Vísir - 01.04.1963, Síða 15

Vísir - 01.04.1963, Síða 15
 . Mánudagur 1. apríl 1963. :s © tramhaldssaga eftir Jane Blackmore stjörnuskin og skuggar — Þú svafst, sagði hann vand- ræðalega. Hann hafði snúið sér við og horfði á hana. — Jæja, þú varst þá á ferli í nótt, sagði David lágt. — Og ef svo var sé ég ekki, að það komi þéi\ neitt við. — Ef til vill — ef til vill ekki. — Felicity, sagði Rupert bros- andi og gekk til frú Vane. Má ég ekki hella í bollann þinn? — Rupert, sagði hún svo lágt, að það varla heyrðist, — segðu okkur hvað þú varst að gera? Brosið hvarf ekki af vörum hans og hann horfði enn á hana. —- Ef ykkur er svona mikið áhugamál að komast að raun um hvað ég aðhafðist síðastliðna nótt, væri kannski ekki úr vegi, að þið spyrðuð ungfrú Thornhill hvað hún Var að gera, Sorrel reyndi að stappa í sig stálinu, en hún var því ekki við- búin að þau myndu öll fara að stara á hana, ásakandi augum. Hún titraði frá hvirfli til ilja. Ailt í kringum hana hvarf eins og f þoku. Andartak var sem hún sæti alls ekki í sófanum, hfeldur á hörðum bekk, fyrir framan trégrindur — og að allt í kringum hana væru ókunnug, óvinsamleg andlit. Svo heyrði hún eins og úr fjarska ung- lingslega rödd Lauru: — Getur ekki einhver sagt mér hvað er eiginlega um að vera? Þetta er alveg ægilega spennandi og ég botna ekki neitt í neinu. Nú leið þetta hjá. Hún sat þarna í sófanum og enn störðu allir á hana og biðu eftir, að hún svar- aði. Diana var heiftarleg og ásak- andi á svip, augnatillit frú Vane bar skelfingu vitni og David horfði á hana rannsakandi, köldu augna- ráði. Hún leit niður — horfði á gólfteppið við fætur sér. — Ég heyrði eitthvað, sagði hún hægt, og ég fór niður til þess að sjá hvort ég yrði einhvers vísari. — En hugrökk, hrökk upp úr Lauru við hlið hennar. Hún horfði nú á hana með aðdáun í augum. Ég mundi hafa breitt upp yfir höf- uð. En enginn anzaði Lauru. — Hvenær heyrðuð þér þetta? spurði David. — Ég er ekki alveg viss. — Reynið að muna það. — Ég býst við, að það hafi verið laust fyrir miðnætti. — Og af hverju haldið þér það? — Það var ekki búið að slökkva á útvarpstækinu og nýbúið að lesa seinustu kvöldfréttir. — Og þér fóruð fram á gang- inn? — Já. — Hvað gerðist svo? — Ég stóð kyrr í sömu sporum og hlustaði. Hljóðið hafði borizt upp héðan af hæðinni. — Hvers konar hljóð var þetta? — Það var líkast því, sem dyr hefðu verið opnaðar. Hann stóð upp og gekk til henn- ar. Og henni fannst nú sem þau væru þarna tvö ein. Hann virtist í hugaræsingu, eins og það sem hún hafði sagf hefði gert hann í senn glaðan og kviðinn. Hvað gerðuð þér svo? — Ég gekk að stiganum. — Logaði ljós? — Nei. það var dimmt, en mér — mér sýndist bregða fyrir ljósi hérna niðri, ljósi sem hvarf. — Haldið áfram. Sorrel yppti öxlum. — Jónatan kallaði. — Jónatan, æpti Diana. — Hann dreymir stundum illa, sagði Sorrel af viðkvæmni, og hann sé á flótta undan hverju illu, — en hann gerir sér ekki grein fyrir því sjálfur. — Hann ætti að fá að sofa í herbergi nálægt svefnherbergi okk- ! ar, sagði Diana hásum rómi. Þetta j hef ég alltaf sagt. En enginn tekur i tillit til þess. Ég er líka bara móðir j hans. 1 — Jæja, þá höfum við skýring- i una, sagði Rupert. Það var aðeins I' Jónatan! David sneri sér að honum. i — Aðeins Jónatan, sagði hann með spurnarhreim og hélt svo i áfram að spyrja Sorrel. — Fóruð þér inn til drengsins? i — Já, hann svaf. Ég breiddi yfir i hann og beið dálítið til þess að vera viss um, að hann svæfi ró- lega. Svo fór ég frá honum ... 