Vísir - 26.01.1963, Blaðsíða 13

Vísir - 26.01.1963, Blaðsíða 13
V í SIR . Laugardagur 26. janúar 1963. 13 HVERJIR ERU ANDANS MENN? Þegar ég las grein Maríu Magn úsdóttur í Morgunblaðinu, „Hverj ir eru andans börn?i‘ Þá langaði mig til þess að benda á nokkur atriði, og fyrst og fremst vil ég þá svara yfirskriftinni.þó ekki með mínum eigin orðum, heldur með Guðs orði, en þegar ég segi Guðs orð, þá getur verið að spurn ingin komi boeði frá Maríu Magn úsdóttur, sem segist hafa lesið Biblíuna og frá þeim sem afneita Kristi aigjörlega, þó ég vitr ekki hvort er betra, að tæta í sundur og niðurrífa, eða að afneita. Biblían er ekki aðeins skrifuð af samtíðarmönnum Jesú (Nýja testamentið) heldur er hún inn- blásin af Heilögum Anda (2. Pét- urs bréf 1, 19 — 21). „Og því áreiðanlegra er oss nú hið spámannlega orð, og það er rétt af yður að gefa gaum að því eins og ljósi, sem skín á myrkum stað, þangað til dagur Ijómar og morgunstjarnan rennur upp í hjörtum yðar. Vitið það umfram allt, að eng- inn ritningar spádómur verður þýddur af sjálfum sér. Því að aldrei var nokkur spádómur bor- inn fram að vilja manns, heldur töluðu menn frá Guði, knúðir af Heilögum Anda.“ Þetta eru orð Péturs postula. Guðs börn eru þeir, sem hafa komið til Krists og iðrast synda sinna. Það er enginn maður fær um að dæma um það, hver sé Guðs barn eða ekki, það er satt hjá Maríu, og það held ég að eng inn vflji gjöra, hvorki Kristján eða aðrir, en mér skilst að Krist- jáovllji halda sér við Guðs Orð, sem Kirm exna rétta mælikvarða). Jesús kom niður tfl jarðar, samkvæmt því spámannlega orði r&. PSturs bréfi T, 19—21. Hann er morgunstjarnan, sem talað er um á sama stað og vil ég nefna nokkra staði, sem talað er um komu hans. Jesaja 9, 6, spádómur. Jesaja 4, 2. Jeremla 23, 5. Jeremía 33, 15. Allt eru þetta spádómar um komu Krists, en uppfyllingu þeirra má sjá í fyrstu tveim köfl- um allra guðspjallanna. Hver var svo tilgangurinn með komu Krists, dauða, upprisu og himnaför. Ætli það sé bara svona út í bláinn. Nei, hann kom til þess að frelsa synduga menn, „og er ég þeirra fremstur," seg- ir Páll 1 1. Tímóteusarbréfi 1, 15. En hvað þarf svo til þess að eignast lífið í Guði? Allir geta komið. Páil var stærstur syndari að eigin sögn og Guð tók við honum, eftir að hann hafði lifað samkvæmt 1. Tím. 1, 13, því að Páll iðraðist eftir að hann hafði mætt Jesú á ieiðinni til Damask- us. (Post. 9, 3 — 6). „Guði þekkar fórnir eru sund- urmarinn andi, sundurmarið og sundurkramið hjarta munt þú, 6, Guð, eigi fyrirlíta." (Sálm. 34, 19 og Sálm. 51, 19 og enn fremur Jesaja 57, 15).' Þá geta menn fyrst komið til Guðs og þá tekur hann við okk- ur fyrir Jesúm Krist og við tök- um við honum og gefum honum rúm í hjarta okkar og það er þá fyrst, sem við getum kallað okk- ur Guðs börn samkvæmt Jóhann- esar guðspjalli 1, 12. Lækningu á yfirnáttúrlegan hátt efast ég ekkert um, því hana hef ég reynt sjáif og það er alveg víst, að Jesús gjörir kraftaverk í dag, bæði með því að lækna og mörg önnur kraftaverk, svo sem að frelsa sálir, sem er hið mesta. En svo við víkjum aftur að Páli pjstula, þá var hann fyrst og fremst kallaður til útbreiðslu fagnaðarerindisins og til þess að líða fyrir það, vera hæddur og fangelsaður, vegna þess að hann boðaði Guðs -Orð með djörfung, sjá Postulasöguna 13, 2—5 og 47 — 49 vers og enn fremur 20, 21—22. Menn töldu Páll fjarri viti (Postulas. 