Vísir - 30.03.1963, Blaðsíða 7
V í SIR . Laugardagur 30. marz 1963.
7
300 kaup
a í matinn
í Frakklandi er starfandi á
vegum ríkisins skrifstofa, sem
eingöngu hefur það verkefni að
safna upplýsingum. 300 hús-
mæður í ýmsum hverfum Par-
ísar aðstoða þessa skrifstofu
með því að senda henni upplýs-
ingar um verðið á þeirn vörurn,
sem þær kaupa til heimilisins.
Til þess að almenningur í
>ni:i:ii:liiiiiii:!Í!i.'i-
Vorið er komið, sólin skín og
hiti er úti fyrir. Vetrarkápan er
orðin svo ótrúlega þung og fyr-
irferðarmikil, að við ætlum al-
veg að sligast undan henni.
Pess vegna opnum við fata-
skápinn og athugum hvað við
eigum af léttari fötum frá s.l.
sumri. Margar eiga sjálfsagt góð
ar vor- og sumardragtir, aðrar
léttar kápur eða stuttjakka. En
margar eru þær sjálfsagt, sem
gjarnan vilja fá sér eitthvað nýt!
Frakklandi hafi gott af þessari
starfsemi er oft á dag útvarp-
að í franska útvarpinu tilkynn-
ingum frá skrifstofu þessari. —
Fyrsta tilkynningin er lesin kl.
7.50 á morgnana, en þá hefur
komið í Ijós hvað var á boð-
stólum í „Höllunum“, stærsta
markaði Parísan Útvarpið les
lista yfir 8—10 mismunandi
vörutegundir, sem eru á sér-
staklega hagkvæmu verði þann
daginn.
Þá kemur röðin að húsmæðr-
unum 300. Fyrir hádegi gera
þær innkaup sín og tilkynna svo
skrifstofunni verðið á þeim. -—
Þannig getur útvarpið ekki að-
eins skýrt frá verðinu á vörun-
um, heldur einnig gefið upplýs-
ingar um hvar í bænum vör-
urnar eru ódýrastar. Tilkynn-
ingar þessar eru fyrst lesnar
um hádegið og síðan við og við
fram eftir deginum, þangað til
víst þykir, að húsmæður hafi
keypt allt inn til heimilisins
þann daginn.
Aðalkosturinn við þessar
verðtilkynningar er, að neyt-
andinn getur borið saman verð
á vörum kaupmannsins „á horn-
inu“ og verðið, þar sem það er
Iægst.
í fljótu bragði virðast þessar
upplýsingar um verðið aðeins
vera í þágu neytendanna, en
reynslan í París er sú, að. fram-
leiðendur og kaupmenn eru
mjög ánægðir með þetta.
Danir hafa í hyggju að taka
upp líka þjónustu en byrjunar-
örðugleikarnir eru margir og
starfsemin fjárfrek, þannig að
þeir vita ekki hvenær af því
getur orðið.
Islenzkar húsmæður þurfa
tæplega að vænta þess að fá
slíka þjónustu, enda þess ekki
mikil þörf þar sem verðmismun-
ur hjá hinum ýmsu verzlunum
er ekki mikill og um daglegar
verðbreytingar er ekki að ræða.
— öðruvísi en áður.
Fyrir þær er kjóilinn hér á
•myndinni alveg tilvalinn. Hann
er úr léttu efni, pilsið fellur
mjúklega að, ermarnar settar í
hátt uppi á öxlinni og blússan
er skreytt tveimur djúpum fell-
ingum. Og hatturinn? Hann er
fléttaöur úr tágum.
Ef einhver heldur að þetta sé
„púkó“ og ekki í tízku getum
við sagt henni, að kjóllinn er
frá sjálfum meistaranum —
Dior.
VÍSINDASTYRKUR FAO
Matvæla- og landbúnaðarstofn-
un Sameinuðu þjóðanna (FAO)
veitir árlega nokkra rannsóknar-
styrki, sem kenndir eru við André
Mayer. Hefur nú verið auglýst
eftir umsóknum um styrki þá, sem
til úthlutunar koma á árinu 1963.
Styrkir þessir eru ýmist veittir
vísíndamönnum til að vinna að til-
teknum rannsóknarverkefnum eða
ungum vísindamannsefnum tii að
afla sér þjálfunar til rannsóknar-
starfa. Styrkirnir eru bundnir við
það svið, sem starfsemi stofnunar-
innar tekur til, þ.e. ýmsar greinar
landbúnaðar, skógrækt, fiskveiðar
og matvælafræði.
