Vísir - 25.02.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 25.02.1963, Blaðsíða 7
V í SIR . Mánudagur 25. febrúar 1963. 7 Minningarorð: Björn Guðmundsson fyrrv. skólastjóri á Núpi Sunnudaginn 17. þ. m. barst mér sú frétt, að gamall vinur minn og samherji, Bjöm Guðmundsson, fyrrverandi skólastjóri Héraðsskól- ans að Núpi, hefði andazt um morguninn í fjörðungssjúkrahúsinu á Akureyri. í dag verður hann jarðsettur við hlið foreldra sinna að Mýrum í Dýrafirði, en kveðju- athöfn fer áður fram að Núpi. Með Birni Guðmundssyni er fall inn í valinn einhver glæsilegasti fulltrúi aldamótakynslóðarinnar á Vestfjörðum: glæsimenni í sjón, góður drengur og gáfaður, afburða kennari og félagsmálafrömuður. Hann var um áratuga skeið t fremstu röð ungmennafélaga á landi hér og formaður samtakanna á Vestfjörðum röska þrjá tugi ára. Engan hef ég heyrt túlka betur hugsjónir ungmennafélaganna og við meiri hrifningu ungra áheyr- enda en Björn á Núpi. ÞítS er því margs að minnast nú að leiðarlokum, þegar hann er kvaddur. Engin tök eru á að gera því efni góð skil í stuttri blaða- grein, en hér verða aðeins rakin aðalatriði ævisögu hins mæta manns. Björn var fæddur að Næfranesi í Dýrafirði 26. júni 1879. Foreldrar hans voru búandi hjón þar, Guð- mundur Þórarinsson og Guðbjörg Guðmundsdóttir, bónda í Hjarðar- dal, Þorvaldssonar. Er sú ætt rakin til Jóns Gissurarsonar, sagnfræð- ings að Núpi, en föðurætt Björns til Skinna-Bjarnar, landnámsmanns, föður Miðfjarðar-Skeggja. Bróðir Björns var Guðmundur, bóndi og skipstjóri á Næfranesi, fríður mað- ur og föngulegur. Var mjög kært með þeim bræðrum. Móðir þeirra andaðist þegar Björn var þriggja ára. Þá varð Rósamunda Greips- dóttir ráðskona hjá Guðmundi bónda og gekk þeim bræðrum í móðurstað og leysti það verk af hendi með ágætum. Unni Björn henni sem eigin móður. Snemma hneigðist hugur Björns til bóknáms, en ekki voru tök á að fullnægja þeirri þrá, fyrr en hann fór í Flensborgarskólann 1904 og dvaldi þar tvo vetur. Tók kennarapróf þaðan vorið 1906. Næsta ár var hann kennari við barnaskólann að Núpi í Dýrafirði, en fór svo utan til náms og dvaldi næsta vetur í Noregi og Dan- mörku. Var hann lengst í lýðhá- skólanum í Askov og naut þar m. a. kennslu hinna ágætu skólamanna J. Appels og Poul la Cour. Minnt- ist Björn þeirra jafnan síðan með mikilli ást og virðingu. Er mér enn í minni hve vel hann sagði okkur unglingunum á Núpi frá ýmsu því, er hann hafði séð og heyrt úti í hinum stóra heimi. Honum var lag- in sú list að fræða aðra á skemmti- legan hátt. Haustið 1908 tók Björn aftur við barnakennslu að Núpi og með því hófst aðallífsstarf hans. Hann var kennari barnaskólans árin 1908— 1914, en jafnframt kennari ungl- ingaskólans, með séra Sigtryggi, frá hausti 1909. Þá hófst hið merka samstarf þeirra við þá stofnun, er síðar varð Héraðsskóli Vestfjarða. Þeir kenndu lengi tveir við skólann og varð stofnunin þjóðkunn að ágætum undir þeirra stjóm. Margir ágætir