Vísir - 19.01.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 19.01.1963, Blaðsíða 6
VlSIR . Laugtúuugur 18. janúar 1968, Gaitskeíl hættulega veikur Það hefur komið brezku þjóðinni mjög á óvart, að Hugh Gaitskell foringi annars hinna tveggja stærstu stjóm- málaflokka landsins hef ur skyndilega veikzt svo alvarlega, að honum er vart hugað líf. Sex af færustu læknum Breta hafa staðið yfir sjúkra- beði hans og leitað allra ráða til að veita honum lækningu. Hann þjáist af óþekktum vírussjúk- dómi, sem hefur lagzt á nýru og hjarta. Lækn- arnir hafa gefið út til- kynningar um líðan hans með stuttu milli- bili og draga þeir þar enga dul á það, að hann sé í mikilli hættu. Stórmál bíður. Pólitískt koma þessi veikindi Gaitskells Verkamannaflokkn- um mjög illa. Hann stóð í for- ustu í þeirri miklu baráttu sem Verkamannaflokkurinn er að hefja gegn íhaldsflokknum í stórmálinu hvort Bretland eigi að gerast aðili að Efnahags- bandalaginu eða ekki. Enda þótt læknunum takist að bjarga lífi hans, er hætt við að Gaits- skell verði ekki búinn að ná sér áður en bardaginn hefst. Þá mun varaformaður flokksins, George Brown, taka við for- ustunni, en hann er ekki tal- inn eins litríkur og sterkur for ingi eins og Gaitskell. Vírusveiki. Gaitskell veiktist í byrjun des ember s. 1. og Iá þá um tlma í sjúkrahúsi. Þá batnaði honum og fékk hann að fara heim til sín af sjúk'rahúsinu á Þorláks- messu. En síðan veiktist hann aftur og fékk þá þessa óþekktu vírusveiki. Frh. á bls. 5. Myndir frá þingi austur-þýzkra kommúnista. Efri myndin sýnir Krúsjeff þar sem hann er að halda ræðu sína. Neðri myndin sýnir áheyrendahópinn þar sem hann rís úr sætum eftir ræðu Krúsjeffs og hyllir hann með lófataki. Gaitskeil, er hann gekk út úr sjúkrahúsinu á Þorláksmessu. Skæruliðar sprengja herflutningalest í Kína Krúsjefí MustaBi ekki ú svarræiu Kínverjans Flokksþing austur- þýzkra kommúnista hélt áfram í gær og gerðist það helzt á því, að full- trúi Kínverja tók til máls og svaraði þá árás- um þeirra Ulbrichts og Krúsjeffs. Var Kínverj- inn all harðorður ' og gagnrýndi endurskoðun arstefnuna, sem nú riði húsum í hinum sósíal- ísku herbúðum. Hélt hann ákveðið fram kenn ingum húsbænda sinna í Peking um að kommún- isminn kæmist einvörð- ungu á með byltingu og vopnavaldi. Það vakti nokkra athygli, að Krúsjeff lét ekki einu sinni svo lítið sem að hlusta á Kínverjann. Meðan Kínverjinn var að tala fór Krúsjeff í heimsókn í verksmiðjur í borginni og snerist athyglin mest að þeirri hringferð hans um borg ina. Krúsjeff flutti ræðu um 6 þús und verkamönnum í einni stærstu verksmiðju Austur Berlínar og kom hann víða við. Hann hélt því m. a. fram að Bandaríkin væru fimm ár á eftir Rúsum á sviði geim rannsókna. Þá hélt hann þvl fram að kreppa væri að hefja innreið sína I Vestur Þýzkland og sagði að kapitalistarnir hefðu nú síðustu 45 ár verið að reyna að ná kverka 1 taki á kommúnistaríkjunum. En I þegar þeir reyndu það væru þeir ! aðeins að grafa slna eigin gröf. 1 Annað var á sömu lund I ræðu hans. Þrátt fyrir það kom enn sami vilji til samkomulags hjá Krúsjeff eins og I aðalræðu hans á flokks- þinginu. Hinum opinberu ræðum á flokks { þinginu lauk I kvöld með ræðu sem Ulbricht flutti. Hann svaraði i ekki ræðu Kínverjans á aðra leið en þá en að hann kvaðst vona að Kínverjar bættu fyrir brot sín og fylgdu Krúsjeff. Um Vestur Berlín sagði hinn austur-þýzki kommúnistaforingi, að sá sem vildi vernda friðinn yrði að semja og reyna að finna friðsamlega lausn á vandamálun- um. Kvaðst hann vera viss um að hægt væri að finna friðsamlega lausn á Berlfnardeilunni. Þær fréttir hafa borizt til Hong Kong frá kommún- íska Kína, að stór herflutn ingalest hafi verið sprengd í loft upp á járnbrautar- línu milli Canton og Hong Kong. Með lestinni voru mörg hundruð kínverskir hermenn og allmiklar birgðir vöpna. Eftir því sem fréttimar herma, fór lestin af sporunum og létu yfir 40 hermenn lífið. Það er talið vafalaust, að and- kommúniskir skæruliðar I fjall- lendi I Suður Kína hafi sprengt lestina upp, en upp á síðkastið hef ur skæruliðamótspyrna á þessu svæði ffeerzt mjög I aukana. Eftir að atburður þessi hafði gerzt sendi kínverska herstjórnin mikið herlið á vettvang til að reyna að leita skæruliðana uppi. Ósagt er hvort leitin bar árangur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.