Vísir - 26.01.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 26.01.1963, Blaðsíða 15
VISIR . Laugardagur 26. janúar 1963. 15 ' i'*, ■' Cecil Saint - Laurent: NÝ ÆVINTÝRI r /r KAROLINU stundum einskis frekara að óska sér. Þau sneru við, gengu hægt. Á ströndinni var margt blakkra, karla, kvenna, unglinga. Margt var í faðmlögum og allir höguðu sér eins og engu væri að íeyna. Það fór eins og titringur um Karólínu alla, er hún sá unga blökkustúlku rétta vini sínum annað brjóst sitt, svo ajð hann gæti kysst það. Hún þrýsti hönd Labelle. — Ég er yður þakklát fyrir það, sem þér hafið gert fyrir frænda minn. Við hittumst bráð um. Og nú er víst kominn tími til að við förum, hvort um sig, að taka á okkur náðir. Karólína hafði setið um stund og beðið í stofu, sem var hvít- kölkuð og nær engum húsgögn- um búin. Eina stofuprýðin var málað Madonnu-líkan. Loks opnuðust dyrnar. Prio- rinnan kom inn. Höfuðbúnaður hennar var þannig, að lítið sást nema miðhluti andlitsins. „Frændi yðar liggur, rúmfast- ur, barnið gott. í raun og veru ætti ég að hafa látið hann liggja í svefnsalnum hjá hinum föngun um, en ég sannfærðist um það, að hann væri mjög viðkvæmur, og mundi þola illa að vera þar. Ég hefi séð svo um, að hann sé einn í herbergi/ Hann er mjög þakklátur fyrir þá umhyggju, sem við höfum getað sýnt hon- um. Ég mun ekki trufla ykkur með návist minni. Farið um þessi göng og ,þá eru dyrnar á herbergi hans beint fram undan. Nei, þakkið mér ekki, barn, held ur Herranum, sem ræður yfir okkur, en það eru Hans guð- dómlegu ákvarða'nir, stjórna gerðum okkar. sem Karólínu varð mikið ’ um, er hún sá hvernig Georges leit út. Hann var horaður, kinnfiskasog inn, varirnar fölar, hárið strý- legt og kinnarnar með rauðum dílum, enda var hann með háan hita. Tvær tennur vantaði í efri göm hans, og augun voru hálf- sokkin í augnatóttirnar, og blóð- hlaupin. — Elskan mín, sagði hann veikum rómi — og ég, sem hélt, að þú hefðir yfirgefið mig. Fyrir gefðu mér! Tárin streymdu niður kinnar hennar. Hún þrýsti honum að sér eins og til þess að kæfa orð- ið fyrirgefðu, ef það skyldi koma aftur yfir varir hans. Henni var um að kehna hversu komið var — hún hafði aldrei elskaði hann, hún hafði oft brugðist honum — og nú lá hann þarna og bað hana fyrirgefning- ar! Þegar hún fór frá honurq. klukkustundu síðar var hún svo óstyrk, að priorinnunni þótti öruggast, að fylgja henni alla leið að stóra hliðinu. — Alið ekki áhyggjur, barnið gott, sagði hún. Honum batnar hitasóttin. Með guðs hjálp mun okkur apðnast að hjálpa honum, svo að hann nái heilsu. Þér mun uð lifa það, að sjá manninn yðar heilan heilsu aftur. — Manninn minn? — Þér þurfið engu að leyna fyrir mér. — Mér datt það strax í hug — ég vissi bara ekki hvort þér væruð kona hans fyrir guði, en þegar ég sá yður gráta . . . — Móðir, hvert er álit yðar á mér?, spurði Karólína lágri röddu. — Ég hygg yður manneskju, sem hefir orðið margt illt að þola og mikið þjáðst. Karólína fór daglega til hans í sjúkrahúsið og færði honum ávexti og egg og mjólk, þegar hún gat náð í hana, en það var erfitt og fyrir hana varð hún að greiða hátt verð. Og smám saman fór Georges að braggast og hressast. Karólína gladdist yfir þessu og yfir að finna hve glaður hann var af því að hún var komin til hans, og hún var líka glöð yfir, að hún gat gert nokkra yfirbót, en í hvert skipti sem hún leit framan í hann, minntist hún hversu hún varð skelfingu gripin, er hún sá hann í fyrsta sinn þarna — í fyrsta sinn eftir hándtöku hans, mis- þyrmingarnar, sem hann hafði orðið að þola og illa meðferð í langri og erfiðri ferð frá Frakk landi til Guyana. Það fór líka svo, að Georges endurheimti