Vísir - 04.04.1963, Blaðsíða 2
2
V í SIR . Fimmtudagur 4. apríl 1963.
y////m '//////smw/////.
rn
/////////// ////////// \ ////
Körfuknattleikur:
KR skoraði 116 stig
Vann KFR með 47 stiga mun
1 gærkvöldi léku KR og KFR í
meistaraflokki. Nær sanni væri að
KR hefði leikið sér að KFR. Heldur
var KFR fáliðað við fyrstu sýn.
Vantaði bæði Sigurð Helgason og
Hörð Bergsteinsson, sem birtist þó
er nokkuð var liðið á fyrri hálfleik.
KR liðinu tókst vel upp í þessum
Ieik, enda var vörn KFR ekki neitt
til að guma af. KFR skoraði fyrstu
tvö stigin, en þá tóku KR-ingar við
og skoruðu 14 stig 1 röð. Jafnaðist
nú leikurinn nokkuð, en KR hafði
alltaf nálægt tíu stigum yfir. Undir
lok fyrri hálfleiks sóttu KR-ingar
sig nokkuð og Iauk fyrri hálfleik
með 49:29 fyrir KR. Er þetta ó-
.
Bí-i
Jiiiiyl
Einar Bollason, KR.
venjuhá stigatala og má til gamans
geta þess, að í leikjum sínum fram
að þessu hafði KR skorað að með-
altali 52 stig. Framan af seinni hálf
leik hélzt stigamunurinn nokkuð
jafn, KR hélt þó áfram að smá-
auka forskot sitt og er seinni hálf-
leikur var rúmlega hálfnaður stóðu
leikar 92:60 fyrir KR. Hljóp þeim
þá kapp í kinn og var greinilegt, að
þá langaði að ná 100 stigum. Gekk
það nokkuð greiðlega og er því tak
markinu var náð færðist nokkur
deyfð yfir leikinn. Nokkru seinna
var sem þeim yxi ásmegin og tóku
þeir til þar sem frá var horfið. Leik
inn unnu þeir með miklum yfir-
burðum, 47 stiga mun, skoruðu 116
stig gegn 69. Lið KFR var heldur
tætingslegt. Langbezti maður liðs-
ins var Einar Matthíasson (28 stig),
hann var eini maður liðsins sem
virtist með á nótunum. Næstur hon
um, hvað getu snerti, gekk Ólafur
Thorlacius. Marinó lék stöðu mið-
herja og er það greinilega ekki
hans sterkasta hlið. KR átti í heild
góðan Ieik. Liðið féll vel saman, ó-
venjuvel miðað við fyrri leiki þess
í mótinu. Einar Bollason (38 stig)
var hvað beztur KRinga _og stjórn-
aði hann liðinu röggsamíega. Gutt-
ormur átti sinn bezta leik I mótinu
til þessa (31 stig). Þá átti Kristinn
Stefánsson og ágætan leik. Gunnar
Gunnarsson var mjög góður í
vörn.
Næst verður Ieikið þriðjud. 9.
apríl og er það síðasta leikkvöldið
í mótinu, Mætast þá KR og Stúd-
entar, ÍR og KFR. —- þss.
Sfaðan ú körfu-
knattleiksmótmu
IR 7 7 0 525:310 14
Ármann 8 6 2 471:436 12
KFR 7 3 4 411:470 6
KR 7 23 5 432:430 4
ÍS 7 0 7 247:440 0
Hamragili
Að vanda gangast ÍR-ingar fyrir
páskaviku við sinn nýbyggða og
glæsilega skíðaskála í Hamragili
við Kolviðarhól.
Þar sem aðeins er svefnpláss
fyrir 46 manns má búast við að
færri geti dvalizt þar en þess óska,
en dvalarleyfin verða seld í ÍR-
húsinu við Túngötu n.k. fimmtu-
dag og föstudag kl. 5—7 e.h.
Gestum verður séð fyrir fæði
allan tímann og þurfa því aðeins
að hafa með sér svefnpoka, skiði
og fatnað, en gestir þeir sem að-
eins dvelja á daginn við skálann
geta fengið keyptar veitingar.
Ferðir verða frá BSR á miðviku-
dagskvöld og á hverjum morgni og
til baka að kvöldi.
