selja nokkurt síldarmagn, en von mun um, að hægt verði að koma síldinni á markað víðar. Nýjar verkunaraðferðir hafa einnig verið reyndar, og munu þær hafa gefizt vel, þótt ekki sé fengin mikil reynsla að þessu leyti. Eftir sem áður fer mikið af síldinni í bræðslu eða er selt óunnið að öllu leyti, og fer fyrir lægra verð en hægt ætti að vera að fá fyrir hana, ef meiri vinna er iögð i að búa hana á markað. Er fullkomin ástæða til þess, að það sé athugað mjög gaumgæfilega, hvaða vinnsluaðferðir muni helzt henta til þess að þjóðin fái sem mest fyrir þennan mikla afla. Mikils átaks er þörf í þessu efni, og verður ríkisstjórnin að hafa forgöngu um, að þetta sé athugað sem bezt, því að ella verður vart nægilega vel unnið eða litið á eins margar hliðar málsins. Sá mikii síldarafli, sem hér er um að ræða, og al- mennt mun vera talhm árviss, hlýtur að geta orðið undirstaða fjölbreytts og góðs iðnaðar, sem fært getur þjóðinni mjög miklar tekjur á komandi tímum, ef rétt er á spilunum haldið. En hagnaðurinn verður aldrei eins mikill og hann getur orðið, ef við erum ekki stór- huga og erum fúsir til að leggja mikið fé af mörkum til að smíða traustar undirstöður. Löndunartafir þær sem skipin verða fyrir, ef veður er hagstætt um skeið, eru áminning um það, að þörf er aðgerða í þessum árum, svo að aflinn verði nýttur svo sem frekast er unnt. Reykingar barna og unglinga Þær upplýsingar, sem fram komu í viðtali Vísis við borgaralækni fyrir nokkrum dögum ,hafa að sjálf- sögðu vakið mikla athygli og eigi lítinn ugg meðal almennings. Það ér alvörumál, þegar börn eru farin að reykja tíu ára gömul, og einnig þótt þau fari ekki að reykja fyrr en mikiu síðar. En hér er tngum im að kenna nema hinum full- orðnu, sem hafa reykingarnar fyrir börnunum. Börn eru að vísu hugvitssöir á marga lund, en flestan ósóm- ann hafa þau beint frá fullorðnum. Reykingavaninn hverfur ekki, nema hinir fullorðnu sé fyrst menn til að leggja hann niður. ■ fll Nýi landvarnaráðherr ann / V-Þýzkalandi er fullkomlega andv'igur afskipt um hers af stjórnmálum „Ekki einu sinni tíu hestar gætu dregið mig til Bonn“, sagði hinn nýi landvarnarráðherra Vestur Þýzkalands fyrir ~ j ,, -V Von Hassel með dr. Adenauer. VON HASSEL aðeins einu ári síðan. Þá var hann og hafði í sjö ár verið farsæll forsætis ráðherra Schleswig-Hol stein. Nýlega var hann svo skipaður eftirmaður hins umdeilda Franz Josef Strauss. Aðeins ákveðnar ósk- ir Adenauers gátu dreg- ið hann til Bonn. nefndri Austur-Afríku, og Aust- ur Afríka hefur ætíð í huga hans verið eins og annað ætt- land hans. Hann var handtek- inn af Bretum í síðari heims- styrjöldinni en þeir skiluðu hon frama sinn að miklu leyti að þakka Friedrich Wilhelm Lubke bróður núverandi forseta V- Þýzkalands Heinrich Liibke, en forsetabróðirinn veitti von Hassel fyrstu tækifærin í stjórn málalegu starfi í Þýzkalandi. í sínum flokki er von Hassel talinn fulltrúi yngri kynslóðar- innar og mótmælenda meðal Kristilegra demokrata. Von Hassel hefur enn þá ekki lýst yfir stefnu sinni eða rætt um skoðanir sínar á landvarnarmál um, þvf hann tekur eklci við starfi sínu fyrr en nú um miðj- an mánuðinn. En stjórnmála- fréttaritarar eru sammála um að hann muni fyrir alla muni forðast að blanda hernum í stjórn landsins, eins ög' sagt var' að Franz Josef Straúss hefðU leitazt við að gera. Von Hassel er talinn fastlega á þeirri skoð- un að herinn eigi ekki undir nokkrum kringumstæðum að blanda sér í stjórnmál og aB borgaraleg yfirstjórn hans eigi að vera algjör, þegar úrslitaá- kvarðanir eru teknar. Hinn riýi landvarnarráðherra er eini ráð- herrann í núverandi stjórn Ad- enauers, sem er sú fimmta í röð inni ,sem ekki á sæti í neðri deild Sambandsþingsins í Bonn. Hprngilkij&flfur í S.