Vísir - 09.01.1963, Síða 15

Vísir - 09.01.1963, Síða 15
V í SIR . Miðvikudagur 9. janúar 1963. 75 perlugráa hanzka á hendur sér og sveipaði um sig fögru sjali í gulleplislit og lagði af stað að heiman. Hún ók til Harsard-götunnar, þar sem Lodoiska Louvet bjó, en þær hittust annað veifið. Er þangað lcorn sagði hún vagn- stjóranum að bíða ekki eftir sér, he,’dur aka heim. Gekk hún svo inn í húsgarðinn, þar til vagninn var horfinn úr augsýn, og fór svo og náði sér í leiguvagn, og bað vagnstjórann að aka til „Au Beau SoleiI“ við Signu. Það var hlýtt og fagurt veður þetta síðdegi. Laufin á trjánum voru enn dökkgræn, en það var síðsumarsvali, sem um greinar þeirra lék. Brátt var komið í Champs Elysée. Þar gengu elskendur og leiddust. Og Karólína hugsaði sem svo: Þetta leyfist mér ekki. Ég verð að fara í felur með ást mína. Það kom ólund í hana, er hún hugsaði um þetta, en það lifnaði yfir henni þegar hún kom inn á krána. Hún minnti á krá uppi í sveit og gestgjafinn tók henni með einlægni sveitamanns ins. Hann stóð snöggklæddur í dyrum úti, er hún steig úr vagn inum, og brosti til hennar. Hún ætlaði aö fara aó útskýra fyrir honum komu sína, en hann greip fram í fyrir henni kurteis- lega og mælti: — Maðurinn, sem þér komið til að hitta er þegar kominn. Hann bíður eftir yður. Hann sagði henni hvert hún skyldi fara og hún hugsaði sem svo, er hún gekk upp stigann: — Hann hefur leigt herbergi, — skyldi hann vera eitthvað smeykur við það, ef við sæj- umst saman? En hún hratt frá ■frekari hugsunum um þetta, - auðvitað hefðu þau óskað eftir herbergi! — Ég þekkti fótatakið þitt, sagði Gaston og kom á móti henni með útbreiddan faðminn. Gleðin Ijómaði af andliti hans. Hún varpaði sér þegar í faðm hans og hann vafði hana örmum, og læsti svo dyrunum á eftir þeim. í herberginu voru húsgögn úr ljósum kastaniu-við og svalir fyrir utan gluggann. Hún strauk hönd hans og sagði: — Það hefur gerst svo oft, að ég man ekki lengur .... — Manstu ekki hvað? — Bíddu svo lítið, lofaðu mér að segja allt af létta um þetta. Þegar ég var á flakkinu um Frakkland og England og kom einhvers staðar, þar sem mér fannst viðkunnanlegt, hugsaði ég sem svo: Hér vildi ég eiga heima með Gaston. Ég man eftir slíkum stað í grennd við Qui- beron í Auray. Gamla konan, sem átti húsið, lét mig fara inn í herbergi sonar-sonar síns, svo að ég gæti hvílst og haft fata- skipti. Það var steikjandi hiti. Niðri í húsagarðinum heyrðist í gaggand hænu . . . Þetta var um vor ... Hún skauzt frá honum, er hann reyndi að kyssa hana. — Þegar styrjöldin var háð á Ítalíu hugsaði ég alltaf um þig og ég tók í mig, að verða aldrei framar veikur fyrir gagnvart þér, sagði hann. — Já, það dylst ekki, svaraði hún hlæjandi og hristi höfuðið. — Hve ljúflega það hljómar alltaf, er þú hlærð, sagði hann veikum rómi. - Já, þú elskar mig, hlátur minn lætur þér ljúft í eyrum, fegurð áugna minna hrífur þig, herðar mlnar, líkami minn — allt - og samt gekkstu að eiga Karlottu. — Við skulum nú ekki taka upp þennan þráð á ný, sagði hann. Við höfum rætt þetta — og það er útrætt mál. Hundrað sinnum hef ég reynt að koma þér í skilning um, að ástin leys- ir ekki allan vanda, — hið gagn stæða á sér stáð, hún eykur margan vanda. Það er svo margt í lífinu, sem menn verða að sætta sig við. Ég elska ekki Kar lottu, en hún er heiðarleg, sönn kona, sem menn hljóta að virða þú. þarft ekki að brosa 'Sðr.