Skíðasnjór er sæmilegur I Hamra
gili og 1 Skarðmýrarfjalli, þá er
I nægur snjór í Innstadal og í
j Hengli, en þangað verða farnar
■ gönguferðir þegar veður leyfir und
j ir stjórn kunnugs manns.
j Skíðakennsla verður fyrir þá sem
| þess óska og að lokum verður
! skíðakeppni.
j Á kvöldin verða haldnar kvöld-
vökur fyrir dvalargesti og e.t.v.
dansað.
HOLSTEIN-KIEL
TIL FRAMARÁ
I byrjun júní kemur þýzka at-
vinnuliðið Holstein-Kiel í heim-
sókn til Fram og leikur 4 leiki hér.
Er þetta fyrsta þýzka atvinnuliðið,
sem kemur hingað eftir stríðið.
Holstein-Kiel er eitt af þekktustu
Iiðum Þýzkalands. Það hefur verið
Þýzkalandsmeistari, 6 sinnum
norður-þýzkur meistari og 2 norð-
ur-þýzkur bikarmeistari. Auk þess
urðu áhugamenn félagsins Þýzka-
landsmeistarar 1961.
Holstein-Kiel leikur I norður-
ligunni og hefur undanfarið verið
í 3.—5. sæti. 16 lið eru í fyrstu
deild á þessu svæði. Tvö efstu
liðin þar eru Hamburg SV (með
Seeler, Dörfel o.fl. landsliðsmenn)
og Werder Bremen, en þau hafa
um árabil verið með allra sterk-
ustu liðum Þýzkalands.
Á þessu ári verða þær breyting-
ar á tilhögun í þýzku meistara-
keppninni, að landið verður gert
að einu keppnissvæði, f stað 5
(með Berlín), og verða 16—18 lið
í meistarakeppninni. Það er talið
fullvíst, að Holstein-Kiel verði eitt
af þessum liðum.
Til marks um styrkleika félags-
ins í dag er jafnteflisleikur þess
(1:1) við Hamburg SV fyrir
skömmu. Hamburg SV gerði um
svipað leyti jafntefli við ungverska
landsliðið (2:2) I Hannover.
Meginstoðir Holstein-Kiel er aft-
asta vörnin og innantríóið.
Um líkt leyti og Holstein-Kiel
kemur til íslands, á félagið að
leika 2 leiki við Ipswich Town,
ensku meistarana frá því I fyrra.
Erlendat'
Sréttir
— Norski blaðamaðurinn Karl
Lyche segir nýlega I við/:ali við Aft-
enposten að ekki sé við öðru að
búast í Tokyo en hinum versta
„kaos“, eins og hann orðar það,
og segir hann að þátttakendur, á-
horfendur og blaðamenn muni ekki
fara varhluta af því er þar að kem-
ur. Lyche segir þetta stafa af því
hve fáir Japanir tala ensku eða
eitthvert annað Evrópumál, umferð
in I Tokyo býr við mjög erfið vanda
mál, og öll hótel eru upppöntuð,
allt frá kjallara upp í hanabjálka
yfir OL-tímabilið. Framkvæmdir
við mannvirki leikanna ganga seint
og urðu framkvæmdirnar nýlega
aðalvopnið gegn borgarstjóra Tok-
yo nú nýlega er borgarstjómarkosn
ingar fóru fram.
Siglfirðingar undirbúa
skíðalandsmótið
Alls hafa nú 86 keppendur til-
kynnt þátttöku í skíðalandsmótinu,
sem fram fer á Siglufirði um pásk-
ana. Það er vitað að þangað koma
18 keppendur frá Reykjavík, 10 frá
Akureyri, 17 frá ísafirði, 6 frá Ól-
afsfirði, 2 frá Ungmennasambandi
Eyjafjarðar og 3 frá Ungmennasam-
bandi Austurlands. Þá er vitað að
30 Siglfirðingar muni taka þátt í
landsmótinu, svo að þeir heima-
menn verða langfjölmennastir og
sterkastir.
Siglfirðingar eru að ljúka öllum
undirbúningi mótsins. Keppnisbraut
ir hafa verið mældar út og lagðar.
