Vísir - 06.02.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 06.02.1963, Blaðsíða 9
VlSIR . MiSvikudagur 6. febrúar 1963. 9 Gunnar Thoroddsen fjármálaráöherra: Alþingiskosningar í sumar Tvennar kosningar 1959. Árið 1959 fóru fram tvennar kosningar til Alþingis, vegna þess að breyta þurfti kjördæma- skipun landsins. Ágallar hennar voru orðnir slíkir, að með engu móti varð lengur við unað í lýðræðislandi. Hin mörgu, fá- mennu einmenningskjördæmi, með ólíkri og breytilegri íbúa- tölu, og fólksflutningar í land- inu, skópu alvarlega hættu á því, að skipun Alþingis sýndi ranga mynd af vilja og skoðun- um fólksins. í næstu þingkosningum á und- an, 1956, höfðu þessir annmark- ar komið áþreifanlega í ijós. Tveir stjórnmálaflokkar, Al- þýðu- og Framsóknarflokkurinn, höfðu þá með sér náið kosn- ingabandalag. Þeir fengu sam- anlagt 28 þús. atkvæði, sem voru 33,9% af greiddum at- kvæðum í landinu öllu, og 25 þingmenn kosna af 52, sem þá áttu sæti á Alþingi. Hins veg- ar hlaut Sjálfstæðisflokkurinn 35 þús atkvæði, 42,4% atkvæða og 19 þingmenn. Hér munaði þvi minnstu, að þriðjungur kjós- enda hlyti hreinan meiri hluta á Alþingi. Kjördæmaskipun breytt. Á þessu þurfti að ráða bót. Möguleikinn opnaðist, þegar vinstri stjórnin fór frá I des- ember ’58 og Framsóknarflokk- urinn lenti utan stjórnar. Kjördæmaskipuninni var nú gjörbreyttv Lögfest voru 8 kjördæmi með hlutfallskosning- um. Skyldu kosnir 5 — 6 þing- menn í hverju þeirra, nema 12 í Reykjavík, sem er iangfjöl- mennasta kjördæmið, alls 49. Enn fremur skyldu eins og áður vera 11 þingsæti til jöfnunar eða uppbótar milli þingflokka. Það eru „landskjörnir" þingmenn. Alls eru þingmenn því 60 að tölu. Gunnar Thoroddsen. Úrslit síðustu kosninga. í október ’59 var kosið I fyrsta sinn eftir hinu nýja skipulagi. Úrslitin urðu þessi: Sjálfstæðisflokkurinn fékk 33.8 þús. atkv. og 24 þingmenn. Framsóknarflokkurinn fékk 21.9 þús. atkv. og 17 þingmenn. Alþýðubandalagið fékk 13,6 þús. atkv. og 10 þingmenn. Alþýðuflokkurinn fékk 12.9 þús. atkv. og 9 þingmenn. Þjóðvarnarflokkurinn fékk 2.9 þús. atkv. og engan þingm. Sjálfstæðisflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn mynduðu síðan stjórn saman. Þeir höfðu 33 þingmenn að baki sér, en stjórnarandstaðan, Framsókn og Alþýðubandalagið, 27 þlng- menn. Þrjú þingsætl vantaði, til að fullur jöfnuður næðist. En þótt veruleg leiðrétting hefði fengizt á kjördæmaskip- uninni, kom þó f ljós, að hún var ekki fullnægjandi til þess að Alþihgi sýndi örugglega rétta mynd af þjóðarviljanum. Uppbótarsætin ellefu eru til þess ætiuð, samkvæmt stjóm- arskránni, að hver þingfiokkur fái þingsæti i sem fyllstu sam- ræmi við atkvæðatölu sína við kosningar. 1 skýrslu um al- þingiskosningarnar 1959, bls. 18, segir Hagstofa Islands: „Ef halda hefði átt áfram að úthluta uppbótarþingsætum, þangað til fenginn væri fullur jöfnuður miiii þingflokka ... hefði orðið að úthluta 3 viðbót- arsætum, og hefði Sjálfstæðis- flokkurinn fengið 2, en Alþýðu- flokkurinn 1“. Þá hefði Sjálfstæðisflokkur- inn fengið 26 þingsæti og Al- þýðuflokkurinn 10. Stjómar- flokkamir hefðu þá haft 36 þing menn, móti 27 þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Horfur. Rétt