Vísir


Vísir - 22.01.1963, Qupperneq 5

Vísir - 22.01.1963, Qupperneq 5
V í SIR . Þriðjudagur 22. janúar 1963. 3 Mikil olvun í Reykjavík 1 vikunni sem leið var drykkju- skapur nieð meira móti í Reykja- vik og fangageymslan í Síðumúla full flestar nætur. Alls gistu 150 manns fanga- geymsluna í Síðumúla á tímabilinu frá 11. — 18. þm. eða á einni viku. Stundum var svo þéttsetið þar að grípa varð til fangageymslunnar í lögreglustöðvarkjallaranum í Póst- hússtræti Ástæðan fyrir þessari miklu „að- sókn“ að fangageymslum lögregl- unnar á fyrst og fremst rót sína að rekja til þess að Reykjavík er orðinn síldarbær og í vikunni sem leið var.lengst af landlega hjá síld- veiðiflotanum. — Eins og oft vill verða undir siíkum kringumstæð- um verja sjómennirnir þá tíma sín- um til drykkju og lögreglan verður að skjóta yfir þá skjólshúsi. Mikið af sjómönnum, sem stunda veiðar á Reykjavíkurbátum, eru ut anbæjarmenn, sem ekki hafa fasta búsetu í bænum. Og þó að lögregl- an vildi gjarna flytja þá eitthvað annað heldur en í fangageymsluna, er oft ekki um aðra staði að ræða heldur en bátana og þangað þykir of viðurhlutamikið að flytja dauða- drukkna menn. Finnsson og Magnús Guðlaugsson. Röðull — Framhald aí bls. 1. Fttttnst örendur hreinu lofti væri dælt úr klefan um. í skýrslu sinni fyrir sjórétt- inum skýrði skipstjórinn frá því að fyr'st hefði orðið vart við veikindin á föstudagsmorg- un, þegar tveir menn sem áttu að mæta á vaktinni kl. 6,30 hefðu ekki komið. Ekki hefði það þó vakið athygli, því að siíkt væru ekki óeðlileg forföll. En þeg^r hin vaktin átti að mæta á þilfari kl. 12,30 varð sýnilegt að alvarleg veikindi voru komin upp, því að af níu mönnum mættu fyrst aðeins einn maður og skömmu síðar annar og var þó ekki heilbrigð- ur. Þegar fyrsta vaktin átti svo aftur að mæta á vakt um kvöld ið stóðu ekki uppi nema tveir af átta mönnum á henni. í fyrstu var álitið að um um- ferðarpest væri að ræða, en síð- ar að þetta væri matareitrun. Við nánari athugun, sagði skip- stjóri þó að það hefði verið talið ólíklegt, þar sem veikind- in skiptust eftir því hvar í skip inu menn bjuggu. Þegar veikindin voru orðin svo víðtæk um kvöldið lét skip stjóri skipverja mæla sig en þeir reyndust þá hitalausir. Samband var haft við héraðs- lækninn í Vestmannaeyjum og ráðlagði hann penicillin en það kom ekki að gagni. Á föstudagskvöldið voru flest ir hásetarnir rúmliggjandi. Skip stjóri skoðaði þá um kl. 9 á föstudagskvöldið en seint á 10 tímanum mun Snæbjörn Aðils hafa látizt. Hann lá í fremsta rúmi í klefa bakborðsmegin. Fleiri skipverjar lágu í sama klefa, en þeir urðu ekki varir við er hann skildi við. Skipstjóri lýsti húsaskipun í lúkar hásetanna, en hleri niður í netageymsluna liggur úr eiginlegri forstofu lúkarsins. Skipverjar eru þar í þrem klef- um og gætti veikindanna jafnt i þeim öllum. í fyrrinótt fannst Iátinn maður við húströppur sínar vestur á Fram nesveg. Sýnilegt var, að maðurjnn hafði dottið þarna, rétt áður en hann ætlaði inn i húsið, því að lyklakippan lá við hlið hans. Það sem vitað er um þenna at- burð er það, að um kl. hálftvö að- faranótt mánudagsins kom Guð- mundur Axel Bjömsson í leigubif- reið heim til sín að Framnesvegi 8 A. Axel ætlaði að ná þar í eitt- hvað, en að því búnu að halda ferð sinni áfram til sonar síns, sem býr £ Karfavogi. Bað Axel bílstjórann að hinkra við á meðan hann skryppi inn í húsið. Þurfti Axel að fara í gegnum húsasund til að komast