Vísir - 06.02.1963, Blaðsíða 7
I
V1SIR . Miðvikudagur 6. febrúar 1963.
f., Samfal við Ingmar
ii
Bergman, hinn nýja
forstjóra Dramatens
*
Fyrir nokkru birtist
hér í blaðinu frétt um
það, að sænski kvik-
myndaleikstjórinn Ing-
mar Bergman hefði ver-
ið skipaður leikhússtjóri
Dramatens, aðalleikhúss
Svíþjóðar. Skipun hans
vakti feikna athygli í
leikhúsheiminum, vegna
þess að Bergman er álit-
inn fremsti kvikmynda-
tökumaður Norðurlanda
en þó oft umdeildur fyr-
ir hina djörfu og list-
rænu túlkun, en jafn-
framt er það óvenjulegt
að skipa kvikmynda-
mann yfir leikhús og þá
fann til sín. Ingimar Bergman
er allt öðru vísi gerður. Hann
er hláturmildur fullur af fjöri
og krafti og félagsanda.
Fyrir nokkru fór danski blaða
maðurinn Johannes Lindskov
Hansen á fund Bergmans og
átti stutt samtal við hann á
skrifstofu hans.
í einkaskrifstofu
Bergmans.
Hann lýsir komu sinni þann-
ig, að hann hafi verið kominn
fimm mínútum fyrir hinn á-
kveðna tíma á ganginn fyrir
framan skrifstofu leikhússtjór-
ans. Leikarar gengu þar um í
leikklæðnaði er þeir voru að
koma af æfingu og þangað kom
einnig ung leikkona, sem aug-
sýnilega var einnig að bíða
eftir leikhússtjóranum.
Allt í einu kom Ingmar Berg-
man frá tröppunum og inn í
ganginn. {
— Hæ, hæ, segir Bergman í
glaðklakkalegum tón og tók í
hendina á okkur sem biðum
þarna. Þegar ég nefni nafn
mitt, lítur hann á úrið og segir:
Ingmar Bergman hinn nýi leikhússtjóri.
inn“ var frumsýnt. Kjeld Abell
hefur mjög lítið verið leikinn í
Svíþjóð. Hið skemmtilega og
hugmyndaríka verk hans „Blái
Pekinghundurinn" hefur t. d.
aldrei verið leikið hér, aðeins
í Gautaborg, held ég. En ég
held að norræna leikhússam-
bandið muni hafa mikla þýð-
ingu, þannig að við lesum héð-
an í frá Ieikrit hvors annars,
sjáum sýningar hvors annars
og hittumst til skrafs og ráða-
gerða. Ég hlakka til að taka
þátt í því samstarfi, því að það
er mjög þýðingarmikið að sýna
hið norræna samstarf í verki.
Vaxandi
leikhúsáhugi
— Stundum er talað um það
að norræn skáld ráði ekki við
leikritsformið.
— Það er ekki rétt. Nú upp-
lifum við í Svíþjóð geysilega
aukningu á leikhúsáhuga með
borgaleikhúsunum. Þessi áhugi
vex eins og sprenging og mesta
vandamál okkar er leikkennsl-
an. Hún hefur ekki við eftir-
spurninni. Ég er þeirrar skoð-
unar, að á Norðurlöndum hafi
menn mikla þörf fyrir leikhús
og vaxi áhuginn, þá hlýtur leik-
ritaskáldskapur að fylgja á eft-
ir. En leikhúsin verða að laða
höfundana til sín. Það er mjög
þýðingarmikið að höfundarnir
fái að vera með frá byrjun og
fylgjast með æfingum allt frá
lesæfingum. Hitt er ósanngjamt
að ætlast til þess að höfundur-
inn komi fyrst á generalpruf-
una.
— Margir höfundar hafa orð-
LEIKHÚSSTJÓRINN Á AÐ MÆTA
yfir það leikhús, sem
skipar hæstan sess í leik
list Svíþjóðar, og ef til
vill í leiklist Norður-
landa.
100 Ieikrit sviðsett.
En Ingmar Bergman hefur
ekki einungis verið kvikmynda-
maður. Hann lítur á sig fyrst
og fremst sem , leikhúsmann.
Hann hefur að vísu stjórnað
upptöku um 30 kvikmynda, en
hann hefur einnig sett um 100
Ieikrit á svið. Hann telur sig
fyrst leikhúsmann, síðan kvik-
myndamann og loks sjónvarps-
og útvarpsmann.
Hann starfaðj mest á sínum
yngri árum í Málmey og Hels-
ingjaborg og þar ganga margar
sögur uni þau þrekvirki, sem
hann hafi unnið. Hann á t. d.
heiðurinn af því að endurreisa
leikhúsið í Helsingjaborg. Hann
var aðeins 27 ára, þegar hann
var gerður Ieikhússtjóri yfir
Ieikhúsinu sem var að hnigna
og slokkna út af því að það
gat ekki staðizt samkeppnina
við hið stóra borgarleikhús í
Málmey. Síðan hefur hann
stjórnað leikritum bæði í
Gautaborg,, Málmey og Stokk-
hólmi, já í öllum beztu leik-
húsum í Svíþjóð.
Þegar Ingmar Bergman tek-
ur við stjórn Dramaten léysir
hann að hólmi frægan leikhús-
mann, Karl Ragnar Gierow,
grannvaxinr mann sem hefur
falið áhuga sinn og iðjusemi
bak við makindalegar hreyfing-
ar, en hafði þó alltaf tilfinningu
fyrir formlegri framkomu og
— Þér áttuð ekki að vera
hér fyrr en kl. 2. Er yður sama
þó ég ræði fyrst við stúlkuna?
