Vísir - 26.01.1963, Blaðsíða 8
8
V í SIR . Laugardagur 26. janúar 1963,
VtSIR
Jtgefandi: Blaðaötgátan VtSIR.
Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axe) Thorsteinsson
Fréttastjóri: Þorsteinn ö. Thorarensen.
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
.4skriftargjald er 55 'crónur ð mánuði.
! lausasölu 4 kr. eint. — Simi 11660 (5 Itnur).
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
Framtíð togaraútgerðarirmar
Að undanförnu hefir oft verið rætt um framtíð
togaraútgerðar hér á landi ,og hefir sitt sýnzt hverj-
um, eins og gengur. Þó mun það mála sannast, að þeim
mun hafa farið fjölgandi hin siðari ár, sem talið hafa,
að togaraútgerðin væri búin að lifa sitt blómaskeið,
og mundi hún ekki verða sami þáttur í þjóðarbúskapn-
um og hún var fyrr á árum. Sumir eru meira að segja
þeirrar skoðunar, að fslendingar eigi að leggja togara-
útgerð niður, þar sem arðvænlegra muni að einbeita
kröftuum að útgerð af öðru tagi.
Um togaraútgerðina má vitanlega lengi deila, en
hún verður ekki dauðadæmd um alla framtíð, þótt
gengið hafi erfiðlega um sinn að undanfömu. Lausnin
er ekki fólgin í að leggja árar í bát og segja, að togarar
sé til alls ónýtir — hún er einmitt fólgin í að athuga,
hvaða breytingar verði að gera á þessum skipum í
samræmi við breytta kröfur markaðanna, sem við
þurfum að selja framleiðslu okkar á.
Vísir birti í fyrradag mjög fróðlegt viðtal við Loft
Júlíusson, skipstjóra, sem bendir á leiðina í þessum
efnum. Við eigum að taka upp aðra gerð togara en
tíðkazt hefir, og við eigum einnig að veiða fiskinn
á annan hátt en hér hefir verið algengast. Og Loftur
Júlíusson veit einkar vel, um hvað hann er að tala,
því að hann þekkir þessi mál betur en nokkur annar
íslendingur, þar sem hann hefir sjálfur starfað árum
saman á þeim fullkomnustu togurum, sem Bretar hafa
komið sér upp og munu vera hinir fullkomnustu, sem
núna eru gerðir út hvar sem er í heiminum.
Menn eiga að leggja við hlustimar, þegar slíkir
menn taka til máls, menn, sem farið hafa utan til
þess að kynna sér nýjungar á sviði atvinnu sinnar, og
geta dæmt um það, hvort hið nýja er líklegt til að
taka við af hinu gamla eða ekki. Dómur Lofts er ótví-
ræður. Hann telur, að togaraútgerð íslendinga eigi
ekki framtíð fyrir sér í núverandi mynd, við verðum
að breyta til og fara að dæmi annarra þjóða í þessu
efni, en allar helztu fiskveiðiþjóðir heims em einmitt
að hefja útgerð skuttogara í æ ríkara mæli og hefja
jafnframt frystingu aflans um borð í skipunum.
Það er leiðin, sem við íslendingar eigum að fara
á sviði togaraútgerðar framvegis.
Almenningshlutafélög
Margir munu segja, að sliklr skuttogarar, hvort
sem þeir eru af stærri gerðinni eða ekki, séu íslending-
um ofviða, hér sé ekki fjármagn til að kaupa slík skip.
Það er vitanlega óreynt, og af því að oft hefir verið
talað um almenningshlutafélög á síðustu árum, virtist
ekki úr vegi, að stofnað yrði slíkt félag með það
fyrir augum að ríða á vaðið með slíka útgerð.
' ’ T 7 T; ’ ' '
||
mm mmm
Sumarið 1957 sigldi
lítill vélbátur með fleka
í eftirdragi út frá Hróars
keldu út á Hróarskeldu-
fjörð. Hann stöðvaði
ferðina er hann var kom
inn út á miðjan fjörðjnn
og tveir menn í frosk-
mannabúningi stigu út
úr honum og köfuðu í
sjóinn.
Þannig hófst hið mikla
ævintýri, sem lýst hefur
verið sem einum merk-
asta fornleifafundi Dan-
merkur á þessari öld.
Mennirnir í froskbúningunum
voru fornfræðingar frá danska
þjóðminjasafninu. Þeir höfðu
heyrt að gamalt skipsflak lægi
þarna á botni fjarðarins, hlaðið
grjóti, Þar hafði þetta skipsflak
legið svo lengi sem menn
mundu og torveldað siglingu inn
Hróarskeldufjörð.
Æ
npilgangur fornleifafræðing-
anna, er þeir köfuðu niður í
froskbúningum sinum, var ekki
að leita að merkum fornleifum.
Sagt frá einum merki-
Þeir bjuggust ekki við því að
þetta yrði sérlega merkilegur
fundur. Þeir vissu að fiskimenn
við fjörðinn höfðu fyrir einum
mannsaldri gert ráðstafanir til
að ryðja þessum farartálma úi
vegi og þótt þetta kynnu að
vera leifar af skipi frá vlkinga-
tíma bjuggust þeir við að bæði
hefðu aðgerðir fiskimannanna
og síðiy straumar og Isrek mol-
að og eyðilagt flakið.
Tilgangurinn var eingöngu sá
að gera tilraunir og æfa sig í
fornleifagreftri I froskbúningi
neðansjávar.
En eftir að þeir hófu starfið
gerðu þeir hverja uppgötvunina
á fætur annarri, sem kom þeim
mjög á óvart og allt I einu stóðu
þeir andspænis þeirri staðreynd
að á botni Hróarskeldufjarðar
lágu einhverjar merkustu forn-
leifar, sem fundizt hafa í Dan-
mörku.
legasta fornleifa-
fundi aldarinnar, vík-
ingaskipunum í Hró-
arskeldufirði
Æ.
Fjeir héldu rannsóknum sínum
áfram neðansjávar I þrjú
sumur og kom nú í Ijós, að það
var ekki eitt skip, sem lá sokk-
ið á botninum, heldur floti
skipa, sem hafði verið sökkt
þarna með grjóthleðslu og lágu
skipin jafnvel hvert ofan á öðru.
Þeir tóku ýmsa skipshluta upp,
en nú varð það brátt Ijóst, að
hér myndi eigi nægja að kafa
í froskbúningi eftir þessum''forn
leifum. Skyggnið á leirbotni
fjarðarins var of lítið og straum
urinn of sterkur. Ef takast ætti