Vísir


Vísir - 26.03.1963, Qupperneq 8

Vísir - 26.03.1963, Qupperneq 8
mnw E3 Otgefandi: Blaðaútgáfan VfSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskrifsargjald er 65 krónur á mánuði. I lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vlsis. — Edda h.f. Heimta nýjan skatt Þegar framsóknarmenn eru í stjórnarandstöðu, flytja þeir hvert frumvarpið af öðru um stórkostlegar fjárveitingar, m. a. til sveitanna. Þegar þeir eru í stjórn, gleyma þeir hins vegar jafnskjótt þessum hugsjóna- málum sínum og sitja aðgerðarlausir. Gott dæmi um þetta er sýndarfrumvarp þeirra á þessu þingi um jafnvægi í byggð landsins. Að tilhlut- an stjórnarflokkanna hafa verið sett lög um Atvinnu- bótasjóð og hann er þegar tekinn til starfa. Hlutverk hans er einmitt það sama og fólst í frumvarpi fram- sóknarmanna, að efla atvinnu úti um land þar sem þörf er á. Og ekki nóg með það. Framsóknarmenn klifa mjög á því að fi.árlög hafi hækkað undir núverandi stjórn og telja slíka hækkun óþarfa. En þétta frumvarp þeirra gerir ráð fyrir nýjum skatti á landsfólkið að upphæð 32 milljónir króna á þessu eina ári! Og svo þykjast þessir menn hafa efni á því að ásaka ríkisstjórnina fyr- ir of háar skattaálögur. í fáum málum hefur ábyrgðar- leysi þessa einangraða og steinrunna flokks komið jafn vel í ljós sem í þessum sýndarleik. Hús Eysteins riðar Næstum daglega rís foringi glundroðaliðsins, Ey- steinn Jónsson, úr sæti sínu á alþingi, gengur í ræðu- stól, ber saman hnefunum og hrópar: Byggingar eru stöðvaðar, byggingar eru stöðvaðar! Þingmenn ræða það mjög í sínum hóp að oft hafi Eysteinn verið æstur og miður sín á þingi, en aldrei hafi hann verið jafn miður sín og ofsafenginn sem ein- mitt þessar vikurnar. Skýringin mun liggja í því, að -írá sæti hans yfir í ráðherrastólana eru ekki nema fáir metrar. En Eysteinn veit að þá stuttu vegalengd mun hann ekki komast næstu fjögur árin og því ber svo mjög á bræði hans. Enn bíður hans vist í hinni póli- tísku eyðimörk, sem hann hefur nú gist fjögur ár. Eysteinn þarf ekki annað en Ieigja sér bifreið einn dag í góðu veðri og aka um úthverfi Reykjavíkur til þess að skilja að þau orð sem hann hrópar um bygg- ingastöðvanir í þingsölunum standast ekki próf sann- ieikans. Eins og eitt stærsta byggingavörufyrirtæki þjóðarinnar skýrði frá hér í blaðinu í gær, hefur sjald- an verið meiri byggingaráhugi né fleiri verið að fara af stað með byggingar. Og það hefur leitt til þess að timbur er nú víðast hvar gengið til þurrðar í landinu. Ef Eysteinn vildi hafa fyrir því að hringja í nokkur byggingarfyrirtæki, kæmist hann að þessu sama. Og ef hann spyrðist fyrir um lóðaumsóknir í höfuðborginni bæjum, myndi hann fá sömu svör. íslendingar byggja af kappi í blómlegu landi. En að einu leyti hefur Eysteinn rétt fyrir sér. Fram- kvæmdir eru stöðvaðar við hús framsóknarflokksins. Það rís ekki hærra en orðið er. V í S I R . Þriðjudagur 26. marz 1963. Uppdrátturinn og krossinn sýna hvar uppreisnin hefur brotizt út. fopreisnarástand í i Uppreisn hefur nú brotizt út i suðurhluta Persíu. Yfirvöldin reyna að gera sem minnst úr þessum atburðum og vilja yfir- höfuð sem minnst frá þeim segja. Fréttamenn í Persíu hafa þó komizt að þvf, að hér sé um alvarlega uppreisn að ræða og það sem verra er, mikil hætta er talin á því að uppreisnin breið- ist út og þá gæti svo farið að alit fuðraði upp. Þjóðfélagsá- standið í Persíu er nú svo slæmt, að Iíkja má því við púð- urtunnu. Þarf ekki mikið til að allsherjaruppreisn verði í land- inu. Það er vitað að nokkur þús- und manna i ættflokkum í fjall- lendi Suður-Persíu standa fyrir uppreisninni. Hún