— Auðvitað.
En ég þarf ekki að bíða
nema nokkrar mínútur. Innan
skamms er ég kominn inn í
hina spartönsku einkaskrifstofu
hans. Til hliðar eru stórir inn-
byggðir skápar, skrifborð hans
er fram við háan glugga og fá-
einir stólar. Síminn hringir,
Bergman tekur hann: — Já,
vinur minn, segir hann, þegar
ég las þetta um þig í blöðun-
um, fannst mér sjálfsagt að
við kæmum saman og settum
eitthvað af stað. Finnst þér
það ekki? Gott. Við skulum þá
hittast á morgun. Já, hef feng-
ið gamla herbergið mitt. Ég
verð þar.
Símatólið á og Bergman
tekur upp minnisbók og krotar
eitthvað í hana. — Já, það er
nóg að gera, verkefnin hellast
yfir mann.
Svo brosir hann til min og
það er eins og hann sé búinn
að strika yfir allt á minnisblað-
inu.
— Jæja, hvernig líkar yður
að vera orðinn forstjóri á bezta
leikhúsi Norðurlanda? spyr ég.
— Er Dramaten það? Ég hef
nú alltaf haldið upp á Konung-
lega leikhúsið í Kaupmanna-
höfn. Þar átti ég margar hríf-
andi stundir á Málmeyjarárum
mínum. Ein þeirra mestu var
þegar Ingeborg Bramþs lék í
Ferðinni til hinna grænu
skugga eftir Finn Methling.
Prestssonur frá
Uppsölum.
— í Danmörku dást menn
að kvikmyndum yðar, en hver
eruð þér, hvaðan komið þér? í
Bláu bókinni sænsku er sagt
að þér séuð fæddur í Uppsölum
1918.
— Já og mikið meira en það
þarf ekki að segja. Faðir minn
er nú prestur á eftirlaunum.
— En hvernig líkaði prestin-
um að sonur hans yrði leik-
húsmaður.
— Honum fannst það í bezta
lagi.
— I Danmörku hafa kirkj-
unnar menn sagt að leikhúsið
sé verk djöfulsins.
— Það þekkjum við ekki í
Svíþjóð. Það er ekki langt hjá
okkur milli prédikunarstóls og
leiksviðs og það er ekki langt
á milli helgiathafnar og leiks.
Hugsið yður Bacchanidurnar
’eftir Euripides. Það stendur á
mörkum helgiathafnar og leiks.
Og Kaj Munk var prestur.
Hann var trúaður snillingur.
— En leikrit hans, eru ekki
leikin rnikið upp á siðkastið.
— En Pirandello var heldur
ekki leikinn mikið um tíma.
Síðan settu þeir leikrit hans
„Sex persónur í leit að höfundi"
á svið í París og leikritið fór
sigurför um allan heim. Nú er
hann að verða klassískur og
sama held ég að verði með Kaj
Munk, hann verður kannski
ekki heims-klassískur, en klass-
ískur á Norðurlöndum.
Höfundar —
Leikhús.
— Gera leikhús Norður-
landa nóg fyrir norræn leikrita-
skáld?
— Nei, svo sannarlega ekki.
Hér er um mikið vandamál að
ræða, því að það ríkir tor-
tryggni milli höfundanna og
leikhúsanna. Ég held þó að það
væri hægt að vinna bug á þess-
ari tortryggni. Nú uþp á síð-
kastið er þó að vakna aftur á-
hugi fyrir verkum norrænna
manna, en ástandið er. samt
nógu slæmt. Hugsið yður ykk-
ar miklu leikritahöfunda, Kaj
Munk, og Kjeld Abell, hvað
norræn leikhús hafa illa unnið
þvílíka gullæð.
— En hvað með H. C. Brann-
er?
— Hann er undantekningin.
Það • var einmitt á Dramaten
sem fyrsta leikrit hans „Riddar
ið fyrir því að þeir máttu koma
á æfingar, en var stranglega
bannað að ræða um persónur
Ieiksins við Ieikarana.
Slíkt er fáránlegt, hver getur
sagt betur um eðli og anda per-
sónanna en sá sem hefur skap-
að þér.
Leikhúsakademía.
— í Danmörku eru á döfinni
hugmyndir urn að stofna leik-
húsakademíu.
— Já, eitthvað líkt er á seyði
hjá okkur í Svíþjóð. Vandamál-
ið sem við verðum að leysa er
leikkennslan og sænska ríkið
skilur þessa nauðsyn. Við höf-
um að vísu leikskóla við leik-
húsin, en þeir nægja ekki. Það
sem okkur vantar fyrst og
fremst eru leikkennarar, raun-
sæir menn, sem geta kennt leik-
urum og leikstjórum. Þeir sem
eru góðir leikarar og Iíka góðir
kennarar eru svo eftirsóttir að
þeir hafa ekki tíma til að
kenna. Það er of lágt launað
svo að þeir verða áð vinna við
kvikmyndagerð, í sjónvarpi og
útvafpi til að fá sæmilegar
tekjur. Leikhúslaunin eru of
lág.
í Danmörku er talað um leik-
húskreppu, það er fjárhags-
vandræði leikhúsanna.
— Er það ekki aðeins Allé-
Framh. á bls. 10
SVIÐINU
: ;•: ':s|
• sfc
V