Vísir - 06.02.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 06.02.1963, Blaðsíða 4
4 V í SIR . MiSvikudagur 6. febrúar 1963. Flatur barmur, hátt mitti og hulin hné „Fljúgandi dreki“ frá Ricci. Gullofinn kvöldkjóll frá Chanel. Lanvin-kvöldkjóll með grískum blæ. ingar á smáatriðum frá ári til árs. I ár er Chanel-pilsið með svuntusvip að framan og á hlið- unum, og faldurinn er heldur neðar en hjá hinum. ★ Síðir kvöldkjólar — ekkert mitti. Dagur Diors var líka stærsti dagur vikunnar, og heiðurinn á Marc Bohan, arftaki Diors. Diorlínan er löng og mjó, breiðari að ofan en mjókkar er neðar dregur. Og sýningarstúlk urnar voru það grennsta sem sézt hefur. Þegar þær svifu um sali hölluðust þær 45 gráður aft ur á bak og áhorfendur veltu því mikið fyrir sér hvar þyngdar punktur þeirra væri. Síddin er niður fyrir hné, barmurinn flatur, mjaðmirnar grannar og bakið bert á kvöld- kjólum. Jakkar dragtanna eru ým- ist stuttir eða ná niður á mjaðm ir — alls ekki lengra. Belti sjást ekki á jökkunum. Kragarnir eru gjarnan rúllaðir upp og falla ekki að hálsinum en upp undan Frh. á bls. 13 1 París var ys og þys f síð- ustu viku. Vortízkusýningarnar stóð yfir, tizkufréttamenn og klæðskerar hvaðanæva að voru mættlr og máttu halda vel á spöðunum, ef þeir ætluðu að fylgjast vel með öllu. Margar sýningar voru hafðar daglega, eitt húsið sýndi skó, annað hatta, þriðja föt o. s. frv. Það þarf heila bók, til að gera öllu því skil, sem til sýnis var. Því skulum við í dag aðeins gægjast inn um skráargatið og athuga hvað við sjáum hjá helztu tízkukóngunum. Brúðurin 17 ára. Fyrstan skal þá frægan te^. Balmain, sem kalla má konung tízkukónganna í París. — Sitt trausta veldi á hann fyrst og fremst að þakka hinum mikla fjölda frægs og ríks fólks, sem er meðal fastra viðskiptavina hans. Hann hefur verið svo í- haldssamur, að fötum hans er oft líkt við sígild listaverk. Og karlmönnunum, sem marg ir álíta sig hafa meira vit á bílum en kvenfatnaði getum við sagt, að Balmain er talinn Rolls Royce tízkunnar. Hjá Balmain er mittið hátt, barmurinn flatur, mjaðmirnar ávalar, efnin létt og hattarnir stórir. Jakkar dragtanna eru stuttir, ermamar þröngár en þó lausar um úlnliðinn. Pilsin eru með dá- lítihi vídd, síddin niður fyrir hné og innan við hliðasaumana eru litlir vasar. Við dragtirnar eru svo hafðar blússur, og blúss umar hjá Balmain eru víst ein- hverjar þær fallegustu, sem sézt hafa. Þær eru mjög einfaldar, ermalausar, en sniðin margs kon ar og margar eru með litlum rúllukrögum. Engar verulegar breytingar urðu á dagkjólunum. Kvöld- kjólarnir eru stuttir og mikið út- saumaðir eins og venja er hjá Balmain. Aðalballkjóll sýningar- innar var útsaumáður í grænu og bláu. Brúður Balmains er sögð sú yndislegasta og líklega sú yngsta, sem sézt hefur í París — aðeins 17 ára. Og Danirnir taka þetta sem eins konar ham ingjuósk til Önnu-Maríu prins- essu. Litirnir hjá Balmain eru mikið svart, hvítt, marine-blátt, beige og gult. Næstur Rolls Royce kemur lík lega Ford og Ford tízkunnar er Chanel. Það þarf ekki að líkja Chanel við Ford til að karl- mennirni'r streymi þangað. — Aldrei hafa sést eins margir karl menn saman komnir á tízku- sýningu og hjá Chanel nú. Þeir óttast ekki Chanel, þeir vita nokkurn veginn við hverju er að búast, og það sem þeir búast við líkar þeim vel. Chanel segir að hún láti sig ekki dreyma um að breyta um stíl nú, þegar stíll hennar er orðinn klassískur. í stað þess gerir hún aðeins breyt ★ Sýning karlmannanna. Svartur kjóll og hvítur jakki Balmain. frá PARIS 1963 I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.