Vísir - 25.02.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 25.02.1963, Blaðsíða 6
6 V í S IR . Mánudagur 25. febrúar 1963. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. AÐALFUNDUR Aðalfundur H.f. Eimskipafélags íslands, verður hald. inn í fundarsalnum I húsi félagsins í Reykjavík, föstu- daginn 3. maí 1963 og hefst kl. 1,30 eftir hádegi. 1. Stjóm félagsins skýrir frá hag þess og fram- kvæmdum á liðnu starfsári og frá starfstilhögun á yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekstursreikninga til 31. desember 1962 og efnahagsreikning með athuga- semdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og til- lögum til úrskurðar frá endurskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjómarinnar um skiptingu ársarðsins, 3. Kosning fjögurra manna í stjórn félagsins 1 stað þeirra sem úr ganga samkvæmt samþykktum félags- ins. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Tillögur til breytinga á reglugerð Eftirlaunasjóðs H.f. Eimskipafélags Islands. 6. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöf- um og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, dagana 29. apríl — 2. maí næstkomandi. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. Óskað er eftir að ný umboð og afturkallanir eldri um- boða séu komin skrifstofu félagsins í hendur til skrán- ingar, ef unnt er, viku fyrir fundinn. Reykjavík, 12. febrúar 1963. STJÓRNIN. !«>l <>?£ s -li'terf ftnéa úu u'n. '.ellti/! TILKYNNING Verðlagsnefnd hefur 1 dag ákveðið eftirfarandi há- marksverð í heildsölu og smásölu á innlendum niður- suðuvörum. , Heild- Smá- söluv. söluv. Fiskbollur 1/1 dós kr. 14,60 19,25 Fiskbollur 1/2 - — 10,05 13,25 Fiskbúðingur 1/1 - — 18,85 24.85 Fiskbúðingur 1/2 - — 11,10 14,64 Murta 1/2 - — 15,65 20,65 Sjólax 1/4 - — 10,75 14,15 Gaffalbitar 1/4 - — 9,10 12,00 Kriddsíldarflök 5 lbs. dós. 75,60 99,65 Kriddsíldarflök 1/2 lbs. — 19,20 25,30 Saltsíldarflök 5 — — 68,20 89,90 Sardínur 1/4 dós — 8,55 11,25 Rækjur 1/8 - — 13,2C 17,40 Rækjur 1/2 - 41,65 54,90 Söluskattur er innifalinn f umbúðum. Reykjavík 23. 2. 1963. VERÐLAGSSTJÓRI. Gestaboð í Háskólabíó Lelðréttlng: 1 grein dr. Björns Sigurbjörns- sonar á laugardag urðu þau mis- tök að sagt var: Að öllum lfkind- um verður mjólk komin f eldhús- krana erlendis, áður en hér verð- ur farið að hreinsa hana. Átti að vera heimsenda. Leiðrétting. Við umbrot á grein minni í blaðinu s.l. Iaugardag hafa fimm lfnur lent á skökkum stað. Þær eru f fjórða dálki neðarlega: Loks var þess getið o. s. frv. — og eiga þær að vera efst í sama dálki. — Axel Thorsteinson. Á hljómleikum Sinfónfuhljóm- sveitarinnar síðast liðin föstu- og laugardagskvöld, komu fram þrír afbragðs listamenn erlendir, þ. e. hjónin Irmgard Seefried söngkona og Wolfgang Schneiderhahn fiðluleikari, frá Austurrfki, og Gustav König hljómsveitarstjóri frá Þýzka- landi. Föstudagshljómleikarnir hófust á forleik að Brúðkaupi Figarós, og varð manni strax ljóst, að hér var óvenjuöruggur hljómsveitarstjóri á ferð. Efa ég að sinfónfuhljómsveitin hafi oft byrjað hljómleika með slík um glæsibrag, og var forleik- urinn leikinn á leifturhraða, svo lifandi og skemmtilega, að nokkur „intonation“mistök, komu alls ekki að verulegri sök. Og svo var um annað á efnis skránni, sérstaklega Haydn-til- brigðin eftir Brahms. König þessi virðist ekki hafa neinar dísuhugmyndir um þetta verk, og flutti það reyndar dálítið glannaiega, manni var um og ó á köflum. En heildarsvipurinn var sannfærandi og sterkur. Hafi maður saknað að staldrað væri við einstök „uppáhalds- atriði" og breitt úr unggæðings legum gamalmennistón sem er siður þegar farið er höndum um verk þessa snillings, þá bætti léttleiki og furðanlegt ör- yggi sveitarinnar fyrir það og meira til. Það er annars merki legt hvað þessi litla og mis- jafna hljómsveit getur tekið verklega á, ef góður og dríf- Negrasöngvarinn Arthur Duncan Skemmtir í Glaumbæ í kvöld og annað kvöld. Arthur er einn af beztu amerísku söngvurum og dönsurum, sem skemmt hafa í Evrópu. Notið þetta einstaka tækifæri. Pantið borð tímanlega Sími 22643 - 19330 andi stjórnandi stígur upp á paliinn. Og eitt er ljóst eftir þessa hljómleika báða, að strengirnir og sérstaklega fiðl- urnar, eru að verða áheyrileg- asti