að húsi sínu og fyrir bragðið sá bíl- stjórinn ekki til ferða hans. Húsbrot — Framhaltí af bls. 2. líf og dauða að tefla, fyrir utan mikið eignatjón. Ástæðan fyrir kæru sýslumanns ins í Borgarnesi var hins vegar sú að umrædda nótt höfðu þessir menn, öldrukknir mjög brotið hús á veitingamanninum í Hvítárvalla- skála, ráðist á hann og krafizt þess að hann afgreiddi þá með benzín klukkan 3 um nóttina. Fjölskylda veitingamannsins þ. s. eiginkona og tvær ungar dætur urðu ofsalega i.ræddar við þessar aðfarir aðkomumannanna, og sennilega ekki síst vegna þess að annar þeirra hafði skorist á höfði er hann var að brjótast inn í húsið, var því bæði blóðugur o; ófrýnilegur ásýndum. Veitingama? urinn mun eitthvað hafa meiðzt en hann komst, er árásarmennirn- ir voru farnir, heim að Hvítár- völlum og hringdi þaðan til sýslu mannsins í Borgarnesi. Að því er Vísir hefur fregnað munu árásar- mennirnir hafa slitið símann í veit ingaskálanum úr sambandi, Þannig að ekki var unnt að hringja það an. Menn þessir eru báðir fullorðnir og eiga heima í Stafholtstungum. Þegar bílstjórinn hafði beðið i bifreið sinni um það bil 20 mín- útur, tók honum að leiðast biðin og fór út til að huga að farþega sínum. Fann hann Axel þá liggj- andi meðvitundarlausan við hús- tröppurnar og með áverka á enni. Við hlið hans lá lyklakippa, og er sýnilegt að hann hefur ætlað að fara áð opna húsið. Var lögreglu og sjúkraliði strax gert aðvart og Axel fluttur i slysa- varðstofuna, en er þangað kom var hann látinn. Axel var 63 ára að aldri. Skipaskoðunarst. - Framh at als l Skipaskoðunarstjóri sagði að það væri ekki talið hættulegt að nota Methylklórid á kælikerfi, þar sem vélarnar eru yfirleitt þéttar og séð um að hafa útblástur frá kæliklefanum. En £ þesu tilfelli hefði vélin verið óþétt og útblást- ursdæla hefði verið í gangi. Þótt þannig væri ekki talið hættulegt að nota þetta efni, kvað hann Skipaskoðunina nú myndi vegna þessa atburðar fara þess á leit við skipaeigendur að taka í notkun Freon 12. Til þess þarf lítiisháttar að breyta kælivélinni. Framtalið — Framhald af bls. 9. ur gilti, bæði hvað varðar úr- skurðun framtala og álagningu gjalda, og auknum skyldum að gegna við hvort tveggja. En um leið verður erfiðara að veita framtalsfresti. í fyrra kom skattskráin ekki fyrr en í ágúst. Hvers vegna er svo áríðandi að hraða útkom- unni nú? — Já, skrárnar komu seint í fyrra. enda var þá lengi beðið eftir ákvörðunum Alþingis um skattamálin, eir~ og oft áður. En það er öllum fyrir beztu, að gjaldheimtuskrárnar komi tíman- lega. Það er óþægilegt bæði fyrir ,\ Frú Ólöf Bjömsdóttir. Myndina niálaði sonur hennar, Halldór Pétursson, listmálari. Frú Ólöf Björnsdótfir f. 27/4 1887 - d. 14/1 1963 „En hvað æfin líður fljótt. Mér finnst ekki neitt fjarska langt síðan hún lék sér barn í foreldrahúsum í Latínuskólan- um — og ég var að kenna henni reikning 9 ára gamalli", svo hugsaði ég er mér var sögð andlátsfregn frú Ólafar Björns- dóttur. Foreldrar hennar, Björn Jens- son adjúnkt, sonur Jens rektors Sigurðssonar og dóttur sonur Bjöms yfirkennara Gunnlaugs- sonar, og kona Björns Lovísa Henriksdóttir Svendsens bjuggu £ skólanum með stórum barna- hóp, er var mjög vinsæll með- al barngóðra skólapilta. Mörg- úm þótti Björn Jensson strang- ur kennari, einkum við lata ó- látabelgi í neðstu bekkjunum, en ég varð þess seinna var, að hann var ágætur heimilisfaðir, og þótt ég væri hálfhræddur víð hann fyrsta skólavetur