Vísir - 25.02.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 25.02.1963, Blaðsíða 9
V1SIR . Mánudagur 25. febrúar 1963. „Eg hef saknað í I í í \ i =1 í í ! í § í l essa blaðs tólf ár44 Fyrir nokkru spurðist það út, að framtakssamlr ungir menn hefðu í undirbúnlngl nýtt lista- tímarlt, sem einkum væri ætl- að að kanna heim leikhúsanna. Tímaritið á að heita Leikhús- mál, sem er raunar ekki nýtt nafn í íslenzkri tímaritsútgáfu, þvi Haraldur Björnsson leikari gaf hér á árunum út tímarit með sama nafni og hélt þvi úti af mikilli röggsemi um tiu ára bil, frá 1940—50. Okkur datt þvi i hug að leita til Har- aldar Bjömssonar og inna hann ofurlitið nánar eftir útgáfustörf um hans. yið sitjum í skrifstofu Haralds Bjömssonar í snotra húsi hans við Bergstaðastræti, og þaðan má sjá út f fagran trjá- garð, sem að visu bendir nökt- um fingrunum til himins i þetta sinn, en ber eljusemi og gróður ást húsbóndans fagurt vitni á sumram. Á borðinu liggur fyrsta hefti gömlu Leikhúsmála með forsiðumynd af Sigurði Péturssyni, fyrsta leikritaskáldi íslands. Það minnir strax á erindið og við spyrjum Harald hvernig í ósköpunum honum hafi dottið í hug að ráðast í tímaritsútgáfu upp á eigin spýt ur. Á síðustu námsárum mínum í leikskóla Konunglega leikhúss ins í Kaupmannaohöfn var ég fullur af öllu mögulegu, sem þyrfti að gera viðvfkjandi Ieik- listinni, þegar heim kæmi. Áð- ur en ég fór utan, hafði ég verið áskrifandi að leikhúsblaði frá Stokkhólmi, sem hét Scen- en, og öðra frá Kaupmanna- höfn, sem hét Theatret. Ég var svo hrifinn af þessum blöðum og sá, hvað þau hlytu að vera nytsöm. Þess vegna beit ég það í mig, að ég yrði að gefa út leikhúsblað, þegar ég kæmi heim. ■pn hvemig gat þér dottið i hugað gefa út leikhúsblað i landi þar sem engir Ieikarar vora til? Ég vissi það — og þð. Það höfðu verið og voru hér ágætir Ieikarar frá þvi Leikfélag Reykjavíkur var stofnað 1897, og ég vissi að tala þeirra mundi aukast í framtíðinni. Ég hafði samband við ýmsa íslenzka menntamenn í Kaupmannahöfn á þeim áram. Frá þeim átti ég hálfpartinn von á hjáip, og einn af þeim hálflofaði mér þvf að taka að sér ritstjóm væntan- legs. blaðs, ef ég sæi mér fært að standa straum af útgáfunni. Árið 1929 flutti ég alkominn heim og hafði f mörgu að snú- ast, m.a. að byggja hús fyrir fjöiskýlduna, leika hjá Leikfé- lagi Reykjavikur, undirbúa sögulegu sýninguna á Þingvöll um 1930, undirbúa hátiðarsýn ingu á Fjaila-Eyvindi, einnig í sambandi við Álþingishátíðina. Var hann þá settur upp með öllu nýju, leiktjöldum, búning um o.s.frv. og tveim gestum í aðalhlutverkunum. Ja, þú fyrir gefur hvað ég segi blátt áfram frá þessu, þú verður að smyrja þetta inn í hjúp þinnar málsnild ar, þegar þar að kemur. En þú sérð að minnsta kosti, að það var nóg að gera. Samt gleymdi ég ekki hinni fyrirhuguðu út- gáfu. Þó varð ekki úr því, að mér veittist væntanleg hjálp viC Itstjómina, og jafnframt