26, 24 — 25). „Vita skuluð þér því, að þetta hjálpræði Guðs er sent heiðingj- unum og þeir munu og þekkja það- Og hann var tvö árin full í eigin leiguherbergi og tók á móti öllum þeim, sem komu inn til hans og prédikaði um guðs ríki og fræddi um Drottinn Jes- úm Krist með allri djörfung, tálm unarlaust. (Postulas. 28, 28—31 V.). Þetta eru síðústu orð Postula- sögurinar um Pál postula. Svo aðalatriðið hjá Páli hefir verið trúin og boðskapur Krists, en ekki lögmálsverkin án trúar. (Matt. 28, 18-20). Margir eru ofsóknarmennirnir á vorum dögum, þó að ef til vill séu þeir ekki eins sterkir hér á landi og víða annars staðar og oft má heyra talað í hæðnisrómi um Biblíutrúarfólk og talað um það með lítilsvirðingu sem sér- trúarflokka. í fyrsta Jóhannesar bréfi 4. kapítula, 1.—3. versi stendur: „Trúið ekki sérhverjum anda, heldur reynið andana, hvort þeir séu frá Guði. Sérhver andi, sem viðurkennir að Jesús Kristur hafi komið í holdi, er frá Guði, en sérhver andi, sem ekki játar Jes- úm, er ekki frá Guði, þeir heyra heiminum til og heimurinn hlýð- ir á þá. Það stendur ejnnig í þess- um sömu versum að margir fals- spámenn séu farnir út í heim- inn. í öðru bréfi Páls postula til Þessaloníkumanna, 2. kapitula og versunum 9 til 10, standa þessi eftirtektarverðu orð: „En koma hans, (Krists) er fyrir tilverknað Satans, með alls konar krafti og táknum og undrum lyginnar og með alls konar vélum ranglætis- ins fyrir þá, sem glatast, af því að þeir veittu ekki viðtöku kær- leikanum til sannleikans, að þeir mættu verða hólpnir." Af þessu má sjá, að hægt er að lækna og gjöra önnur krafta- verk bæði með aðstoð illrar og góðra máttarvalda. Endurkoma Krists er mjög ná- læg og er þá um að gjöra að vera reiðubúinn og iáta eigi vill- ast. Eins og ég sjálf nefndi, hef ég. sjálf hlotið lækningu, en það var fyrir bæn til Krists, sem beðin var með mér og fyrir mér. Ég veit um fólk, sem leitar til manna og kvenna um lækningu á yfirnáttúriegan hátt, en þeir menn og konur segja ekki eitt orð um aðalpersónu kraftaverk- anna, Jesúm Krist, og vita því ekki einu sinni þeir sem lækninganna leita, hvort við- komandi, sem beðinn er um hjálp, á nokkra trú á hinn lif- andi sanna Guð. Nú langar mig til þess að minn ast á það atriði, sem mér finnst skipta mestu máli, en það er ei- lfft iff eða eilíf glötun. Vil ég nú drepa á þetta með örfáum orðum og láta Heilaga Ritningu tala. Mér finnst að það sé ósköp þægilegur koddi að hvílast á, en þó hættulegur, að halda það að enginn glatist, því hver hefði þá tilgangur Krists verið með komu sinni hingað til jarðarinnar? I bréfi Páls postula til Róm- verja, segir svo í 1. kapítula, 21—23: „Mennirnir eru þvf án afsökunar, þar sem þeir hafa ekki þótt þeir þekktu Guð, vegsamað hann eins og Guð, né þakkað honum, heldur gjörzt hégómlegir í hugsunum sínum og hið skyn- lausa hjarta þeirra hjúpast myrkri. Þeir kváðust vera vitrir, en urðu heimsingjar, og breyttu vegsemd hins ódauðlega Guðs í mynd, sem líktist dauðlegum manni, fuglum, ferfætlingum og skriðkvikindum." 1 32. versi í sama kapítula segir svo: ... ,,að þeir er slíkt fremja eru dauðasekir.“ Eða hvað segir María um Jóh,- guðspj. 3, 36, en þar standa þessi orð: ,,Sá sem trúir á soninn, hef- ir eilíft líf, en sá, sem óhlýðnast syninum, skal ekki sjá lífið,“ eða Lúk. 12, 40: „Verið þér og við- búnir, því að mannssonurinn kemur á þeirri stundu, er þér eigi ætlið.“ Þó að menn glatist, þá er það alls ekki Guðs vilji. Hann hefir gefið oss soninn, sjá Jóh.guðspj. 