af nýju nokkuð af sinni gömlu bjartsýni. Og hann spurði Karó- línu um afstöðu fólksins til bylt ingartilraunarinnar seinustu. - Fólkinu stóð hjartanlega á sama, svaraði Karólína af fullri hreinskilni. Eins og þú getur skilið eru allir orðnir fullsaddir á byltingum og byltingartilraun- um, og ef menn tala um þetta nú heyrir maður helzt, að því fleiri breytingar, sem til komi, því líkara verði allt öllu eir. og það var áður. Almenningur er í stuttu máli hættur að hafa áhuga fyrir stjórnmálum. Og George svaraði: Og.fólkið hefur, á rétty ttð standa. En ef raunverulega kæmi til sögunnar stjórn svo heiðarleg, að hún ætti virðingu skilið, mundu menn hylla hana af hrifni. Það er skelfilegt til þess að hugsa, að við skulum grotna hér niður, ég og félagar mínir. Frakkland vantar heiðar- lega menn, sem vilja uppræta alla kúgun, ég strengi þess heit, ó, Karólína, hjálpaðu mér að komast aftur til Frakklands. Svitinn draup af honum, eins og ávallt, er hann haft æst sig uþp. Hún greip um báðar hend- ur hans: — Vertu nú ekki að ala nein- ar áhyggjur, Georges, — ég er PIB COPENHAGEN Mætti ég sýna yður alltaf að hugsa um hvernig ég get komið þér héðan. Hún hafði sannast að segja rætt þetta við priorinnuna, sem hafði svarað: — Ég skil mæta vel ,að þéi^ viljið hjálpa hinum ógæfusama eiginmanni yðar. Ég veit, að hann var fluttur hingað af stjórnmálaástæðum. Ég er ekki með öllu ófróð um stjórnina og aðferðir hennar, og ef maður yðar mundi komast til valda, myndi verða komið í veg fyrir margt illt, en ef við hjálpuðum honum til þess að flýja, mundi það bitna á okkur, og það eru margir sjúkir og vansælir sem þurfa á hjálp okkar að halda. I-íins vegar — sé unnt að halda leyndri þátttöku minni í að koma manni yðar undan, skal ég hjálpa yður. Ég sendi herra Berthier héðan í næstu viku — ef þér lofið mér að halda öllu leyndu og getið dottið niður á eitthvað til þess að koma hon- um burt svo enginn sjái, skal ég gera það sem ég get — en það FOK SEVEKAL HOUCS THEV 7ANCEF ANF PRANkTO SA50K,THE UON SOF-- THEN,ATTHE HEISHTOF THE REVELKyv JAFA SHOUTEP. "NOW VJSQO TO USANPA-ANI7Á7/././"' Japa, hinn nýi kóngur VUDU og menn hans urðu nú alveg óðir. f nokkrar stundir dönsuðu þeir og drukku Sabor, ljónaguð- inum til dýrðar),.. en þegar hátíðin stóð sem hæst hrópaði Japa. „Nú förum við til Uganda og DREPUM. er ekki um það eitt að ræðá að koma honum héðan — það verð ur að hjálpa honum til þess að komast frá Cayenne. Karólína fór þegar að athuga skilyrðin til þess að koma Ge- orges í eitthvert skip. f veizlum landshöfðingjans hafði hún ver- ið kynnt fyrir mörgum skipstjór um á hérskipum og kaupskip- um, en þetta voru ekki svo náin kynni, að hún þyrði að hætta á að Ieita til neins þeirra um stoð við að koma Georges und- an á flótta. Loks ákvað hún að fara á fund Labelle, sem hafði reynzt henni hollur og traustur vinur, og trúa honum fyrir áforminu. Og kvöld nokk- urt, er hann fylgdi henni heim, áræddi hún að hreyfa málinu við hann. — Nú fáið þér tækifæri til þess að sýna, að þér séuð ekki hefnigjarn. Kannske gætuð þér fyrirgefið ...? - - Hvað ætti ég svo sem að fyrirgefa? — Að ég hef haldið því leyndu fyrir yður, að ég er kona Georges Berthiers? — Hvað segið þér! — Hlustið á mig, — ég er ekki hingað komin til þess að stuðla að því, að betur geti far- ið um hann — ég er komin til þess að hjálpa honum að flýja. — Eigið þér við, að ...? - Ég á blátt áfram við það, sem í orðunum fólst: Ég er hing að komin til þess að hjálpa hon- um að flýja. Og ég reiði mig á aðstoð yðar. Auglýsið í VÍSB vinnufö! i i > - \ r - 7. í í í ) 7 , v r r >' ; / i;

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.