Vísir - 12.02.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 12.02.1963, Blaðsíða 5
V í SIR . Þriðjudagur 12. febrúar 1963. 5 Krístján skmnmtar sjálf- um sér 150% hækkun í gær var á það bent hér í blaðinu að ef ríkisstjórnin geng ur að fyllstu kröfum BSBRB um 120% kauphækkun þá mun það þýða nýja gengisfellingu og óstöðvandi verðbólgu. Vakin var líka athygli á þeim furðulegu ummælum Kristjáns Kristján Thorlacius Breytingcsr Framhald aí b)s. 16 rannsóknarstofnanir. Þá er bent á í frumvarpinu ýmsar leiðir til tekjuöflunar og er þar helzt gert ráð fyrir framlögum og greiðsl- um frá einstaklingum og fyrir- tækjum sem rannsóknir eru unn ar fyrir. Þó ér tekið fram að fjjárframlög verði að auka veru- lega. Um rannsóknarstarfsemina segir í greinagerð: Rannsóknarstarfsemi hér á landi hefur verið allskostar ó- fullnægjandi í þeirri hröðu þró- un tækni og vísinda sem nú á sér stað. Þetta ástand veldur því að lítil eða engin rannsókn- arstarfsemi á sér stað á ýmsum afar mikilvægum sviðum at- vinnulífsins. Til dæmis eru eng- ar rannsóknir framkvæmdar í þeim tilgangi að Iækka bygg- ingakostnað, þrátt fyrir þá stað reynd, að meðalíbúð kostar hér fimm til sexfalt meðalárskaup launþega. Þetta kostar þjóðar- búið tugi ef ekki hundruð millj ónir árlega. Það sem einkum hefur háð rannsóknarstarfseminni er skort ur á samstarfi og samræmingu og alltof lítið fjármagn. Er með þessu frumvarpi reynt að lag- færa þessa galla. Er leitast við að skapa rann- sóknarráð, sem hefur möguleika til þess að vera lífrænn leiðbein andi ríkisstjórnar og Alþingi til eflingar og samræmingar. Rannsóknarstofnanirnar fimm verða, hafrannsóknarstofnun, fiskiðnaðar- landbúnaðar- iðn- aðar- og byggingariðnaðarstofn anir. ^fðtasfi smmliinRi — rramhald -.1 bls. i. þegar þau lögðu bann á sauð- féð, að með því stuðluðu þau að útrýmingu heillar stéttar í borginni, þ. e. smalanna! Thorlaciusar, frambjóðanda Framsóknar hér í borg, að til- boð ríkisstjómarinnar um 80 millj. króna kauphækkun á ári væri smánarboð. Tekið var nærtækasta dæmið, af launum Kristjáns sjálfs. Hann mun ’ hækka í Iaunum um 3.348 krónur eftir tilboði ríkisstjórn- arinnar, upp í 12.350 krónur, en þau finnst Kristjáni „fjar- stæða“. Hvaða laun gerir framsókn- arframbjóðandinn sig þá á- nægjan með og telur sér sæm- andi miðað við menntunarskil- yrði og ábyrgð í starfi? Svarið við því er að finna i kröfunum, sem hann átti mest- an þáttinn í að semja og settar vom fram í nóvember. Þar skipar hann sér í 24. flokk. Og tillagan, sem hann gerir um eigin laun er 22.612 krónur á mánuði. Er það 150% kaup- hækkun. Á sama tíma semur verka- fólk og iðnverkafólk um 5% kauphækkun, svo segja má að Framsóknarframbjóðandinn sé öllu stórtækari fyrir sjálfan sig en aðrir þegnar þjóðfélagsins. Heldur Chopin-tónleiku í Austurbæjnrbíó Einn af frægustu píanóleikurum Póliands, Halina Czemy-Stefanska, kom hingað í gær á vegum Tónlist- arfélagsins og mun halda tónleika í Austurbæjarbíó fyrir styrktarfélaga miðvikudaginn 13. febrúar og fimmtudaginn 14. febrúar kl. 7 síð- degis. Jórunn og María Garðarsdæt- ur, hétu þær, smalarnir, og eru systur. Þær sýndu okkur snilli sína í smalamennskunni, hlupu ótrauðar viljugar fram og aftur á eftir kindunum f Múlaland- inu, og fá mynd af sér hér á síðun.ni fyrir viðvikið. 