Vísir - 25.02.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 25.02.1963, Blaðsíða 16
# VÍSIR Safn í lífsins þjónustu Þjóðminjasafnið er safn dauðra hluta en í lífsins þjón- ustu sagði dr. Kristján Eld- járn þjóðminjavörður á aldar- Brynjúlfur Dagsson hér- aðslæknir bráðkvaddur Brynjúlfur Dagsson héraðs- læknir í Kópavogi veiktist skyndi- iega s.I. laugardag er hann var á leið austur yfir fjall í bifreið sinni og lézt skömmu sfðar. Brynjúlfur læknir lagði ásamt konu sinni og dóttur af stað heimanað frá sér laust eftir há- degið á Iaugardaginn og var erindi þeirra austur að vera viðstödd jarðför á Selfossi. Ók Brynjúlfur sjálfur bifreiðinni. Þegar komið var í námunda við Skíðaskálann í Hveradölum skrapp Brynjúlfur aðeins út þar sem hann taldi sig þurfa að huga eitt- hvað að bílnum', það væri eitthvert ólag á honum. Þegar hann kom inn í bílinn aftur kvaðst hann kenna lasleika, settist • samt undir stýrið og hélt ferðinni áfram. Þegar komið var neðst í Kamba var Brynjúlfur orðinn svo veikur að hann treystist ekki að aka leng- ur og bað dóttur sína að setjast undir stýrið. Ók hún það sem eft- ir var leiðarinnar austur að Sel- fossi. Þegar þangað kom lagðist Framh. á bls. 5. afmæli Þjóðminjasafnsins í gær. Minntist hann á aö brýnasta hagsmunamál safnsins væri að leyst yrðí úr húsnæðisvand- ræðum þess og Listasafni ts- lands fengið eigið húsnæði, þar sem það væri einnig aðkreppt með húsnæði. Þjóðminjavörður minntist einnig með þökk og virðingu dr. Matthíasar Þórðar- sonar þjóðminjavarðar og hins mikla starfs hans við safnið. Menntamáiaráðherra Gylfi Þ. Gíslason gat þess í ræðu sinni að rfkisstjórnin hefði ákveðið að heimila safninu að koma upp. Þjóðháttadeild þar sem fræðileg rannsókn og skrásetn- ing þjóðhátta færi fram. Þjóðminjavörður gat þess að Reykjavíkurborg myndi færa safninu 100 þúsund krónur að gjöf til þess að fullkomna mannamyndasafnið. Færði hann borginni beztu þakkir fyrir gjöfina. Þá fluttu fulltrúar Þjóðminja- safnanna á Norðurlöndum kveðjur. Danski þjóðminjavörð- urinn gat þess að Fornfræðafé- lagið danska hefði ákveðið að gera dr. Kristján að meðlimi sínum. Einnig fluttu þeir safn- inu góðar gjafir en heillaóskir bárust hvaðanæva að. Síðar um daginn var opnuð sýning í Bogasalnum á fornum tréskurði og er hún opin næstu daga. fmm Þjófurinn fannst i klæSaskápnum Lögreglan i Reykjavík leitaði s. 1. Iaugardag að bílþjóf og fann hann að lokum, þar sem hann hafði falið sig inn í klæðaskáp. Lögreglunni barst tilkynning um það skömmu eftir hádegið á Iaugardaginn að bifreið hefði ver- ið stolið frá ákveðnu húsi hér í borg. Henni var jafnframt skýrt frá því að ákveðinn piltur væri grunaður um að hafa stolið bif- reiðinni og væri hann réttindalaus. Það voru strax gerðar ráðstaf- anir til að leita piltsins og þar kom að hann sást fara út úr bif- reiðinni og inn I hús nokkurt. Lög- reglan fór þangað og leitaði hans, en það bar ekki árangur fyrr en hún kíkti inn í fataskáp í húsinu og þar var peyinn. Tók lögreglan hann í