Vísir - 22.01.1963, Page 16

Vísir - 22.01.1963, Page 16
GuOmundur Guðjónsson söngv- ari heflr verið boðið að syngja tenórhlutverk í Butterfiy eftir Puccini við óperuna í Árósum í vetur. Það er hlutverk Binkerton, sem Guðmundi hefur verið boðið að syngja, en óperan verður færð upp um mánaðarmótin febrúar—marz. Guðmundi hefur þekkzt boðið og fer hann utan næstkomandi mánudag. Hann verður fyrst um sinn við æfingar í Khöfn áður en hann fer til Árósa. f gærkvöldi var lýst í útvarp- inu eftir konu og bami af Akra- nesi, þar eð farið var að óttast um þau. Samkvæmt frásögn fréttaritara blaðsins á Akranesi mun konan hafa farið að heim- an og tekið barnið með sér upp úr hádeginu í gær, en þegar hún kom ekki heim fyrir kvöld- mat var farið að hringja til skyldmenna og vina og spyrj- ast fyrir um hana, en hennar hafði hvergi orðið vart. Var þá tekið að óttast um konuna og barnið og lýst eftir þeim í út- varpinu í gærkvöldi. Um svipað leyti kom til orða á Akranesi að hefja skipulagða leit að þeim, en þá kom konan heim með barnið, hafði heyrt orðsending- una í útvarpinu. Konan hafði farið í heimsókn til einhverrar kunningjakonu sinnar og ekki athugað hvað tímanum leið. Fréttaritari blaðs- ins á Akranesi kvaðst hafa heyrt að þær hefðu eitthvað ver ið að spá f spil að gamni sfnu og tók sérstaklega fram, að eng in óregla hefði verið með í spil- inu, enda væri hér um reglu- fólk að ræða. Smnlendingar segja Margt hefur þegar verið gert, rætt og ritað í sambandi við endur reisn Skálholtsstaðar, hins forna andlega höfuðbóls Sunnlendinga, en héraðsmenn eigi ávallt tilkvadd ir um tilhögun og takmark þeirrar uppbyggingar, eins og gengur og gerist. Sunnlendingum þykir þó sem þeir geti eigi látið þetta stór- mál vera þjóðmál eitt, heldur beri héraðsmönnum réttur og skylda til að leggja sitt af mörkum og segja sitt orð, enda verði Skálholt svo bezt tengt byggðarlögunum á Suð- urlandi að nýju og endurreisnin 3ar í rökréttu, sögulegu samhengi. I samræmi við þessi sjónarmið hefur komið upp Skálholtshreyf- ing á Suðurlandi og munu áhuga- menn um Skálholt koma saman þar til fundar n.k. föstudag, 25. þessa mánaðar, til þess að ræða óskir og viðhorf Sunnlendinga til hins forna höfuðbóls síns og leit- ast við að samræma þau viðhorf sem bezt. Það er ekkert launungar- mál að Sunnlendingar vilja ekki Þrjú slys — ftrír bílar skemmast sætta sig við minna en biskup í Skálholt. Þrír leiðtogar kirkjunnar á Suð- urlandi, héraðsprófastur Árnesinga séra Gunnar Jóhannsson á Skarði, sóknarpresturinn f Skálholti, séra Guðmundur Óli Ólafsson á Torfa- stöðum, og séra Sigurður Pálsson á Selfossi, hafa forgöngu um að rita Skálholtsáhugamönnum f hér- aði bréf og boða þar til fyrrnefnds l fundar. Þingmönnum og sýslu- í nótt sprakk vatnsæð í götu nálægt hringtorginu við Þjóð- minjasafnið (sem er til vinstri á myndinni) og varð af óhemju- legur vatnsflaumur á torginu sem sézt glögglega ef litið er á stígvélaða manninn á myndinni, og var flaumurinn þó tekinn að sjatna er myndin var tekin. Bíl- ar, sem óku þarna um og áttuðu sig ekki á dýpt vatnsins, drápu á sér og þegar bílstjórarnir stigu út úr þeim stóðu þeir í vatni upp í mið læri. mönnum Sunnlendinga er sérstak- lega boðið á þennan fund, svo og ritstjórum blaðanna, sem gefin eru út á Selfossi, Suðurlands og Þjóð- ólfs. Eflaust verður fylgzt með þessu máli af miklum áhuga, ekki sízt á Suðurlandi. Nokkur smávegis umferðaróhöpp urðu í Reykjavík