Vísir - 25.02.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 25.02.1963, Blaðsíða 1
w VISIR 53. árg, — Mánudagur 25. febrúar 1963. — 47. tbl. Voveiflegur bruni á sunnudugsmorgun Þau þrjú fórust: Frú Helga Elísbergsdóttir, Elísa dóttir hennar og Úlfar Kristjánsson, sjómaður. KONA, BARN 06 SCSTUR BRUNNU INNIIMÚIAHVCRFI Hörmulegur atburður gerðist á sunnudagsmorg- uninn í húsahverfinu við IHúla inn við Suðurlands- braut. Meðan fólk var í fasta svefni um kl. 7,45 kviknaði eldur í húsinu Suðurlands- braut 94F og breiddist mjög skjótt út um húsið sem var timburhús, 1 hæð og ris. í þessu húsi bjó sex manna I þeirra, Ásta, elzt, 11 ára, Sesselja I þess að aldurinnn magnaðist skjótt fjölskylda Bjöms Kjartanssonar, 9 ára og tvíburar 5 ára, Pétur og að húsfreyjan og eitt barnið, Elísa, húsgagnasmiðs og kona hans j Heiga Elísbergsdóttir og 4 böm ' Elfsa. Svo hörmulega tókst til vegna Við lok slökkvistarfs. — Slökkviliðsmenn og lögregla við rústimar. sem voru á efri hæðinni, létu líf- ið, en annað barn, Sesselja brennd ist illa og liggur þungt haldin f Landakotsspítala. Þá fórst og i eldinum nágranni þeirra er hafði verið gestkomandi um nóttina, Úlfar Kristjánsson, sjómaður af togaranum Fylki. Hann var 32 ára og átti heima í húsinu Suðurlands braut 94H. FRÁ OLÍUKYNDINGU. Meðal aðstandenda þessa fólks og í öllu húsahverfinu, ríkir hin mesta sorg og skelfing vegna þessa sviplega atburaðar. Fólkið sem af komst fékk fyrst í stað i inni hjá nágrönnum sínum, en all ; ir nágrannarnir þarna voru hinir beztu vinir og höfðu m.a. hjálpast að við að koma húsum sínum upp fyrir um sjö árum. Eldurinn gaus svo snögglega upp að erfitt var að gera sér grein j fyrir fyrstu augnablikum þessa ! harmleiks. Nágranni sem þekkti vel til þarna, telur ugglaust, að hann hafi komið upp í olíukynd- ingu, líklega hafi orðið sprenging í kyndingunni og eldurinn þá fljót- lega breiðzt út með lofthitunar- stokkum Allt f elnum svip Heimilisfaðurinn Björn Kjartans son varð fyrstur var við eldinn. Hann vaknaði við að reykur kem ur upp eftir stiganum f svefnher- Framh á bls. 5 BÓLUEFNIÐ Kristinn Stefánsson forstöðu- maður Lyfjaverzlunar ríkisins sírnaði tii Englands í morgun eftir inflúenzubóluefni og fékk loforð fyrir töluverðu magni af þvi með fiugvél annað kvöld. Bóluefnið, sem pantað hafði verið frá Ame- rfku, er ókomið ennþá. Margrét Guðnadóttir læknir er nú að ljúka við rannsóknir sínar í sambandi við þau sýnishorn, sem tekin voru fyrir viku í því skyni að fá úr því skorið, af hvaða stofni sú inflúenza er, sem hingað hefir borizt. Mestar líkur eru til þess að hér sé um inflúenzu að ræða af svonefndum A 2 bakt- eríustofni, en sú inflúenza hefir vérið kennd við Asíu. Samkvæmt viðtali við dr. Jón Sigurðsson borgarlækni í morgun bendir ekkert til þess ennþa að inflúenzan leggist sérlega þungt á fólk, og hún hafði heldur ekki breiðst ört út fyrir helgina. ATIACA BJORNS TH. CE6N LISTASAFNIISLANDS Á fundi StúdentafélagF Reykjavíkur s. 1. laugar- dag um bókmenntir og listir, réðst Björn Th. Björnsson, listfræðingur harkalega á Listasafn ís- lands, sem hann líkti við „dauðs manns gröf“. Vegna þess hve ummæl- in vöktu mikla athygli, sökum harðrar gagnrýni er í þeim fólst, birtir Vísir þau hér orðrétt á- samt athugasemd, sem dr. Selma Jónsdóttir for- stjóri Listasafnsins hef- ur gert, en Vísir taldi rétt að leita álits hennar á ummælum Björns. Sjálf gat dr. Selma ekki verið viðstödd á fundin- um, svo að Vísir las fyrir hana ummæli Björns. Eru þau á þessa leið: „En hvað um Listasafn Is- lands? Nú hafa fyrir löngu verið sett u..i það lög og starfsvett- vangur þess ákveðinn. Samt kona situr við innganginn og ger er það enn sem fyrr eins og dauðs manns gröf, nema hvað ir strik á blað í hvert sinn, sem einhver villist þangað inn. Safn ið gengst aldrei fyrir neins konar kynningu, með fyrirlestrum eða kvikmyndum um listir, það efnir aldrei til erlendra sýninga, gefur ekkert út, ekki einu sinni leið- sögubækling um myndir þær, sem uppi hanga. Það hvetur ekki Framh á bls. 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.