Vísir - 12.02.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 12.02.1963, Blaðsíða 8
8 V í S I R . Þriðjudagur 12. febrúar 1963. VÍSIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 65 krónur á má nuði. í lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Vill hann nýja gengislækkun? Framsóknarmaðurinn, sem er formaður í Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja þetta kjörtímabil lætur Tímann hafa það eftir sér að 80 millj. króna tilboð ríkisins til opinberra starfsmanna sé smánartilboð. Réttlátt og sjásagt hafi verið að hækka kaupið um 120%. Hér er mælt af sjaldgæfu ábyrgðarleysi. Dettur for- manni BSRB í hug að ríkissjóður geti meir en tvö- faldað þá upphæð, sem hann nú greiðir í laun allra ríkisstarfsmanna, án þess að allt efnahagskerfið fari úr skorðum? Kröfur BSRB um 100-120% kauphækkun jafngilda um 600 millj. króna auknu framlagi úr ríkis- sjóði á ári. Það er deginum ljósara, að ef gengið hefði verið að slíkum kröfum — eða einhverju nálægt því, þá hefði það þýtt nýja gengislækkun og krónufall. Dýr- tíðarskriðan hefði komizt í algleyming og spariféð þurrkazt út. Allt þetta veit formaður BSRB manna bezt, þó ekki væri nema vegna þess að hann er deildarstjóri hjá fjármálastjórn ríkisins. Hann veit að slík kauphækkun myndi reynast launþegum stórfelldur bjarnargreiði vegna framantaldra röksemda. En hann ér framsðkn- armaður og Framsóknarflokkurinn er í stjórnarand- stöðu. Því er ábyrgðarleysinu beitt og skynsemin svæfð í bili. ' Hvað myndi það kosta íslenzkan almenning, ef opin- berum starfsmönnum yrðu greiddar 600 milljónir rúm- ar í launauppbætur samkvæmt kröfunum? Hefur for- maður BSRB gert sér grein fyrir því? Það myndi þýða tæpra 3000 króna nýjan skatt á hvern landsmann, eða nær 15000 króna skatt á hverja fimm manna fjöl- skyldu á ári. Opinberir starfsmenn hafa lengi verið á of lágum launum. En hvorki þeim né nokkrum öðrum er greiði með því gerður að verja þær kröfur, sem myndu verða banabiti heilbrigðrar fjármálastjórnar og steypa óðaverðbólgu og gengisfellingum yfir þjóðina. Frum- skilyrði þeirra kjarabóta, sem opinberir starfsmenn nú fá, er að þær verði tryggðar — að þær verði raun- hæfar kjarabætur, en ekki verðlausar krónur. EBE er úr sögunni Þorsteinn á Vatnsleysu er myndarlegur maður og skeleggur málsvari bænda. Hann hefur manna mest sett sig inn í landbúnaðarmál, en hann geldur þess að ekki vinnst honum tími til að grandskoða öll mál jafn nákvæmlega. Þannig mælti hann varnaðarorð til Bún- aðarþings vegna Efnahagsbandalagsins og bað bænd- ur vera á verði. Þtsð er eins og Þorsteinn hafi verið stunginn svefn- þorni síðustu vikurnar. EBE málið er úr sögunni — að minnsta kosti um langt skeið. Það er nefnilega ekki nóg fyrir forystumenn heilla stétta að lesa bara Tímann. FRAMFARIR og MENNING Undanfarið hefir í útvarpi og blöðum verið rætt og ritað um andlegar lækningar, andatrú og sálarrannsóknir. Þátttakendur i þessari fræðslustarfsemi hafa verið lærðir menn og leikir, með mælendur og andmælendur. í lýðfrjálsu landi þar sem skoö- ana- og málfrelsi er einn af hyrningarsteinunum, er eðlilegt að ofangreind stórmál séu rök- rædd opinberlega af drenglund og sannleiksþrá. Það ætti að vera öllum hugsandi mönnum til gagns og góðs, að þessi við- kvæmu mál, sem allar götur hafa fylgt mannkyninu, verði skýrð og skilgreind án fordóma. Talið er, „að vísindin efli alla dáð“. Ótrúlega miklar efnisleg- ar uppfinningar og framkvæmd ir hafa átt sér stað 1 mörgum löndum heims. Sívaxandi hraði í lofti, á legi og landi. Kapp- hlaupið um himingeiminn, eld- flaugar, kjarna- og vetnisorku, hertækni og búnað o.fl. Vísinda afrek í læknisfræði og skyldum greinum, efnafræði, búfræði, að ógleymdum listum og bókmennt um, o.fl o.fl. Er það ekki Dara mannlegt, þó maðurinn, oom öllu þessu áorkar, líti orðið stórt á sig og telji sig einfær an í flestan sjó, jafnvel jafnoka, „skapara himins og jarðar“. Ef hann er þá talinn að vera til? Þrátt fyrir ytri glæsileik, menn ingar og framfara, herma fregn ir, að ábyrgir hugsandi menn víða um heim, séu ótta slegnir hvaða stefnu heimsmálin taki á næstunni, að Iogn sé oft und anfari storms. Hvers er vant? Hvað hefur orðið útundan í þessari risa- vöxnu vísinda-, menningar- og tækniþróun, er hvað úr hverju spannar heim