Vísir - 01.04.1963, Blaðsíða 10
70
VÍSIR . Mánudagur 1. april 1963.
Vorhappdrætti Krabba-
meinsfélagsins erhafið
Vinningur er glæsilegasta hjólhýsi, sem sést hefur á fslandi.
Miðinn kostar aðeins kr. 25.00. — Dregið verður þ. 14. maí 1963.
Munið gott málefni. - Vinningurinn er skattfrjáls.
Krabbameinsfélag Reykjavíkur.
AÐALFUNDUR
deildo KRON verða sem hér segir:
Þriðjudaginn 2. apríl 1. og 2.
Miðvikudaginn 3. — 3. — 4. — (Búðir Ægisgata 10 og Þverveg 2A)
Fimmtudaginn 4. — 5. — 6. — (Búðir Nesveg 31 og Dunhaga 10)
Föstudaginn 5. — 8. — 9. — (Búðir Barmahlíð 4 og Bræðraborgarstígur 47)
Mánudaginn 8. — 11. — 13. — (Búðir Langholtsvegur 130 og Hrísateigur 19)
Þriðjudaginn 9. — 14. —15. — (Búðir Langholtsvegur 24 og Tunguvegur 19)
Miðvikudaginn 10. — 12. — (Búðimar í Kópavogi)
Fundirnir verða allir haldnir í fundarherbergi félagsins á Skólavörðustíg 12 og
hefjast kl. 8,30 e. h. Nema fundur 12. deildar, sem haldinn verður í Gagnfræðaskól-
anum við Digranesveg, Kópavogi.
KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS.
Athugasemd
Herra ritstjóri. i
Hinn 27. þ.m. birtist „Athuga-
semd“ í blaði yðar frá Sigurði
Sigurðssyni, formanni Félags ís-
lenzkra myndlistamanna. Gerir
formaðurinn þar tilraun til að leið-
rétta samtal er blaðið átti við mig
hinn 19. þ.m.
Sigurður Sigurðsson telur viðtal-
ið „mjög ofsafengið og ósatt‘!, og
ekki svara vert. Þó gerir hann til-
raun með að leiðrétta tvö atriði
þess, hefur þar meira erfiði en ár-
angur.
Hið fyrra atriðið, er hann tekur
fyrir, er um réttmæti þess að Fé-
lag íslenzkra myndlistamanna fari
eitt með sýningarundirbúning og
umboð íslands, gagnvart Norræna
listbandalaginu. Athugasemd for-
mannsins er byggð á fölskum for-
sendum. Umboð það er félagið
fékk frá ríkisstjórninni í upphafi,
er aðeins var eitt myndlistafélag
hér á landi, féll úr gildi, er stofnuð
voru fleiri félög, sem ásamt utan-
'élagsmönnum eru fjölmennari en
félagið sem Sigurður Sigurðsson
veitir nú forstöðu. Formaðurinn
reynir að réttlæta sitt ímyndaða
alræðisvald með því að segja: „í
Félagi íslenzkra myndlistamanna
eru flestir íslenzkir listamenn",
ætti þó að vita að svo er ekki.
Gaman væri að sjá lista yfir þá
utanfélagsmenn, er sýnt hafa er-
lendis með FíÍ.L. í þau 10 ár sem
félagar Sigurðar hafa haft einok-
unaraðstöðu (í blóra við venjur
annarra sambandsaðila).
„Skipting þátttakenda" yrði
sennilega nokkuð einhliða, eftir
þeirri skýrslu. Satt mun vera að
skiptingin hafi ekki rýrt listgildi
sýninganna (í hvert skipti). Til-
þrifin hafa verið sviplík, einnig
árangurinn.