borgarar, nú fulltíða menn, sóttu þangað sína fyrstu fræðslu og minnast hinna ágætu kennara með virðingu og einlægu þakklæti. Björn starfaði við nefnda stofn- un árin 1909—1949, nema tvö ár, | sem skólinn starfaði ekki. Þá var hann annað árið (1918—’19) skóla- stjóri barnaskólans á Akranesi, en hitt árið (1924—’25) fór hann aftur námsferð til Norðurlanda. Árin 1929—1942 var Björn skólastjóri Héraðsskólans að Núpi, en þá tók séra Eiríkur Eiríksson við skóla- stjórninni, en Björn varð aftur kennari. Var hann þá kominn á sjötugsaldur og vildi að hinir yngri héidu um stjórnvölinn, en sjálfur gegndi hann kennslu til sjötugsald- urs með mikilli prýði. Jafnframt kennslustörfum hafði Björn á hendi mörg önnur störf í j þágu almennings. Hann var í hrepps nefnd fjölda ára, hreppstjóri niejra en aldarfjórðung, form. Ungmenna- félags Mýrahrepps 1909 til 1933 og stofnaði það félag. Formaður Hér- aðssambands ungmennafélaganna á Vestfj'örðum árin 1911—’44 og í stjórn Kaupfélags Dýrfirðinga um 30 ára skeið. Um fjóra áratugi var j hann fulltrúi sveitar sinnar á hin- j um gagnmerku þing- og héraðsmála i fundum Vestur-ísafjarðarsýslu. Þá var hann og einn af stofnendum Góðtemplarastúkunnar Gyðu nr. 120 að Núpi og meðal beztu starfs krafta hennar um langt árabil. Áð- ur hafði hann verið einn af stjórn- endum Bindindisfélags Mýrahrepps, er starfaði um aldamótin og þar til því var breytt í stúku og ung- mennafélag. Eins og sjá má af þessu, var Björn jafnan boðinn og búinn að leggja hverju því máli lið, sem til heilla horfði fyrir þjóð vora og fósturjörð. Fegurstu hugsjónir ungmennafélaganna voru honum í blóð bornar og þeim vann hann ævilangt af dyggð og trúmennsku. Ég var með honum á Þingvöllum árið 1957, þegar minnzt var 50 ára afmælis U. M. F. í. og ég gleymi aldrei hvað hann var þá glaður og ungur í anda, þótt hann væri kom- inn nær áttræðu. Björn var alla ævi ókvæntur og barnlaus, en hann var mikill barna vinur og kennari með afbrigðum góður, sem fyrr er sagt. Allir nem- endur hans voru börnin hans, sem hann lét sér jafnan annt um. Bróð- urbörn átti hann mörg og myndar- leg. Nutu þau ástríkis hans og um- hyggju I ríkum mæli, sem þau svo aftur launuðu honum síðustu árin, þegar hann var orðinn gamall og lasburða. Síðustu sex árin hefur hann dvalið á Akueyri hjá bróður- dóttur sinni, frú Guðbjörgu Guð- mundsdóttur, en á sumrum oft hjá bróðursyni sínum, Birni talkennara hér í Reykjavík. Fóru þeir nafnar, ásamt konu Björns yngra, til Vest- fjarða síðastliðið sumar í einkabíl i og heimsáttu æskustöðvarnar í , Dýrafirði. Var það hinum aldna vini I mínum óblandin ánægja, sem hann j var þakklátur fyrir. Og ferðalagið ; þoldi hann vel, enda mátti segja að hann héldi sæmilegri heilsu til j æviloka, nema hvað heyrn og minni j var mjög tekið að bila. Að lokum fékk hann aðsvif á gangi úti við , og var látinn eftir nokkra klukku- ; tíma. j Hér eru þá sögð helztu æviatriði I Björns og honum lýst að nokkru. : Segja