þéssú. Mér er hlýtt til henn- ar og skylt að sýna henni tillits- semi. í fari hennar er ekkert, sem ég hef ástæðu til að kvarta yfir. Ég vissi vel, þegar við urðum hjón, að þrátt fyrir allt þetta voru það ekki ástartilfinn- ingar, sem ég bar í brjósti til hennar. Ég vil ekki særa hana. Sú hamingja, sem ég fengi með því að særa hana, mundi gera mér meira illt en gott, — trúðu mér, hún væri ekki mikils virði. Sá dagur mundi upp renna, er þú sjálf fyrirlitir ... — Vertu ekki að lokka mig inn á vettvang samvizkubits þíns, Gaston minn. Ég elska þig heitara en svo, að ég gæti fund- ið til meðaumkunar með Kar- lottu, en ég hafði vonað, að hinn langi aðskilnaður okkar hefði ekki dregið úr ást þinni til mín ... en við skulum ekki vera að tala um það, sem sorg- legt er. — Við hvað áttu? Þú ætlar þó ekki, að . . . .? - Nei, ég ætla ekki að snúa baki við þér. Þú þarft engu að kvíða. Allt getur verið eins og þú helzt kýs. Barist á vígvöllum — notið hermannsfrelsis þíns milli bardaganna, dvalizt á heim ili þínu með hinni blíðlyndu Karlottu og hitt mig með leynd, ástmeyna, sem ávallt verður til búin að hlaupa í faðm þinn. — Karolína, ég . . . — Forðastu alla hugaræsingu, Gaston. Þú veizt vel, að svona væri þetta alveg eftir þínu höfði. Það er tilgangslaust fyrir þig að mótmæla. — Ég á að sætta mig við hvað sem er — og þú . . — Það er tónninn hjá þér, sem mér fellur ekki. — Nei! Fyrirtak, að þú skyld ir taka þetta fram. Framvegis skal ég ljóma af hrifni yfir hvernig þú vilt haga öllu. - Haga öllu, segirðu — og hvað þá um hvernig þú viit haga öllu, að þvi er varðar Georges. — I raun og veru hefurðu allt í hendi þér hvernig - ? A R 2 A u Ný saga nf TARZAN hefst i dag MEANWHIIE, IKI THE VAST CENTKAU PLAINSi A STRANSE cdisis was eoo N T0 CONCEZN THE AFE-MAN— víðáttumiklum skógum Af- um stafaði mikil hætta af þeim, Og að sjálfsögðu á Tarzan vin- ríku reikaði um hópur af grimm þv íað þau gátu ekki séð neitt ur okkar eftir að hafa einhver um ljónum. Mönnum og dýr- lifandi án þess að drepa það. afskipti af þeim. COf. MA*TtN TOONOEK Jósep Bizniz varð alveg utan við sig af gleði þegar hann sá Kalla og meistarann aftur. „Full- an kraft aftur á bak“, hrópaði Kalli reiður. „Þér létuð okkur al- deilis sigla okkar sjó“. „Þvætt- ingur“, svaraði Bizniz, „ég hafði meira en nóg að gera í viðureign- inni við Joe Deal. Það vpru nú meiri slagsmáiin“. „Já, sagði Kaili og á meðan réðust leikarar, klæddir sem villimenn, á hval, sem var með okkur innanborðs" „Ég veit um það. Það voru nú meiri lætin", sagði Bizniz og ýtti öllu niður af borðinu með hand- leggnum, „setjizt niður kunningi ar. Við skulum ræða um hvernig við eigum að koma Feita Moby til Hollywood". „Það eru ekki miklar líkur til að við getum það á meðan allir þessir þorskhausar eru umhverfis okkur“, sagði meistarinn. „Tíu þúsund hákarl- ar!“ hrópaði Kalli. „Þarna hef ég bað. Enginn tekur eftir okkur ef við ..“. Hann hallaði sér fram á borðið og tók að skýra honum frá því sem honum hafði dottið í hug. Barnasagar, KALLI og $up«« fiimu- fiskurinn i i Hann hlýtur að vera eitthvað undarlegur að fara að kvænast henni. Hann fær aldrei svona einkaritara aftur! Vegurinn að hjarta prinsess- unnar. — Já, ég veit, að það er undir sjálfum mér komið hvort ég hrek Karlottu frá mér eða ekki, en það er ekki á neins valdi að fá mig til þess að gleyma tengsl um þínum við þennan Boimussy — og ef til vill fleiri, því að væntanlega ætlarðu mig ekki svo heimskan, að ég leggi trún- að á, að hann hafi verið eini elskhugi þinn, þótt ég hafi að eins sannanir varðandi hann. — Það voru ekki aðrir en . . . - Jæja, þú játar blygðunar- laust . . . . ? Þau stóðu heiftþrungin hvort gagnvart öðru, en það var Karo lína, sem hafði orðið fyrri til að gefa gremju sinni lausan taum, sem nú varð fyrri til að láta undan. Hún gekk til hans, lagði hendurnar á axlir hans, hallaði svo höfði að barmi hans og sagði: - — Þú verður að vera góður við mig, Gaston. Ég þarfnast þess svo. Hann faðmaði hana að sér og kyssti lukt augu hennar. Hún reyndi að draga hann með sér út að glugganum, til þess að vera nær angandi blómunum og fuglasöngnum, en hann lyfti henni upp og lagði hana á rúm- ið. - Nei, þetta getur þú ekki, sagði hún hlæjandi, er hann ætl- Ódýr vinnuföt LUJS

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.