Vísir


Vísir - 04.04.1963, Qupperneq 3

Vísir - 04.04.1963, Qupperneq 3
V í SIR . Fimmtudagur 4. apríl 1963, i 3 Bráðum fá að eigast þau myndum teknum með aðdráttar linsum, þar sem þau voru t ástaratlotum. Nú eru hjónabönd þcirra beggja að leysast upp, það hef- ur gengið iengur með skilnað Burtons, en þó er nú sagt að hann fái endanlegan skilnað innan nokkurra vikna. Þá stend ur ekkert í veginum fyrir því að þau Liz og Burton giftist. ★ Myndirnar sem hér birtast voru teknar fyrir nokkru við frumsýningu á kvikmyndtnni Lawrence af Arabiu, sem Ric- hard Burton lék í. Hún var frumsýnd fyrir nokkru í Paris og var þar mlkið um dýrðir, fjöldi hins frægasta fólks þar viðstatt. En segja má, að allt þetta fræga fólk hafl fallið i skuggann af þeim Liz og Bur- ton. Var það mjög áberandi, hve ástfangin þau voru enn. Á elnni myndinni sést hvar Bur- ton réttir Elisabetu blóm, sem á að vera tákn ástarinnar og á annarri eru þau að dansa saman. Á þeirri þriðju brosir Liz innilega til vinar síns. Við þctta tækifæri var Elisabeth búin hinum dýrustu skartgrip- um. Voru þeir metnir á nokkrar milljónir króna. arleik hinna heimsfrægu kvik- myndaleikara Elisabeth Taylor og Richard Burton, en hann hefur nú staðið i meira en heilt ár og það þykir svo langur tími á mælikvarða kvikmynda- leikaranna, að farið er að tala um „eilífa“ ást milli þeirra. ★ Eins og menn muna, urðu þau Liz og Richard mjög ást- fangin hvort af öðru þegar þau léku saman i kvikmyndinni Kleopötru. Voru þau þó bæði gift fyrir og kom þetta mjög á óvart. Lengi var reynt að þagga málið niður ,en italskir blaðaljósmyndarar voru kræfir að leita þau uppi, er þau voru f rómantískum ferðum í ná- grenni Rómaborgar og náðu jafnvel að þeim óvörum ljós- Myndsjáin tekur í dag upp létt- ara hjal. Hún birtir í dag nokkr- ar myndir er eiga að sýna ást- EBE EKKIÁ DAGSKRÁ FYRR EN 1966 — segir Einar Olgeirsson Einar Olgeirsson lét það álit sitt í ljós á Al- þingi nýlega, að Efna- hagsbandalag Evrópu yrði ekki á dagskrá hér á íslandi fyrr en árið 1966. Þá fyrst yrði hætta af því fyrir íslend- inga, og þá fyrst gætum við farið að óttast er- lenda ásælni. Að tali Einars um hættuna af erlendri ásælni slepptu, þá eru þau orð hans um að EBE sé ekki á dagskrá fyrr en 1966 þess virði að gefa þeim gaum. Þrátt fyrir þær staðreyndir, að samningaviðræður hafi fall- ið niður milli Breta og Frakka og allar aðstæður varðandi EBE hafi gjörbreytzt skömmu eftir áramótin, hafa Framsóknarmenn á íslandi hamrað á þvi dögum og vikum saman, að hér væri um brennandi spursmál að ræða fyrir okkur íslendinga, spurning, sem við þyrftum að taka afstöðu til, þegar í stað. Þennan áróður hafa Framsókn- armenn viðhaft jafnt á Alþingi sem í blaði sínu, Tímanum. Flestum öðrum hefur verið ljóst, að EBE er alls ekki á dagskrá lengur að svo stöddu, og allar umræður og ákvarðan- ir á opinberum vettvangi eru í hæsta máta ótímabærar. Kommúnistar hafa látið lítið að sér kveða, eftir að veður skipuðust í lofti, þagað þunnu hljóði og verið óljúft að viður- kenna það ástand, sem skapazt hefur. Á Alþingi glopraðist j liins vegar út úr Einari Olgeirs-! syni sú staðreynd, sem öllum cr raunar ljós, „að EBE sé alis ekki á dagskrá hér á íslandi fyrr en 1966“. Einar, málsvari annars stjórn- arandstöðuflokksins, undirstrik- aði þar með marklausan áróður hins stjórnarandstöðuflokksins, Frapisóknarflokksins, um að EBE sé hið mesta spursmál fyr- ir okkur íslendinga nú þegar 1 dag. Er sá áróður Framsóknar nú enn vonlausari en fyrr, eftir að jafnvel samherjar þeirra í stjórn arandstöðunni hafa lýst van- þóknun sinni á honum. TF-Lón kemur á föstudng Björn Pálsson fiugmaður cr nu í London og nnin fljúga nýju flug- vélinni TF-Lóu — til Prestvfkur í dag og hingað á föstudag. íjessari áætiun verður ekki breytt nema af veðurfarslegum ástæðum, sagði kona Björns við fréttamann Vísis 1 morgun, er hann spurði hana um ferðaáætlun Björns. Frúin kvaðst hafa rætt við mann sinn s. 1. Iaugardag og væri hann hinn ánægðasti með flugvélina. irizm

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.