Vísir - 09.01.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 09.01.1963, Blaðsíða 5
V í SIR . Miðvikudagur 9. janúar 1963. 5 STEF innheimtir fyrir 150 þúsund rétthafa STEF á Islandi hefur umboð fyr ir 150 þúsund höfundarrétthafa um allan heim. Lætur nærri að sam- tökin innheimti um 2 milljónir kr. árlega í höfundalaun, aðallega frá Ríkisútvarpinu, I^eflavíkurútvarp- inu og kvikmyndahúsum. Annars er nokkur leynd yfir starfsemi STEF’s þar sem forráðamenn sam- takanna telja starfsemi þeirra al- gert einkamál rétthafanna. Til dæmis um það er að á sínum tíma neitaði STEF Alþingi um ýmsar upplýsingar varðandi reksturinn. Þó eru reikningar STEF’s sendir menntamálaráðuneytinu árlega, og ráðuneytið hefur staðfest úthlut- unarreglur samtakanna. Að því er Jón Leifs, formaður STEF’s á I’slandi hefur tjáð Vísi, hafa alþjóðasamtök STEF-félaga ekki viljað leyfa sérstök STEF í í kvöld frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur leikritið Ástarhringur inn eftir Arthur Schnitzler, sem mörgum er kunnugt sfðan kvik- mynd, gerð eftir því, var sýnd hér fyrir nokkrum árum, með mörgum af frægustu Ieikurum Frakka í aðalhlutverkum, undir nafninu La Ronde. Leikstjóri er Helgi Skúlason, en aðalleikarar eru tíu. Eru það þau Þóra Friðriksdóttir, Steindór Hjör- leifsson, Bryndís Pétursdóttir, Birgir Brynjólfsson. Kristín Anna smærri löndum, nema á íslandi. í slíkum tilfellum hefur erlend skrif stofa í einhverju af stóru löndun- um verið látin annazt innheimt- una. Þannig er innheimtu höfunda launa háttað t. d. í Luxemburg, ísland er því undantekning, sem nýlega fékk aukna viðurkenningu á alþjóðaþingi STEF’s í Róm í sumar, er íslenzka STEF var Ieyft að gera úthlutunarreglur sínar ein- faldari en annars staðar tíðkast. En einkum jókst STEF á Islandi ásmegin er það vann hið fræga mál gegn Keflavíkurútvarpinu, um inn heimtu höfundarlauna fyrir flutta tónlist þar. Réttarflokkar STEFjanna eru fimm, dramatískur réttur, flutn- ingsréttur, hljóðritunarréttur, prentréttur og filmhöfundarréttur. Launin eru reiknuð eftir mínútu- Þórarinsdóttir, Guðmundur Páls- son, Guðrún Ásmundsdóttir, Helgi Skúlason, Helga Backmann og Er- lingur Gíslason. Þó má segja að hið eina raunverulega aðalhlut- verk sé leikið af stóru og miklu rúmi, sem kemur við sögu í öllum tíu atriðum leikritsins. Á milli atriða mun Bragi Hlíð- berg, harmonikuleikari, leika vals- inn La Ronde, eftir Oscar Strauss. Þýðinguna hefur gert Emil Eyjólfs- son lektor í París. Leiktjöld hefur gert Steiriþór Sigurðsson. fjöldanum, sem það tekur að flytja verkið, svo og eftir því hvers eðlis verkið er. T. d. eru greidd hœrri laun fyrir tónverk alvarlegs eðlis en danslagamúsik. Langmestur hluti af innheimtum STEF’s er vegna flutnings á tón- list, en STEF hefur hins vegar tak markaðan fjölda af umboðum fyrir leikritahöfunda, sem hafa sína sér stöku umboðsmenn, er sjá um slík ar innheimtur. Úthlutun fyrir flutning dáns- byggist nær eingöngu á prógrammi Ríkisútvarpsins, sem lætur STEFi í té allar upplýsingar þar að lút- andi. Útflutning fyrir flutning dans- laga á skemmtistöðum og flutning tónverka í kvikmyndum byggist einnig á prógrammi Ríkisútvarps- ins, þar sem úthlutunarkostnaður mundi að öðrum kosti verða