1 Hún hikaði. — Og svo? spurði David. — Ég — ég sá frú Bagley ganga niður stigann. — Diana, kallaði Rupert. Nú horfðu allir á Diönu. Hún rétti úr sér. Hún starði á Sorrel, næsta föl. — Þér segið, að þér hafi verið ems ein- hjá Jónatan. Hvernig getið þér . sannað það? Hver getur sannað ! það? Drengurinn svaf ... J Sorrel stóð snöggt á fætur. — Við hvað eigið þér með þessu? — Það er satt, að þér voruð ekki í herberginu yðar. Ég leit þangað inn. Og ég gekk niður stig- ann. Rupert var horfinn — og það voruð þér líka. — Aha, tautaði Laura hrifin, þar kom hneykslið! — Ég hef sagt, að ég gekk aftur til herbergis mins, eftir að ég var inni hjá Jónatan. — Þér ljúgið, hrópaði Diana. Þér fóruð niður stigann — til þess að hitta Rupert. Sorrel fannst blóðið vera að stirðna I æðum sfnum. Hún var máttlaus í hnjáliðum, en hún þvingaði sig til þess að standa áfram — og til þess að horfa ekki á David Vane, en hún fann, að hann horfði stöðugt á hana. Diana hélt áfram eins og í móð- ursýkiskasti: — Það er aldrei tekið neitt tillit til mín í þessu húsi — og þannig hefur það verið mörg undanfarin ár. Minn eigin sonur fær ekki að sofa nálægt mér. Enginn tekur neitt tillit til mín — og svo kom- uð þér hingað! — Stilltu þig, Diana, hvæsti Rupert. Hún sneri sér snögglega að hon- um. — Stilla mig. Ég sá ykkur — bæði tvö — í testofunni í dag. — En þú sagðir . .. — Ó, já, svaraði hún... ég sagði. En ég var þar. Þið voruð svo niðursokkin i það, sem þið voruð að tala um, að þið veittuð mér enga athygli. Hún sneri sér að móður sinni og horfði á hana köldu augnaráði, og það var eins og frú Vane hrykki inn í sjálfa sig undan tilliti hennar. — Ertu nú ánægð, mamma? Fyrst tökstu son minn frá mér. Svo læturðu Rupert koma hingað með þennan kvenmann. Og undir þessu þaki - þakinu á þínu eigin húsi laumast þau út, svo að þau geti.. — Haltu þér saman. Það hljómaði sem svipusmellur og það var David Vane, sem talað hafði. Diana sneri sér við hægt og til- lit augna hennar var illilegt. — Þú líka, David, sagði hún lágt og af fyrirlitningu. Ó, ég veit svo sem hvaða áhrif hún hefur haft á þig. Ég hef haft augun opin og eyrun. Þér finnst hún vera hlýleg og góð í sér, sorgbitin, einmana kona, verð samúðar. En þú ert karlmaður -— og hefur látið vélast, vegna þess að hún er snoppufríð og lék sitt hlutverk vel. Hún er galdranorn. Og hún er á góðum vegi með að gera ykkur öll brjáluð! Hún var náföl, en það var sem eldur brynni úr augum hennar. — Ykkur öll, hélt hún áfram. Þið getið bara spurt hann Rupert, — hann var með henni í nótt. Enginn hreyfði hönd eða fót. Enginn sagði neitt. Og loks var það Sorrel, sem rauf þögnina. ■— Jæja, Rupert? Aðalástæðan fyrir því að ég er nú orðin 104 ára er, að því er ég bezt get séð, að ég er fædd árið 1859 ... VARMA PLAST EINANGRUN A RÖR OG ,7EGG3 fyrirliggjandi Ml UIUUII ((V. ^ Y! | i;. > V -' s 22997 ■ Grettisgötu 62 Þ Þorgrimsson & Co. Suðuriandsbraut 6. Sími 22335 22235 SÆNGUR Endumýjum götniu sængum- ar. Eigum dún og fiðurheld ver. Dún og fióurhreinsun Kirkjuteig 29. Simi 33301 A R 2 A N Apakonungurinn teygði fram loðna krumluna, i þeirri von að 3UT TAK.ZA.N FEFTUY A\OVEI7 ASIFE, STRIK.ING FEEPLY WITH HIS K.NIFE! THE SAVAGE 50LAT HTCHEP FOKWAK.F AN7 COLLAPSEF IN PEATH | fltK Vah SuREH JOHrl CtlAMO P E R IVl A, Garðsenda 21, simi 33968 Hárgreiðsiu- og snyrtistofa Ðömur, hárgreiðsla við allra hæfi. TJARNARSTOFAN, Tjarnargötu 10, Vonarstrætismeg in, Simi 14662. Hárgreiðslustofan HÁTONl 6, simi 15493. Hárgreiðsiustofan SÓLE Y Sólvallagötu 72, Sími 14853. Hárgreiðslustofan PIROLA Grettisgötu 31, simi 14787. Hárgreiðslustofa 'ESTURBÆJAR Grenimel 9, sími 192L3. Hárgreiðsiustofa SVÖNU ÞÓRÐARDÓTTUR, Freyjugötu 1, simi 15799. Hárgreiðslustola AUSTURBÆJAR (Maria Guðmundsdóttir) Laugavegi 13. sími 14656. Nuddstofa á sania stað. f*................................... íifítr. by t’nitrd Frnturf Svmlical*'. !i geta klórað andstæðing sinn — en Tarzan færði sig til hliðar ■ og stakk hnífnum sínum á kaf í brjóst hans. Hinn grimmi Golíat hrasaði féll fram yfir sig — dauður. Ódýrir herrasokkar

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.