Vísir - 04.04.1963, Blaðsíða 4
4
V í t« i R . Fimmtudagur 4. apríl 1963.
Fyrir nokkru var haldin mikil listsýning I Moskvu, þar
sem það gerðist í fyrsta skipti, að ungir menn dirfðust að
sýna málverk með litilsháttar abstrakt tilhneigingum. Þeir
héldu að það væri óhætt vegna aukins frjálsræðis. En
Krúsjeff kom á sýninguna og birti mönnum með nokkrum
ummælum afstöðu sína og kúgunarlöngun yfir listinni. Hér
blrtir Vislr merkilegt skjal útdrátt úr yfirlýsingum Krjúsjeffs
og svfvirðingum hans um hina ungu menn.
Krúsjeff hafði farift
skamma stund um sýn«
ingarsalina, þegar hann
nam staðar fyrir framan
málverk eftir Falk, það
var Uppstilling með
abstrakt-tilhneigingu.
Krúsjeff sagði um leið
og hann benti á mynd-
ina:
— Um þetta er ekkert annað
að segja en að myndin er hreint
svínarí. Það er erfitt að skilja
hvað þessi Uppstilling á að
þýða. Þá er mér gefið f skyn
að ég hafi ekki náð þeim þroska
að skilja þetta — það eru þau
rök sem fjandmenn menningar
okkar bera fyrir sig. .... Mér
hefur verið sagt, að þegar kona
nokkur gifti sig fyrir skömmu
hafi henni verið gefið málverk
af einhverju sem líktist sltr-
ónu. Það var ekkert nema nokkr
ar skítugar gular línur, sem litu
út, þið verðið að afsaka orð-
bragðið, eins og barn hefði ver-
ið að gera stykkin sín á léreftið,
meðan móðirin hefði skroppið
frá, og síðan hefði barnið kám-
að skítnum um léreftið með
höndunum.
Nokkru síðar hélt Krúsjeff á-
fram:
— Fólk segir, að ég sé á eft-
kvaðst heidur ekki skilja hann.
j^rúsjeff hélt nú áfram göngu
sinni um salinn fram hjá
mörgum natúralískum málverk-
um, sem sýndu landslag og
sveitalífsmyndir líkt og ljós-
myndir væru og lét ítrekað í
ljós ánægju sína og aðdáun á
þessum myndum. Svo kom hann
að málverki eftir Nikonov sem
heitir Jarðfræðingamir og mælti
þá:
—- Hann getur málað og selt
þessa hluti, ef hann vill, en við
höfum enga þörf fyrir þetta. Má
ég spyrja ætlast þeir kannski
til að við tökum þetta upp í
kommúnismann? Ef rikið hefur
borgað þetta málverk, þá krefst
ég þess, að kaupverðið verði
dregið frá launum þess rfkis-
starfsmanns sem hefur ákveðið
þau kaup. Gerið svo vel að
semja tilkynningu um að ríkið
hafi ekki áhuga á að kaupa slfk
málverk.......En hver hefur
pantað þetta málverk? Og hvers
vegna? Það á ekki heima á
þessari sýningu. Málverk eiga
að gegna því hlutverki að
hvetja alþýðuna til stórra átaka.
Þau eiga að vekja andagift með
mönnum. En hvað er þessi
mynd? — Fífl sem ríður öðru
fífli.
— Nei við höfum enga þörf
fyir slíkt málverk. Meðan fólk-
ið styður oss og hefur traust
til vor, munum vér standa
staðfastir um hugmyndir vorar
Kynvillingar,
ir tímanum án þess að vita það
og að nútfma listamenn okkar
muni hljóta viðurkenningu eftir
100 ár. Ég veit ekki hvað gerist
á næstu 100 árum, en það er
nauðsynlegt að við se'tjum list-
inni vissar reglur til að lifa
eftir og við verðum að nota
blöðin og fjárveitingavaldið til
þess að framfylgja þeirri
stefnu. Við skulum ekki láta
eyri af peningum ríkisins fara
í listrænt svindl.
Meðan ég er forsætisráð-
herra, munum við styðja ó-
svikna list. Við munum ekki
gefa eyri fyrir málverk sem fífl
mála. Mankynssagan skáT vefa
dómari okkar. Og nú hefur sag-
an gert oss að leiðtoga þessarar
þjóðar og vér'berum ábyrgð á
öllu þvf sem gerist með henni.
Vér munum þess vegna við-
halda strangri afstöðu gagnvart
listinnú Ég skal annars rifja
það upp, að þegar ég kom til
Bretlands og hitti Anthony Ed-
en þáverandi forsætisráðherra
Breta vorum við alveg sam-
mála. Hann sýndi mér málverk
eftir nútfma abstrakt málara.
