Vísir - 26.01.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 26.01.1963, Blaðsíða 5
V1SIR . Laugardagur 26. janúar 1963. 5 Eiga prestar að Spánveriinn — Frh at bls. 7. J sumar var haldin sýning d málverkum hans í Barce- lona þar sem kona hans dvelst enn og sá hún um sýninguna en þá var málarinn kominn til Islands. í umsögnum um þessa sjálfstæðu sýningu Calleja sagði einn listdómari borgar innar eftirfarandi í gr'ein í E1 Correo Catalan: „Og Eladio Calleja, eldfjalla- málarinn, skapari nýrrar efnis- meðferðar og eyðimerkurtúlk- unar, er farinn til íslands, til eldfjalla þess og sjóðandi hvera, til hinna björtu nátta, þangað sem snjóa leysir aldrei, til hins hrjóstruga landlags norðursins, til hinnar þúsund ára gömlu menningarþjóðar. Það er eins og þetta fjarlæga og goðsagnakennda land, í ná- lægð Norðurpólsins, muni tengjast spænskri málaralist. Angel MARSÁ.“ Gaman verður að sjá hvern' ~ Callejo málar eftir kynni sín íslenzkum öræfum og eldfjö:;- um. Ávísanafeils — Framh. a* m lt>. ;nn _ jafnvel fyrir stórum fjár- hæðum, þótt engin innstæða sé fyrir hendi. Sem dæmi um það má geta þess, að á árinu sem leið gaf einn viðskiptavina lög- reglunnar út ávísun fyrir 69 þúsund krónum, sem hann átti ekki innstæðu fyrir. Var það og hæsta ávísun, sem lögreglan fékk til meðferðar í fyrra. En það var ekki nóg með að hann gæfi út þessa einu ávísun, held- ur og margar aðrar fyrir meiri eða minni fjárhæðum, sem ekki fengust innleystar í bönkum. : Og auk þessa atferlis mannsins kvaðst hún vita um nokkur fleiri tilfelli hjá honum, sem ekki hafa verið kærð. Kærur út af þessum brotum berast lögreglunni oft í hrotum, stundum berast kærurnar í tuga tali sama daginn og sem dæmi um það mætti nefna það, er Att veitingahús í Reykjavík sendi sama daginn 37 ávísanir frá hinum og þessúm mönnum, en engin þeirra hafði fengizt greidd í banka, ýmist af því að þær voru falsaðar eða ekki inn- stæða fyrir þeim. Þeir, sem staðnir eru að þess- um hrotum, fá yfirleitt nokk- urra daga frest til að gera upp sakir sínar varðandi greiðslu á þeim ávísunum, sem þeir hafa gefið út. Að því búnu er málið afhent sakadómaraembættinu til afgreiðslu og þar eru hin veigaminni mál afgreidd með sektum, en öil hin sterri mál eru send saksóknara ríkisins til afgreiðslu. Magnús Eggertsson rannsókn arlögreglumaður, sem veitti Vísi framangreindar upplýsingar, sagði að ráð sem óefað kæmi að miklu gagni í þessum efnum væri það, að heimta persónu- skilríki af seljanda ávxsana. Þá ' gæti kaupandinn sjálfur gengið úr skugga um það, hvort sá hinn sami segði rétt til sín eða ekki. Skipstjórinn — •* amhalO aj lb siðu: að vísu næsta Iítið af tæknilegum útskýringum en þó orð eins og radar, tveir dýptarmælar. sjálfs- stýring o. fl eða nóg til bess að 'jera okkur grein fyrir bví, nð 'estanhafið Blíða er vel útbúinn )g traustur bátur, með traustan , ;kipstjóra. Framhald al bls. 16 í anda þess biskups, sem þarna átti hlut að máli. Þetta eru leif ar hins forna strangtrúnaðar, sem enn eimir eftir af á Norður löndum, en ég hygg þó, að slík ur hlutur mundi aldrei gerast hér. Hlutverk okkar prestanna . er að leysa af hendi þá þjóm ‘u sem fólkið biður okkur unt -'ins vel og innilega og okkur er framast kostur. Hvað munduð þér gera ef biskup fyrirskipaði yður slíkar yfirheyrslur? Ég mundi segja nei og vitna til míns samvizkufrelsis. Það hefur verið eitt af grundvallar atriðum lútherstrúar að virða samvizkufrelsi prestanna. Ég rnundi aldrei geta < yfirheyrt bi-úðhjón um þeirra kynningu, um það hversu náin kynning þeirra hefur verið. Því nær- göngulli og dómstrangari sem við prestarnir erum, þeim mun fjarlægari