Vísir - 12.02.1963, Blaðsíða 3
-x
Hðskólabló tók um síðustu
helgt upp nokkra nýbreytni,
þar sem það efndi til skemmt-
unar fyrir börn í samstarfi við
barnfóstrurnar á barnaheimil-
um f bænum.
Er það ætlunin, að foreldrar
geti komið með börn sín til bí<3-
hússins og verið örugg um
gæzlu þeirra, þv£ að barnfóstr-
urnar munu sitja hér og þar í
salnum og gæta barnanna.
Það eru einnig barnfóstrur
sem sjá um skemmtiatriði, efna
til ieikþátta og sýninga á svið-
inu og stjórna söng í húsinu.
Varð þessi skemmtun börnun-
um til mikillar ánægju.
Barnafjöldinn £ borginni er
svo mikill, að oft er vöntun á
góðum skemmtunum fyrir þau,
einkum um helgar. Sést þetta
m.a. af þvi, að á öllum barna-
sýningum kl. 3 £ kvikmynda-
húsunum eru allir miðar venju-
lega uppseldir og þurfa börnin
oft að fara löngu fyrir tfmann
niður að kvikmyndahúsunum til
að standa þar f biðröð og ná i
miða. Sumar þær kvikmyndir,
sem sýndar eru á barnasýning-
um eru þó ekki að allra dómi
sérlega heppilegar fyrir börn.
Sérstaklega eru margar teikni-
myndirnar æsilegar og sýna á-
flog og hamagang dýra.
Væri það sannarlega mikils-
virði ef hægt væri að koma á
betri barnaskemmtunum með
söng og hljóðfæraslætti.
Myndsjáin birtir f dag nokkr
ar myndir frá skemmtun barn-
anna f Háskólabíói á sunnudag.
Efsta myndin sýnir barnahóp
syngjandi á sviðinu. Litli dreng
urinn f vestinu söng einsöng.
Þá kemur mynd af skátaeldi, er
skátastúlkur sýndu og loks
tvær myndir af áhugasömum á-
horfendum.
L