70—80 kindur átti pabbi þeirra, að þær héldu, en ekki gátu þær frætt okkur um hvað við tekur þegar búið er að hrekja kindurnar í burt. Þær gátu ekki einu sinni frætt okk- ur um hvaða ráðstafanir þær gerðu gagnvart væntanlegu at- vinnuleysi. Geta menn svo gert það upp við sig hvort ferð okkar hafi verið til fjár eða ekki. Enn ráðist á — Framhald af b)s I Vísi að samkvæmt lýsingu þeirra stúlkna, sem orðið hafa fyrir á'- reitni þessa manns í vetur sé hann milli tvítugs og þrítugs eftir útliti að dæma og fremur lágvax- inn. Lögreglan telur miklar líkur benda til að þarna sé um einn og sama mann að ræða, sem réðist á kvenfólk á Landspítalalóðinni og á nærliggjandi götum og svæðum fyrir tveimur árum. Hefur lögreglan mjög reynt að hafa hendur í hári þessa manns en ekki tekizt þaó Hún hefir haft fleiri en einn grunaðan um þetta tiltæki, en komið hefur í ljós að þeir voru saklausir. icirði vertinn — Framhald af bls. 16. og hirða gestinn. Þegar pilturinn heyrði hve alvarlega málið horfði ætlaði hann að hverfa af sjálfdáð- um út og komast á brott áður en lögreglan tæki hann. En þá hljóp veitingamaðurinn i veg fyrir hann o gmeinaði honum útgöngu. Þá lét stráksi hendur standa fram úr ermum og greiddi húsráð- anda hnefahögg í andlitið, svo að auga hans sökk. Við það komst strákur út og ætlaði sér að flýja. en vegfarandi, sem stóð fyrir utan greip þá til hans og hélt honum þar til lögreglan kom og hirti snáð ann. ¥Sð neituðum — Framhald af bls. 16. vill ekki að um neina útfærzlu verði að ræða fvrr en 12. marz. verð’ •>* ra>ð^ <Vrr en mar? i!)6 ' egai unni' '*<r . 'enö inga og Englendinga rennur út. Hvernig málið þá æxlast er allt óákveðið. — Hvaða áhrif hefir það í Færeyjum að danska stjórnin hefir neitað að fallast á sam- þykkt lögþingsins um útfærzl- una 27 apríl? — Ætli sú afstaða ýti ekki heldur undir sjálfstæðiskröfur okkar Færeyinga, sagði Erlend- ur að lokum. Halina Czerny-Stefanska er fædd í Kraków og er af tónlistarfólki komin. Faðir hennar var kennari við tónlistarháskólann í Kraków og kenndi henni píanóleik, frá því að hún var barn að aldri. Hún varð hvað eftir annað sigurvegari í tón- listarkeppni barna, og tíu ára göm- ul tók hún þátt í Alfred Cortot- keppninni og fékk verðlaun, sem gerðu henni fært að halda til París- ar og stunda nám við Ecole Normale hjá ágætum kennurum. Síðar hélt hún áfram námi við tónlistarháskólann f fæðingarborg sinni, og árið 1949 bar hún sigur úr býtum í fjórðu alþjóðlegu Chopin-keppninni í Póllandi. Halina Czerny-Stefanska hefur haldið hljómleika víða um lönd, m. a. í flestum höfuðborgum Evrópu, Bandaríkjunum og Kina. Hér mun hún eingöngu leika verk eftir Chopin, og eru á efnisskrá hennar tvær pólonesur, ballötumar fjórar og allar tuttugu og fjórar prelúdi- urnar. VAXAHDi Þ0RF FYRIR IÐNFRÆDINGA Frá Vcsrðarfundinum í gærkvöldi — Eftirspurn eftir iðnfræðingum á NorðurIöndunl||>endir til þess að nú sé þörf fyrir fjóra iðnfræðinga á móti hverjum eitt þúsund íbúum og tveim verkfræðingum á móti 4 þús. íbúum. Hinsvegar er áætlað að þörfin fyrir iðnfræðinga muni vaxa mun hraðar heldur en þörfin fyrir verkfræðinga, þannig að í framtíðinni þurfi 3-4 iðnfræðinga, en ekki nema 1 verkfræðing móti hverjum þúsund íbúum, sagði Ás- geir Pétursson, sýslumaður í fróð- legri ræðu, er hann flutti um stofn un tækniskóla á íslandi, á fjölsótt- um Varðarfundi í gærkvöldi. Ásgeir kvaðst hafa þær upplýs- ingar frá Verkfræðingafélagi ís- lands að hlutfallstölur tæknimennt aðra manna á íslandi í dag, miðað við fólksfjölda sé 0.5 af