má, að hann hafi verið ■ óvenjulega vel gefinn og heilsteypt- ur maður, fjölgáfaður og bókstaf- lega fjölkunnugur. Hann þótti ágæt i ur verkmaður bæði á sjó og landi og smiður ágætur, svo sem verið höfðu surnir frændur hans. Hann var mikill trúmaður og unnandi ! kirkju og kristindómi. Listfengur ! var hann, lék ágætlega á fiðlu og I var vel íþróttum búinn. Hann var ; með fyrstu alþýðukennurum á landi j hér, sem lærði leikfimi og kenndi i hana í skóla sínum. Hann var og j mjög snjall upplesari og leikari. ! Las hann bæði sögur og kvæði j snilldarlega og var mjög eftirsóttur til þeirra starfa. Ég efast um, að ég ; hafi heyrt nokkurn betri iesara. : Ræðumaður var hann ágætur. Eink- um var hann snjall að finna góðar líkingar til skýringar máli sínu. j Eins og ,ég hef fyrr sagt, tel ég 1 Björn rrieð allra beztu kennurum, j sem ég hef kvnnzt. Ég var aldrei I nemandi hans og vil ég því tilfæra jyhfa-prð-piasLJtemandá Björnsi Jó- hannesár Davíðssonrtr, um kennslu hans. Þau eru þannig: „Kennsla Björns var fjörmikil, lit auðug og heillandi. Kenndi hann einkum náttúrufræði, eðlisfræði, dráttlist og Ieikfimi. Var hann ágæt ur leikfimis- og glímumaður, ljúfur og kátur í umgengni . . . Skólinn á Núpi va. þá gegnsýrður af anda Grundtvigs, þ. e. kristilegu hug- sjónalífi, er stuöla skyldi að mann- göfgi, siðgæði og framfaraþrá. — „Fyrir guð og föðurlandið” voru einkunnarorð skólans. Var eftir þeim breytt. Kennslan var mest i fyrirlestrum og frásögnum. Björn var Ijúfur og laginn kenn- ari og ástsæll af nemendum sínum. Sá ég fullorðinn pilt, nemanda Björns, kveðja hann með tárin í augunum, vorið 1922, er hann yfir- gaf skólann”. Ég hygg að aðrir nemendur Björns séu sammála Jóhannesi. Björn var mjög heillandi persóna, fjölfróður og skemmtilegur í við- móti, gestrisinn og góður vinur, enda vinsæll og vinmargur, svo sem allir kunnugir vita og komið hefur fram á helztu tímamótum ævi hans, bæði í ræðu og riti. Hann unni öllum gróðri, bæði á landi og í lundu, var m. a. framarlega í skógræktarmálum Vestfirðinga. En umfram allt þótti Birni Guðmunds- syni vænt um æskufólk þessa lands og tel ég vel fara á því að taka hér orð hans sjálfs um unga fólkið í landinu, sem þirt voru í ,,Degi“ á Akureyri, í sambandi við áttræðis afmæli Björns. Blaðamaðurinn spyr: Hvað viltu segja um unga fólkið? Björn svaraði: Unga fólkið er í eðli sínu jafn ágætt og það hefur alltaf verið, en það þarf sterk bein til að þola góða daga. Eitt hið mikilsverðasta fyrir æskuna nú í dag, er að kunna að velja og hafna, svo margar eru leið- irnar og svo mikil eru tækifærin nú, sem áður voru fjarlæg okkur ! ungum mönnum, flest þeirra. En ; nú, eins og á öllum tímum, er í hættan sú, að menn blekkist af því, | sem miður er, þekki ekki hismið ; frá kjarnanum. Það er viðfangsefni allra tíma. En ég ber ekki kvíðboga fyrir fólkinu hér á landi. Ættstofn- inn er sterkur og sýnir það mjög o! og einmitt hjá ungu fólki, þegar á reynir, segir