allan? Það er ýmsra mál, að þróunin hafi ver ið einskonar einstefnuakstur, að rætum sálar, manngöfgi og ábyrgðartilfinningar hafa verið vanræktar, I kapphlaupinu um efnisgæðin. Kristur sagði: „Hvað stoðar það manninn, að eignast alian heiminn, en fyrir- gera sál sinni“. Já, hafa ekki hin góðu vísindi og menningar frömuðir á þessu sviði, dottað á verðinum? Gleymt að hlúa að sálinni, manngildinu í anda kristinsdómsins. Það er djúp- stæður sannleikur „að maðurinn uppsker eins og hann sáir“. Verkanir breytninar ná út fyrir gröf og dauða. Lifið er harður skóli, krefst skyldurækni, ár- vekni og ábyrgðar. „Gakktu hægt um gleðinar dyr, gá að þér“. Mér duttu þessi spakmæli í hug, er ég las í einu dagblaðanna grein eftir ís- lenzkan fræðimann. Honum er ekki geðþekk íslenzka þjóðtrúin andlegar lækningar, og að sjálf sögðu andatrú. Honum fellur ekki sú hjartagæska íslendinga, að gefa nokkra málsverði svöng um börnum í Alsír, að þeim væri eins vel varið handa sál- sjúkum börnum hér heima. Hon um er einnig þyrnir í augum segulbönd, voltakrossar, straum ar og skjálftar og hvers konar kukl, eins og hann orðar það. Hann telur, að þeir sem aðhyll- ast þetta telji það jafn gott og vísindalegar lækningar nútím- ans. Því miður er það svo, á okkar upplýstu og framfara tímumí læknamennt, aðbúnaði sjúkra, stórbættri heilsuvernd, híbýlum klæðum og skæðum og annari velmegun fjöldans, að ótrúlega stór hópur fólks, að því er virðist á öllum aldri, er meira og minna lasburða og sjúkt, lengri eða skemmri tíma, stund um árum saman í sjúkrah. Gang andi milli þessa og hins læknis í von um bata. Eins og gengur með misjöfnum árangri. Sen betur fer, oft góðum. Þrátt fyr ir góða mennt, vilja og batnandi aðstæður, er árangurinn tví- sýnn. Vísindi og þekking leysa ekki enn sem komið er, úr öllum þörfum sálar og líkama, hvað sém slðar verður. Er það ekki vægast sagt „ung gæðisháttur" af manni sem við urkennir að sér verði sáralítið ágengt í sinni fræðigrein, að kenna það gamalli draugatrú og nýtízku andatrú? Sjúkdómar marka vanalega tímamót í lífi sjúkra og aðstandenda. Það er ekki ámælisvert, þó viðkomandi fólk í vonleysi sínu og getuleysi sérfræðinnar, fái sér segulband, voltakross, strauma og skjálfta og andlegar Iækningar. Jafnvel trúi: að miðlar og andatrú geti verið farvegur andlegra og lík amleg lækninga. Kristur sagði: „Trú þín hefif gjört þig heilan“. Ég held það fari öllum bezt að vera hógvær og dæma vægt í öllum þessum málum, særa ekki að ástæðulausu. Andlegi heimurinn og áhrifin frá honum eru lítið könnuð, hann býr áreið anlega yfir miklum mætti. Áhrif andlega heimsins verða vísast ekki sönnuð eða afsönnuð eftir formúlum efnisvísinda. Einfald lega vegna þess, að þar ráða önnur lögmál og sannanaleiðir en þær efnislegu. Þar, sem dulrænu málin eru nú ofarlega á dagskrá, langar mig að vekja athygli á lítilli bók „Þjónustu englanna" eftir Joy Snell, þýðendur Einar H. Kvar- an og séra Kristinn Daníelsson. Hallgrímur Jónsson skólastjóri í Reykjavík gaf bókina út árið 1955. Hann segir meðal annars í eftirmála: Tímaritið Morgunn birti efni þessarar bókar á ár- unum 1935 til 1939. Komu nokkrir kaflar út í hverju hefti. Lesendum þótti reynsla frú Joy Snell stórmerkileg. Langaði mig Framh á 10. síðu Nýtt leikrit eftir lonesco -hurniiH nbll'/í !;lr: iíif; nr'iili .iíi Lífsgleði mannsins og eyðilegging hennar af völdum kvíða og ótaa er efnið leikritinu „Loftgengillinn“ (Fussganger der Luft) eftir Eugene Ionesco, sem var frumsýnt í fyrsta slcipti í Diisseldorf í Vestur-Þýzka- landi fyrir skemmstu. Ionesco fjallar þar um möguleikann á að hefja sig yfir hið fráleita með aðstoð hlátursins, þar sem „heimur án hláturs er fangabúðir“. Skáldið Behringer hefir trú á, að hann geti það, sem óframkvæmanlegt er, og þess vegna tekst hann skyndilega á loft, gcng- ur á lofti einu, fer upp ósýnilegan stiga, og undrandi samtíðarmenn hans klappa honum lof í lófa, dá hann eða fyrirlíta, hver eftir afstöðu sinni. 1 dómi, sem Hamborger Abendblatt birtir um leikinn, var sagt meðal annars: „ . . . fram að hléinu naut Diisseldorfáhorfendurnir leiksins og höfðu skemmtun af undraverðum flugbrellunum í „Loft- gengli“ Ionescus. Eftir hlé hvarf hláturinn af andliti þeirra . . . . “

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.