Vísir - 22.01.1963, Síða 3
VISIR . Þriðjudagur 22. janúar 1963.
3
GINA LJÓSHÆRÐ
OG UNG Á NÝ
Gina Lollobrigida
ítalska fegurðardísin og
kvikmyndaleikonan er
nú að vísu tekin að eld-
ast nokkuð. Slíkar
þokkagyðjur eru ófúsar
að gefa úlpp réttan aldur
sinn, en ekki er ólíklegt
að Gina sé farin að nálg
ast fertugsaldurinn.
Þrátt fyrir það skeður það nú,
að Gina tekur að sér kvik-
myndahlutverk þar sem hún
leikur kornunga, iífsglaða dans-
mær og eru myndirnar i Mynd-
sjánni í dag teknar úr þessari
kvikmynd. Þar sést hvernig til
hefur tekizt. Gina birtist hér
sem stelpugopi, glæsileg og full
af einhverium tryilingi og
skemmtifíkn.
★
Kvikmyndin kallast „Fegurð-
ardísin frá Ippolito“. Gina lif-
ir sig inn í hlutverkið og tækrii-
dcildin hefur einnig gert sitt,
því að hér birtist Gina ljóshærð
og er þó að eðli til kolsvört að
háralit.
★
Þeir sem kunnugir eru í kvik
myndaheiminum segja að viss
ástæða sé til þess hve Gina
Lollobrigida er nú athafnasöni
í kvikmyndum, þar sem hver
glæsikvikmyndin á fætur ann-
arri kemur nú með henni í aðal
hlutverki. Bak við þetta er á-
kveðin metnaðargirni. Hún var
fyrir nokkrum árum viður-
kennd frægasta leikkona Ítalíu,
en síðan kom Soffía Loren upp
á stjörnuhimininn og Gina átti
á meðan í nokkrum erfiðieik-
um, varð að flytja tll Kanada
með eiginmanni sínum Mirko
Skofic til að sleppa við hán
skatta.
★
Gina er mjög metnaðargjörn
og hjá því hefur ekki farið, að
hún hefur mjög fundiö til þess
að Sofffa hefur skyggt á hana
að undanförnu. Nú ætlar hún
sér með þessu nýja hlutverki
að sýna að hún sé Soffíu
frcmri. Þess végna leggur hún
sig alla fram. Ef þetta misteks'
er talið líklegt að Gina hætti
aiveg kvikmyndaleik og setjist
í helgan stein sem rík og mik-
ilsvirt læknisfrú, en eiginmaður
hennar er starfandi læknir.
.