Vísir - 26.01.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 26.01.1963, Blaðsíða 3
3 V í SIR . Laugardagur 26. janúar 1963. . 'a ) V S \ 'v v MYNDSJÁ x;':';? / LÖGFRÆÐIPRÓFI Embættisprófuin í lögfræði lauk á miðvikudag. Luku fimm menn prófi að þessu sinni. Þannig er að staðið, að fyrst er lokið skriflegum prófurn, sem eru þrjú. Síðan er tekið til við^ fimm munnleg próf og lýkur hver einstakur maður þeim á einum degi, þannig að ekki ljúka allir prófi á sama degi. Myndirnar á síðunni eru tekn ar seinni hluta miðvikudags, þegar prófum var langt komið. Á myndinni að ofan til vinstri er fremst Magnús Torfason prófessor, að prófa einn hinna nýju lögfræðinga. Á bak við hann eru prófdómararnir að talast við, Jreir Ólafur Jóhannes son, prófessor, og Sveinbjörn Jónsson, hæstaréttarlögmaður. Á myndinni til hægri sjási tveir menn fyrir ofan stofuna þar scm prófin fóru fram. Til vinstri er Ólafur B. Thors, ný- kominn út úr prófi, en Sveinn Sveinsson t.h. bíður eftir að vera kallaður inn. Þeir eru í skikkjum, sem menn kiæðast í prófum og koma í stað kjól- fata, sem voru notuð til skamms tíma. Ólafur tók hæsta prófið af þeim fimm. Á myndinni til vinstri sést Sveinn Sveinsson einbeita sér að spumingum prófessorsins. Hann iauk siðastur prófinu, þar sem hann er síðastur í stafrófs röð af þeim fimm. Vélbátafélag ísfirðinga verður 60 ára á morgun. Forsaga þess er sú, að árið 1851 stofnuðu þrír menn á isafirði Þilskipafélag ísfirðinga. Voru þar þeir Ásgeir Ásgeirsson skipherra, Eiríkur Olsen verzlunar- stjóri og Torfi Halidórsson. Félag þetta gaf fyrsta ársarð sinn sem var 383 ríkisdalir til stofnunar á- byrgðarsjóðs þiiskipa. Formleg stofnun þess sjóðs varð þó ekki fyrr en 1854 og eru heim- ildir fyrir því að það var Ásgeir Ás- geirsson sem átti frumkvæðið að stofnuninni. Heimildir eru ekki til um hvað sjóðurinn starfaði lengi, en hann var undir lok liðinn um 1872. Stofnfé þessa sjóðs var 6 þús- und ríkisdalir og var þetta fyrsta félag hér á landi, sem hafði það að markmiði að bæta skipaeigend- um það tjón, sem skip þeirra yrðu fyrir. Um aldamótin var farið að ræoa stofnun bátaábyrgðarfélags og var það 1902, sem sýslunefnd Norður- ísafjarðarsýslu samdi og samþykkti frumvarp tii laga um stofnun báta- ábyrgðarfélags. Stofnfundur þess var haidinn á ísafirði 24. janúar 1903 og voru stofnendur þess 17 útvegsmenn og skuldbundu þeir sig til að tryggja 22 fiskiskip. Upphaf- lega hét það Bátaábyrgðarfélag ís- firðinga en breytti nokkru síðar heitinu f Vélbátaábyrgðarfélag. Fyrstu stjórn skipuðu Jón Lax- dal verzlunarstj., formaður, S. J. Nielsen fyrrv. verzulnarstj. og Árni Sveinsson kaupm. Fyrstu árin náði það aðeins yfir ísafjarðardjúp, en það breyttist og var látið ná til V-ísafjarðarsýslu og hélzt félags- svæðið óbreytt til 1948, en þá á- kvað atvinnumálaráðuneytið að fé- lagssvæðið skyldi vera frá Látra- bjargi að Skaga. Árið 1907 var skuldlaus eign fé- lagsins 12 þús. kr. Þegar félags- svæðið var stækkað 1948 nam hún 225 þús. kr. en í árslok 1961 3,6 millj. kr. Á s.l. ári voru 170 fiski- skip tryggð hjá félaginu að virð- ingarverði 225 millj kr. Félagið sjálft tryggir 15% 1 hverju skipi, 2 millj. að virðingarverði eða minna, en hlutdeild þess miðast við 300 þús, kr. hámarkstryggingu. — Brúttóiðgjöld á s.l. ári námu 11 millj. Á síðustu fimm árum námu tjónbætur f 393 tjónum 15,1 millj. kr. Félagið endurtryggir hjá Sam- ábyrgð ísl. fiskiskipa. Sá sem lengst hefur setið í stjórn félagsins er Hannes heitinn Hall- dórsson, sem jafnframt var fram- kvæmdastjóri. Núverandi stjórn skipa: Guðfinnur Einarsson form., Jón Grímsson, sem setið hefur í stjórninni f 32 ár, og Matthías Bjarnason, sem jafnframt er fram- kvæmdastjóri félagsins. I kvöld efn ir félagið til veglegs afmælishófs í Eyrarveri á isafirði og er þang- að boðið öllum fiskiskipaeigendum, sem tryggja hjá félaginu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.