Vísir - 12.02.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 12.02.1963, Blaðsíða 2
2 VISIR . Þriðjudagur 12. febrúar 1963, ÍR — Víkingur 24 : 24 Stórkostlegur markvarðar- leikur færði Víking sigur ÍR-ingar reyndust þegar í byrjun leiksins gegn Víking mun betra lið en Víkingar höfðu rciknað með og raunar voru þeir megnið af Ieikn um betra Iiðið á vellinum. Leikur ÍR var mjög léttur og fallegur og má þareikum þakka Hermanni og Matthíasi, en inn í gripu svo Iang- skot Gunnl&ugs og Gylfa. Víkingar voru aftur á móti slakir f byrjun Karl Benediktsson — „taktíker“ Fram-liðsins stekkur hér upp af lfnu f leiknum gegn Þrótti. Skot hans varið af hinum ágœta mark- verði Þróttar, Guðmundi Gústafs- syni. og allur leikur og „taktík“ f molum. ÍR-ingar komust f 5:1, en þegar meiri ró og festa komst á Víkings- liðið tókst því að Iaga markatöluna til smátt og smátt og í 9:9 er jafnað með fallegu gólfskoti Ólafs Friðrikssonar, en f hálfleik er stað- an 13:12 fyrir Vfking. Sfðari hálfleikur var mjög jafn, en um miðbik hálfleiksins tókst lR- ingum mjög skemmtilega að kom- ast f 21:16, sem virtist nœgja til að sigra örugglega f leiknum, scm seinna kom f ljós að var ekki stað- reynd. Mörk þessi komu þannig. Matthias skoraði með nýstárlegu skoti, sem hvorki markvörður né vörn Víkings sá fyrr en boltinn Iá f netinu, 20:16 frá Gunnlaugi frá vftateig sfnum yflr endilangan völl- inn og í netið hjá „sofandi“ mark- veröinum, sem augnablik gleymdi sér, en nóg til þess að Gunnlaugur sá út tækifæri, en mjög sjaldgæft er það þó að skora af svo löngu færi. Siðan kom 21:16 frá Gunn- Drengjameistaramótið: Óþekktur Strandamað- ur vakti mesta athygli Framtfð frjálsra íþrótta virðist eiga að vera trygg. Efnin eru sann- arlega fyrir hendi, hvort heldur er f flokki unglinga, drengja eða svetna en það eru aldursflokltar fcjáJsiþrótla. Um helgina var haldið Drengja- meistaramót Islands í frjálsum fþróttum innanhúss og vöktu drengirnir mikla athygli. Þarna stökk ungur Ármenningur 1.84 1 hástökki sem er drengjamet innanhúss, ungur Strandamaður kom og stökk yfir 1.75 á „saxi“, sem ekki hefur sézt lengi á frjáls- íþróttamótum, en eflaust má gera góða hástökkvara úr báðum þess- um piltum. Margir fleiri vöktu ekki minni athygli, t. d. Skagfirð- ingurinn Ólafur Guðmundsson, sem nú er fluttur til Reykjavíkur og þjálfar og keppir fyrir KR. Ungur piltur Ragnar Guðmunds- son, sonur hins góðkunna hlaup- ara Guðmundar Lárussonar, vakti og mikla athygli en hann vann há- stökk án atrennu þótt ungur sé. Urslit mótsins urðu annars þessi: Hástökk: 1. Sigurður Ingólfsson, Á, 1.84 (drenaiarWWpyM**- 2. Þorvaldur Benediktsson, HSSS, 1.75. ....... 3. Óíafur Guðmundsson, KR, 170. Jón Kjartansson, Á, 1.70. Hástökk án atrennu: 1. Ragnar Guðmundss., Á, 1.30. 2. Jón Kjartansson, Á, 1.30. Langstökk án atrennu: 1. Þorvaldur Benediktsson, HSSS, 2.98. 2. Jón Þorgeirsson, IR, 2.94. 3. Erlendur Valdimarss., ÍR, 2.88. 4. Einar Gíslason, KR, 2.84. Þrístökk: 1. Þorvaldur Benediktsson, HSSS, 9.04. 2. Erlendur Valdimarss., KR, 8.81. 3. Einar Gíslason, KR, 8.81. 4. Ó—lafur Guðmundss.,KR, 8.48. Sigurður Ingólfsson, efnilegur hástökkvari úr Ármanni. Iaugi, hann skaut fyrst en mark- vörður varði og missti frá sér út f teiginn en þar var Gunnlaugur enn kominn og blakaði boltanum skemmtilega f netið. Eftlr þetta var lelkur Víkings yfir vegaður mjög og áður en varði voru mörk Ólafs Friðrikssonar og tvö mörk Þórarlns Ólafssonar búin að minnka bilið f 3 mörk, 21:19. Er aðeins voru eftir 6 mínútur skor aði Gunnlaugur úr vítakasti 24:20, og þá má segja að flestir hafi talið útiloka að Vík. tækist að krækja f stig, en ÍR-ingarnir buðu hættunni heim með sama hraða og skotum, en markvörður Víkings, hinn ungi Framhald á bls. 13. Ingimar Óskarsson — 17 sinnum lá botltinn í netinu eftir skot frá hon- um gegn Þrótti í gærkvöldi. Ingölfur hefur nú skorað 76 mörk í 1. deild, eða að meðaltali 11 mörk í Ieik. Fram — Þróttur 37 : 20 Leikur kattar- ins uð músinni Leikur Þróttar og Fram í gær var | mestallan tímann leikur kattar að 1 mús. Til að leikurinn gæti orðið skemmtilegur vantaði alla snerpu og leikgleði í Þróttarliðið. Með á- huganum og snerpunni úr KR-leikn um hefði leikur þessi orðið skemmtilegri, þótt Fram hefði unn- ið. Vonleysið réði gjörðum Þróttara | um of, og vit var ekki látlð koma í stað strits, t. d. var manni aldrei I fórnað til að gæta Ingólfs Oskars- j sonar, sem skoraði 17 sinnum hjá liðinu án þess að væri gert. Framarar tóku strax í upphafi forystuna, en fyrri hálfleikur var þó fremur jafn og undir lok hálfleiks- ins var staðan aðeins 12:7 en í hálf leik var staðan 15:8. í síðari hálf- leik sýndu Frantarar hreina „slátr- un“ á Þrótti og snemma juku þeir markatöluna úr 16:11 í 24:11 og Ieikinn unni þeir með 17 marka mun 37:20. Langbeztu menn Fram voru þeir Ingólfur Óskarsson og Guðjón, en Sigurður Einarsson sýndi og að hann er okkar bezti línuspilari, en Erlingur Kristjánsson og Tómas Tómasson að þar eiga Framarar líka góða línumenn. Af Þrótturum voru beztir Haukur Þorvaldsson og Axel Axelsson, en Þórður Ásgeirsson átti allgóðan leik, svo og Guðmundur Gústafs- son f markinu, en hann tók mörg falleg skot sem láku gegnum Iélega vörnina. Dómari var Frímann Gunnlaugs- son.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.