Vísir - 19.01.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 19.01.1963, Blaðsíða 15
Vf SIR . Laugardagur 19. janúar 1963. • • \ Um leíð og Feiti Moby lyftist upp frá vatninu hentust Kalli. vélameistarinn og Bizniz til og duttu síðan. „Tíuþúsund lausar skrúfur“, hrópaði meistarinn „við siglum upp í loft“. En Bizniz var himinlifandi. „Mínir kæru vinir“. hrópaði liann. „Nýjasta atriði Súperskópsfélagsins: Fljúgand. hvalur. Og við megum þakka keppinaut okkar". Keppinautur- inn, Joe Deal virtist vera orðinn gersamlega áttaviltur. „Fulla ferð áfram“, skipaði Kalli, sem hafði tekið eftir hve ruglaður óvinur- inn var orðinn. Meistarinn hlýddi og sporðurinn á Feita Moby tók að snúast í öfuga átt við það sem hann hafði gert áður svo að nú vafðist reipið aftur um sporðinn. Akkerið losnaði frá hvalnum og hann féll í vatnið' með miklum gusugangi. CISJ S<U|p«ri~ filmu- fiskurinre Ödýr vinnuföt — Ég spyr ekki um hvaðan þú hefur þessa vitneskju, en '— gott og vel, ég skal segja Ramel ofursta frá þessu. Við grípum til nauðsynlegra varúðarráðstaf ana. Nú fer ég. Vertu ekki kvíð in. Það mun hitna í kolunum á fundinum. Hann getur staðið fram á nótt. Þegar hann kyssti hana, gerði hún úrslitatilraunina: — En ef allt fer öðru vísi en þú vonaðir, reyndu þá að sætt- ast við hina. — Karólína, þú ættir að vera farin að þekkja mig nógu vel til þess að vita, að ég svikst ekki frá málsákvörðun, sem ég hef tekið — jafnvel þótt svo kunni að líta út, að allt sé glat- að, málið dæmt til lífláts. Vertu nú ekki að hugsa um þetta. Kon ur ættu ekki að hugsa um stjórn mál. Hann kyssti hana aftur og hraðaði sér burt. Full örvæntingar og and- styggðar á sjálfri sér fór Karó- lína aftur inn í herbergi sitt, læsti dyrunum og fór að hátta/ en hún slökkti ekki ljósið, þvi að hún vissi, að hún mundi ekki geta sofnað. Hún fór að hugsa um hvort sökin væri hennar. — Hef ég i raun og veru verið þannig? Vildi ég bara elska og vera elsk- uð — frjálslega, svo allir vissu? Allt er gerólíkt því, sem ég ósk- aði og þráði. Hví er mér hegnt þannig? Hver er orsök allrar þessarar eymdar, sem þjakar mig? Og hún hugsaði áfram: Allt stafar þetta af þvi, að ég kaus heldur að flakka um þjóð- vegi Frakklands en að deyja. Og svo leið hver stundin af annarri og hún lá andvaka. Allt í einu kipptist hún við. Hún heyrði eins og neyðaróp úr her- bergi Georges eftir að einhver hörð orðaskipti höfðu farið fram. Án þess að hika, hljóp hún til herbergis manns síns tii þess að komast að raun um hvað væri þar um að vera. Georges stóð þar hálfnakinn á miðju gólfi, og var að klæða sig — og gegnt honum Gaston klæddur einkennisbúningi. Þeir horfðu undrandi á hana, en hún var klædd næfurþúnn- um náttkjól. Hún skipti litum, því að ekki var henni að skapi að standa þannig frammi fyrir eiginmanni sínum og elskhuga, en sökum þess hve kvíðafull og óttaslegin hún var, vildi hún ekki fara erindisleysu. — Ég veit ekki hvað þú ert að hugsa, Karólína, sagði Ge- orgejs í ásökunarrómi. Hún greip slopp hans og smeygði sér í hann. — Georges, segðu mér hvað er að gerast. Þeir þögðu drykklanga stund báðir, Georges og Gaston. — Það kom til óeirða í nótt, sagði Georges að lokum. Her- sveitir Augeraus og Hoches tóku Tuiliéres og Luxemborgar- höll. Jakobinski minni hlutinn hefur safnazt saman á Odeon til þess að taka ákvörðun um, að steypa okkur ... Gaston greip fram í fyrir hon- um: — Eftir ræðuna, sem þú flutt ir í gær, hvílir sterkari grunur á þér en nokkrum öðrum. Þess vegna kom ég hingað til þess að aðvara þig. Gerðu ekki ráð fyrir, að þér verði sýnd nokkur miskunn. Jafnvel maður eins og Carnot, sem ekki hefur komið nærri neinu, er í hættu. krefjast þess af henni, að hún slátt. — Ef Georges legði á flótta, færi úr landi, mundi hann þá krefjast þess að henni, að hún færi með honum? — Hvað ætlarðu að gera, Ge- orges? Ætlarðu að flýja, eða? — Ég hef stungið upp á, að hann fari