Vísir - 12.02.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 12.02.1963, Blaðsíða 7
V1SIR . Þriðjudagur 12. febrúar 1963. 7 tigrimur . ráðherra í dag 12. febrúar er Steingrímur Steinþórsson fyrrverandi forsætis- ráðherra sjötugur. Hann er af þing- ryskum ættuin, fæddur að Álfta- gerði í Mývatnssveit og voru for- eiclrar hans þau Steinþór Björns- sc.-n, er lengi var bóndi að Litlu- '.trönd (sama bæ og sagnaskáldið Jón Stefánsson, öðru nafni Þorgils 'tjallandi) og Sigrún Jónsdóttir al- þrn. og bónda að Gautlöndum, Sig- urðssonar. Það er ekki ætlun mín að rekja ettartölu hans hér í blaðinu, slíkt varðar svo fáa. Samtíðin er ekki skilningsrík á fornar fræðigreinir, en það er önnur saga. Hér verða heldur ekki talin upp öll embættisstörf afmælisbarnsins. Það yrði svo langur listi. Skal að- eins geta þess, að Steingrímur er búfræðingur frá Hvanneyri 1915, og þótti afbragðs fjármaður á sín- um yngri' árum. Hann útskrifaðist frá Búnaðarháskólanum í Kaup- mannahöfn 1924. Sama ár og Val- týr Stefánsson varð ritstjóri Morg- unblaðsins. En Valtýr hafði þá út- skrifazt frá þeim sama búnaðarhá- skóla nokkrum árum fyrr. Þess má og geta til gamans, að þeir Stein- srfmur Steinþórsson og Vaitýr Stef ánsson eru svo til jafnaldra. Steingrímur Steinþórsson er sá maður er ég hefi haft mikla ánægju af að kynnast persónulega vegna mannkosta hans. Kynni okkar ná allt til ársins 1935, — Ég var þá 17 ára, — en einmitt það ár varð hann búnaðarmálastjóri. Er mér í fersku minni hve mér varð star- sýnt á inn vörpulega mann er ég kom þá sem oftar á skrifstofu Bún- aðarfélags íslands í Lækjargötu til að huga að ritum er það hafði gef- ið út. Ég hafði árið áður flutzt til Reykjavíkur frá Korpúlfsstöðum, bar sem ég hafði unnið við stór- bú Thors Jensen, en hafði nú feng- !ð starf við verzlun í Miðbænum. Varð mér tíðum reikað um Lækj- argötu, en þar voru þá starfræktar tvær fornbókaverzlanir, þeirra Guð niundar Gamalíelssonar, sem var til húsa í Lækjargötu 6A og verzl- aði í kjallaranum. Og Kristjáns Kristjánssonar fyrrv. skipstjóra, sem verzlaði í Lækjargötu 10. En bar hafði áður verið smiðja Þor- steins Tómassonar frá Eyvindar- stöðum á Álftanesi, föður Ólafs öorsteinssonar háls-, nef- og eyrna- 'æknis. Og löngu áður (1874) stóð bar bærinn Lækjarkot, en það er önnur saga. Við alla þessa menn batt ég kunningsskap, og margs konar fróð leilj sótti ég í smiðju til þeirra, bæði munnlega og þá ekki hvað sízt af bókum þeim og ritum er ég keypti af þeim. og ekki spillti það ánægjunni að mæta séra Bjarna fyrir framan hús sitt við Lækjar- götu og heyra „brandarana" fljúga af vörum hans. Já, það var bjart yfir Lækjargötu á þeim árum. Bækur og bókfræði voru upp- hafið að kynnum okkar Steingríms og sennilega verða þær líka endir- inn, nokkurs konar „AIfa“ og „Omega“. Því þegar fundum okkar ber saman, — sem eigi er ósjaldan, — er umræðuefnið það sama og í fyrstu, og ávallt jafnferskt. Djúp- ur er brunnur Mímis. Steingrimur átti á tfmabili stórt og vandað einkabókasafn, hann er maður bókfróður og margvís, og alla tíð hefir hann lesið mikið. Hann er þjóðlegur fróðleiksmaður, sem ann tungunni og því bezta úr íslenzkum bókmenntum að fornu og nýju. Skemmtilegur og dreng- lyndur maður. Slíkir menn verða aldrei gamlir. Steingrímur er einnig mesta tryggðatröll. Hann er ekki allra fremur en undirritaður, en hafi maður einu sinni eignazt vináttu hans er hún ævarandi. Um það kom okkur saman Ólafi sál. Sigurðssyni, bónda að Hellulandi í Skagafjarðardölum, er ég var gestur á heimili hans fyrir fám árum. En fyrsta ljósmyndin er ég sá í stofunni á Hellulandi var af Steingrími. Það hafði, ef ég man rétt, atvikast þannig að Stein- grímur hafði gist þa.r fyrstu nótt sína í Skagafirði er hann var á Ieið að Hólum í Hjaltadal til þess að taka við skólastjórn þar, það mun hafa verið árið 