í gær. Meðal annars varð sex ára dreng ; ur fyrir bfl um áttaleytið f gær- ; kvöldi á gatnamótum Lokastfgs og j Baldursgötu. Drengurinn hlaut ! skurð á hnakka og vör og auk þess Brenndist á höndum 1 gærkveldi brenndist stúlka á höndum við það að eldur kviknaði f ether, sem hún var með. Slys þetta varð á Skúlagötu 4, en þar var stúlka að vinna nieð ether, hún missti hann niður, en um leið kviknaði f honum og stúlk an brenndist við það á höndum. Sjúkrabifreið var fengin til að flytja stúlkuna í Slysavarðstofuna. kúlu á ennið. Annar drengur hljóp á bíl á Amtmannsstíg rétt eftir hádegið og skrámaðist á fæti. Báðir dreng- irnir voru fluttir í slysavarðstof- una til aðgerðar. Ungur piltur, sem var á skelli- nöðru á Álfhólsvegi í gærkvöldi, varð fyrir bifreið og meiddist eitt- hvað, Hann var einnig fluttur > slysavarðstofuna. Þá urðu þrjár bifreiðir fyrir meiri eða minni skemmdum í gær. Sú þeirra, sem mest skemmdist, lenti á allmikilli ferð utan á hús- inu nr. 16 við Barónsstíg. Ástæðan var sú, að hemlar bílsins höfðu bil- að og rann bíllinn á húsið. Húsið slapp að mestu við skemmdir, en bíllinn skenundist þeim mun meira Annar bíll skemmdist niður við höfn við það að festar frá togaran- um Hallveigu Fróðadóttur slógust utan í hann. Ekki veit blaðið hve miklar þær skemmdir urðu. ÆGIR TIL SlLDARLEITAR Varðskipið Ægir, og með því Jakob Jakobsson fiskifræðing- ur, mun leggja upp í sjórann- sókna- og síldarleitarleiðangur kl. 2 í dag, ef ekki er útlit fyrir mjög slæmt veður. Hefur Fiski- deildin fengið skipið til afnota í mánuð. Blaðið hafði tal af Jakobi í morgun og sagði hann svo frá: — Við byrjum á sjórannsókn um frá Reykjanesi að Vest- mannaeyjum. Eru það mælingar á hita og seltu sjávarins, með sérstöku tilliti til hrygningar- stöðva á vetrarvertíð. Þetta mun taka 2-3 daga, ef veður / leyfir. — Að öðru leyti er aðalverk- efni okkar að fylgjast með göngu síldarinnar. Það hefur verið einna erfiðast um þetta leyti. Það er nóg síld í sjónum. Það er bara að finna út hvar hún er. Það er misjafnt frá ári til árs, hvenær hún gengur austur með landi og hvaða hluti hennar það er. Bátarnir miða sig fyrst og fremst við það að veiða hatia frá höfnum við Faxa flóa, en ekki öðrum höfnum landsins, og það er þetta sem hefur gert eyðurnar I veiðina. — Það er ekki enn ljóst hvar sumargotssíldin heldur sig í febrúar og marz, enda er stutt síðan að farið var að fylgjast með göngu síldarinnar að vetr- arlagi. I fyrra voru slæm veður um þetta leyti og varð því ár- angur af rannsóknunum minni- enefni stóðu til. í hittifyrra var fyrsta árið, sem fylgst var með göngu síldar að vetrinum. — Seinni hluti febrúar og fyrri hluti marz hefur reynzt einna daufasti síldveiðitlminn I fyrra og hittifyrra. Það er ekk- ert öruggt um hvernig þetta verður í ár og ætlunin með þess ari ferð, að athuga þetta nánar. Samkvæmt lögreglusamþykkt Reykjavíkur mun vera bannað að bera nokkurn þann áburð á garða eða aðrar landeignir I bænum, sem vond lykt stafaði af. Það kom því nokkuð flatt uppá fólk sem býr við Miklu- braut, þesgar hinum lyktar- versta af öllum illa lyktandi áburði, skarna, var dreift eftir graslengju þeirri sem skilur Miklubrautina í tvær akreinar, og einnig á „eyjamar". Leggur af þessu daun mikinn fyrir vit íbúa, og hefir að sögn rænt nokkra mektarmenn, matarlystinni. Er að vonum nokkur óánægja út af jarðar- bótum þessum.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.