til Sviss, sagði Gaston, Klæðist hann einkennisbúningi, sem ég læt hann fá og falskt, hernaðarlegt vegabréf, getur hann áhættulaust komizt til landamæranna. En hann vill ekki fara að mínum ráðum, held ur felast í París. Georges hafði nú lokið við að klæða sig og var að hneppa að sér frakkanum: — Ég ætla mér ekki að fara í felur. Engin orusta er töpuð, fyrr en menn viðurkenna ósigur sinn. Ég fer rakleiðis á fund forseta 500 manna ráðsins. Minni hlutinn heldur, að hann geti skotið okkur skelk í bringu með hótunum — en hann fer villur vegar. Það erum við, sem .) PIB ttPIKBW*" /<CS Hver er tilgangurinn meö að loka fyrir sjónvarpið, ég svaf alveg eins vel-------! tökum ákvarðanirnar. Ég get vel gert mér i hugarlund, að and- stæðingar okkar hafi ályktað, að við værum óttaslegnir, en þeim skal ekki takast að hræða okkur. Gaston leit á Karólínu eins og hann með tilliti sínu vildi gefa henni til kynná, að hann hefði gert allt, sem hann gat — en ekki getað fengið hann til þess að gera það sem skynsam- legast var, eins og komið var. Karólína greip í hönd Georges, þegar hann var að fara út úr dyrunum: — Hvert ferðu? hrópaði hún — Og hvenær hittumst við aft- ur? — Ég ek til forseta 500 manna ráðsins, eins og ég sagði. Við verðum að sjá um, að þeir þingmenn, sem eru okkur holl- ir, fái vernd, en hina munum við láta sæta ábyrgð. Rödd hans varð allt f einu mildari. — Vertu ekki hrædd, Karó- lína. 1 kvöld verð ég orðinn ein- ræðisherra — og ég mun nota vald mitt til þess að uppræta skrílæði eða hernaðarlegt lýð- THE MUMTER'S SOFY WAS 5CRATCHEP UF TO HlFE THE fact that he was stkaniglep," takzan CONTINUEF- - .vtyc mgiiten , JOV».fi / CsMoO I "THEKE IS A MVSTEZIOUS TR.ISE IN THE JUNGLE, the VUPU/saip ALW0N7 THOUGHT- FULLY. *IT IS IZUV.OREP THAT THE NATIVES AR.E LlON "SOíAEONE appakently RESENTE7 HIS <ILLINS OFF THE LlONS, 8UT WH0--AN7 WHV?# Tarzan: „Líkami hans hefur veriS klóraður, til þess að hylja þá staðreynd, að hann var kyrkt úr. Einhver hefur auðsjáanlega verið á móti því að hann dræpi ljónin, en HVER — og HVERS VEGNA?“ Almond: „Inni í froumskógin- um býr mjög dularfullur þjóð- flokkur, sem nefndur er VUDU. Það er sagt að þeir innfæddu séu ljónadýrkendur“. Barnasagan KALLI ræði. Réttlætið mun sigra og hið sanna lýðræði. Svo hraðaði hann sér á brott. — Það væri skynsamlegt fyr- ir þig, Karólína, áð fara að hátta i og bíða, sagði Gaston. — Gaston, elskan mín, farðu ekki frá mér, segðu að þú elskir mig hvað sem fyrir kann að koma. — Ég elska þig, Karólína. Það veiztu. Hann kyssti hana og einnig hann fór sfna leið. Þegar alllangt var liðið á dag- inn eftir, hafði hún enga eirð í sér til þess að bíða lengur. Hún ók til Karlottu, en hún var ekki heima, svo að hún ók aftur heim til sín. Þegar þangað kom, frétti hún, að de Salanches of- ursti hefði komið og mundi koma aftur um kvöldið. Hún lokaði sig inni í herbergi sínu ! og fór ekki niður fyrr en um miðdegisverðarleytið. Yfirþjónn inn gekk á móti henni með fréttablað í hendinni. — Ó, sagði Karólína, er „La quotidienne“ loks komið? — Nei, frú. Útkoma þess hef ur verið bönnuð. Ritstjórinn hef ur verið handtekinn og allt starfslið hans. Ég keypti þetta blað áðan úti á götu. Það er minnzt þar á ... Hann benti henni á langan nafnalista: Aubray, Aimé, Bay- ard, Bæain, Boissy d’Anglais,* Boudon de l’Oise ... — Hvað kemur þetta mér við? — Frúin ætti kannski að lesa þetta ... Og Karólína las: „Lýðveldissinnar í 500 manna ráðinu og gamla ráðinu, sem komu saman til funda í Odéon- leikhúsinu og áheyrendasal læknadeildarinnar, hafa sam- þykkt ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir samsæri harð- stjórnarsinna. Var ákvörðun tekin um að handtaka leiðtoga og flytja þá úr landi. Þrír stjórnarnefndarmenn, La j Révelliére, Rewbell og Barras, sem höfðu fengið vitneskju um ; samsæri það, sem ógnaði lýð- 3!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.