hluti hennar. Það er ekki svo ýkja langt síðan, að enda- laus vandræði stöfuðu frá strengjadeildinni. Þá var hún fámennari en nú, og skipuð til helminga nemendum á móti reyndum atvinnumönnum. Nem endur fylla stóran hluta hennar enn, og eiga eflaust eftir að gera það um hríð, en fyrir eitt hvert kraftaverk hefur tekizt að fá henni öryggt heildarsvipmót, þannig nú hefur maður á 'til- finningunni að hér sé fólk að vinna saman, í stað þess að báuka hvert í sínu horni við óyfirstíganleg tæknivandræði. Það fer ekki á milli mála, að kraftaverkið er fyrst og fremst galdur Björns Olafssonar, okk- ar gamla og góða forfiðlara. Ef hann gæti nú galdrað ein- hverju lífi i blásturshljóðfærin, sérstaklega hornin, en þau voru til stórskaða í hverju verkinu á fætur öðru, værum við á góðum vegi með að eignast fyrsta flokks hljómsveit. Schneiderhahn lék tvo fiðlu-. konserta. Á fyrri hljómleikun- um þann í A dúr eftir Mozart, og Beethovenkonsertinn á þeim seinni. Það væri hlægilegt að fetta fingur út í þá aðferð sem hann beitir við flutning þess- ara verka og annarra. Hún er hluti af menningu ættborgar hans, Vínar, og stendur svo sannarlega fyrir sínu. Og ef eitthváð er, ætti maður að gieðj ast yfir að heyra einu sinni brugðið út af hinum viður- kennda fiðlustíl nútímans. Það merkilega er að þessi Vínar- stíll, sem er i eðli sínu lingerð- ari og sætlegri en sá opinberi slavneski, var ekki síður við- eigandi í fiðlukonsert Beethov- ens, en Mozarts. Schneiderhahn flutti með honum einleikskad- ensur sem einhver sagði mér að væru eftir sjálfan Beethov- en, og líklega er það hárrétt. Eða er ekki nær sanni, að þær séu byggðar á kadensum píanó útgáfunnar sem Beethoven gerði af konsertinum, alllöngu eftir að hann lauk við upphaf- legu mynd hans? Hvað sem því líður, get ég ekki fellt mig við þær. Þær kljúfa heildaráhrif þáttanna, og leiða hugann að einhverju sem er fjarri „pastor ölskum“stíl alls verksins. Páku inngrip í fyrstu kadensunni er út af fyrir sig stórmerki- leg hugmynd, og auðveld lega séð í samhengi við upphaf verksins. En líklega of auð- veldiega, í það minnsta varð það hálf „leiðigjarnt". Irmgard Seefried söng á báð- um hljómleikunum aríur eftir Mozart, sönglög eftir R. Strauss og á seinni hljómleik- unum langt og mikið lag eftir Respighi. Fer ekki ofsögum af, að hún töfraði áheyrendur, með sfnum stílhreina og blæ- fagra söng, og er vart um að deila að hún sé ein fremsta Mozartsöngkona sem völ er á í veröldinni. Fyrir þau lög Strauss sem þarna voru flutt, er hún hinsvegar alltof góð, og höfum við hér í fásinninu varla efni á að sleppa hénni út í svoleiðis vitleysu, einu sinni hún kemur hingað. Hverju sæt- ir annars, að söngkona frá Vín „SLÖN GUL AUSIR" N YLON HJÓLBARÐAR 15“ ÓDÝRIR Kr. 1198.00 HRAUNHOLT við Miklatorg. Sfmi 10300 Opið frá kl. 8 til 23. LAUGAVE6I 90-92 600—800 bílar til sölu, m. a.: Volkswagen, allar árg. Renau 60—62, Ford Angliu ’5&—’61. Hillmani: ’56. Skoda 440 ’56, '58. Fiat 1100 '54, verð kr. 30 þús. DKV ’63. Consul ’62 tveggja dyra nýr bíll. Ford Codiak ’57, ’58. — Mercedes Benz 220 þús. Vom wall, Ford, Plymo”th og Dodge, allar árgerðir. — Okkar stóri viðskiptamanna- hópur sannar örugga þjónustu. Fasteignir til sölu 0 2ja herb. fbúð: við Sogaveg — Othlíð — Hringbraut — Suðurlandsbraut — Austurbrún — Rauðarárstfg — Skipasund 3ja herb. fbúð: við Skipasund — Bragagötu — Nökkvavog — Holtagerði — Borgarholtsbraut — Njarðargötu — Ránargötu, ris — Skipasund, 1. hæð — Langholtsveg, kjallari. — Vfðimel, 3. h. — Snorrabraut — Suðurlandsbraut — Digranesveg — Þórsgata — Goðheimar — Skipasund — Blönduhlíð — Hörpugötu — Nýbýlaveg — Hringbraut FASTEIGNA & SKIPASALA Konráðs ö. Sævaldssonar Hamarshúsinu v/Tryggvag. 5. hæð (lyfta.) Símar 24034. 20465, 15965. aróperunni, er ekki beðin um að syngja eitthvert hinna dá- samlegu hljómsveitarsönglaga Gustavs Mahlers? Að lokum má ekki gleyma flutningi g-moll sinfóníunnar eftir Mozart, en hann var frá mínu sjónarmiði hápunkturinn á öllu þessu. Annaðhvort býr meira í hljómsveitinni en ég hef þorað að vona, í mestu bjartsýnisköstunum eða þessi König er bezti hljómsveitar- stjóri í heimi, sem ég er reynd ar viss um að hann er ekki. Til hamingju. L. Þ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.