Björn Guðmundsson að lokum. Ég læt hér staðar numið. Þjóðin öll má þakka Birni Guðmundssyni göfugt lífsstarf. Vinir hans og sam- herjar þakka örugga og trygga | samfylgd hans og vináttu og biðja honum blessunar guðs. Ingimar Jóhamiesson. Versti vetur sem kom ið hefur síðaí Þýzkir veðurfræðingar, sem hafa verið að glugga í gamlar vcðurfregnir, negja, að í Þýzka- ; landi hafi ekí:i komið aimar: ! eins finbuivetur síðan 1850! Kuldarnir hafa að vísu valdið : margvíslegum erfiðleikum í V.- i , Þýzkalandi, einkum að þvi er ; snertir samgöngur á átn o«.! skipaskurðum. scm eru nr'ög i r.tikilvægur liður í flutnir.gr.- ! kerfi landsins. en be:r eru j margfalt meiri austan t'gWsins. Framleiðslu’tafir hafa eh.ki orð- ið ,r';andi í Veshir-Þýzkalrndi, en mnrgar verk'miG'ur hafa i verið lok’ðar í meira en 3 vik-, ; ur í Austur-Þýzkalandi. því að ; þar er kolaskortur geigvænieg- j -ur.- —----— .......... | Ð iná hefir Ir-*; á 250 km.; kaflá, svo að fljótaskip lf'na-t /har ekki um, og hefir ! að ekki kotnið fyrir síðan á síðustu öld, að fliót- ið hafi lagt á svo stóru svæði. Þótt kuldarnir fari illa með menn í hinum norðlægari lond- um Evrópu, eru menn svo við vetrarhörkum búnir, að þeir S geta klætt hann af sér og kynt íbúðir sínar, en suður við Mið- jarðarhaf gera menn yfirleitt ekki ráð fyrir þeim möguleika. Þetta hefir til dæmis orðið til þess, að fjöldi manna hefir frosið í hel á Ítalíu og fénaður hefir einnig farizt í snjó. Úlfar gerast og nærgöngulir til fjalla og drepa beir fé, sem fast er i fönn. Ymb c.Tend blöð ' nfa oö unílr.:af3rn- cn~i frá voði: blíðu á íslandf, og finn:4. g.c2”jll hoirnciho ..■..'srlún'. og nsfn ekk'- rév. ncfni! 3áHnr$k&*fc:T t-r-.tr.mair! ar PK ’ 4 skipa ísiánái f flohk ur.igefðr eða háKgeröra hcImsEtaufaland í gróöurfarstilliti eins og gc1 hcfur verið íil þcssa, cg. cám' • gera jafnvcl snn. kað, er sti- reynd, sem ekki vercua kággr.-' að byggðir Islands ligp^ia gróðurfarslegu tilliti sunnar en menn hafa til þessa haldið. Og í þeirri efnum er þaö — bætti Hákon við — innan barrskóga- beltisins hvort setn mönnum kann að líka það betur eðaverr. Þrátt fyrir þetta — sagði Hákon — megnm við ekki of- meta gróðurskilyrði íslands. Það er jafnvel hættulegra held ur en að vanmeta þau. Sérstak- lega verðum við að vanda til allra frækaupa til landsins, ekki aðeins til trjáræktar, heldur og til túnræktar og hvers konar garðræktar. Framtíð sérhverrar ræktunar fellur eða sterídur með því að frævalið sé rétt. Undanfarna mánuði hefur ver- ið unnið við að breyta bv. ís- borg í flutningaskip. Hefur gufu vélin verið tekin úr skipinu, og f staðinn kemur dieselvél, sem er hentugri, en jafnframt ..sfur lestin verið stækkuð til muna aftur eftir, og verður hún stór- vr;.-z-: ■ jnetrroræm um mbetri en áður. Myndtn var tekin fyrir nókkrlai dögum, en ísborg á að verða fullgerð í hinni nýju mynd í næsta mán- uði. (Ljósm. G. A. G.).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.