Vísir - 25.02.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 25.02.1963, Blaðsíða 15
VÍSIR . Mánudagur 25. febrúar 1963. 15 JJANN hljóp skref fyrir skref heim í skálann. Allt svæðið var eyðilegt, og fangabúðirnar virtust yfirgefnar. Nú var einmitt þessi stutta hvíld- arstund, þegar allir reyna að telja sér trú um, að ekki verði gengið til vinnu, enda þótt allt hafi verið fastákveðið. Varðmennirnir sitja í hlýjum kof- um sínum og hvíla svefnhöfug höf- uðin við byssurnar — það er held- ur ekkert sældarbrauð fyrir þá greyin, að hanga f varðturnum í svona kulda. Verðirnir við aðal- hliðið fleygðu kolum í ofninn. Þeir í varðmannaherberginu reyktu sið- ustu sfgarettuna, áður en þeir gerðu leit í fangaskálunum. Og nú voru fangarnir klæddir öllum tötr- um sínum, höfðu bundið snæri um mittið og vafið tuskum um andlit sér frá hökú upp að augum til að verjast kuldanum, Þeir lágu í stígvélunum á fletunum og biðu með lokuð augu og hjartatitring eftir þvf, að fyrirliði vinnuflokks- ins öskraði: „Út með ykkur“. 104. vinnuflokkurinn dottaði með hinum í skála nr. 9 — allir nema Pavló, aðstoðar-fyrirliði vinnu- flokksins, sem bærði varirnar, um leið og hann krotaði eitthvað nið- ur með blýanti, og líka Alyosha, í næsta fleti við ívan, hreinn og þrifalegur, sem var að lesa upp úr vasabók, þar sem hann hafði skrif- að upp helminginn af Nýja Testa- mentinu. Ivan hljóp rakleiðis, án þess að til hans heyrðist, að fleti Pavlós. Pavló leit upp. „Ég hélt þú værir dauður. ívan Shukov, eða þér hefði verið stung- ið f svartholið," sagði hann með greinilegum Úkraínu-hreim í rödd- inni, hann velti skírnarnafninu og föðumafninu á tungunni á þann hátt, sem Vestur-Úkrafnubúar gera, jafnvel í fangelsi. Hann dró brauðskammt Ivans úr pússi sínu og rétti honum. Pínu- lftill slatti af sykri var ofan á brauðinu. ívan mátti engan tíma missa, en svaiaði Pavló skilmerki- lega (aðstoðarfyrirliðinn var líka einn valdamanna, og jafnvel meira undir hann að sækja en fangabúða stjórann). Þótt ívan væri að flýta sér, saug hann sykurinn af brauðinu með vörunum og lét hann bráðna á tungunni, um leið og hann sté á stokk og klifraði upp í bálkann til að búa um fletið sitt. Svo leit hann á skammtinn sinn og vó hann í hendinni og reyndi að reikna út hvort hann væri 555 grömm eins og fangalögin gerðu ráð fyrir. Þótt hann hefði ótal þúsund sinnum fengið svona skammta í fangelsum og fangabúðum og hefði aldrei fengið tækifæri til að vigta þá í vogarskál, og þótt hann vissi ekki, hvernig hann ætti að fara að því að standa fast á rétti sfnum — hann var í eðli sínu óframfærinn — hafði hann sem aðrir fangar fyrir löngu komizt að því, að það væri aldrei hægt að fá heiðarlega mældan skammt af brauði. Allt of lítið var í hverjum skammti. Hve l.ítið, varðaði mestu. Þess vegna leit hver fangi á hvern nýjan dag- skammt, sér til friðþægingar, og hugsaði: I dag hafa drjólarnir kannski ekki svindlað á manni svo óskaplega — kannski er allur lög- legi skammturinn þarna. JVAN gerði það upp við sig, að tuttugu grömm vantaði á skammt inn ,þegar hann braut brauðið í tvennt. Öðrum helmingnum stakk hann undir barminn. Þar hafði hann saumað lftinn hvítan vasa — í verksmiðjunum eru saumaðir vasa lausir jakkar handa föngum. Hinn helminginn, sem hann hafði sparað sér með því, að neyta hans ekki við morgunverðinn, var hann að hugsa um að borða á sta^num.