Vísir - 01.04.1963, Síða 8
8
mm
VlSIR . Mánudagur I. apríl 1963J*
☆
Dtgefanai: Blaðaútgáfan VlSIR.
Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson.
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen.
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og ^greiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskrifsargjald er 65 krónur á mánuði.
I lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 linur)
Prentsmiðja Vísis — Edda h.f.
Rangfærslur í tollamálum
Framsóknarflokkurinn getur vart leynt vonbrigð-
um sínum yfir hinni nýju tollskrá. Tollalækkanirnar
eru svo miklu meiri en flokkurinn hafði búizt við, að
/ramsóknarmenn vita vart hvernig þeir eiga að deila
á hið nýja frumvarp. Staðreyndin er sú, að lækkan-
irnar nema tæpum 100 millj. krónum. Því hafa fram-
sóknarmenn reynt að mótmæla, án þess að hafa nokk-
ur rök fyrir mótmælum sínum. Þeir halda því fram,
að bæjar- og sveitarsjóðir verði að bera 50-60 millj.
krónur af lækkuninni vegna þess að innflutnings-
söluskatturinn hefir verið lagður niður. Því sé ekki
um nema 40 millj. kr. tollalækkanir að ræða. Þetta er
auðvitað alrangt. Bæjar- og sveitarsjóðum verður séð
fyrir nýjum tekjustofnum í stað tekna þeirra af þeim
söluskatti, sem nú hverfur. Ríkisstjórnin mun leggja
frumvarp um það fyrir Alþingi áður en það verður
rofið. \
Þá halda framsóknarmenn því fram, að hér sé
raunverulega um enga hagsbót að ræða, því að fjár-
lög hafi hækkað um 1400 milljónir króna síðan 1958.
Þessi röksemd er engu gáfulegri en hin fyrri. Þessi
hækkun fjárlaga er komin til af tvennu. í fyrsta Iagi
vegna þess, að hin hörmulega fjármálastjórn vinstri
stjórnarinnar leiddi til gengislækkunar 1960. Það hafði
þau áhrif að ríkisútgjöldin hlutu að hækka. Því eru
það framsóknarmenn og kommúnistar, sem bera
ábyrgð á meginhluta þessarar 1400 millj. krónu hækk-
unar. I öðru lagi hefir núverandi ríkisstjórn varið mun
meira fé til verklegra framkvæmda og félagsmála en
gert var fyrir 1958. Eðlileg afleiðing þess er að fjár-
lög hækka. Þegar framsóknarmenn harma það, þá
harma þeir um leið að framkvæmdir skuli hafa ver-
ið auknar.
Sannleikurinn er sá, að hið nýja tollafrumvarp
er stórfellt hagsmunamál og raunhæf kjarabót. Um
það geta bændur landsins bezt borið, sem nú munu
geta keypt landbúnaðarvélar sínar á mun lægra verði
en áður. Og eins og formenn samtaka kaupmanna
bentu á hér í blaðinu fyrir nokkrum dögum mun tolla-
lækkunin hafa lækkun vöruverðs í för með sér. Þann-
íg kemur hún öllum landsmönnum til góða. Þetta skilja
allir landsmenn. En framsóknarmenn hafa ekki heil-
indi til þess að viðurkenna það. Þeim er áróðurinn
fyrir öllu og ósannindin eru hiklaust prentuð í Tíni-
anum dag eftir dag.
Bjarni Gíslason stöðvarstjóri í
Gufunesi er nýfarinn til Aust-
ur-Asíu, ásamt konu sinni Guð-
nýju Gestsdóttur, en þar munu
þau hjón dvelja i Bangkok í
Thailandi um hálfs annars árs
skeið. Bjarni hefur verið ráðinn
kennari í fjarskiptum við skóla
sem alþjóðaflugmálastofnunin
— ICAO — hefur hönd í
bagga með, enda er Bjarni ráð-
inn austur þangað á hennar
vegum.
Fréttamaður frá Vísi átti
stutt viðtal við Bjarna Gíslason
skömmu áður en hann fór og
spurði hann um tildrög farar
hans og hvernig á því stæði að
hann hafi verið ráðinn til þessa
starfs.
— Eins og þér er kunnugt,
sagði Bjarni, hófst hin svokall-
aða „tækniaðstoð Sameinuðu
Þjóðanna við vanþróaðar þjóð-
ir“ á árunum 1950/1951. Fénu
sem varið var til þessara starfa
($ 170 milljónir frá 86 þjóðum
árið 1961) var skipt á milli
hinna ýmsu sérdeilda S.Þ., s.s.
Matvæla & landbúnaðarstofn-
unarinnar (FAO), Heilbrigðis-
málastofnunarinnar (WHO), o.
s. frv. Alþjóðaflugmálastofnun-
in — ICAO — fékk 1,6'milljón-
ir dollara til þessara starfa árið
1961. Fyrstu 10 árin var tækni-
Bjarni Gíslason.
RáSina til AUSTUR-ASÍU
leg aðstoð ICAO aðallega fólgin
í því að senda sérfræðinga (t.
d. 2—3) til ákveðinna landa í
takmarkaðan tíma (t. d. 3—6
mán.) til þess að leiðbeina um
störf í þágu flugþjónustu, s. s.
flugumferðarstjórn, veðurþjón-
ustu, fjarskipti o. s. frv. Árið
1959 samþykkti Allsherjarþing
S. Þ. nýja áætlun um tæknilega
aðstoð. Er þar gert ráð fyrir
veigameiri framkvæmdum en
áður. Hvað ICAO viðkemur
leiddi þessi nýja áætlun til
þess að stofnaðir voru skólar —
Training Centres — víðsvegar
um heim. Slíkir skólar eru nú
starfandi í Mexikó, Marokkó,
gg! Thailandi, Tunis, Arabiska sam-
bandslýðveldinu og Indlandi.