-Afríku Stærsti kjarnakljúfur Afríku er nú í smíðum i borginni Pel- indba, sem er skammt frá Pre- toriu, höfuðborg Iandsins. Það er félagsskapur Suður-Af ríku-stjórnar og ýmissa fyrir- tækja í landinu, sem stendur straum af kostnaði við mann- virki þetta, sem verður fullgert á næsta ári. Til að byrja með mun kjarnakljúfurinn aðeins verða ætlaður til rannsóknar- starfa, en S.-Afríka mun síðar taka ákvörðun um, hvort heppi- legt er að nota kjarnorku til framleiðslu á raforku. Þjóðarframleiðsla V.-Þjóðverja náði nýju hámarki á s. 1. ári, og er áætlað verðmæti hennar 333 milljónir marka. Aukningin nam um 23 millj- örðum marka, eða um sjö af hundraði, og er það heldur meiri aukning en orðið hafði ár ið 1961, þegar um 5% aukningu var að ræða, en hins vegar var hún mun minni en næstu tvö árin þar á undan, 1959 og 1960, þegar hún nam níu af hundraði. Nafn þessa nýja ráðherra, sem svo skyndilega hefur skot- ið upp á stjörnujimimi vesti|r þýzkra stjommála er Kal-Uwe von Hassel. Leið hans frá Kílar- flóa til Rinarbakka hefur legið yfir margar stjórnmálalegar tor- færur. Þegar Kai-Uwe von Hassel myndaði fyrstu KÍIarstjórn sína árið 1954 voru framundan að þvf er virtist óyfirstíganlegir örðugleikar, deilur um Ianda- mæri að sunnan og austan, ágreiningur við danska minni hlutann og flóttamannavanda- málið, sem var mikið og erfitt í fylkinu. í mörgum þorpum fylk- isins voru fleiri flóttamenn en „innfæddir“. Schlesvig-Hol- stein átti f miklum fjárhagsörð- ugleikum og hafði orðið aftur úr f viðreisn Vestur-Þýzkalands eftirstríðsáranna. En nú er úr því bætt, þótt með seinna móti sé. Von Hassel getur þakkað sér það. Von Hassel er f dag 49 ára gamall. Hann fæddist f þá svo- Skuttogarar vinsælir í Noregi hefir það komið mjög greinilega í Ijós, hvað vistin í skuttogurum þykir miklu betri en á venjulegum togurum ,sem taka vörpuna inn á síðunni. Nýlega var auglýst eftlr mönnum á skuttogarann Tromsöy I, og vantaði alls 21 mann. Þegar komið var að lok- um umsóknartimans, höfðu alls sótt um starfið 292 menn. Þá vantaði einnig í haust sex menn áskuttogarann Hemne- strál, og buðust yfir 200 menn til að gerast skipverjar á hon- um. Það er hins vegar tekið fram, að í haust hafi reynzt mjög erfitt að fá menn á herpi- nótaskip og önnur slík skip. um til Glucksburg þar sem hann hóf þáttöku sína í stjórn- málum. Hann fékk til úrlausn- ar húsnæðisvandamál Schlesvig Holstein, en þau voru að því er virtist óviðráðanleg. En svo vel tókst honum að gegna hlut- verki sfnu að hann varð meðal virtustu stjórnmálamanna fylk- isins á skömmum fíma og var kjörinn til ríkisþingsins í Scles- vig-Holstein árið 1950. Brátt gerðist hann leiðtogi Kristilegra demokrata f fylkinu og skömmu síðar forsætisráð- herra fylkisins. Jafnframt hæfi leikum sínum og dugnaði, sem skapaði svo góðan ára^gur í störfum hans, á von Hassel Verkfall í Mosk vu Þau undarlegu tíðindi hafa gerzt, að í Moskvu hefir staðið verkfall f meira en mánuð, og er tilgangurinn með því að fá fram kröfur um hærri laun. Verkfallsmenn eru um 60 Ghana-búar, sem sendir hafa verið til Moskvu til að læra þar eftirlit og viðhald á sex rúss- neskum farþegaþotum, sem Rússar gáfu Ghana, en hafa staðið þar ónotaðar í bráðum tvö ár. Verkfall Ghana-mann- manna hefir staðið í fjórar vik- ur, og þeir vilja fá meira en 60 rúblur í vasapeninga á mánuði. sn allur dvalarkostnaður þeirra er annars greiddur. Yfirvöld- um í Moskvu finnst, að svert- ingjar þessir gefi borgarbúum slæmt fordæmi og er meinilla við verkfallið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.