verður kirkjan fólk- ir.u. Kristur sagði, að við ætt- um að vera mannaveiðarar, en þá verðum við að hafa net samúðar og skilnings en ekki steinrunna möskva. Séra Magnús Runólfs- son: Ég dáist að djörfung og sam vizkusemi sænsku prestanna. Hætt er við, að þeir yrðu þar fljótlega píslavottar, þar sem afkristnun væri langt komið. Skriftir éru frjálsar ,en ekki nauðsyn í lútherskrikirkju. Þess vegna getur prestur ekki held- ur krafizt skrifta af hjónaefn- um. Hins vegar tel ég rétt og nauðsynlegt að halda sig við öll orð Krists, einnig þau orð hans í Fjallræðunni, sem hér um ræðir (Matt. 5, 32). Blaðið sneri sér einnig til séra Sigurjóns Árnasonar, en hann kvaðst ekki vera til viðtals um þetta mál. Séra Jón Auðuns. Að baki þessarra tiltekta sænska pi-estsins liggur kirkju- hugtak, sem ég er andvígur og vona að finni Iítihn hljómgrunn með íslendingum. Ég held ekki, að það hafi orðið blessun, hvorki kirkjunni pé ungu stúlk j unni, þegar Jón lærði í Möðru- j felli, auðmýkti dóttur sína frammi fyrir söfnuðinum, er, hún hafði alið barn ógefin í föðurgarði. Og ég hygg fáa þeiri-ar skoðunar, að Stóridóm- I ur hafi á sínum tíma bætt sið ' ferði íslendinga. Kannske liggur nær að beita sálgæzlu og sið- ferðilegri leiðsögn en hörku og dómsvaldi. Hinsvegar hygg ég alla þá, sem uppeldi hafa með höndum, foreldra skólamenn og presta hafa áhyggjur af ástamálum æskufólks, og áhyggjur af sí- vaxandi ábyrgðarleysi skáld- sagna, kvikmynda og leikhúsa gagnvart æskulýðnum, sem bækurnar les og sýningar sæk- ir. En það er ekki leið til úr- bóta, leiðin, sem sænski prest- urinn fór. Bjargaðisf — Framh af 1. sfðu um upp úr fimm i gær á þriggja tonna trillu, á leið til Reykja- víkur og spurðist ekkert til hans eftir það. Var hafin leit á sjó og landi í gærkvöld. Var aðstaða til leitar mjög erfið, veðurhæð mikil og gekk yfir með blindum hryðjum. Við fylgdumít með Valberg heim til hans í gær, þar sem urðu fagnaðarfundir með hon- um og konu hans, Jóhönnu Gísladóttur, og 14 ára dóttur, sem tjáðu okkur að hún hefði verið orðin vonlaus um björg- un. Skýrði hann okkur þannig frá ferðalaginu: — Ég lagði af stað frá Korp- úlfsstöðum um fimm í gær og hélt suður með landinu, aust- anvert við Viðey. Þegar ég var kominn vestur fyrir eyjuna að sunnanverðu, hætti vélin. Ég setti þá út legufæri og tókst að koma vélinni í gang aftur, nokkru seinna. Byrjaði ég þá að reyna að ná legufærunum upp, en gekk illa. — Það tókst þó loks að losa þau úr botninum. Bátinn byrj- aði þá strax að reka, enda mjög erfitt að hafa stjórn á honum með Iegufærin úti. Á meðan ég svo var að reyna að ná þeim inn, rak hann upp á sker, sem er skammt frá ströndinni í Viðey. Kom þegar að honurn leki og var ég að hugsa um ao fara upp á skerið, en leist ekki á það. — Setti ég þvi mótorinn á fullt og um leið reið alda undir bátinn, svo að hann losnaði. Um leið og hann losnaði tók skrúfan niðri og mótorinn stoppaði aftur. Þá var ekki um annað að gera en að láta reka í Iand. Ég hafði ár, sem ég reyndi að stýra með, og tókst að koma í veg fyrir að hann færi alveg flatur upp í land. I brimgarðinum slitnuðu svo loks legufærin frá. — Um leið og báturinn kenndi grunns, stökk ég fyrir borð, til að reyna að draga hann lengra upp. Þá gekk aftur alda undir hann, svo að mér tókst að koma honum næai- lega langt upp. Var ég þá orð- inn votur upp undir hendur. Þegar ég kom upp að húsunum í Viðey var klukkan orðin sjö að kvöldi. Ég sá til leitar- manna, en hafði engin ráð með að láta vita af mér, þar sem bæði eldspýtur og vasaljós höfðu blotnað. Auk þess hafði komist olía í matinn, en é.g hafði þó kaffi á hitabrúsa. —- Um nóttina hafðist ég við í hesthúsinu í Viðey vegna þess að þar voru nokkrar kindur og því svolftil hlýja. Ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en eftir á hvað litlu munaði. Ef bátur- inn hefði rekið upp fjórum metrum austar á eynni, hefði hann lenti í klettum . og é« sennilega ekki komizt í land, Sextán manna leitarflokkur úr björgunarsveit slysavarnar- Gríma sýnir „Vinnukonurnar" Vinnukonumar, Hugrún Gunnarsdóttir (t. v.) og Briet Héðinsdóttir. N. k. þriðjudag kl. 8,30 frum- sýnir leikfélagið Gríma leikritið „Vinnukonurnar" eftir franska rithöfundinn Jean Genet. ,Vinnu konurnar', sem er í einum þætti er fyrsta viðfangsefni félagsins á þessu leikári. Leikstjórinn, Þorvarður Helga son og þýðandi Ieiksins Vigdís Finnbogadóttir ræddu við blaða menn i gær um leikritið og höf- undinn. Jean Grenet, sem nú er um fimmtugt skrifaði „Vinnukon- urnar'i árið 1946 og var það annað leikrit hans af fimm, sem hann hefur skrifað. Persónur leiksins eru þrjár, tvær vinnu- kour og húsmóðir þeirra. Vinnu konurnar leika Briet Héðins- dóttir og Hugrún Gunnarsdóttir en frúna leikur Sigríður Haga- Iín. Höfundurinn ætlast til að piltar yrðu látnir leika hlutverk in en leikstjórinn, sem leikritið var skrifað fyrir tók það ekki í mál og þótt leikritið hafi verið sýnt mjög víða hafa piltar aldrei farið með hlutverkin. Á undan sýningunni mun Ieik stjórinn og Erlingur Gíslason Ieikari flytja stuttan formála, því að leikritið er „sterkt" eins og leikstjóri komst að orði og þarf því að byrja á því að leiða leikhúsgesti inn í umhverfið. Leiktjöld eru gerð af Þorgrími Einarssyni og eru þetta fyrstu leiktjöld hans hér á landi, en hann hefur verið við nám í Ieik- tjaldagerð erlendis. „Vinnukonurnar eru þriðja leikritið, sem félagið sýnir, en auk þess hefur það lesið upp eitt íslenzkt leikrit og í ráði mun vera að lesa upp annað, „því að íslenzku leikritin eru og verða okkar áhugamál", sögðu Vigdís og Þorvarður. deildarinnar Ingólfs leitaði i alla nótt og í morgun og höfðu farið upp um allar fjörur frá Víðinesi að Gufunesi; Höfðu þeir gefið upp nær alla von, þar sem þeir höfðu fundið brak úr bát í fjörunni og þóttust vissir um að það væri úr bát Valbergs. Ný skip — Pramh; at bls x Einar Þorgilsson og Co í Hafn arfirði fær skip frá Brattvaag Miðnes h.f., Sar.dgerði, fær skip hjá Gravdal Skibsbyggeri í Sunde. Hrímnir h.f. í Hafnarfirði,, Gísli Jón Hermannsson, fær skip frá Bolsönes Verft í Molde í maí. Ögri h.f., Þórður Hermanns- son. fapr einnig skip frá Bolsön es í nraí—júní. Arnarvik h.f., Grindavík, þ. e. Hermann Kristjánsson, Gunnar Magnússon o. fl„ fá einnig skip frá Bolsönes í maí. Brynjólfur h.f., Keflavík, þ. e. Jón Karlsson og Halldór Brynj- ólfsson o. fl„ fá skip í maí einn- ig frá Bolsönes. Hlíf og Fram- sókn semja Á fgndi verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði, sem haldinn var í fyrrakvöld, var samþykkt að taka tilboði Vinnuveitendafélags Hafnarfjarðar um að félagsmenn fái greidd 5% ofan á alla kaup- iaxta. I gær náðist samskonar sam- komulag milli Verkakvennafélags- ins Framsóknar i Reykjavík oe ^innuveitendasambands tslands. liámskeið Stefnis Stefnir, félag ungra Sjálfstæðis- manna í Hafnarfirði gengst fyrir stjórnmálanámskeiði í vetur. Flutt verða þar fræðsluerindi um ými'- mál auk málfundaæfinga. Nám- skqiðið hefst á mánudaginn kl 20,30 í Sjálfstæðishúsinu, þar serr formaður SUS, Þór Vilhiálmssor. flytur erindi um fundarsköp. Hér er tækifæri fyrir unga Sjálfstæðis- nenn að búa sig undir öfluga þátt- töku í stjómmálum og félagsmál- um almennt. ...;-,;i i .— ..Jáa

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.