Vísir - 06.02.1963, Blaðsíða 13
V í S IR . Miðvikudagur 6. febrúar 1963.
'3
Fleiri götuvitar
settir upp í sumar
Eins og getið var I Vísi miðviku-
daginn sl., er nú verið að setja
upp götuvita til að stjórna um-
ferðinni á mótum Lönguhlíðar og
Miklubrautar.
Þetta eru þau gatnamót bæjar-
ins, sem slys verða tíðast á, og er
því ekki vanþörf á, að öryggi veg-
farenda sé aukið með því að komið
sé upp slíkri umferðarstjórn, svo
að ekki séu bundnir þar lögreglu-
þjónar alla daga, þegar skortur er
á slíkum starfsmönnum. Þetta verk
er talið svo mikilvægt, að það er
unnið nú um háveturinn, þótt hann
sé ekki heppilegasti tíminn til
slíkra framkvæmda.
Þegar kemur fram á sumar, mun
verða hafizt handa um að koma
upp umferðarljósum á fleiri gatna-
mótum borgarinnar, að því er Guð-
mundur Pétursson, framkvæmda-
stjóri umferðarnefndar Reykjavík-
ur, hefir skýrt Vísi frá. Gatnamót
þessi eru Pósthússtræti—Hafnar-
stræti, Pósthússtræti—Tryggva-
gata og Borgartún—Laugarnesveg-
ur. Umferð er mikil um þessi gatna
mót, en einkum hefir umferð af
hliðargötum inn á aðalgöturnar
farið vaxandi síðari árin. Þarna er
því nauðsynlegt að koma upp um-
fqrðarljósum ef ekki á að vera
nauðsynlegt að hafa þarna lög-
regiuþjóna við umferðarstjórn all-
an daginn.
Þá gerir nefndin ráð fyrir, að
næstu gatnamót, sem tekin verða
síðan fyrir, sé Laugavegur—-Bar-
ónsstígur og Laugavegur—Frakka-
stígur. í því sambandi má geta
þess, að á sínum tímum var feng-
inn hingað til ráðuneytis þýzk-
ur verkfræðingur, sérfræðingur í
umferðarmálum. Lagði hann til, að
komið yrði fyrir umferðarljósum
á Laugavegi frá Nóatúni og niður
úr, leyfður 45 km. hraði um göt-
una og ljósin yrðu síðan stillt
þannig, að bifreið, sem færi með
45 km. hraða fengið óslitið grænt
ljós niður þessa miklu umferðar-
götu.
Slíkt fyrirkomulag er algengt
erlendis, en hér þótti ekki fært að
taka það upp, þar sem gangandi
fólk mundi ekki kunna að hegða
sér í samræmi við það.
Kvennasíða —
Framh. af bls 4
hálsmálinu gægjast fallegar
blússur.
Kjólarnir eru breiðir og mjög
einfaldir, mikið sniðnir £ heilum
stykkjum. Engar ermar og engin
belti, en í staðinn fylgja litlir
jakkar flestum kjólunum.
évöldkjólarnir eru ýmist stíitt
ir, öklasíðir eða alveg síðir. Þeir
stuttu eru útsaumaðir og pilsin
víð.
Þeir öklasíðu eru það róman-
tískasta sem fram kom á sýning
unum. Þeir „brúsa" um öklana
og niður undan koma sokkar í
eðlil. lit, dökkir og aprikósu
litaðir sokkar eru horfnir. Efnin
eru smá- og stórmunstruð silki-
efni eða alsett knipplingum.
Aðallitirnir líkir og hjá Bal-
main, svart, hvítt og marine-
blátt.
★
Engin „lína“ —
X-snið.
Þær sem ætla sér að líta inn
hjá Lanvin verða að láta sér
nægja að dreyma um það sem
þar er á boðstólum. Viðskipta-
vinir Lanvins verða:
Að geta látið hreinsa hin
rjómaljósu föt helzt eftir hverja
notkun.
Að geta lifað þvf Iífi sem
fötin frá Lanvin krefjast, sótt
óperur og fín leikhús, dansleiki
og yfirleitt það fínasta sem á
boðstólum er.
Að geta fengið sér nýja loð-
feldi árlega, samkvæmt nýjustu
Lanvintízku og þar fram eftir
götunum.
Hjá Lanvin sjáum við eHki
það, sem búast mætti við af
reynslu undanfarinna ára og má
ef til vill um kenna hinni löngu
fráveru aðalmeistarans Castillo.
„X-sniðið einkennir kjólana
og krossinn á x-inu er rétt undir
barminum, kjólar, jakkar og
kápur eru yfirleitt með litlum
krögum.
Sumar kápurnar eru breiðar
yfir axlirnar, aðrar þröngar, víð
ar kápur með rikktu berustykki
sjáum við líka — sem sé, engin
sérstök lína.
Á einu sviði náði Lanvin sér
reglulega á strik — pelsarnir
voru þeir fallegustu, litimir og
efnin falleg og sérkennileg.
Síddin rétt fyrir neðan hné.
★
Að lokum. Yfir sýningu Ricci
sveif svipur fljúgandi dreka.
^^HEIMDALLUR
F, U. S.
STJÓRNMÁLANÁMSKEIÐ
verður haldin á vegum HEIMDALLAR dagana 5. febrúar. — 26. marz.
Viðfangsefni:
ÍSLENZK STJÓRNMÁL — SAGA ÞEIRRA OG FRAMTÍÐ.
Eftirfarandi erindi verða flutt:
4. Þriðjud.
25. febrúar.
GUNNAR
THORODDSEN:
Viðreisnin og efnahags-
máiastefna hennar.
1. Þriðjudag.
5. febrúar.
BIRGIR KJARAN:
íslenzk stjórnmál
1918-1944.
5. Þriðjud.
5. marz
JÓHANN HAFSTEIN:
íslenzkir atvinnuvegir,
nýir möguleikar og
framtíð þeirra.
2. Þriðjudagur
12. febrúar.
SIGURÐUR
BJARNASON:
íslenzk stjómmál
1944—1956.
6 Þriðjud -
* Jlli 19. marz.
INGÓLFUR JÓNSSON ,
Stjómarandstaða
mrnm framsóknarmanna
og kommúnista. g5 w-zÍSkÉi
3. Þriðjud.
19. febrúar.
ÓLAFUR BJÖRNSSON:
Vinstri stjómin, verk
hennar og staða í is-
lenzkri stjórnmálasögu.
7. Þriðjud.
26. marz.
BJARNI
BENEDIKTSSON:
Hvað er framundan
í fslenzkum stjómmálum?
Allir fundir námskeiðsins fara fram í Valhöll og hefjast kl. 8,30.
Þátttaka tilkynnist í skrifstofu Heimdallar í Valhöll, sími 17102.
HEIMDALLUR
ÚTSALA
BÚTASALA - Ú TSALA
ÚTSALA Á TEPPUM, MIKIL VERÐLÆKKUN
TeDDÍ ll.f. Austurstræti 22
sími 14 1 90