hlóðust á mig verkefni, peninga kreppan kom til sögunnar, það kom sér því vel að hafa kenn- arapróf og fór ég þvf að kenna við Kennaraskólann og Austur- bæjarskólann. lc itJiccH -K Haraldur Björnsson segir frá gömlu Leik- húsmálum yinnudagurinn hefur þá vænt- lega orðið nokkuð langur stundum? Aldrei undir 16—18 tímum. Kennsla frá 8 á morgnana til 4, svo æfingar og Ieiksýningar á kvöldin. Þetta varð þejs vald- andi, að útkoman dróst svo lengi sem raun varð á, enda eng inn tfmi til þess að gefa út blað. Svo skeði það merkilega á minni ævi, að ég átti 800 krónur í bankabók. Ég hugsaði þá með mér, að hezt væri að fleygja þeim f 1. heftið, sem þú sérð fyrir framan þig. Svo hringdi ég f einn ágætan út- gefanda i bænum, og hann bauðst til að gefa blaðið út eins ódýrt og gerlegt væri. Vegna minna ókunnugleika á þessum málum varð mér skyssa á gagnvart þessum manni, svo ekkert varð af því, að hann tæki að sér blaðið. Harmaði ég þetta mjög. Ríkisprentsmiðjan Gutenberg tók svo að sér að gefa út blaðið, þangað til hún hætti að prenta fyrir prívat- menn. Var fyrsta heftið prent- að 22. júnf 1940. Og hvað var svo upplagið stórt? Upplagið var 600 eintök. Mér var það ljóst þegar í upphafi, að ég varð að hafa blaðið vand að, fyrsta flokks pappfr, beztu myndamót, sem völ var á og engar auglýsingar Þetta fyrsta hefti sendi ég út sem boðs- hefti. Vitanlega keyptu ekki allir heftið, en gallinn var sá, að þeir sendu það ekki til baka. Var það orsök þess, að fyrsta heftið varð strax ófáanlegt. Blaðinu var mjög vel tekið af öllum almenningi, og mörg við- urkennipgarorð hef ég fengið (-. jftédi 6ö|tH?tu . .menntgmönnum -þjóðarinnar. . Þeir einuf,f. sem tóku blaðinu með allmiklu tóm- læti, voru sumir starfsbræður mfnir við leikhúsið. Það hraut meira að segja út úr einum þeirra, að það væri svívirðilegt af mér að gefa út áróðursblað fyrir sjálfan mig. Strax næsta ár jókst upplagið um helming, og jafnramt hækkaði ég á- skriftagjaldið upp í 10 krónur, en það hafði verið 5 krónur fyrir 5 hefti. TJafðirðu marga útsölumenn 11 fyrir þig? Aðalkaupendafjöldinn var auðvitað f Reykjavík. Þó hafði ég f flestum kaupstöðum lands ins og mörgum sveitum fasta útsölumenn, sem útveguðu mér áskrifendur og sáu um innheimt una. Gat blaðið borið sig hjá þér? Það bar sig með því móti, að engin ritlaun voru goldin, og ég vann alla mfna vinnu endurgjaldslaust. Hvernig gekk að fá efni í blaðið? Mest af efninu skrifaði ég sjálfur, og auk þess hafði ég marga ágæta menn, sem skrif- uðu leikdóma, um kvikmyndir og tónlist, en um hana var lítið talað í blaðinu, enda ekki þann- ig til stofnað. Var ekki erfitt að vinna svona með leik og fleiri störf- um? Að vfsu. Öll vinna við blað- ið fannst mér sérlega skemmti- leg nema það að innheimta í bænum. Stundum gekk inn- heimtan nokkuð treglega, en fólk sá sér þó ekki annað fært en borga, þegar ég kom í eig in persónu. Seinast fór ég að innheimta allt i bænum með póstkröfum, en eins og vitað Hér er Haraldur Björnsson að blaða í tímariti sfnu, gömlu Leikhús- málum, sem kom út á árunum 1940—50. er liggja þær stundum nokkuð lengi á pósthúsinu. 