Vísir - 19.01.1963, Blaðsíða 13

Vísir - 19.01.1963, Blaðsíða 13
V í S IR . Laugardagur 19. janúar 1963, •~n ............ ^ iiiiiwiBiiiw fmiliniliiwii \J Leopold konungur og Liliane de Rethy, fædd Baels. Leopold og Uliaae ósátt I7kkl er ein báran stök fyrir belgísku konungsfjölskyld- unni. Flestir þekkja nú orðið margra ára sorgarsögu hennar, hvemlg Albert konungur fórst f hrapalegu slysi f fjallgöngu og Ástríður drottning fórst í bflslysi. Flestir minnast Iíka þeirra löngu og óheppilegu deilna sem urðu unihvcrfis Leo pold konung. Hann var sakaður um fylgispekt við nazista og ástir hans og flæmsku kaup- mannsdótturinnar Lilian Baels vom Iögð honum mjög til lasts, enda úrðu þær ástir og síðar hjónaband þeirra benzín íi bál tungumála og trúmáladeilna i Belgíu. öll sagan er ekki þar með sögð. Nú berast þær fréttir frá Belgíu að ástin miili Leo- polds og Liliane de Rethy eins og hún er nú kölluð sé kulnuð. Nú vekur það þvert á móti hneyksli að þau séu hætt að búa saman. Os almennt er w Astin er kólnuð og uppgjufnkon- ungurinn dvelst fjurvistum í Bndlundi og Brusilíu Lilane kennt um. Það er litið á hana eins og stjúpuna í öll- urp stjúpuævintýrum. Hún var töfrandi fögur og viðheldur enn ungleguni yndisþokka sínum, en hið innra er hún talin hálf- gerð norn, greind en ráðrík og miskunnariaus. Hún hefur vilj- að ráða öllu innan konungs- fjölskyldunnar. Hún vildi vera belgíska konan nr. 1. Hún náði taki á Baldvin stjúpsyni sinum. en síðan gerðist það að tvær ungar konur komu til hirðar- innar, sem risu upp fyrir hana í fmynd belgísku þjóðarinnar. Ii®er eru Fabiola drottning Bald vins konungs og Paola sem gift ist Albert yngri bróður Bald- vins. ^ugnatillit Lilliönu hinnar ung' iegu stjúpu verður hvasst og nornarlegt. Nú fær hún ekki lengur ráðið öllu. Henni lendir saman við þessar yngri konur, móðgast og síðan reynir hún að beita Leopold eiginmanni sínum fyrir sig til þess að fá að halda forráðum sínum, en hann reynist henni ekki eins hjálplegur og hún myndi kjósa. gíðan kólnar ástin og almennt er um það rætt að Liliane hafi gerzt Leopold ótrú. Þannig er hinn belgíski almannarómur. Kannski er hann ekki að öllu leyti réttlátur. Upphaf hans get ur verið andúð þjóðarinnar á þessari fögru en kaldrifjuðu konu. En sagan segir, að Liliane hafi leitað ásta fransks ævin- týramanns. Kannski minnast menn hans, frá því að hann kom talsvert við sögu í fréttum fyrir um einum áratug. Ástmögurinn er enginn annar en Alain Bombard franskur ævintýramaður og sér- vitringurinn skeggjaði sem gerði margar tilraunir til að komast vistalaust yfir úthafið á smáfleka. það sem Bombard ætlar að sanna með flekaferðum sínum var að enginn skipreika maður þyrfti að deyja úr hungri og þorsta á úthöfunum, Þar væri að finna nóg af fæðu og drykk. Hann sannaði þetta að nokkru með því að dveljast einn á flekanum svo vikum skipti og nærast á fiski en svala þorstanum á vatni úr fiskum. Síðast fór hann þó mjög illa á þessum tilraunum og missti heilsuna. En meðan tilraunirnar stóðu sem hæst leitaði hann eftir styrkjum úr ýmsum áttum, m.a. leitaði hann eftir /styrk úr belg- iskum vísindasjóði og þá fór hann sömu leið og margir aðrir gerðu á þeim árum leitaði eftir persónulegum stuðningi Lilane, en það var alkunna að hún hafði þá svo mikil persónuleg áhrif í Belgíu að fjöldi manns leitaði aðstoðar hjá henni. Það var almælt i Belgíu að Liliane hafi tekið Alain Bombard mjög I vinsamlega, jafnvel svo vin- 8 gjarnlega að talið var hið mesta | hneyksli. gíðan það gerðist fór að kólna | nokkuð sambúðin milli Leo | polds og Liliane. Kom jafnvel | að því að þau hjónin fóru í | hár saman að Alain Bombard I viðstöddum og varð hann þá I að reyna að sætta þau. Var 8 það undarlegt hlutverk sem | hann lék þannig við belgísku H hirðina. B gambúðin milli Leopolds og | eiginkonu hans hefur hald- 5 ið áfram að kólna og nú er svo komið að þau búa ekki lengur saman. Leopold er farinn að vera á stöðugum ferðalögum til fjarlægra heimsálfa og kemur sjaldan heim. Belgfumenn hafa ekki komizt hjá því að veita því athygli að hann forðast konu sína. En Baldvin konung- ur reynir þó stöðugt að miðla málum og fá föður sinn og stjúpu til að sættast heilum sáttum í ást og einlægni. Það er ekki gaman að eiga vand- ræðabörn. Verra er þó að eiga vandræðaföður. Varahlutir i olíukynditæki Hamarsbúðin Hamarshúsi, Tryggvagötu. AUGLÝSIÐ í VÍSI HVÖT- FÉLA6SFUNDUR Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt heldur fund í Sjálfstæðishúsinu mánudagskvöld 21. janúar ld. 8,30. DAGSKRA: Félagsmál. Rætt um Iilutaveltu Frk. Elín Pálmadottir flytur frásögn frá Ungar Kvennaskólastúlkur syna leikbátt. Kaffidrykkja. Mætið stundvíslega. \ S T J 0 R N I N

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.