Vísir - 12.02.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 12.02.1963, Blaðsíða 6
V I S IR . Þriðjudagur 12. febrúar 1963. SNJÓHÚS I ENGLANDI Margir Englendingar ímynda sér, að á íslandi búi Eskimóar í snjóhúsum og hafi ísbirni sem eftirlætisdýr. En stundum er það England, sem er á kafi í snjó, og ísland, sem býr við hina blíðustu vorveðráttu. Hér sést. mynd af ungri, brezkri „Eskimóastúlku“ að byggja sér snjóhús, en bjarndýrið vantar kannske var þvi of kalt? Myndina tók Ronald Orme, forstjóri Loftleiða í London, fyrir utan hús sitt þar. Kassem grét — óður en hunn vur iíflótinn ísland ekki me5 Sérfræðingar á Norðurlöndum munu f næstu viku hefja viðræður um aukið Iyfjaeftirlit. Fundurinn er haldinn að tiistuðian Norður- landaráðs. Islandi hefur ekki ver- ið boðin þátttaka. Við höfum ekki fengið tilkynningu um þennan fund, sagði Sigurður Sigurðsson, landlæknir við Vísi í morgun. Fundurinn hefur verið í undir- búningi í nokkurn tíma, segir í fréttum í dönskum blöðum. Tilefni hans er thalidomide-harmleikurinn og sá grunur að eftirlit með lyfja- framleiðslu í heiminum, sé ekki nægilegt, þótt það sé framkvæmt eftir ströngum reglum. Landlæknir kvaðst, þótt ekki hefði hann fengið tilkynningu um þennan fund, fá reglulega tilkynn- ingar frá heilbrigðisstjórnum hinna Norðurlandanna varðandi lyfjaeftirlitið f þeim löndum. Ann- að taldi hann sig ekki geta sagt um málið að svo stöddu, þar sem honum væri ókunnugt um fundinn. Bretland mun að öll- um líkindum veita bylt- ingarstjórninni í írak við urkenningu sína mjög fljótlega og steig til þess fyrsta skrefið þegar i gær, er sendiherra henn- ar í Bagdad gekk á fund hins nýja utanríkisráð- herra, sem fullvissaði hann um, að stjómin mundi halda í heiðri al- þjóðlegar skuldbinding- ar sínar og sáttmála Sameinuðu þjóðanna, og fylgt yrði hlutleysis- stefnu. í frekari yfirlýsingu segir ráðherra, að unnið verði að einingu Arabaþjóða og „endur- reisn Palestinu". Flest Arabalönd hafa nú við- urkennt byltingarstjórnina, en Júgóslavfa er eina landið, að þeim frátöldum, sem búin er að viðurkenna hana. KASSEM FÉKK TAUGA- ÁFALL OG GRÉT. Fullyrt er, að smám saman sé allt að færast í venjulegt horf í írak, þótt enn séu herlög , gildi og herflokkar og skrið- drekasveitir á verði á götunum. Fólk var sagt á leið til vinnu f morgun og skólar opnaðir. — Enskur kaupsýslumaður segir, að þetta hafi verið „rólegri bylting" en 1958, er Kassem brauzt til valda og allt hafi f rauninni gengið furðu fljótt fyrir sig, og einkum komi þar til hve skjótt flugherinn leysti sitt byltingarhlutverk af hendi, en hann lagði byggingu land- varnaráðuneytisins í rústir á skammri stundu. Kassem komst niður f kjallara, í loft- varnabyrgi, sem þar er, fékk þar taugaáfall og grét beisk- lega, kvaðst vera frelsunar- maður Iraks og þar fram eftir KASSEM. götunum. — Eftir skyndi- áhlaup á byrgið var hann hand- tekinn og leiddur fyrir herrétt, ásamt 3 mönnum öðrum, og var líflátsdómur kveðinn upp yfir þeim þegar, og sakborn- ingar leiddir burt með hendur bundnar á bak aftur og skotnir. B /'tingartilraun ' Erhards misheppnaðist Ludwig Erhard, varakanslari Vestur-Þýzkalands, sagði í s.I. viku, að hann væri reiðubúinn til þess að taka við stjórnarforystunni. — Þetta var að sjálfsögðu eins konar hólmgönguáskorun til Adenauers kanslara, sem svaraði með því að segja í sjónvarpinu, að hann gæti ekkert sagt um „hvaða dag“ hann léti af embætti „meðan hann væri í óvissu um eftirmann sinn“ — og svo fáeri þetta eftir því hvernig á- SAS fær sér dótturfélag tL ei annast édýrt flug Það hefur vakið mikla athygli á Norðurlöndum, að SAS hef- ur samið frið við einkaflugfé- lagið Nordair, sem hefur veitt SAS harða samkeppni á síðustu árum með hópflugferðum. Virð ist þetta vera einn liðurinn f viðleitni SAS til að bæta rekst- ur sinn með þvf að hefja ödýrar flugferðir. Þessi breyting verður m. a. með þeim hætti, að tveir af fulltrúum SAS koma inn f stjórn Nordair og bendir þann- ig allt til þess, að Nordair eigi að verða einskonar dóttur eða leppfélag SAS, sem taki að sér ódýrar hópferðir. Er m. a. gert ráð fyrir því að Nordair taki við gömlum og úreltum flugvél- um SAS og noti þær til ódýrra flugferða. í fréttum af þessu er m. a. greint frá því að þegar SAS fær sér flugvélar, sem fljúga hraðar en hljóðið kringum 1970 þá taki Nordair við þeim þot- um sem SAS notar núna. Þann- ig hyggst SAS koma í veg fyrir að aðrir hirði ágóðann af ó- dýru flugi við þau umskipti. is—. ;.. Ludwig Erhard stand og horfur yrðu, er þar að kæmi. Þetta var af ýmsum skilið svo, að Adenauer muni þráast við að láta af embætti sfnu, þar til sam- komulag næðist um annan eftir- mann en Erhard. Eins og menn muna hafa margir viljað losna við Adenauer úr kanslaraembættinu, vilja yngri mann í stað hins 87 ára gamla kanslara, og hörmuðu mjög deilur um þetta sem kunnugt er á fyrra ári, og var loks það sam- komulag gert, að kanslarinn léti af embætti á þessu ári. Ludwig Erhard viðhafði þau um- mæli, er að ofan um getur, þegar framundan var umræða um „hina nýju stefnu Adenauers um félags- skap við Frakka“, eins og það er orðað í einni frétt, en Erhard telur, að þessi stefna tefli allri vestrænni samvinnu i mikla hættu, og ekki sízt hin- um mikilvægu tengslum Vestur- Þýzkalands við Bandaríkin og önnur bandalagslönd f Norður- Atlantshafsbandalaginu. Það var í viðtali við blaðið Siidd eutsche Zeitung, sem Erhard lýsti yfir, að hann væri fús að taka við, þegar er þjóðin og þingið (Bunde- stag) færi fram á það. Þess er að geta, að hann fylgdi þessu ekki Frh. á bls. 13

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.