1928. En á I-íólum var hann til 1935, er hann varð búnaðarmálastjóri, en því starfi gegndi hann til síðustu ára- móta að undanteknu því tímabili er hann var forsætisráðherra. Við starfi hans sem búnaðarmálastjóri hefur nú tekið dr. Halldór Pálsson og er gott að hann fékk það emb- ætti en ekki einhver „kúalabbi" Nóg er af þeim. Af ritstörfum Steingríms skal ég nefna að hann hefur um árabil verið ritstjóri Búnaðarritsins og farist það vel úr hendi. Hann hef- ur og skrifað greinar í blöð og tímarit, m. a. æviminningu Sveins Björnssonar forseta í Andvara fyr- ir nokkrum árum. Þá hefur hann og átt hlutdeild af ýmsum útgáf- um merkra rita er gefin hafa verið sjötugur út ýmist af Búnaðarfélagi íslands eða í samvinnu við það. Mér finnst Steingfímur vera um margt merkilegur fulltrúi fornrar bændamenningar íslenzkrár, sem nú því miður er liðin undir lok og kemur aldrei aftur. Ekki má ég gleyma að geta eig- inkonu Steingríms, frú Theodóru Sigurðardóttur, ágætiskonu er bú- ið hefur manni sínum og börnum glæsilegt menningarheimili. Þang- að þykir vinum þeirra gott að koma því þar er bæði húsrúm og hjartarúm. Reykjavík, 11. febrúar 1963- Stefán Rafn. Stúdentaróðs- kosningar Stúdentaráðskosningar i Háskóla íslands fóru fram sl. laugardag. Á kjörskár voru 868 og greiddu 552 stúdentar atkvæði, eða 64% þeirra sem voru á kjörskrá. Kjömir voru Aðalsteinn Eiríksson, frá guðfræði deild, Páll Bjamason og Gunnar Eyþórsson, úr heimspekideild, Ell- ert B. Schram úr Iagadeild, Guð- mundur Sigurðsson, og Ólafur Karlsson, læknadeild og Sveinn Valfells, verkfræðideild. Fráfarandi stúdentaráð kýs einn mann til setu í hinu nýja ráði og verður hann kjörinn í þessari viku. Skákþing á Akureyri Skákþing Norðlendinga hófst á Akureyri sunnudaginn 10. þ.m. og voru þá strax tefldar 2 umferðir. Þátttakendur eru 11 £ meistarafl. þar af 6 Akureyringar, en hinir all ir utanbæjarmenn, í 1. fl. era 7 þátttakendur og í 2. fl. 10. Landbúnaðarmál framsóknar — ósanngjarnar kröf- ur — ríkisstyrki og vaxtakjör — vísindarannsóknir. ■ mi Mesti meðalþrýst ingur í 30 ár Loftþrýstingur var að jafnaði svo mikill í janúarmánuði að þessu sinni, að hann hefir aðeins einu sinni reynzt meiri á mán- aðartíma og ná athuganir Veður- stofnuna í þessu efni þó nokkuð fram á síðustu öld. Vísir hefir fengið upplýsingar um þetta hjá Öddu Báru Sigfús- 'óttur sem veitir forstöðu veður- 'rsdeild Veðurstofunn'>r. Sagði ún, að meðaltal loftþrýstings mán aðarins hefði verið 1027 millibarar, og getur aðeins einn mánuður stát að af meiri meðalþrýstingi. Það var febrúarmánuður 1932. Annars er meðalþrýstingur j janúar í Reykjavík sem næst 1000 milli- barar. Hiti i janúar var í tæpu meðal- lagi eða 0,2 stig, en meðalhiti í janúar — miðað við árin 1931— 60 er 0,4 °C. Kaldast varð aðfara- nótt 12. janúar þegar frostið hér í Reykjavík komst niður í 11,5 st. En við fengum h'ka tveggja daga vorveður, þvi að hitinn varð 7,7 stig 28. janúar, þegar hlýtt og rakt Ioft kom langar leiðir sunnan af hafi. .. ■ Mál, sem bændastéttin í iand- inu varða eru harla oft á dag- skrá á Alþingi. Þetta stafar að sjálfsögðu af þeirri ástæðu að Iandbúnaður er einn af höfuðat- vinnuvegum okkar, en þó er hitt öllu þyngra á metaskálunum að ful|tó|r. bænda, ekki endilega sændur sjálfir, heldur þeir sem eru k'osnír af bændum, eru all fjölmennir á þingi. Framsóknarflokkurinn, sá flokkurinn sem gjarnan vill telja sig málsvara bændanna, er nú og í stjórnarandstöðu, en allt þetta verður til þess, að inn £ þingið rignir hvers konar mál- um, sem varða bændur, og slík mál eru oft og títt á dagskrá. Viss hópur manna hefur að sjálf sögðu áhuga á að fylgjast með þeim umræðum sem þar um fjalla, en meginþorrinn lætur þó landbúnaðarmál og bændamál, sem vind um eyru þjóta. Fólk heyrir útundan sér að Framsókn armenn bera sífellt upp mál sem bændur varða og