Annað atriðið, er formaðurinn
tekur fyrir, fjallar um sýningu í
París á þessu ári, og fjárveitingu
Alþingis til hennar. Þar er til að
svara, að athugasemd formannsins
kemur heldur seint, hann hefði átt
að andmæla í desember er fréttin
birtist á prenti. (Sjá Morgunbl. 14.
desember 1962). Frétt þessi reynd-
ist röng, en ekki óeðlilegt að ég
glæptist á henni, því á síðari tím-
um hafa tilkynningar F.Í.L. borið
keim af vel þekktum fyrirmynd-
um. Þær hafa verið birtar er búið
var að velja og senda hátttökuverk
íslands áleiðis. Fé það er Alþingi
veitir: „Til íslenzkrar listsýning-
Trúlofunarhringar
Garðor Ólafsson
Úrsmiður við Lækjartorg, sími
10081.
ar“ í því og því landi N.L.B. hefur
gengið óskert til F.Í.L. með einni
undantekningu, er þáverandi
menntamálaráðherra, Bjarni Bene-
diktsson, neitaði að greiða styrk-
inn fyrir Rómarsýningu Norræna
Listbandalagsins, nema alhliða
þátttaka kæmi til.
Að Iokum lætur Sig. Sigurðsson
í ljós, all þykkjuþungur, að það sé
harla kynlegt athæfi að leita ekki
álits hans og félaga F.Í.L. „áður
en rokið er upp til handa og fóta
með skömmum og brigzlyrðum".
Svo mörg eru þau orð. Hvernig
væri það yfirleitt, ef ritstjórar
blaða og tímarita gengju milli
manna og leituðu eftir áliti þeirra
um sannleiksgildi viðtala? For-
maður F.Í.L. virðist álíta þumbara-
hátt félagsins hafinn yfir alla gagn
rýni, og 10 ára einstefnuakstur
sæmandi lýðræðisríki.
Með þökk fyrir birtinguna.
Finnur Jónsson.
X-
Ritstjóri Vísis, dr. Gunnar G.
Schram, birtir í blaði sínu miðviku-
daginn 27. marz grein er nefnist
„Deilur um myndlist“ og er út af
samtali við undirritaðan í Vísi
þann 19. sama mánaðar, ennfremur
út af Ieiðara í blaðinu nokkrum
dögum seinna, um sama efni. Það
er víst fremur fágætt að ritstjóri
ráðist á leiðara blaðs síns, sem með
ritstjóri hans hefur skrifað. Ein-
hverjir verða að vera frumlegir,
sennilega heyrir þetta undir fyrir-
bærið „Ótrúlegt en satt“, sem og
önnur sjaldgæf fyrirbrigði.
Ég tók það fram í nefndu við-
tali, að því væri ekki stefnt gegn
neinum listamönnum eða ismum,
heldur gegn því, að einu listamanna
félagi í landinu skuli vera leyft að
halda cinokunaraðstöðu varðandi
þátttöku íslands í sýningum Nor-
ræna listbandalagsins, og sem kost
aðar eru af almannafé.
Viðtal þetta fjallar eingöngu um
það efni, svo og nauðsyn þess að
sett yrðu lög og reglur viðvíkjandi
tilhögun og framkvæmd íslenzkra
listsýninga, sem kostaðar eru af
opinberu fé, með hliðsjón af því
fyrirkomulagi, sem tíðkast í ná-
grannalöndunum. Það er því algert
„vindhögg“ hjá doktornum (svo
notuð séu hans eigin orð), að fara
að flækja málið með háttstemmdri
slagorðalistfræði, ismum og ab-
strakti, sem ekkert koma þessu við.
Ég vil taka það fram, að átíll og
orðlag nefnds viðtals er, eins og
það ber með sér, að verulegu leyti
mitt verk. Doktornum finnst við-
talið og yfirleitt það sem lista-
menn rita, of hvassyrt. Mér skilst,
til dæmis, að hann vilji ekki láta
kalla ofbeldi ofbeldi, eða óbilgirni
óbilgirni o. s. frv„ heldur nota ein-
hver önnur orð um þess háttar. En
þá eru hinir vísu landsfeður vorir
(blessaðir stjórnmálamennirnir)
litlu betri þegar þeir eru ósam-
mála og deila hver á annan, án þess
þó að ritstjórar verði hneykslaðir
eða finni sig knúða til vandlætinga-
semi í þeirra garð af þeim sökum.