vörzlu sína og flutti i fangageymsluna. Trésmíðafélagið: Kommúnistar töp- uðu fylgi Stjórnarkosning fór fram í Trésmiðafélagi Reykjavíkur um helgina. Úrslit urðu þau að A- listi kommúnista hlaut 290 at- kvæði en B-listi lýrðræðissinna fékk 227 atkvæði. Auðir 5. í kosningum til Alþýðusam- bandsins í haust fengu komm- únistar 280 atkvæði en lýð- ræðissinnar 197 atkvæðj. Hafa því lýðræðissinnar aukið fylgi sitt um 30 atkvæði en komm- únistar fengið aðeins 10 at- kvæði til viðbótar. Eru kosning arnar taldar verulegur sigur fyr ir lýðræðissinna, þar sem kommúnistar hafa hlutfallslega tapað fylgi. Friðrik Ólafsson varð hrað- skákmeistari Reykjavíkur með 17|4 vinning. Nr. 2 varð Ingvar Ásmundsson með 15 vinninga, og nr. 3 Guðmundur Pálmason með 13i/2 vinning. Friðrfk vann Mánudagur 25. ferbúar 1963. Skýrarí sjónvarpsmyndir og bætt upptökuaðstaða SI. laugardag var tekin í notkun viðbót við sjónvarps- stöðina í Keflavík. Eru það nýrri og mikið fullkomnari tæki, en áður hafa verið í notkun. Meðal annars er komið nýtt 100 feta sjónvarpsloftnet, og einnig hefur kraftur stöðv- arinnar verið aukinn um ca. 150 Myndin scm fylgir var tekin fyrir nokkrum dögum, þegar starfsmenn á vellinum voru að vinna að því að hækka útsend- ingarstöngina, en sú endurbót mun stuðla að bættri útsend- ingu. Þá er nú verið að vinna að því að koma upp nýju „stúdíó" eða upptökuherbergi, sem verð- ur með rúmgóðu sviði svo að ýmsir skemmtikraftar geta kom ið fram í sjónvarpinu, en fram að þessu hefur sjónvarpið lítið getað sent út nema aðsendar filmur frá Bandaríkjunum. Þó hafa einstöku kvikmyndir tekn ar hér á landi verið sýndar, svo sem myndir af fegurðar- keppninni í Reykjavík s. 1. sum ar. Eftir er svo aðeins að setja upp sterkari stöð. Framkvæmd ir þessar eru eins og allir vita gerðar eingöngu fyrir varnarliðs menn á vellinum, en íbúar i Reykjavík hafa notið góðs af þessu og hafa mörg hundruð sjónvarpstæki verið sett upp í Reykjavík. Jafnframt er nokkur von, að þessar aðgerðir varnar liðsmanna geti orðið til þess að hvetja íslendinga til að hraða stofnun Islenzkrar sjónvarps- stöðvar en íslendingar eru nú eina menningarþjóðin í Evrópu, sem hefur ekki notfært sér þá möguleika sem sjónvarpið veit ir. wmmSSlSMSmmekmm ;::: ■ , ■ , ■. :.,: ■■ ■ ■ Slli pfflTBgjg pfl íi,;':,..;. jjaiTisiii'. láfjjiþ- i jr •|;í.r;!iiir*.iiii 3 :'":::1;:! i Í11: ri 'iivinimiiiir.il ; / !• ,".i; |u Pn'Hii-'iiKirip-M ImsmÍggM ......... ''"‘"M'llilí.iniii mwM Unii’iiTi'ir ■'*•“"i,!'nI'fi i'ÍHHÍÍÍii.i Si" ""r'.,. :■ i[mEiijiiiiihWiiji !....VaViV:.v»v.væ í'J.’.v'ili'ÍMÍIIBiín ffl!!.viiiiiBmj'tiii..-:' J®!!L'Sfa|UIIIHiii: TL"=‘i|rM'*iyr< L'>;'Jl!B'lM i| : ..if .iTi r.iif ir;''!! FI' i I'!: i '■ i J' "•: 1,1. V!!.=il|r-.,!i!E.||„n.j 'l'i -111. :!"-!'!l:i!i!|im|j|..jrÍL^ij. ;. ' '"!'• ...." V* 1 SSS 5“is: f^JLTíjÖLMÍiimiiiiiflr. 'limnifísi «'■-■ , ; pfifeiiifií'ifíiara • §§| wM ■■:" '1 Hér er unnið að þvf að hala hluta radiomastursins upp.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.