vill þá oft sú hugsun læðast að, að Framsókn arflokkurinn sé skeleggur máls- vari bændastéttarinnar. Sú hugsun og þá um leið sú. skoðun er þó ekki alltaf alls kostar rétt. Á þetta er hér drep- ið, vegna þingmáls eins, sem tekið var til umræðu í efri deild Alþingis í gær. Málsatvik eru þau, að einn þingmanna Framsóknarmanna af Suðurlandi (áður Skaftafells- sýslu) Páll Þorsteinsson, hafði framsögu fyrir tillögu sem gekk út á stofnlánadeild landbúnaðar ins. Vildi hann þar leysa mikil vandamál, og auka þar frekar takmarkað fjármagn. Leiðirnar til þess voru þó ekki þær að bæta núverandi tekjustofna, heldur vildi Páll þvert á móti afnema gjöld bænda til stofn- lánadeildarinnar, en fá þess í stað ríkisstyrk að upphæð 30 milljónir árlega. I öðru lagi vildi flutningsmað- ur létta af stofnlánadeildinni þeim gengislækkunarhalla sem hann hefði orðið fyrir á sínum tíma og að lokum lagði hann til að vextir yrðu lækkaðir á öllum lánum til bænda. Hér /irðist á ferðinni mikið velferðarmál fyrir bændur. Svo einfalt er þó málið ekki og staðfesting er það á einu, því hversu auðvelt er að setja fram kröfur og til- lögur, þegar setið er í stjórnarand- stöðu á óábyrgan hátt. Hér er vissu lega um engin bjargráð að ræða, eins og Magnús Jónsson benti skil merkilega á. _ Magnús gat þess varðandi fyrsta liðinn, að ef ein atvinnu greinin í landinu fengi skyndi- lega 30 milljón króna ríkisstyrk á ári hverju, þá þyrfti ekki lengi að búast við þeirri sanngirnis- kröfu að aðrir atvinnuvegir fylgdu á eftir. Slíkar tillögur væru óskynsamlegar og ósann- gjarnar. Nú liggja fyrir hér í þinginu, sagði Magnús, breyt- ingar á iðnlánasjóði, án þess að þar sé gert hið minnsta ráð fyrir hækkuðum ríkisstyrkjum. Nú væru tekjustofnar stofnlána- deildar landbúnaðarins gjöld frá bændum, neytendum og almenn- ingi í gegnum fjárlög og verður það að teljast leiðin, þv£ bændur þyrftu að sjálfsögðu eitthvað sjálfir að leggja af mörkum. Safna máli gegnir um vextina. Þeir eru undirstaða fjárhags- kerfisins og enginn leið væri að lækka stofnlánavexti i einni atvinnugrein. Slíkt sæju allir menn. Framsóknarmenn hafa bent á, að allir bankar væru nú fullir fjár, og auðvelt væri þvi að veita nokkuð fé til stofnlána- deildarinnar, vilja þvi stóraukið rikisfé, en afnám annarra tekju- stofna". Með þvi er í rauninni verið að grafa undan stofnlána deildinni, hver getur ábyrgzt að ástand sé ætíð svo“, sagði Magn ús, „að í þessu sambandi geti ríkið veitt margar milljón króna styrki árlega til þessara þarfa. Ólafur Björnsson fór einnig inn á þetta atriði við þessar umræður. Ólafur kvað Fram- sóknarmenn leggja aftur og aft ur fram tillögur um ríkislán og styrki til margs konar fram- kvæmda, til vega, raforkuiðju, húsbygginga, reksturslána, á lágum vöxtum, styrki sem sam andregið mundu nema tugum milljóna. Til þess að auka lán þarf auknar tekjuleiðir. Svo hefur þó brugðið við að Framsókn hefur ekki bent á neina slíka leið, að undanskildri einni, sem já- kvæð gæti talizt. Þessa einu, var minnst á, fyrir tveim árum, en síðan ekki söguna meir, svo hún getur ekki talizt fyrirætlun Framsóknarflokksins. Hér væri um tómt mál að tala, sagði Ólafur, fyrr en bent er á tekjuleiðir, til að vega upp á móti þeim útgjöldum sem Framsókn mælir í sífellu með. Um frumvarpið um rannsókn- ir í þágu atvinnuveganna sem Gylfi Þ. Gíslason mælti fyrir, fyrir hönd stjómarinnar, er get- ið annars staðar £ blaðinu. Ey- steinn Jónsson og Einar Olgeirs son tóku báðir til máls við þetta tækifæri og lýstu sig efnislega samþykka frumvarpinu. Allir voru þeir, Gylfi, Eysteinn og Einar sammála um að meiru fé þyrfti að veita í vísindarann- sóknir, „en hér er fyrst og fremst um skipulagsbreytingar að ræða“, sagði Gylfi, „svo ekki er við að búazt að lagðir séu til nýir tekjustofnar".

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.