Vísir - 08.02.1963, Blaðsíða 3
VÍSIR . Föstudagur 8. febrúar 1963.
Xr.
40
BROT
jT
A
40
MÍN-
ÚTUM
t tiléfhi hinna tíðu Og miklu
slysa sem hafa orðið í umferð-
íj inni upp á síðkastið brugðu
ijósmyndari og blaðamaður
Vísis sér i smáferð um bæinn
með einum kunnasta ökukenn-
ara Reykjavíkur. Var ætlunin
að athuga hversu mörg brot á
umferðarlögunum við yrðum
varir við og þá einkum í sam-
bandi við, hvemig menn leggja
bílum. Eftir rúmlega þriggja
stundarfjórðunga akstur voru
þau orðin 41.
Það er athyglisvert að minni-
hluti ökumanna í Reykjavík
virðist kunna að leggja bílnum
sinum rétt.
Hvarvetna í miðbænum má sjá
langar raðir af bílum sem er
bandvitlaust lagt. Stórir vöru-
bilar em uppá gangstéttum,
jafnvel 2-3 saman. Leigubílstjór
ar hika ekki við að stöðva bíia
sfna vinstra megin í Banka-
éiiæti mcðan þeir eru að tala
við kunningja sína.
Og menn eru jafnvel svo djarf
ir að Ieggja bílum sínum undir
skilti sem merkt er: Bifreiða-
stöður bannaðar, og úti í miðju
Aðaistræti. Einnig er fróðiegt
að sjá hvernig sumir ökumenn
taka hægri beygjur, dettur
manni einna helzt í hug að það
sé búið að setja ný umferðarlög.
Þeir þræða vinstri kantinn al-
gjörlega þar til að horninu kem-
um, en þá svínbeygja þeir. —
Stefnuljós eru hjá mörgum al-
gjörlega óþekkt fyrirbrigði, og
virðist litið á þau sem megnan
óþarfa, eins og svo marga aðra
hluta umferðarlöggjafarinnar.
Umferðarmenning Reykjavíkur
heild virðist vera á ákaflega
lágu stigi.
MYNDIR:
Éfsta myndin er tjeidn. á
horninu á Vatnsstig og Lauga-
vegi. Einni mfnútu seinna var
stóri sendiferðabfllinn, sem sést
á myndinni kominn upp á gang-
stéttina fyrir framan hjá Mar-
teini, og kona sem þar var á
gangi varð að taka til fótanna.
Miðmyndin: Við héldum nú að
þessl væri bilaður, en skömmu
seinna kom bilstjórinn, snaraði
sér uppí og keyrði burt (Þetta
er Aðalstræti). Neðst: Það má
þakka fyrir meðan ekki er
keyrt yfir skiltin. Hinu meg-
in má sjá tvo vörubíla upp á
gangstétt, sá þriðji kom fljót-
lega (Kirkjustræti).
>f •