Um listfræði doktorsins get ég
verið fáorður, þó er þar eitt atriði,
sem ég vil minnast á. Hann talar
um „fomíslenzkan raunsæisstíl" í
málverkum. Verð ég að játa, að
það listfyrirbæri hef ég aldrei heyrt
nefnt og held ég að fullyrða megi,
að það hafi aldrei verið til, |jví
miður.
Slettum doktorsins um „götu-;
strákaskríl" o. s. frv. vísa ég bein-
ustu leið til föðurhúsanna, og vil
í því sambandi minna á hið sígilda,
forna heilræði: „Þeir, sem búa í
glerhúsi, eiga ekki að kasta stein-
um“. Finnur Jónsson.
Vegna þessarar athugasemdar
Finns Jónssonar vill Vísir taka fram
eftirfarandi:
Finni Jónssyni er fyllilega heim-
ilt að láta í ljós skoðanir sínar á
vali listaverka á sýningar erlendis
hér í blaðinu, enda er Vísir frjáls
vettvangur til umræðna um þau
mál, ekki síður en önnur sem á
dagskrá eru. Hins vegar er Vísir
ekki kvaddur til dómarasætis í
deilu Finns við aðra myndlistar-
menn. Það er kjami málsins, þótt
Finnur Jónsson virðist enn ekki
hafa gert sér grein fyrir því.
fólk
Kennedy.
Eins og allir vita er það
Kennedy forseti, sem er upp-
hafsmaður að 80 Idlómetra
göngunni, sem nú er áð breið-
ast út um allan heim.
En vegna þess hve slæmur
Kennedy er í bakinu getur
hann ekki gengið þessa 80
kílómetra og verður því að
láta sér nægja að rugga sér
daglega góða stund í ruggu-
stólnum sínum, sem sjálfsagt
er orðinn heimsfrægur.
Nú hafa nokkur hundruð
kvenna i Florida undirbúið
ruggustólsmarathon. Keppend
ur eiga að rugga sér dag og
nótt þangað til aðeins ein er
eftir vakandi. Hún verður sig-
urvegari — og í verðlaun fær
hún ný húsgögn í íbúð sína,
og verður sjálfsagt ruggustóll
þar á meðal.
Mona Lisa
Mesti listaviðburður ársins
í USA er vafalaust koma
Monu Lisu til Washington og
New York, en eins og kunn-
ugt er lánaði Louvre safnið i
París Kennedy forseta persónu
Iega þetta 459 ára listaverk
Leonardo de Vincis.
Auk hinna mörg hundruð
þúsund áhorfenda, sem komið
hafa að sjá listaverkið á þeim
tímum, sem National Gallery
í Washington og Metropolitan
Museunt of Art i New York
höfðu það til sýnis, komu heilu
bekkirnir af skólabörnum
þangað snemma á morgnana.
Að sjálfsögðu var nemend-
um skýrt frá hve óvenjulegt
og merkilegt þetta væri — að
sjá eitt frægasta Iistaverk
heims í „frumútgáfu“. Og hin-
ir allra yngstu voru látnir nota
þetta tækifæri á dálitinn sér-
stakan hátt.
Sex og sjö ára gamlir nem-
endur fyrsta bekkjar skóla i
Silver Spring, sem er úthverfi
borgarinnar Maryland, sem er
í nágrenni Washington, voru
látnir teikna Monu Lisu og
brosið hennar fræga eins vel
og þeir gátu mfcð litum sín-
um. Og jafnvel þótt við sjáum
niyndina aðeins f svarthvítu
má glöggt sjá að unga lista-
fólkið hefur haft sínar skoð-
anir á listaverkinu.
Og hvað fannst svo nem-
endunum um brosið fræga?
„ held að hún hefði verið
mjög góð mamma,“ sagði einn
af hinum ungu listgagnrýnend
um.