Styrkirnir eru veittir tii allt að
tveggja ára, og til greina getur
komið að framlengja það timabil
um 6 mánuði hið lengsta. Fjár-
hæð styrkjanna er breytileg eftir :
framfærslukostnaði í hverju dval-
arlandi, eða frá 150—360 dollarar
á mánuði, og er þá við það miðað, |
að styrkurinn nægi fyrir fæði, hús-
næði og öðrum nauðsynlegum út-
gjöldum. Ferðakostnað fær styrk-
þegi og greiddan. Taki hann með
sér fjölskyldu sína, verður hann
hins vegar að standa straum af
öllum kostnaði hennar vegna, bæði
ferða- og dvalarkostnaði.
Umsóknum um styrki þessa skal
komið til menntamálaráðuneytisins
fyrir 10. maí n.k. Sérstök umsókn-
areyðublöð fást í menntamálaráðu-
neytinu. Umsókn fylgi staðfest af-
rit af prófskírteinum, svo og með-
mæli.
Það skal að lokum tekið fram,
að ekki er vitað fyrir fram, hvort
nokkur framangreindra styrkja
kemur í hlut íslands að þessu
sinni. Endanleg ákvörðun um val
styrkþega verður tekin í aðal-
stöðvum FAO og tilkynnt í haust.
Um vegalög — milliþinganefnd hefur skilað áliti
— mikið og gott starf unnið — ekki rétt að rasa
um ráð fram - jafnvægi í byggð landsins
$3$iv'v
\7egalög voru rædd utan dag-
skrár neðri deildar í gær.
Eins og kunnugt er, hefur milli-
þinganefnd, skipuð ríkisstjórn-
inni, undirbúið frumvarp að nýj-
um vegalögum. Fyrir nokkru
skilaði nefnd þessi áliti sínu til
ríkisstjórnarinnar en þar sem
nokkurt ósamræmi og vanda-
mál eru enn fyrir hendi, eru lík-
ur til þess að vegalagafrumvarp
verði ekki borið fram á þessu
þingi.
Þannig standa málin í dag.
I gær kvaddi Halldór E. Sigurðs
son (F) sér hljóðs utan dagskrár
og beindi þeim tilmælum til
ríkisstjórnarinnar að þingmönn-
um öllum yrði gefinn kostur
á að kynna sér nefndarálit milli
þinganefndarinnar. Byggði Hall-
dór þessa kröfu sína á þvi, að
Benedikt Gröndal hefði sent
dreifibréf um Vesturland, og
skýrt þar frá, með að vísu ó-
ljósum orðum, ýmsum þeim til-
lögum sem nefndin hefði gert.
eftir Ellert B, Schram
Tngólfur Jónsson, samgöngu-
málaráðherra kvað það ekki
vera eftir sínum fyrirmælum,
að einstakir nefndarmenn (Ben.
Gröndal var í áðurnefndri milli-
þinganefnd) skýrðu frá störf-
um og tillögum nefndarinnar.
Ráðherrann kvað nefndarálitið
enn vera óopinbert skjal og vafa
samt gæti talizt hvort birta
ætti '■nefndarálit sem enn væri
ekki fullgengið frá. Ingólfur
kvaðst ekki hafa verið fyllilega
ánægður með allar niðurstöð-
urnar og því sent nefndinni
nokkur atriði til frekari athug-
unar. Ljóst væri því að störf-
um nefndarinnar væri ekki lok-
ið.
Benedikt Gröndal sagði eng-
an trúnað hafa verið brotinn,
því hér hefði verið um einka-
bréf að ræða, en ekki dreifi-
bréf. Hann kvað ekkert laun-
ungarmál að sér og öðrum Al-
þýðuflokksmönnum væru það
mikil vonbrigði að ekki tækist
að leggja fram ný vegalög á
þessu þingi, en hér hefði samt
sem áður mikið og gott starf
verið unnið til undirbúnings.
Eysteinn Jónsson, Lúðvík Jós-
efsson og Halldór E. Sigurðsson
ítrekuðu þá kröfu að stjórnar-
andstæðingar fengju að sjá
nefndarálitið og gagnrýndu
einnig stjórnina fyrir að bera
ekki frumvarpið fram nú, þar
sem því hefði verið marglofað
bæði í ræðum og ritum.
Ingólfur Jónsson tók aftur til
máls, og kvað það rangt með
farið að nokkurn tíma hefði ver-
ið lofað að vegalagafrumvarpið
yrði borið fram á þessu þingi.
Aðeins hefði verið sagt, að vega
lög væru í allsherjarendurskoð-
un, hér væri stórt og umfangs-
mikið mál á ferðinni, og þvi
óráðlegt mjög að rasa um ráð
fram og leggja fram frumvarp,
ef ekki er full gengið frá því.
Tjá var á dagskrá frumvarp
■*• Framsóknarmanna um jafn-
vægi í byggð landsins, en kom-
in er fram rökstudd dagskrár-
Framhain
nls
tnsaKiisaa