Ég sagði að ég skildi það ekki
og hann sagðist ekki heldur
skilja það og spurði hvemig mér
líkaði við Picasso. Ég sagði að
ég skildi ekki Picasso og Eden
um list. Og ef málverk eins og
þetta sjá dagsins ljós sýnir það
aðeins, að vér höfum ekki unnið
starf okkar nógu vel. Sama
gildir um menntamálaráðu-
neytið og hugsjónanefnd flokks-
ins.
Jgnn gekk Krúsjeff fram hjá
nokkrum málverkum gerðj
um í social-realfskum stíl og
lét í ljósi gleði sfna yfir þeim,
sagði að þær bæm með sér
uppsprettu æskunnar o. fl.
Síðan kom hann inn í deild
þar sem mikið var af formalísk-
um og hálfabströktum myndum.
Nokkrir máláfanna vom þar
sjálfir viðstaddir við myndir
sfnar. Þar mælti hann m. a.:
— Hvað á þetta eiginlega
að þýða? Þið haldið að við
gömlu mennimir skiljum ykkur
ekki. En við álítum að við eyð-
um peningum í ykkur til einsk-
is. Emð þið kynvillingar eða
heilbrigðir menn? Ég skal nú
vera alveg heiðarlegur við
ykkur: — Við munum ekki eyða
eyri lengur f list ykkar. Þið
skuluð bara gefa mér skrá yfir
þá ykkar sem vilja hverfa úr
landi til hins svokallaða
„frjálsa heims“. Við skulum þá
gefa ykkur vegabréf strax á
morgun, svo þið getið snautað
burt. Framtíðarmöguleikar ykk-
ar hér eru engir. Það sem þið
hafið hengt upp hér er einfald-
Iega botnlaus fjandskapur við
Sovétríkin. Þetta er siðspillt.
List getur göfgað einstaklinginn
og vakið hann til verka. Og
hvað hafið þið gert hér? —
Hver hefur t. d. málað þessa
mynd? Ég vil fá að tala við
hann. Til hvers er hægt að nota
svona mynd? Til að skreyta
kamar?
TVÍálarinn Zheltkovsky hafði
málað þessa mynd og var
hann nú neyddur til að koma
fram þó hann væri skjálfandi
á beinunum.
Krúsjeff: — Þú lítur út eins
og myndarlegur ungur maður,
en hvernig geturðu fengið þig
til að mála svona? Við ættum
að færa þig úr buxunum og
setja þig á beran rassinn á
brenninetlu, þangað til þú hefur
viðurkennt mistök þín. Þú
mættir skammast þfn, Ertu
eðlilegur maður? Langar þig að
ferðast til útlanda, — þá skaltu
bara fara, þú skalt fá ókeypis
farseðil til landamæranna. Þá
geturðu lifað þama úti í hinum
„frjálsa heimi’". Læra í skóla
kapitalistanna, en við munum
ekki eyða einum einasta eyri
í svona drullusokk. Við höfum
rétt til að senda þig út f skóg-
ana til að höggva við, þangað
til þú ert búinn að endurborga
peningana, sem rikið hefur eytt
í þig. Þjóðin og ríkisstjórnin
hefur gert ósegjanlega mikið
fyrir þig og þú þakkar fyrir
þig með þessum óþverra.
TV'æst fyrir framan málverk
eftir Gribkov:
— Hvað er þetta?
Gribkov: — Það er mynd
sem á að tákna byltingarárið
1917.
Krúsjeff: — Bull og vitleysa.
Hugsaðu þér bara hvað ríkið
swm
hefur eytt miklu í þig — og
svona ferð þú að þvf að endur-
gjalda það. Mín skoðun er sú
að þið mættuð allir fara til
helvítis til útlanda. Þetta er
ekki annað en list fyrir apaketti.
Þá sneri Krúsjeff sér að ein-
um listastjóra ríkisins:
— Félagi Ilitsév, ég er furðu
lostinn yfir því hvernig þið
hafið unnið . í þessum málum.
Samþykkið þér þetta? Eruð þér
hræddir við að gagnrýna? Mér
er sagt að nokkrir af rithöfund-
um okkar hrósi þessum mynd-
um og kaupi þær. Það er þá
vegna þess, að þeir fá alltof há
höfundarlaun. Rithöfundar okk-
ar fá of mikil höfundarlaun og
kasta peningum í kringum sig.
Núf gengur Beljútín, einn af
foringjum formalistanna
fram.
Krúsjeff: — Hver ert þú?
Hverjir eru foreldrar þínir?
Frh. á bls. 13
hrópaði KRÚSJEFF og réðist
með ofstopa á ungu iistamennina