of hár fyrir okkar litla félag, sagði Jón Leifs. Vinnuaflsskortur - Framn u Ms 16. ÞÁTTUR ALDRAÐA FÓLKSINS: Vísir átti einnig tal við Stur- laug Böðvarsson útgerðarmann á Akranesi í morgun. Hann sagði að þar væri og hefði verið afar mikil og tilfinnanleg vöntun á vinnuafli og :þs$ yæti fullorðið fólk, komið yfir fertugt, og aldrað fólk, allt upp að áttræðu, sem hefði að mestu leyti bjargað því sem bjargað hefur verið til vinnslu af síldinni. Unga fólkið er í skól- unum og Sturlaugur sagði að það sæist lítið af fólki milli tvítugs og fertugs í hraðfrystihúsunum. Hann lék, eins og Ingvar Vilhjálms son, sérstöku lofsorði á þátt kven- þjóðarinnar í verðmætasköpun- inni og kvað aðdáunarvert hvað aldrað fólk Iegði sig fram um að vinna langan vinnudag til þess að vinna úr síldinni, svo að hún þyrfti ekki öll að fara í bræðslu. Hann sagði að vinnudagurinn hefði ver- ið afar langur undanfarið. Venju- lega falla úr dagar vegna ógiefta, en síðan á aðfangadag hafa verið stöðugar stillur og óhemju veiði á hverjum degi, svo að fólkið hef ur engan tíma gefið sér til hvíldar. Oftast hefur verið unnið til kl. 12 á kvöldin, og stundum til 2 að nóttu og byrjað að vinna kl. 8 á morgnana. Sturlaugur sagði frá því sem dæmi upp á annnríkið og vinnu- aflsskortinn, að nú yrðu hinar mikilvirku flökunarvélar hjá fyrir- tæki hans að standa óhreyfðar næstu 3 vikurnar sökum þess að ganga þarf frá súrsíld, sem lokið er við að flaka og búa þana undir útflutning seint í þessum mánuði, og það er ekki mannskapur til þess að vinna að því samtímis að full- vinna súrsíltjina og flaka nýja síld. Sturlaugur minntist þess með þakklæti að skólapiltar frá Hvann- eyri hefðu unnið nokkra daga fyr- ir jólin að útskipun á Akranesi og gengið vel fram, en fyrir bragðið hefði á sama tíma verið unnt að vinna að vinnslu sem ekki hefði verið hægt ef þurft hefði að taka | mannskap í útskipunina. Helgi Skúlason og Guðrún Ásmundsdóttir í hlutvérkum sínum. ÁSTARHRINGURINN FRUMSÝNDUR Tónlist Ruth Little Ljóðasöngkonan Ruth Little, sem kom fram á hljómleikum Tónlistarfélagsins í fyrradag, var svo sannarlega kærkominn gestur í skammdegisneprunni, og myndi raunar teljast fengur okkar hræringalitla músiklífi, hvernig sem á stæði. Einn sér- dfeilis söngfróður kunningi minn fullyrti að lokinni skemmtun- inni, að hún hefði yfir að ráða þeirri fegurstu alt rödd, sem guð hefur komið fyrir í kven- barka, frá því að ég held eftir syndafallið. Við skulum láta slíkar fullyrðingar liggja milli hluta. En flutningur hennar á þrem lögum Hugo Wolf, einum fimm sönglögum eftir Brahms og þrem eftir þann oft misvirta, himinhrópandi stórsnilling Gustav Mahler, að viðbættum lagaflokki, „A Charm of Lulla- bies“ eftir Britten, líður þeim sem á hlýddu seint úr minni. Hjálpaðist þar að góður smekk- ur og næm tilfinning fyrir tón- blæbrigðum og söngtækni, sem dugði til að gera úr þessu tvennu óvenju hnökralausa heild. Hvergi gætti þeirrar velgjulegu yfirborðstilfinninga- semi sem oft verður allgóðum söngvurum af þessu tagi að fótaskorti, og það eitt er til- efni til ótakmarkaðs þakklætis. Það er ekki svo sjaldan að svo nefndir „lieder" túlkarar fæla mann frá perlum Schuberts, Hugo Wolf o. fl. um lengri eða skemmri tíma með