Skíðagangan fer fram á Súlum, svig
og stórsvig í Skarðsdal og skíða-
stökk í Hvanneyrarskál. Mikil veð-
urblíða hefur verið í Siglufirði, logn
og sólskin, hlýtt er á daginn en
örlítil næturfrost.
Siglfirskir skiðamenn æfa nú af
kappi undir mótið og jafnframt
eykst áhugi almennings fyrir sklða
ferðum. Það er erfiðara nú en oft
áður að komast í gott skíðaland við
Siglufjörð, þar sem skíðasnjór er
aðeins efst £ fjöllum. Forustumenn
skíðamanna telja þó mjög góð skil-
yrði þarna fyrir skíðalandsmót ef
farið er yfir 350 metra yfir sjó. Svo
ofarlega sé snjórinn öruggur ef ekki
koma stórhlákur.
Skíðafélagið hefur keypt dráttar-
vél og verður hún notuð í flutninga
og einnig til að knýja skíðalyftu á
sama hátt og Akureyringar gerðu á
síðasta landsmóti skíðamanna.
/A
Vertíðariok" í handknattleik
Víkingar fá silfurverðlaunin - Loka-
dansleikur í Lido - KR-Þrótfur d
sunnud.—Stadun-^Vitinn'markhæstur
með 7 stig í stað 8 eins og við
settum upp I gær.
Víkingar munu fá afhent silf-
urverðlaun á skemmtun sem
haldin verður í LÍDÓ n.k. sunnu
dag eftir íslandsmótið I hand-
knattleik. Það var ekki rétt í
blaðinu í gær að Víkingur hefði
14 stig. Þau eru 15 stigin, sem
félagið hefur, því einu stigi
bættu þeir við með því að kæra
jafnteflisleik við ÍR, en dómsorð
sögðu leikinn unninn fyrir Vík-
ing, þar eð Matthías Ásgeirsson
mætti ekki keppa með öðru fél-
agi en Keflavík fyrir áramót. Af
þessum völdum eru ÍR-ingar
Vikingur og Valur standa fyrir
LOKADANSLEIK í Lídó á sunnu
dagskvöldið, en það er nú orðin
venja að halda þennan dansleik
í „vertíðarlok“. Þarna mætast
eldri þátttakendur í mótinu, sig-
urvegarar og hinir sigruðu, og
kætast yfir góðu nióti. Á dans-
leiknum cru öll verðlaun afhent
sigurliðunum og þar munu Fram
arar taka við sigurlaunum fyrir
meistaraflokk karla en Ármanns
stúlkurnar fyrir kvennaflokkinn,
en þær unnu FH í úrslitaleik fyr
ir skömmu.
•
í gær kom Handknattleiksráð
Reykjavikur sanian til fundar og
ákvað leikdag fyrir KR-Þrótt
leikinn um fallið í 2. d. Ákveð-
ið var að hafa leikinn næsta
sunnudag og er leikurinn í raun
inni hið eina sem beðið er eftir
af úrilitum mótsins. Er óhætt að
fullyrða að þar verður barizt
meðan blóðdropi er eftir.
•
Staðan í 1. deild er þannig rétt
færð:
Fram 9 8 0 1 292:210 16
Víkingur 10 7 1 2 235:224 15
FH 9 6 0 3 247:206 12
IR 10 3 1 6 267:294 7
KR 10 2 0 8 248:279 4
Þróttur 10 2 0 8 222:298 4
Markhæsti maður mótsins cr
greinilega hinn ungi leikmaður
Fram, Ingólfur Óskarsson, 21
árs að aldri, verzlunarmaður hjá
Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds-
sonar. Ingólfur hefur nú þegar
skorað 112 sinnum hjá mark-
vörðum 1. deildar og er útilokað
að nokkur maður ógni honum
að þessu sinni. og án efa mun
hann bæta nokkrum mörkum við
hjá markverði FH á sunnudags-
kvöldið. Er árangur Ingólfs at-
hyglisverður, þar eð markahlut-
fall hans er um 12 mörk í hverj
um leik til jafnaðar, sem sýnir
jafnframt að það er ekki gott að
varast „Vitann“, eins og Danir
kölluðu Ingólf eftir leikinn við
Skovbakken í haust, en þeim
fannst mikið til um Ingólf og
skot hans.