Vísir - 12.02.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 12.02.1963, Blaðsíða 1
53. tbl. — Þriðjudagur 12. febrúar 1963. — 36. tbl. (S „Þau gerast ekki lengur hin gömlu ævintýr" ,segir í vísunni. En það skyldi nú vera að hún gerðust ekki ennþá. A.m.k. er það æði ævintýralegt, sem hér fer á eftir, og þó satt svo langt sem það nær. Fyrir nokkru gisti brezkur fjármálamaður Hótel Sögu í Bændahöllinni í Reykjavík. Eins og kunnugt er hefir þessi dýr- asta bygging á íslandi verið og er í fjárþröng mikilli og lét þessi útlendi gestur f ljós að hann hefði mikinn áhuga á að lána Hótel Sögu hvorki meira né minna en 78 milljónir króna til 20 ára með 6,5% vöxtum. Forráðamenn Bændahallarinnar ræddu við gestinn af miklum áhuga eins og vænta mátti um þetta mál og töldu, a.m.k. um skeið, að hér væri um raunhæft tilboð að ræða. Gesturinn er nú farinn til síns heima og hafa forráðamenn Bændahallarinnar skrifað honum og óskað eftir að fá tilboð hans staðfest skrif lega. Enn hefir ekkert svar bor izt en þess má vænta að fljót lega verði úr því skorið hvort manninum hefir verið alvara eða ekki er mark takandi á orð- um hans. Fái Bændahöllin þetta Ián vegná Hótel Sögu er öllum fjárhagsörðugleikum þessarar byggingar lokið, a.m.k. í bili. Fáist iánið ekki er það víst að Bændahöllin verður að leita á önnur mið því að lán þarf hún að fá. 1 gærkveldi var enn einu sinni ráðizt á konu syðst í Norðurmýr- inni, eða nálægt gatnamótum Rauðarárstígs og Miklubrautar. Þessi atburður skeði um tíu- inn Brotist í jnrðýtu Hafnarfjarðarlögreglan hefur beð- ið Vísi að lýsa eftir áhöldum, sem stolið hafði verið úr vegavinnu- vélum á þrem stöðum í nágrenninu en það er frá Leirvogstungu, Straumi og Hvassahrauni. Á einum staðnum hafði verið brotizt inn um þak á jarðýtu til að stela úr henni áhöldum og á öðr- um stað voru hurðarhúnarnir skrúf aðlr af tveim ýtum til að komast inn í þær. Stolið var alls konar verðmætum hlutum: rafgeymum, topplyklasett- um, rafmagnssjárnvír, ljóskerum, smurolíu, rörtöngum, skiptilyklum, stjörnulyklum, skrúfjárnum, slag- hamri, nýrri rafmagnsþurrku o.m. fl. Sumir lyklanna voru m.a. mál- aðir gulir. Þjófnaðir þessir voru framdir um síðustu helgi og þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið eru beðnir að láta Hafnar- fjarðarlögregluna vita. leytið í gærkveldi og var konan ein á gangi er maður þreif til henn ar, en tók síðan til fótanna án þess að hafast nokkuð frekara að, veita henni áverka eða meiða hana. Konan kærði þetta til lögregl- unnar og voru tveir lögreglubílar sendir út af örkinni, sem leituðu lengi kvölds um öll nærliggjandi svæði og götur, en án árangurs. Leituðu þeir m. a. um alla Norður- mýrina, um Hlíðarnar og allt niður á Njálsgötu og Laugaveg. Konan, sem fyrir árásinni varð, lýsti manninum þannig að hann hafi verið klæddur grænni úlpu, sem kemur mjög heim við þær lýsingar sem gefnar hafa verið áður í vetur á búningi þess manns, sem ráðizt hefur á kvenfólk á göt- um borgarinnar. Konan sagði enn- fremur að maðurinn hafi verið þunnhærður og að vantað hafi í hann framtönn. í gærkveldi tók lögreglan mann í miðbænum, sem þótti undarlegur í hátterni, en hann reyndist ekki vera sá seki. Þá skýrði og einn lögreglumaður, sem var á eftirlits- ferð í bíl i gærkveldi eða nótt, að hann hafi séð til ferða manns, sem kom heim við lýsingu kon- unnar, en hann hvarf lögreglu- manninum sýnum áður en hann náði til