þúsundi iðnfræðingar en 1,4 af þúsundi verkfræðingar. Taldi Ásgeir þess- ar tölur sýna svo ekki verði um villzt, að íslenzkir atvinnuvegir séu mjög vanbúnir að tæknimennt- uðum mönnum, einkum iðnfræð- ingum. Ásgeir Pétursson, er formaður stjórnskipaðrar nefndar, sem und- anfarið hefur unnið að samning frumvarps um Tækniskóla ríkisins. Ræddi Ásgeir á Varðarfundinum um þörfina fyrir tækniskóla og tæknimenntaða menn svo og al- mennt um hlutverk tækniskóla. Ásgeir sagði, að Danmörk óg Sviss væru talandi dæmi um þær þjóðir, sem hefðu lítið af náttúru auðlindum, en hefði tekizt að byggja upp arðvænlegan iðnað með því að efla tæknimenntunina. Jafnframt hefði með þessu starfi og uppbyggingu iðngreinanna ver- ið lagður grundvöllur að traustum efnahag og öflugu menningarlífi. Taldi Ásgeir reynslu þessarra og annarra þjóða sýna að ekki væri unnt að halda uppi góðum lífskjör- um og blómlegu menningarlífi, nema með því að efla atvinnuveg- ina að staðgóðri þekkingu, en það væri hlutverk tækniskóla að láta þá þekkingu í té. Hér á íslandi, sagði Ásgeir er tæknimenntun mjög fábrotin, og yrði að efla hana af stórhug og víðsýni. Kvað hann jafnframt nauð syn endurskipulagningar þeirra tæknifræðikennslu, sem fyrir er í landinu, en hún væri einkum hjá iðnskólunum. Kvað hann nauðsyn- legt að hafa iðnskólana færri en öflugri en nú. Jafnframt taldi hann það úrelt fyrirkomulag að iðnmeist arar taki iðnnema til náms. Þá ræddi Ásgeir Pétursson, nokkuð um hlutverk tækniskóla. Stefnt yrði að því að koma hér á fyrrihlutanámi í tæknifræðum, en gefa siðan kost á sérnámi í helztu greinum, t.d. byggingarfræði, vél- fræði, reksturstcekni, raffræði og fiskiðnfræði o.s.frv. Verklegt og bóklegt nám verður að haldast í hendur. í lok ræðu sinnar sagði Ás- geir Pétursson að það væri ekki óeðlilegt að ríkið greiddi kostnað við skólann og rekstur hans, þar sem hann myndi starfa í þágu allra atvinnuvega Iandsins. Hins vegar kæmi til greina að einstakir sjóðir atvinnuveganna legðu eitt- hvað af mörkum til hans, svo og væri hugsanlegt að leita eftir stuðn ingi frá erlendum alþjóðastofnun- um. Að lokinni ræðu Ásgeirs hófust miklar umræður, sem stóðu fram yfir miðnætti. Benzínþjófar teknir í nótt handtók lögreglan í Reykja vfk benzinþjófa ,sem voru þá að stela bcnzíni af bfl. Þjófamir voru tveir saman og voru að bisa við að stela benzíni af bil, sem stóð á Laufásvcginum og Iáta á sinn eigin bfl, þegar lög- regluna bar að og handtók þá. Þeir voru fluttir í fangageymsluna. Báðir voru mennirnir drukknir og munu þeir þvf, auk ákæru fyrir þjófnað, verða kærðir fyrir ölvun við aktstur. 100 millj. tiláburðarkaupa Að jafnaði eýða islenzkir bændur um 100 milljónum króna tii áburðarkaupa á veri’’ ári. Er þá átt við hverr ipin p»- 51 “ktunar tslandi. Þessar upplýsingar komu fram í ræðu Gylfa Þ. Gíslason- ar viðskiptamálaráðherra í gærdag, í ræðu þeirri er hann flutti með frumvarpinu um rannsóknir í bágu atvinnuveg- ■nna Nefr " ráðberrann betta læm' ásam< mörgum fleiri, þvi til stuðnings hversu áríðandi og þýðingarmikið það væri að gaumgæfiiegar athuganir færu fram á þvi, bæði hversu mikið gagn slíkur áburður gerði og eins hvaða áburður kæmi að mestum notum. Það er ekki svo lítið fjármagn sem íslenzkir bændur verða að eyða f þessum eina tilgangi og þörfin fyrir frekari rannsóknir á hagnýt- og notagildi áburðar væri aug- ljós.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.