minn, fór svo, að mér þótti smám saman vænna um hann en nokk urn hinna kennaranna. Stærð- fræðikennsla hans var ágæt því að hún hjálpaði oss til sjálf- stæðrar hugsunar, og tll að spyrja í alvöru um ástæður og sannanir. Vér vorum 4 bekkjar- bræðurnir, sem fengum ágætis- einkunnir einar við lokapróf í stærðfræði upp úr 4. bekk, en veturinn eftir fannst mér að ég fengi enn betri einkunn hjá Birni Jenssyni, því að þá bað hann mig að kenna þremur elztu börnum sínum reikning. Þau systkinin Viggó, Ólöf og Sigríður voru þá eitthvað 8 til 11 ára gömul, en prýðilega greind og áttu auðvelt með að læra að reikna, svo að þetta urðu beztu skemmtistundir, fannst mér, og ég held oss öll- um. — En mest var þó vert um traust föður þeirra, þótti mér. — Ólöf var þá 9 ára, og svo liðu allmörg ár að ég vissi lítið um hana. En haustið 1912 fékk ég þær góðu fréttir að hún væri gift vini mínum Pétri síð- ar borgarstjóra Halldórssyni. Ég hafði þekkt hann vel og heimili foreldra hans, þeirra Halidórs bankagjaldkera Jónssonar og Kristjönu dóttur Péturs Guð- johnsens og aldrei að öðru en góðu. Þau hjónin Pétur og Ólöf bjuggu skammt frá heimili mínu svo auðvélt var að finnast, en auk þess unnum við Pétur lengi saman að bindindis- og safnaðarmálum og man ég ekki að okkur yrði nokkurn tíma sundurorða. Hitt man ég vei, að einu sinni var verið heima hjá mér að tala um 10 ára telpu, sem hafði nýverið misst for- eldra sína. Ég sagði þá við börn in mín: Hvað haidið þið, að þið gjörðuð, ef þið misstúð svona snögglega pabba og mömmu?" Valgerður dóttir mín, sem þá var 10 ára, varð fyrir svörum og sagði: „Ég færi þá til Péturs Halldórssonar og bæði hann að vera pabbi minn.“ — - Má af því marka, hvernig talað var um Pétur og heimili hans á mínu heimili. Pétur dó á bezta aldri, 26/11 1940. En vel man ég eftir kristilegu trú’arþreki hans í banalegunni, og stillingu og þreki frú Ólafar, er þá stóð eftir með 4 börn þeirra. — Henni auðnaðist að sjá þau öll verða góða borgara og eignast góð heimili, þar sem barnabörnin buðu ömmu sína velkomna. Börnin eru: Ágústa gift Pétri Snæland frkvstj., Björn verzlunarstj., Halldór list- málari og Kristjana, gift Ludvig Hjálmtýssyni frkvstj. Fyrir eitthvað 70 árum heyrði ég latínuskólapilt segja stund- um: „Það þykir öllum vænt um hana Ólöfu litlu Björnsdóttur, sem þekkja hana.“ Svipaðan vitnisburð fékk hún til æviloka, þótt þá væri orðinu „litlu“ sleppt. Drottinn blessi -hana um ei- lífð og ástvinum hennar dýr- mætar minningar Sigurbjörn Á. Gíslason. einstaklinga og fyrirtæki að vita ekki skattgjöld sín fyrr en hálfu til heilu ári eftir á, og þegar far- ið er að innheimta gjöldin, eru kannski tekjurnar allar eyddar og ekkert eftir upp í skattinn. Það er slæmt fyrir bæiar- og sveitar- félög og ríkið að bíða eftir miklu af skatttekjunum þa-gað til seint á árinu. Eftir löng stríð er í bili nokkur ró yfir skattamálunum, og menn líta framtalið ekki alveg eins ó- hýru auga og stundum áður. Meðan mætti jkannski gera eitt- hvað til bóta, og þá ekki sízt að hraða útkomu gjaldheimtuskrár. En þar er það frumskilyrði að takmarka framtalsfresti frá því, sem verið hefur. Ég vil að lokum vekja athygb á því, að það eru alltaf ýmsir, sem ekki fá framtalseyðublaðið með skilum vegna flutninga o. s frv., en það leysir engan undan þeirri skyldu að telja fram á rétt- um tíma. Ber þessu fólki að fá eyðiblöð á skattstofunni.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.