3, 16 og sonurinn hefir fullkomn- að verkið og hann lifir og biður fyrir okkur. í bréfi Páls til Filippímanna 4, 19, segir: „En Guð mun uppfylla sérhverja þörf yðar, eftir auð- legð sinni, með dýrð, fyrir sam- félag yðar við Krist Jesúm.“ — Þetta hef ég einnig reynt. María minntist aðeins á fjár- hirðirinn og týnda sauðinn í Lúk- asarguðspjalli 15, 1—7, og bend- ir þar á, að það sé engin glöt- un til, en þar stendur, að hann hafi kallað vini sfna saman af fögnuði, Hann hefði sennilega ekki gjört það, ef hann hefði fundið lamb- ið dautt og rotið, því að hvers virði hefði það þá verið, hann hefði ekki fengið afurðir af því Hér sést spænska dansmærin Queta Barcelo, sem vakið hcfur svo mikla athygli í Sjálfstæðishúsinu að undanförnu en hún er í spænska [ tríóinu sem þar hefur komið fram og leikið á gítar og dansað. þá og ekki hefði hann getað neytt rotins lambs. í sama kapítuia 7. versi stend- ur: „Ég segi yður, þánnig mun verða meiri gleði á himnum yfir einum syndara, sem gjörir iðrun, en yfir níutíu og níu réttlátum, er ekki þurfa iðrunar við.“ Þarna á Jesús við þá níutíu og nfu, sem eru svo réttlátir, að eig- in dómi, að þeir álíta að þeir þurfi ekki að iðrast, samanber frásögu hans um faríseann og tollheimtumanninn. Við þurfum að iðrast synda okkar, ekki aðeins að leita styrks einhvern tíma hjá Drottni, sem þó veitir styrk á tímum neyðar- innar. Guð vill að það ljós, sem hann gefur okkur, ljómi af okkur og lýsi öðrum, að við segjum öðr- 1 um frá Jesú og reynum að vinna 1 aðra fyrir hans ríki. (Sjá Lúk. 1 12, 35—37). Að lokum vil ég benda mönn- • um á orð Páls postula í Róm- verjabréfinu 10. kapítula, 8.— 11. versi:1 „Nálægt þér er orðið, f munni þínum og í hjarta þínu. Það er: orð trúarinnar, sem vér prédikum. Þvf að ef þú trúir með hjarta þínu, að Guð hafi uppvak- ið hann frá dauðum, muntu hólp- inn verða, þvf að með hjártanu er trúað til réttlætis, en með munninum játað til hjálpræðis.“ Hanna Kolbrún Jónsdóttir, Patreksfirði. Ríkissjóður fínnlands ióm■ ur og verkíöll aí hefjast Um síðustu áramót gerðu Finn- ar breytingar á verðgildi marksins, þeir tóku tvö rjúll aftan af öllum upphæðum og gáfu út nýja seðla í samræmi við þetta. Þar með eru öll efnahagsvandræðin f landinu ekki yfirunnin. Þvert á móti rfkir enn vandræðaástand í fjármálun- um og sést það bezt af skýrlu Kaittunens fjármálaráðherra, þar sem hann lýsir því yfir að ríkis- kassinn sé tómur. Fjármálaráðherrann flutti ræðu um þetta vandamál í útvarp og sjónvarp og sagði að það væri ó- hjákvæmilegt að hækka skattana til þess að fá eitthvað fé í kassann og mæta hækkununum sem nú eru yfirvofandi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem finnski ríkiskassinn er tómur. Árið 1957, þegar jafnaðarmaðurinn Aarre Simonen var fjármálaráð- herra komst ríkissjóður í fjárþrot og varð að stöðva allar greiðs’ur um tíma. Saman við þetta vandamál blandast kröfur stéttarfélaganna um hækkur. launa. Stórir hópar starfsmanna ríkisins hafa krafizt launahækkana og iagt við verk- fallshótun. Það hefur verið svar ríkisstjórnarinnar, að launahækk- un sé óframkvæmanleg nema að hækka um leið skattana. Verkföll eru þegar hafin í Finn- landi og óttast menn að verkfalla- alda sé að skella yfir. Þeir sém hafa byrjað verkföll eru verka- menn í byggingariðnaði og strætis- vagnabílstjórar. Þá eru starfsmenri á ísbrjótum að hefja verkfall og getur það haft mjög slæm áhrif, þar sem útflutningsverzlunin stöðvast við það. £. ■ - JBT —....

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.