Vísir - 01.04.1963, Blaðsíða 16
4
//
Mánudagur 1. apríl 1963.
MÓTI
HER I
LANDI
/4
Seint í fyrrakvöld, eða um ellefu
leytið, réðst ölvuð stúlka inn í
bækistöð sem ameríski herinn hef-
ur að Sólvallagötu 11.
Komst hún þar í kast við hús-
vörðinn, kynnti sig sem lögreglu-
konu og heimtaði inngöngu í húsið,
en það meinaði húsvörðurinn henni.
Við það kom berserksgangur á
meyna, skellti hurðum harkalega
og braut rúðu í útidyrahurð. Var
lögreglunni þá gert aðvart. Hún fór
á staðinn, handtók stúlkuna og
flutti í fangageymslu. Við yfir-
heyrslu gerði stúlkan þá grein fyrir
framferði sínu, að hún væri á „móti
her í Iandi“.
Sjö í
bílveitu
Á laugardagskvöldið valt bif-
reið á Sogavegi við skeiðvöll-
inn.
Þetta var jeppabifreið og
voru í henni sjö manns, þrír
fullorðnir og fjögur börn. Allt
fór það, eða var flutt, 1 slysa-
varðstofuna til athugunar, en
reyndist lítið slasað, að því
undanteknu þó, að einn farþeg-
inn hafði skorizt á hendi.
Ekki er blaðinu kunnugt um
skemmdir á jeppanum, en grun-
ur lék á að ökumaðurinn hafi
verið undir áhrifum áfengis og
var meðhöndlaður samkvæmt
því.
A myndinni sést jeppabifreið-
in sem hvolfdi í fyrradag
skammt frá skeiðvellinum. —
Lögreglan og ungir áhorfendur
eru komnir á staðinn.
KB Elding sveigir inn á Reykjavíkurhöfn kl. 10.30 í morgun. Báturinn er átta ára gamall og mjög rennilegur. Ganghraði neðansjávar er yfir
20 mílur, svo brezkir togarar eiga sér ekki undankomu auðið. Kafbáturinn liggur við Ingólfsgarð og er almenningi til sýnis í dag kl. 3—5.
Fyrsti islenzki kafbáturínn kemur
landhelgisbriótum á óvart
Stórmerkilegt spor hefur nú
verið stigið i landhelgismálum
Islendinga, sem kann einnig að
hafa verulega þýðingu í útvegs-
málunum. Fyrsti íslenzki kafbát-
urinn hefur verið keyptur til
landsins, KB Elding. Er það
Landhelgisgæzlan sem keypti
hann í febrúar s. I. í Bandaríkj-
unum. Kaupverðið var lágt, að-
eins 27 millj. kr. Er þetta gam-
all 630 tonna kafbátur af Sea
Wolf gerð. Er hann búinn full-
komnustu tækjum til radar-mið-
ana og fiskleitar. Hann er knú-
inn venjulegum dieselvélum með
„schnorckel“ útbúnaði, en hægt
að setja í hann kjarnorkuvél.
Það var í morgun sem for-
stöðumenn Landhelgisgæzlunn-
ar skýrðu í fyrsta skipti opin-
berlega frá þessum merka á-
fanga, þegar KB Elding kom
siglandi inn á höfnina í Reykja-
vík. Var það bandarísk áhöfn,
sem sigldi honum hingað til
lands, en hinn góðkunni skip-
herra, Eirikur Kristófersson,
hafði þó tekið við skipstjórn-
inni í New Jersey. í dag verð-
ur kafbáturinn almenningi til
sýnis.
Kaupin á kafbátnum hafa far-
ið fram með mikilli leynd, enda
er hlutverk kafbátsins fyrst og
fremst að koma enskuhi land-
helgisbrjótum á óvart. Má geta
nærri að togurunum frá Grims-
by og Hull mun bregða í brún,
þegar þeir eru í ró og næði að
veiðum innan landhelgi, að allt
í einu dúkkar kafbátstrjóna upp
Framh. á bls. 5
í gærdag, klukkan rúmlega 4,
varð alvarlegt umferðarslys á Bú-
staðavegi, þar sem 5 ára drengur
hlaut mikinn áverka á höfuð, auk
þess sem hann lærbrotnaði.
Rétt áður en slysið varð hafði
strætisvagn numið staðar við
stoppistöðina í Bústaðahverfi
gegnt braggaþyrpingunni sem þar
er. Margt fólk fór úr vagfiinum og
þ.á.m. allmargir krakkar. Nokkrir
krakkanna fóru aftur fyrir strætis-
vagninn og þar yfir götuna. En
rétt í þessu bar að fjögurra manna
fólksbifreið, sem var á leið austur
Bústaðaveginn, og einn krakkanna,
5 ára drengur, Eiríkur Karisen að
nafni, lenti á hægri hlið bifreiðar-
| innar og mun að öllum líkindum
! hafa Ient með höfuðið á hurðar-
| húninum. Drengurinn skall i göt-
\ una, en ekki liggur ijóst fyrir hvort
i bifreiðin hefur farið yfir hann eða
' ekki.
! Eiríkur litli var þegar í stað
! fluttur í slysavarðstofuna, þar sem
meiðsli hans voru könnuð og
reyndust þau svo mikil, að dreng-
urinn var fluttur í Landakots-
spítala, þar sem hann liggur nú.
Læknar óttuðust í gærkvöldi að
sprunga hafi myndazt í höfuðkúp-
unni, en töldu drenginn samt ekki
lífshættulega slasaðan. — Auk
áverka á höfðinu var hann lær-
brotinn.
Við siglum í kvöld, sagði Eiríkur Kristófersson skipherra og var hinn
aldni heiðursmaður ákafur að handsama fyrsta landhelgrbrjótinn.
Með honum á myndinni er Lt. Short, hinn bandaríski aðstoðarforingi.
Talsvert síldarmagn er á Hrauns-
víkurgrunni, en erfitt að ná henni.
Þetta hafði fréttaritari Vísis á
Akranesi eftir skipstjóranum á
Haraldi, sem kom inn með rifna
nót f gærkvöldi. En síldin virðist
vera að færast vestar og utar. Sig-
urfari var f morgun á leið til Akra-
ness með 350 tn.
Sigurfari er annars búinn að
vera sérlega heppinn síðan
hann fór á síldveiðarnar fyrir
4 dögum, en hann kom inn f
gær með 470 tn., sem hann
fékk á Hraunsvík, og fór svo
þegar út aftur, en alls hefur
hann fengið 14—1500 tunnur
á 4 dögum.
MIKIL AFLAKLÓ.
Með Sigurfara er ungur maður,
sem virðist ætla að verða mikil
aflakló. Hann hefur ekki verið
formaður nema síðan í haust, er
Skagamaður, 24 ára að aldri, og
heitir Nikulás Brynjólfsson.
/ I
, ( I