Vísir


Vísir - 26.03.1963, Qupperneq 3

Vísir - 26.03.1963, Qupperneq 3
/ í S I R . Þriðjudagur 26. marz 1963, 3 segja, að kynþáttafordómar eru þvf miður algengnir enn í dag og smánarblettur á mannkyn- inu öllu. Myndin að neðan er tekin á torginu í Andorra, sem myndar umgerð um allt verkið. Leikar- ar eru, taldir frá vinstri Ámi Tryggvason, sem leikur fábjána, Andorra Bessi Bjarnason, scm leikur hermanninn og Gunnar Eyjólfs- son í hlutverki Andra. Að ofan: Hinir svörtu hafa gert innrás í Andorra og nú er leitað ,að Gyðingum. Hermaðurinn (Bessi)í hefur gengið í lið með hinum svörtu og vísar á Andra. Andri er hér tekinn frá Barblín systur sinni, sem Ieikin er af Kristbjörgu Itjeld. Héðan f frá verður Andra ekki bjargað frá örlögum sínum, og vitanlega em allir samsekir í dauða hans, þótt hver og einn þvoi hcndur sínar. A morgun frumsýnir Þjóð- leikhúsið leikritið Andorra eft- ir Max Frisch, en það hefur einmitt vakið hvað mesta at- hygli í Evrópu á seinustu tveimur árum. Andorra er nafn á landi, sem er alger hugar- smfð höfundarins, og má ekki rugla þvf saman við smáriki með sama nafni. Leikritið fjall- ar um kynþáttafordóma, rekur sögu ungs manns, sem sagður er Gyðingur, og af þeim sökum hrekja ibúar Andorra hann hægt og bítandi út í dauðann, án þess þó að nokkur þeirra telji sig sekan. Þeir voru bara áhorfendur, segja þeir, sökin er ekki mín. Presturinn er sá eini, sem finnur til sektar. Enginn vafi er á því, að Andorra er eitthvert merkasta leikhúsverk, sem samið hefur verið frá stríðslokum og á erindi til allra manna, enda þótt þeir séu ekki eða hafi verið í beinum tengsl- um við kynþáttaofsóknir. En það er kunnara en frá þurfi að I ■/ Gyðingadrengurinn Andri reynir að gerast smiður, en meistarinn er honum andsnú- inn, af þvf hann vill ekki hafa Gyðinga f sinni þjónustu. Þvi er Andri hrakinn þaðan f burtu fyrir engar sakir. Það er aðeins einn áfangi á leið hans til glöt- unar. Gunnar Eyjólfsson og Gfsli Alfreðsson. IIIÉi

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.