rök og heilbrigð skyn- semi benda til þess, að þjóðin muni meta að maklegleikum viðreisnina í efnahagsmálum og veita núverandi stjómar- flokkum meiri hluta á næsta kjörtímabili. En eigi skal Ioka augum fyrir þeirri hættu, að Framsóknarflokknum takist með aðstoð góðvina sinna 1 Al- þýðubandalagi og Þjóðvörn að krækja sér í fieiri þingsæti en honum ber eftir atkvæðamagni, og rugla þannig rétt hlutföll milli þingsæta og þjóðarvilja. • • NEYDAR-SENDITÆKM Að undanförnu hefir ýmislegt verið rætt og ritað um nauðsyn og möguleika á þvi að búa björg unartæki eins og gúmbátana neyð- arsenditækjum. 1 tilefni af því sneri blaðið sér til Hjálmars R. Bárðarsonar I morgun og fékk hjá honum nýjustu fréttir að því sem er að gerast I þessum málum. Hann sagði að óvenju mikil hreyf- ing væri á þessu sviði um þessar mundir á alþjóðavettvangi, stöð- ugt unnið að framleiðslu og próf- unum nýrra neyðarsenditækja, sem ætluð eru fyrir gúmbjörgunarbáta og svo vill til að skipaskoðunar- stjóri hefir sjálfur haft hönd I bagga með þessari þróun og er því manna kunnugastur þessum mál- um. Ráðstefnan 1960. Árið 1960 sótti Hjálmar R. Bárð arson alþjóðlega ráðstefnu um öryggi mannslífa á hafinu, sem haldin var I London, og átti þar einmitt sæti I sérnefnd, sem fjall- aði um björgunarteeki. Þessi nefnd gerði m.a. tillögu um neyðarsendi tæki I gúmbjörgunarbáta, sjálf- virk tæki er sendi I allar áttir til þess að auðvelda miðun slysstað- ar, og var þessi tillaga samþykkt. Ráðstefnan mælti sem sé með því að unnið yrði að framleiðslu neyð arsenditækis í gúmbjörgunarbáta, er væru búin tilteknum eiginleik- um. Þau áttu að vera létt, geta flotið, þola vel vatn og högg, hafa innbyggðan orkugjafa og geta ver ið I gangi án afláts I 48 klukku- stundir. Ákvað ráðstefnan að mæla með slíkum tækjum við rikisitjórn ir allra landa ef einhverjum tækist að framleiða þau. Fjöldi nýrra gerða. í þessari ályktun fóist mikil hvatning til framleiðenda enda lét árangurinn ekki á sér standa. Kom ið hafa síðan á markaðinn margar gerðir neyðarsenditækja fyrir gúm björgunarbáta og þau hafa verið reynd og prófuð, en skipaskoðunar stjóri sagði að þvi miður hefði engum tekizt að framleiða tæki i með öllum þeim kostum, sem ráð stefnan áskildi sér til að geta full komlega mælt með einhverju til- teknu tæki, en þess bæri jafn- , framt að geta að stöðuglega væri nú unnið að endurbótum á þeim tækjum, sem fram hafa komið og vel gæti svo farið að innan skamms heppnaðist að framleiða hið rétta tæki, sem væri öllum kostum búið, sem æskilegir væru taldir. Ágallarnir. Mörg af nýju tækjunum eru dýr, sum eru of þung í vöfum, i sum eru með alltof löng möstur | fyrir loftnet og önnur eru hand- I knúin í stað þess að vera með innbyggðan orkugjafa en einna i verst er að flest tækin senda ekki á venjulegri neyðarbylgju báta og fiugvéla. Eitt tækið, sem prófað hefir verið, dró ekki nema 100 metra. Eitt af fullkomnari tækjun- i um sendir á 500, 2182 og 8364 I kílóriðum og er með innbyggðum rafhlöðum sem tengdar eru að stað aldri rafkerfum skipanna, og er þvi ekki hægt að pakka því inn með gúmbátnum, en hægt að taka það úr sambandi í skipinu og fara með það um borð í gúmbjörgunarbáta