hófst 1. marz með því að skyndileg árás var gerð á varðstöð ríkislögreglunn- ar í héraðinu Kazerun suður við Persaflóa. Árásin kom svo á óvart, að 12 lögreglumenn, sem gættu varðstöðvarinnar, gátu sér enga björg veitt og voru drepnir, en lögreglustöðin þurrk uð út. + Fjórar persneskar herdeildir voru í þessu héraði og var þeim þegar skipað að bæla uppreisn- ina niður og sækja til stöðva ættflokksins. En þær reyndust þess ekki megnugar. Síðan hef- ur stjórnin sent þrjár herdeildir til viðbótar til héraðsins, meðal þeirra sveit fallhlffarhermanna. Þrátt fyrir það hafa herforingj- arnir orðið að tilkynna nú um miðjan mánuðinn, að ástandið hafi versnað. Hefur keisarinn nú sent helzta hermálaráðunaut sinn til suðurhéraðanna til að kynna sér ástandið og hefur hann meðferðis fyrirmæli um að bæla uppreisnina niður, hvað sem það kostar. Aðstaða Reza Pahlevi keisara hefur versnað síðustu vikur fyr ir það að áhrif Nassers Egypta- landsforseta hafa aukizt mjög. Með skömmu millibili hafa bylt ingar verið gerðar 1 tveimur nágrannarlkjum, írak og Sýrlandi og i báðum lönd- unum voru fylgismenn Nassers forseta að verki. Þó Persía til- heyri ekki Arabaríkjunum, er það land Múhameðstrúarmanna og hugmyndir Nas.ers hafa haft mikil áhrif sérstaklega meðal persneskra stúdenta. Og þjóðfélagsástandið í Persíu hefur verið þannig, að það er almælt, að keisarinn og stjórn hans hafi hangið á bláþræði síð ustu árin. Fátækt er mjög mikil Reza Pahlevi keisari af Persíu. og almenn og nægar ástæður fyrir þjóðfélagslegri ólgu og óá- nægju, sem getur hvenær sem er blossað upp f styrjöld, ekki sízt ef erlendir aðiljar blása að kolunum. Keisarinn er talinn framfara- maður og hefur viljað flýta eins og mögulegt er ýmis konar fé- lagslegum umbótum, þó ekki væri til annars en að forðast þau félagslegu átök, sem fram- undan eru, en í umbótarviðleitni sinni hefur hann aftur mætt harðri mótspyrnu íhaldsaflanna. Uppreisnin, sem nú hefur brot izt út, virðist einmitt vera af- leiðing af umbótaviðleitni keis- arans. Þó hún stefni vissuleg§ f rétta átt, kom hún af stað deilum og illindum. Stjómin ákvað að skipta stór- jarðeignum upp milli bændanna. Sumir jarðeigendur áttu áður heil hémð og var ákveðið til þess að sætta þá við breyting- una, að leyfa þeim yfirleitt að eiga áfram Iandsvæði eins þorps. — Þetta hefur valdið misklíð. Þeir bændur sem fá iarðnæði þykjast hafa himin höndum tekið, en hinir sem búa áfram f þeim þorpum sem verða eign stórjarðeigenda finnst þeir hafa ratað f hinar mestu ógöng- ur og er uppreisnarhugur í þeim. Aftur sárnar stórjarðeig^nd- um mjög hvernig farið hefur verið með þá og er einnig upp- reisnarhugur f þeim gegn yfir- völdunum. Vegna þessa hefur vfða verið skálmöld í landinu. Allmörg dæmi eru þess, að al- menningur hefur risið upp gegn jarðeigendum, fangað þá og mis þyrmt. Nokkrir hafa verið drepn ir í uppreisn múgsins og aðför hefur verið gerð að þeim, hallir þeirra brenndar. í sumum héruðunum hafa jarð eigendumir verið forustumenn eða höfðingjar ættflokka, eins og bedúínahöfðingjamir í Ara- bíu. Þeir hafa mjög fjölmennt skyldulið umhverfis sig og eiga fjölda kvenna f kvennabúrum. Þeir þurfa mikils við til uppi- halds sinnar stóru fjölskyldu og sjá jafnvel hættu á upplausn ættflokkaskipulagsins, ef jarð- eignunum er skipt. Því hafa þeir sérstaldega veitt breyting- unum mikla mótspymu. Upp- reisnin hafa aðallega blossað upp í héruðunum Kazerun og Fars, en það er landsvæði um það bil tvöfalt stærra en Island. Framhald á bls. 10. Y'n Y j ■' (YY* '■ i' V: },\ i r.i.ijaKh/'K*; '} i T,"

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.