hans. Rannsóknarlögreglan hefur tjáö Framhald á bls. 5. SÍÐASTI SMALINN I REYKJAVÍK Þrettán síldarbátar fengu 12.350 tunnur í nótt í Ágætur síldarafli var nótt á austurmiðunum og fengu bátar frá 650 upp i 2200 tunnur, eða 13 skip samtals 12.350 tunnur. nótt. Hana fékk Gullfaxi, 1200 tunnur, og fór með hana til Eskifjarðar. — Bátarnir sem fengu síld í nótt munu allir hafa farið til Eyja, — eða að minnsta kosti er mér ekki kunn ugt um neinn bát á vesturleið. Afli bátanna í nótt var sem hér segir: Höfrungur II 2200 tn., Reyn- ir 650, Hringver 900, Marz 1000, Víðir II 1400, Víðir 600, Halkion 600, Leó 800, Meta 900, Þráinn 800, Gullborg 1200, Ágústa 700, Kári 600. Við fórum ferð til fjár, Vísis- menn I morgun. Við lögðum land undir fót, leituðum uppi sauðfé í Laugardalnum, skját- urnar biessaðar, sem brátt verð ur ekki Iengur rúm fyrir í borg ariandinu. Við þræddum hæina þar í dalnum, bönkuðum á dyr og guðuðum á fjárhúsglugga. En á flestum stöðum var allt harð læst, og hvergi mann að sjá. Hundgá var eina lífsmarkið á Laugabóli og svo mætti áfram telja. Fjáreigendurnir hafa e.t.v. verið að sinna skrifstofustörf- um niður I miðbæ eða öðru á- Iíka „ófélegu" starfi! „Síðasti smalinn f Reykja- vík“ María Garðarsdóttir að Múla við Suðurlandsbraut. Bú- ið er að banna sauðfé f bæjar- landinu, svo þess verður ekki' lengi að bfða að María Iitla missi „atvinnuna“. Inn hjá Múla við Suðurlands braut munu vera flestar kind- urnar og stærsti fjáreigandinn. Ekki náðum við tali af eigand- anum, hann var ekki viðlátinn, en sauðféð heilsuðum við upp á, og það sem meira var, smal ana líka. Varla hafa borgaryfir- völdin gert sér grein fyrir því, Frh á bls 5 Veiddist síldin á sömu slóðum og áður. Vísir átti morgun tal við Jakob Jakobsson fiskifræðing á varðskipinu Ægi og sagð- ist honum svo frá: Gott veður var á miðunum I nótt og voru þar 15 bátar. Veiði var almenn. Lóðað var á síld á stóru svæði, en hún stendur nokk- uð djúpt. Veiðist síldin á svipuðum slóðum og í fyrri viku eða í Skeiðarárdjúpi um 18—20 mílur út af Ingólfshöfða. Síldin er nokk- uð misjöfn. Sumir bátar fengu góða sild, aðrir verri, eins og gengur. Fyrsta síldin eftir ógæfta- kaflann veiddist annars f fyrri- Tollulækkunir hugstæður bændum Upplýsingar landbúnaðar- mólarúðherra í gær Ég geri ráð fyrir því að landbúnaðurinn fái mikla lagfæringu með hinu nýja tollskrárfrum- varpi ríkisstjórnarinnar, lagfæringu sem bændur hafa beðið eftir í mörg ár. Þannig komst Ingólfur Jóns- son landbúnaðarmálaráðherra að orði á Búnaðarþingi í gær. Kvað hann frumvarpið verða lagt fram næstu daga. Bændur hafa m. a. á undanförnum ár- um sótt það fast að tollar á landbúnaðarvélum væru lækk- aðir. Þá ræddi ráðherrann ftarlega um Ián til landbúnaðarins og sagði að Iánskjör danskra bænda væru sízt betri en þeirra íslenzku, þótt oft væri vitnað til betra ástands þar. Fyrir- greiðsla hins opinbera við land- búnaðinn væri einnig mun lak- ari á Norðurlöndum en hér á Iandi. Þá gaf ráðherrann þær upp- lýsingar, að á sfðasta ári hefðu verið Iánaðar 70 milijónir króna úr Stofnlánadeild Iandbúnaðar- ins til bygginga og ræktunar f sveitum. Lán út á fbúðarhús var á s.l. ári 150 þúsund krónur til 42 ára með 6% vöxtum. Unnið er nú að þvf að styrkur til íbúðarhúsa í sveitum verði hækkaður upp f 50 þús. krónur og verði ekki bundinn eftirleið- is við nýbýli heldur öll ný íbúðarhús.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.