-idift, matur, sem é'r gleýptur í hvelíi, er vita gagnslaus næring — gefur enga saðning. Hann teygði fram höndina til að setja skammtinn í hólfið sitt, en fékk eftirþanka: Hann minntist þess, að tveir skála- þjónar höfðu verið lúbarðir fyrir að hnupla mat. Skálinn var stór eins og almenningsgarður. Hann ríghélt ennþá á brauðinu, og svo smokraði hann sér úr kulda- stígvélunum og tókst það svo fim- lega, að hann skildi eftir leppana í þeim og skeiðina sína; skreiddist berfættur upp á fletið og víkkaði út litla holu í dýnunni: Þar á kafi í saginu faldi hann hálfan skammt- inn. Hann tók af sér hattinn, dró nál út úr honum og þráð (sem var hvorttveggja vandlega falið þar, því að þeir þreifuðu á höttunum, þegar þeir leituðu á föngunum; eitt sinn hafði vörður stungið sig í putann og næstum höfuðkúpubrotið ívan f bræði sinni). Rimp, rimp, rimp, f flýti var gert við rifuna á dýnunni, þar sem brauðið var falið. Á meðan hafði sykurinn bráðnað í munni hans. Hver taug var þanin og spennt. Á hverri mínútu mátti bú- ast við því, að varðmaður birtist öskrandi f dyrunum. Fingur Ivans fóru hratt yfir, en hugur hans vann hraðar, hann var að búa sig undir næsta þátt. Alyosha — babtistinn — var að lesa úr biblíunni lágri röddu (kann- ski einkum ætlað ívani — þessir kallar höfðu gaman af að snúa mönnum og fá nýja trúbræður f hópinn): „Þvf að enginn yðar lfði sem manndrápari eða þjófur eða illvirki eða sem sá, er hlutast til um það, sem öðrum kemur við; en ef hann líður svo sem kristinn maður, þá fyrirverði hann sig ekki, heldur gjöri Guð vegsamlegan með þessu nafni“. Alyosha var slunginn — hann hafði gert rauf í vegginn, þar sem hann faldi litlu bókina, og við hverja leit hafði hún farið fram hjá vörðunum. Ivan hengdi frakkann sinn á þverbita — með sömu snöggu hreyfingunum og dró undan dýn- unni par af vettlingum, annað par af gömlum íleppum og snæris- spotta með tuskuslitur bundin sitt á hvorn enda. Hann slétti úr dýn- unni — hún var full af kökkum — smeygði teppinu inn undir allt f kring; hagræddi koddanum, og lét sig síga niður með bera fætur og byrjaði að vefja með tuskunum, dnnsJng).ejSjCheillegum og með Tifn- um yzt. Þá spratt Tiurin á fætur og hróp- aði: „Ekki meiri svefn, piltar. Allir í 104. flokk f vinnuna." Hver einasti maður, hvort sem hann mókti eða ekki, stóð á fætur og hélt til dyranna. 'J'IURIN hafði setið f fangelsi nítján ár og rak mennina aldrei f liðskönnun mínútu of snemma. Þegar hann sagði: „Út með ykk- ur,“ átti hann við, að það væri vissara. Ivan dró kuldastígvélin yfir tvö- falda leppana, smeygði frakkanum yfir vattfóðraða jakkann, svo girti hann sig ramlega með snæri (leð- urbelti höfðu verið gerð upptæk hjá öllum föngum, sem þau áttu — bannað var að nota Ieðurbeltií,,sér stöku" fangabúðunum). Á meðan gengu mennirnir hver á fætur öðr- um þungstígir, með samanherptar varir, út skálagöngin og þaðan út í fordyrið; fór fyrirliði 20. vinnu- flokks að dæmi Tiurins og kallaði í sífellu: „Út með ykkur.“ ívani tókst þannig að ljúka við allt og ná f félaga sfna, sem voru síðastir einmitt í þann mund sem númeruðu bökin á þeim voru að hverfa út um dyrnar. Þeir voru fyrirferðarmiklir á velli, dúðaðir í allar druslur, sem þeir áttu f eigu sinni. Þeir dröttuðust áfram í ein- faldri röð og skáskáru liðskönnun- arsvæðið og gerðu enga tilraun f þá átt að fara hver fram úr öðr- um. Eina, sem heyrðist, var marrið í snjónum undan þungu fótataki þeirra. Ennþá var dimmt f lofti, þótt himinninn f austri væri tekinn að lýsast — það sló á hann grænu bliki. Létt en biturt andkal barst til þeirra frá hækkandi rfsandi sól. Ekkert tekur meira á menn en mæta til liðskönnunar á morgnana eins og þessa stund — f myrkri og kulda, með svangan maga og eiga fram undan vinnu allan liðlangan daginn. Menn geta ekki talað, þeg- ar þannig stendur á. Mönnum hverf ur öll löngun til að tala við nokk- urn kjaft. Ungæðislegur varðmaður æddi um völlinn. „Segðu mér, Tiurin, hvað þurf- um við að bfða lengi eftir þér?