Vísir - 09.01.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 09.01.1963, Blaðsíða 1
53. árg. — Miðvikudagur 9. janúar 1963. — 7. tbl. A forsíðum tíikubkðmna 1 viðtali við Visi á 4. siðu segir María Guðmundsdóttir frá ýmsu i starfi sínu. Hún er ein af eftirsóttari tizkumynda- fyrirsætum Parísarborgar, en er nú á leið til New York til að starf þar. Myndir af henni hafa birzt í öllum helztu tizku- blöðum heims, og þær eru ekki margar sem fá hærri laun fyrir. Drukkinn ökumaður veldur stórtjóni á 4 bifreiðum í nótt Seinni hluta síðastiiðinnar næt- ir vöknuðu íbúar við gatnamót ’taplaskjólsvegar og Hringbrautar við geysilega skelli og hávaða eins ^g allt ætlaði að göflunum að langa. Orsökin til þessa hávaða var sú, ið 4rukkinn ökumaður hafði kom- ið á fleygiferð norður . Kapla- skjólsveg, en beygt síðan austur á Hringbrautina án þess að dragá verulega úr ferðinni. Afleiðingin varð sú að hann rakst á þrjár kyrrstæðar bifreiðar þar á göt- unni, olli meiri eða minni skemmd um á þeim öllum, en þó mestum á eigin bifreið, sem var gersamlega óökuhæf og stór- skemmd eftir áreksturinn. Árekstur þessi var tilkynntur lögreglunni kl. 5.40 eftir miðnætti og að því e rlögreglan skýrði Vísi frá í morgun, mun pilturinn hafa misst stjórn á farartæki sínu, sem var stór Buick-bifreið um leið og hann beygði inn á Hringbrautina. Lenti bíllinn þar fyrst utan í gangstéttarbrúnina norðan göt- unnar, en snýst við það til hægri út á götuna, skellur þar á Mosko- witzbifreið, sleppur við næstu bif- reið sem stóð fyrir aftan hana, en lendir á þeirri þriðju, sem var Skoda-bifreið og slæst um leið með afturendann í fjórðu bifreið- ina sem var af Willys-Stationgerð. ■u—■ ■>!*■■ ■■ 11 .n iiii i Eftir þenna ferlega árekstur sentist Buick-bifreiðin aftur norður yfir götuna og hafnaði þar á steinvegg móts við hús nr. 84 við Hringbraut. Þar lyktaði þessari sögulegu öku- ferð, enda varð bifreiðinni ekki komið lengra. Hún var flutt burt af árekstursstað 'í morgun, Hinar þrjár bifreiðarnar voru allar meir eða minna skemmdar, en ekki bú- ið að kanna skemmdirnar til hlít- ar í morgun. Eigendur bifreiðanna vöknuðu með andfælum við hávaðann og skellina í morgun og komu allir á árekstursstaðinn. Lögreglan kom og bráðlega á staðinn og hirti ökumanninn, sem var unglingspiltur, en bar á sér sýnileg merki ölvunar. Kvaðst hann hafa verið á dansleik í gær- kveldi en að því búnu ók hann um götur bæjarins sér til dundurs og skemmtunar. Hann var færður til blóðtöku í slysavarðstofuna, en sleppt að því búnu. Björgvin Jónsson hættir á Seyðisfirði Fyrir nokkru gerðist það austur á Seyðisfirði, að Björg- vin Jónsson kaupfélagsstjóri sagði upp starfi snu. Skömmu áður höfðu fjórir aðrir starfs- menn kaupfélagsins, þeirra á meðal gjaldkerinn, sagt upp starfi. Það er ekki vitað hver ástæðan fyrir þessum uppsögn- um er og eigi mun kaupfélags- stjórinn hafa fengið starf ann- ars staðar ennþá. Hann mun ætla að fiytjast í burtu frá Seyð isfirði. Björgvin Jónsson hefur ver- ið kaupfélagsstjóri á Seyðisfirði í nærri áratug. ííann var ungur þegar hann tók við starfinu og tók um Ieið við forystu Fram- sóknarmanna á staðnum. Var m. a. kjörinn þingmaður Seyð- isfjarðar um tíma. VERKSMIDJURNAR VERDA ELYTJA SllDINA SEGJA SÍLDARSKIPSTJÓRAR Kari Karlsson. Mikið hefur verið rætt um það að undanfömu, að nauðsyn bæri til að flytja síld í verksmiðj- urnar fyrir norðan, þar sem víða þarf að bíða lengi eftir Iöndun hér syðra. Blaðið hafði tal af tveimur skipstjómm, sem voru staddir hér í höfninni í morgun, til að kynnast þeirra áliti á þessu. Við hittum fyrst að máli Hörð Björnsson, sem er skipstjóri á Ólafi Magnússyni. Hann sagði m. a.: ,,Það hefur rætzt furðan- lega úr þessu hér í Reykjavik eins og er. Þegar ég kom inn varð ég að bíða i 6 — 8 tima eftir löndun, en nú er engin bið. Þetta er þó ekki svona gott ann ars staðar. Það hefði þurft að vera búið að athuga með sild- arflutninga norður fyrir löngu. Maður vonar að það verði gert eitthvað í þessu sem fyrst. — Annars er það ekkert vit að sigla ekki með meira en gert hefur verið, og þarf að taka í það miklu fleiri skip, á meðan að hægt er að fá svona gott verð úti. Hvað flutningunum viðvíkur, reikna ég varla með að þeir sem veiða, vilji flytja hana sjálfir. Verksmiðjurnar verða að gera það. Manni virð- ist að það ætti að vera hægt, fyrst að Norðmaðurinn, sem var hér í fyrra, var til í að flytja síldina til Noregs, og borga meira fyrir hana en verksmiðj- urnar gera hér.“ Við höfðum næst tal af Karli Karlssyni, skipstjóra á Þorláki # frá Þorlákshöfn: „Mér finnst aS^' , , með einhverjum ráðum verði- að hagnýta þennan mikla og - % góða afla,“ sagði hann. „Það er ekki aðeins nauðsyn fyrir sjó- mennina, heldur fyrir þjóðar- V búið í heild. Það er engin leið á þessum tíma árs að sigla sjálf ^ ur með aflann norður, nema^"" veður sé alveg sérstakt. Það. þarf að nota í það miklu stærri; skip, sem eru sérstaklega út- búin til þess. — Ég fæ ekki betur séð en að það sé óeðlilegt að hafa öll Framhald á bls. 5 Horður Bjornsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.