og senda þaðan. Það þykir galli að það er ekki hægt að hafa það að staðaldri I björgunarbátnum og til tækt þar, og eins er það galli að það er 18 kíló að þyngd og all- stórt um sig. Þetta er þýzkt tæki. í Bretlandi hefir verið framleitt lítið tæki, sem hægt er að hafa til'nækt I björgunarbátunum, en það fullnægir ekki þeirri kröfu að vera með innbyggðum orkugjafa heldur er það handsnúið. Þýzka tækið kostar 45 þúsund krónur Og er dýrara en gúmbátarnir sjálfir, en enska tækið er miklu ódýrara. Ef keypt væru 3 tæki, eins og þyrfti að vera, I 160 iesta bát með 3 gúmbátum, kostuðu þau 135 þús- und krónur. Skipaskoðunarstjóri kvað þegar verið orðið aukið öryggi að þeim tækjum, sem nú væru komin, en það gætu allt I einu komið fram ný tæki sem væru bæði ódýrari og fullkomnari og þá yrði að sjálfsögðu skipt um ef keypt hefðu verið eldri tæki. Hér væri því um fjárhagslegt atriði að ræða jafnhliða spurningunni um öryggl. Hann gæti ekki mælt gegn þvl að menn keyptu þau tæki, sem þegar liggja fyrir, þar eð þau væru óneitanlega til bóta, en hins vegar teldi hann sér skylt, I samræmi við alþjóðasamþykktina, sem fyrr var nefnd, að benda á að enn hefðu ekki verið framleidd tæki með öll- um þeim kostum, sem þar eru tald ir æskilegir, og að stöðugt væri enn að gerast eitthvað nýtt I þess- um málum. Togaralandanir á Akureyri Tveir togarar hafa iandað á Ak- ureyri núna i vikunni og sá þriðji mun landa þar um helgina. Er þetta í fyrsta sklpti um margra mánaða skeið að togaramir hafi landað afla sínum i heimahöfn, heldur siglt með hann og selt erlendis. Ástæðan fyrir þvi að Akureyr- artogaramir landa hérlendis, mun sá, að búið er að selja upp I það magn, sem samið hefur verið um á eriendum vettvangi. Félk tilkynnir við- tæki / hundraðatali Fólk hefir komið I hundraðatali tii okkar og tiikynnt um viðtæki I eigu sinni eða borið fram fyrir- spurnir, til að ganga úr skugga um, að allt sé „i Iagi“ með viðtækja- t’ign sína og notkun. Þetta sagði Sigurður Sigurðsson, innheimtustjóri útvarpsins, meðal annars í stuttu viðtali, sem Vísir átti við hann í morgun og spurði hann um tilmæli útvarpsins um, að menn láti skrásetja tæki, sem ef til vill eru ekki á skrá stofnun- arinnar. Þetta er eitt af því, sem fólk einmitt gjaman greiða, sagði Sig- urður ennfremur, því að það kemur iðulega fyrlr, þegar komið er eitthvað fram yfir gjalddaga, að fólk kemur til okkar og spyr, hvernig standi á því, að það hafi ekki fengið kröfu frá útvarpinu. Við höfum ekki talið þá, sem kom- ið hafa og tilkynnt tæki, sem okk- ur var ekki kunnugt um, en ég gæti trúað, að þeir væru þrjú hundruð eða jafnvel fleiri. Annars má gjarnan benda á það, sagðí Sigurður að endingu, að það er engin nýlunda, sem komið hefir til orða, eins og menn vita, að sendimenn útvarpsins Ilti inn hjá fólki til að ganga úr skugga um viðtækjaeign þess. Við gerum þetta alltaf við og við, þótt ekki hafi það verið gert síðustu fimm árin. En það má minna á það, að árið 1945 var gengið I hvert hús hér I bænum og athugað, hvað ti) væri af viðtækjum. Þá bættist é skrá okkar þrjú eða fjögur þúsund notendur, og gerði enginn veðui út af sllku þá. W

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.