þessum líka ógnarfyrirgangi í magavöðvun- um og herpingi í sálinni. En hér ríkti látleysið og einlægnin og siðast en ekki sízt það sem ég held raunar að sé undir- staða allrar listsköpunar: tær og glitrandi húmor. Urðu þess- ir eiginleikar ekki sízt til að gera síðasta hluta efnisskrárinn ar, sem samanstóð af lögum eft ir gömul tónskáld ensk, laga- flokki Brittens og yndislegum þjóðlögum frá Bretlandseyjum, að hápunkti hljómleikanna. Undirleikur Guðrúnar Krist- insdóttur var þá dágóður, þó reyndar sé vitað að hún geti margfalt betur. L. Þ. Engar upplýsingar af IATA ráðstefnunni. Vísir átti í morgun stutt símtal við Mr. Reynolds ritara IATA ráð- stefnunnar f París. Hún er haldin f fundarsal Prince Pigalle og sagði Reynolds, að hon- um væri óheimilt að skýra frá nokkru sem gerzt hefði á ráðstefn- unni. Skortur í Eyjum -- Framhald at bJs. 16 Sighvatur kvaðst mjög litlar vonir gera sér um að úr þessum vandræðum myndi rakna til fulls meðan sildveiðarnar væru í fullum gangi. Hann sagði að það væri ekki aðeins hörgull á mönnum á bátana heldur og við vinnslu afl- ans í landi, bæði konum og körl- um, þó fremur körlum. Það vant- aði sem sé fólk til allra starfa í Eyjum eins og sakir stæðu, en höfuðmáli skipti að takast mætti að manna bátana því aflinn væri að sjálfsögðu undirstaða allrar vinnu og vinnslu. [þróttir — Framhald af bls 2. göngu fyrir Júdó og mun dýnan eflaust taka margt þungt fallið af glímumönnum. Myndina tók Bragi Guðmunds- son á æfingu kvenfólksins, og er greinilegt að ekki væri gott að lenda í klónum á slíkum kvenvörg um sem þessum Júdó-valkyrjum. ^lytja síldina -- Framh aí ols 1 þessi tæki fyrir norðan og aust- an og ekki hægt að nota þau. jÞað ætti ekki að þurfa að koma neinum á óvart að það veið-1 ist síld við Suðurland. Þetta er irðinn fastur liður í okkar veið- um og ætti að vera hægt að at- ’iuga möguleika á síldarflutning ; um fyrirfram. Óska upplysinga Bifreiðin G 2028, sem stolið var í Hafnarfirði í gær, fannsf .illa' far- in suður á Hvaleyrarholti. og hafði henni verið ekið út af veginum. Grunur Ieikur á því að drukknir unglingar hafi stolið bifreiðinni. Það eru vinsamleg tilmæli lögregl- unnar í Hafnarfirði að þeir, sem hafa orðið varir grunsamlegra mannaferða á leiðinni að Hvaleyr- arholti láti lögregluna vita. Vlaría — Framhald af bls 4 fimm mínútur samfleytt, íklædd síðum þungum samkvæmiskjól. oOo — Svo þetta er ekki alltaf sama ævintýrið? — Nei alls ekki eins ævintýra- Iegt eins og margir halda, og ég hélt kannske fyrst. Þetta er bara vinna. — Hvað gerirðu svo í fristund- um? — Slappa af. Les, fer í bíó, eða leikhús, eða sef eða út á skemmti staði ef mér er boðið og ég treysti mér til að fara. — Hvernig býrðu? — Á hóteli. Fyrst var ég á stóru nýtízku hóteli. Það var eins og maður ætti hvergi heima. Þá fluttist ég í minna hótel. Þar er allt viðkunnanlegra. Sennilega fæ ég mér íbúð, ef allt gengur vel. — Kannski líka bíl? - Ég átti Fíatbíl. Já, ég er að hugsa um að kaupa Porche- sportbíl, þegar ég fer aftur til Parísar. í New York ætla ég að Ieigja íbúð. — Hvað ætlarðu að vera í þessu lengi? — Máske eitthvað lítillega leng ur, sagði María eins og annars hugar. á. e.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.