Auk framlags frá ICAO,
greiða viðkomandi þjóðir mik-
inn hluta kostnaðarins við
rekstur skólanna og verða að
samþykkja ráðningu sérfræð-
inganna, sem ICAO útvegar.
Skólinn í Bangkok hefur ver-
ið starfræktur um nokkurt
skeið og er kennt flug, flugum-
ferðarstjórn, flugvélavirkjun o.
fl. Nú er f ráði að koma á stofn
fjarskiptadeild við skólann og
verður það m. a. mitt starf.
— Hvernig stóð á því að þér
datt þetta í hug?
-t— Agnar Koefoed-Hansen
benti mér á þennan möguleika,
og ekki má gleyma Friðriki
Diego, umboðsmanni ICAO,
sem studdi mig með ráðum og
dáð.
— Hvenær kom þetta fyrst ti!
mála?
. . | . | — Það er um það bil ár síð-
Omnnpf' hpimsnkn an. Fyrst reiknaði ég algjörlega
v/rn ,uc' iiciiMðuiui með að af þessu yrði Það
; rigndi yfir mig spurningum, sem
Forsetahiónunum hefir borizt boð um að koma í ég þóttist svara jákvætt. síðan
opinbera heimsókn til Bretlands innan tiðar. Með boð- * "f1,
inu sýnir stjórn Bretlands að hún vill treysta hið gamla að gera aðrar ,,áætianir“. Þá
. ,,, , , , , . , , .ae kom bréf frá þeim þar sem
vmattusamband þessara tveggja þjóða, sem um skeið sagði að ég hefði verið vaiinn
rofnaði, og með því sýnir hún íslenzku þióðinni virð- °s yrði ráðinn er ég fuiinægði
llf vissum skilyrðum, þ. á m. átti
mgarvott. að vera yfirlýsing frá Póst- og
símamálastjóra um að hann
væri fús til að lána mig í 18
mán. og alþjóðlegt læknisvott-
orð þar sem væri greinilega
tekið fram að ég þjáisjt ekki af
berklum, taugaveiki, holdsveiki
og ég veit ekki hvað og hvað.
Hið fyrra veitti Gunnlaugur
Briem, póst- og símamálastjóri,
góðfúslega, en hið síðara sam-
þykkti dr. Hannes Þórarinsson
eftir alls konar rannsóknir.
— Hvenær áttu að byrja
þetta nýja starf?
— í ráðningarsamningi mín-
um er miðað við 1. apríl, en að
sjálfsögðu gert ráð fyrir tíma
til að komast á leiðarenda.
— Já, hvernig er ferðaáætl-
unin?
— Héðan til London. Þar
verðum við í 2—3 daga m. a.
til að .fá vegabréfsáritun í
sendiráði Thailands, kaupa föt
sem henta í SA-Asíu, o. fl. Síð-
an með PAA frá London um
Frankfurt, Istanbul, Beirut,
Teheran, Nýju Dehli, Calcutta,
Rangoon og Bangkok. Reiknum
með að vera sólarhring í Beirut.
— Hvað geturðu sagt mér
um Thailand eða Siam eins og
margir kalla það enn í dag?
— Það skulum við fræða þig
um þegar við komum til baka.
Annars höfum við að sjálf-
sögðu aflað okkur margs konar
upplýsinga um landið. Fyrst hjá
Ferðaskrifstofu ríkisins, síðan
fengum við bók um Thailand
frá S. Þ. og ekki má gleyma
upplýsingum frá frú Sigrúnu
Björgúlfsdóttur, ekkju Sigfúsar
heitins Guðmundssonar, en
hann starfaði hjá Trans World
Airlines í Bangkok í 3 ár. Ber
öllum saman um að landið sé
dásamlegt og fólkið elskulegt.
— Hvernig lízt konu þinni á
þetta „flan“ þitt?
— Hún fékk mikinn áhuga
fyrir þessu strax í upphafi og
hvatti mig til að sækja um
þetta og vegna fjarveru minnar
erlendis hefur mestur undirbún-
ingur ferðarinnar fallið í hennar
hlut.
— Eru nokkrir íslendingar
þarna?
— Það held ég ekki, en við
getum e. t. v. átt von á þeim,
m. a. vegna Olympíuleikanna í
Japán á næsta ári.
— Þið komið væntanlega
aftur?
— Já, vissulega. Ráðningar-
samningurinn er bundinn *við
18 mánuði og er raunverulega
milli ICAO og Póst- og síma-
málastjórnarinnar, þ. e. ég er
„fenginn að láni“ þennan tíma.
— Hvert verður svo starf
þitt?
— I ráðningarsamningi mín-
um stendur að ég eigi að starfa
að kennslu í fjarskiptum og
öðru sem mér kann að verða
falið í sérgrein minni.
— Hvernig er loftslag þarna?
— Meðalhiti mun vera um 30
stig á Celsius og rakastig frem-
ur hátt.
— Hefur þú nokkra reynslu
fyrir slíku?
— Nei.
— Hvað eru margir íbúar í
landinu?
— Um það bil 25 milljónir.
ég veit það ekki nákvæmlegá.
Allsherjarmanntal átti að fara
fram í apríl 1960, en mér er
ekki kunnugt um niðurstöður.
Fólksfjölgun er um 2% árlega.
I’ Bangkok munu vera 2 y2 millj.
iæft vsð Bjnrna GísBason, stöðvnr-
stjóra p lÉufnnesi, sent er nýfnrinn
fii starfa í THAILANDB
toa