125 eintök af hverju hefti sendi ég ókeypis til útlanda, til leikhúsa, leikstj.. leikara, bókasafna, íslenzkra sendiráða og einkavina, allt frá Anljaraítili MoskyujsSaírfeaiSsogn Kaliforníu. Og fyrir skemrpstu« • fékk ég bréf frá San Fransisco, þar sem spurt var um, hvers vegna blaðið kæmi ekki. lCTvernig stóð á því, að þú lagðir útgáfuna niður? Eftir að vera orðinn fastur leikari við Þjóðleikhúsið 1950, gat ég ekki forsvarað það að gefa út krítískt blað um leiksýn ingar hússins Ég harmaði það mjög að þurfa að leggja árar í bát, en það var ekki um að sakast. Ég hef. saknað þessa blaðs f síðustu 12 ár. Margt gagnlegt viðvíkjandi leikhús- málum hefði getað komið fram í þessu blaði, Samt sem áður hefur sú hugsun aldrei yfirgef ið mig, að það yrði að hefja útgáfu að nýju. Nú eru skil- yrði fyrir þessari útgáfu marg- falt betri en áður. Einn maður gæti ekki annað því. Nú verður að greiða ritlaun og ritstjóra- laun. Þess vegna gladdi það mig mjög mikið, þegar þessir 6 ungu mennta- og áhugamenn óskuðu eftir áliti mfnu og jafn vel samvinnu um nýtt leikhús- blað. Ég bauð þeim nafn gömlu Leikhúsmála, kaupendaskrá mfna utanlands og innan og annað, sem tilheyrði gömlu út- gáfunni. Var þessu mjög vel fagnað, og geri ég mér beztu vonir um, að blað þeirra verði ekki síður vandað en fyrri út- gáfan var. N.P.N. ;.v •m-m-m-m-m-m-mWtrm-m-m' i ■ ■ a ■ o i THULE-ritsafnið í endurútgáíu !■ Á fyrstu áratugum þessarar ald ■I kar gaf þýzka útgáfufyrirtækið I'Eugen Diederich I Jena út íslenzk "■ fornrit i 24 bindum, er gekk undir heildarheitinu Thule-ritsafn. J' Til þessarar útgáfu var mjög ■Ivandað og stuðzt við helztu þýð- .■ ingar sem til voru á fornritum okk J. ar, en önnur voru þýdd að tilhlut ■Jan útgefenda. Er þetta talin ein í I«röð merkustu og vönCuðustu út- ígáfna á íslenzkum fornritum, sem <| birzt hafa á erlendri tungu fyrr J«eða síðar. Unnu að henni helztu V fræðimenn Þjóðverja sem þá voru !■ uppi á sviði norrænna fræða, svo J.sem Andreas Heusler, Felix Genz- >I mer, Felix Niedner, Paul Hermann, Rudolf Meissner, Gustav Neckel, Walter Baetle og fleiri. Þetta merka ritsafn hefur náð verulegri útbreiðslu í Þýzkalandi og er fyrir löngu uppselt hjá út- gefenda. Nú hefur þetta sama út- gáfufyrirtæki ráðist I endurútgáfu á öllu ritsafninu og á að ljúka því á 5 árum. Þrjú fyrstu bindin komu út í fyrra, en þar er Sæmundar— Edda f tveim bindum og Egils saga Skallagrímssonar. Unnið er að áskrifendasöfnun til 1. maí n.k. og fyrir áskrifenctlir kostar allt ritsafnið 485 mörk, eða sem næst 5 þús. íslenzkar krónur. í lausasölu verður ritið 15% dýrara mm 'i l.T. IJ. i I 4 i 14.i, iii.'.uvi I 1.1 '. i. M UUV.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.