“ Enn einu sinni hefurðu verið að slóra." Ivan hefði kannski getað hræðzt varðmanninn, en Tiurin óttaðist hann hins vegar ekki spor. Hann nennti ekki að svara honum í þess- um kulda — aðeins hraðaði sér steinþegjandi. Vinnuflokkur hans fylgdi í fót- spor hans yfir snjóbreiðuna. Trumb, trumb, trumb — þeir þrömmuðu áfram. Tiurin hlaut að hafa smurt þá með þessu kílói af svínafeiti, því að 104. flokkur var kominn á sinn stað f röðinni - það sást vel frá nálægum vinnuflokkum. Svona var það — verið var að senda einn af aumustu og heimskustu vinnuflokk- unum í aðsetur „sósfalistiskra lifn- aðarhátta". Æ, það mundi vera hart líf þar f dag: tuttugu og sjö stiga frost'— og hvassviðr'i. Ekkert skjól að fá. EnginUióldjjf,....... C'YRIRLIÐI vinnuflokks þarf mik yfirverkstjórninni og sömuleiðis til að seðja sinn maga. Tiurin fékk engar bögglasendingar, en hann varð aldrei uppiskroppa af svína- feiti. Enginn f flokknum, sem komst yfir feiti, setti sig aldrei úr færi að færa honum hana að gjöf. Ella hefðu þeir ekki lifað þetta af. Eldri varðmaðurinn leit sem snöggvast á lítið tréspjald. „Einn er í veikindafrfi í dag, Tiurin. Tuttugu og þrfr eru mætt- iir.“ „Tuttugu og þrfr," sagði Tiurin og kinkaði kolli. Hvern vantaði? Panteleyev var þarna ekki. En hann var örugg- lega ekki veikur. Og svo var farið að hvfskra í liðinu: Tíkarsonurinn Panteleyev — sá þrjótur — var ennþá einu sinni heima við. Ó, nei, hann var ekki veikur. Piltarnir í örygginu höfðu haldið í hann. Hann var að kjafta frá einhverjum félögum sfnum. Þeir voru vanir að senda eftir T A R l A N Tarzan sneri sér nú að hinum innfæddu: „Við erum í mikilli hættu, vegna þess að villidýrin sem þið dýrkið munu ná yfir- höndinni hér um slóðir. Við verð um því að útrýma þeim áður en þau útrýma okkur“. Tarzan reyndist sannspár því að þegar þeir komu aftur til 3» þorpsins, réðist að þeim hópur hungraðra ljóna. Viljið þér gera svo vel og biðja Brigitte Bardot að koma hingað og viðurkenna málvcrkið af sér — Hér er aftur óbyggður hnöttur. honum á daginn, svo að lftið bar á, og hafa hann hjá sér í tvær eða þrjár klukkustundir. Enginn mundi heyra eða sjá, hvað þeim færi á milli. Og svo mundu þeir tala lækn- ana til. Allt svæðið var svart af frökk- um, þegar vinnuflokkarnir dröttuð- ust fram til að láta leita á sér. ívan mundi eftir því, að hann hafði ætlað að Iáta endurnýja númerið á jakkanum sfnum, og hann oln- bogaði sig afsfðis gegnum þröng- ina. Tveir eða þrír fangar stóðu þar og biðu eftir því, að röðin væri komin að þeim hjá listmálaranum. Hann slóst í hóp með þeim. Af þessum fanganúmerum stafaði yf- irleitt ekkert nema vandræði: Ef þau voru greinileg, mundu verðirn- ir nauðaþekkja majm úr fjarska, en ef menn hirtu e*ki um að láta endurmála þau í tíma, var öruggt, að þeir lentu f svartholinu fyrir að gæta ekki betur fanganúmers síns. Þrír listmálarar voru í fangabúð- unum. Þeir máluðu myndir ókeypis handa yfirvöldunum, og að auki skiptust þeir á um að mæta til liðs- könnunar og hressa upp á fanga- númerin. I dag átti gamall maður með grátt skegg að annast þetta. Þegar hann málaði tölurnar á hatt- ana með penslinum, minnti það á prest, sem væri að setja heilaga smurningu á augnabrúnir. Gamli maðurinn málaði í sffellu. Annað veifið blés hann í vettling- inn sinn — þungan prjónavettling. Hönd hans var stirðnuð af kulda. Hann rétt komst yfir að mála númerin. Ódýr eldhúsborð

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.