Vísir - 04.04.1963, Page 5
VÍSIR . Fimmtudagur 4. apríl 1963.
5
smi
í fyrrad. hóf Blindrafélagið í fyrsta
skipti sölu á happdrættismiðum.
Ágóðanum af sölunni skal varið
til byggingar á nýrri álmu, til við- ^
bótgr því husnæði, sem það nú
hefur.
Á fundi í gær var blaðamönn-
um tjáð, að mikil nauðsyn væri
að fá aukið húsrými. Kæmi þar
til, að margir væru sem gjarnan
vildu ganga í félagið, og setjast
að á heimilinu, svo að nauðsyn-
legt væri að fá rúm fyrir kennslu-
stofur og annað slíkt.
• Félagið hefur átt í nokkrum örð-
ugleikum fjárhágslega af þeim sök-
um að því var neitað um fastan
tekjustofn. í því húsnæði, sem
blindrafélagið hefur nú yfir að
ráða, búa 16 manns, þar af 12
blindir, alls munu um 30 blindir
vera í félaginu. Blinda fólkið á
sjálft allan veg og 'vanda að fé-
laginu. Það átti hugmyndina, og
hefur einnig séð um allar fram-
kvæmdir í sambandi við útvegun
vinninga og annað slíkt. Kvaðst
það hvarvetna hafa mætt velvilja
og skilningi. Vinningar eru fjórir.
Volkswagen station bifreið, ferð
til London fyrir tvo, hlutir eftir
eigin vali fyrir allt að 10.000 krón-
ur, og hringferð kringum landið
elagsms
fyrir tvo með m.s. Esju. Dregið
Verður 5. júlí í sumar, og er verð
miða 50 krónur. Ekki er ákveðið
um sölustaði enn þá, en þeir munu
síðar auglýstir í blöðum. Öll að-
stoð við dreifingu og sölu miða,
verður að sjálfsögðu þegin með
þökkum.
Lóðað —
Framhald af bls. 16.
nú þreifa fyrir sér út af Kirkjuvog-
inum. Á Akranesi voru aðeins fjór-
ir netabátar á sjó í morgun.
SÍLD I JÖKULDJÚPI
OG NV AF GARÐSKAGA.
Á miðin út af Kirkjuvogi er rúm-
Iega 3ja klst. sigling frá Reykjavík.
Sunnan Reykjaness er ekki veiðiveð
ur. Fanney hefir lítið getað athafn-
að sig vegna veðurs, en mun nú
athuga fréttir um síldartorfur út af
Jökli. Þá mun bátur á netaveiðum
hafa orðið var við síld norðvestur
af Garðskaga í fyrradag. Allt mun
þetta skýrast nánar, þegar veður
batnar, sagði Jakob Jakobsson, fiski
fræðingur, er blaðið talaði við hann
ðrdegis í dag.
Guðbrandsbibfia
Til sö*u 1584 ljsprentað eintak, tölusett nr.
140. Skrá á nafn er til sölu. Tilvalin ferming-
argjöf. Tilboð óskast,, merkt „BO. 75552“,
box 23, Keflavíkurflugvelli.
Þeir sem standa í húsbygging-
um hafa kynnzt því, hve miklu
það getur munað í byggingar-
kostnaði hvemig grunnurinn er.
Það er tvennt sem menn óttast
mest, að þurfa að sprengja mikla
kletta í burtu og hitt að þurfa að
grafa djúpt, þar sem mýrlendi er
og djúpt niður á fast.
| Þessa jnynd tók ljósmyndari
Vísis f gær, þar sem bygginga-
menn áttu í erfiðleikum vegna
þess að á byggingarlóðinni er
mýrlendi. Þetta er vestur f Kapla
skjóli, þar hafa verið og eru að
rfsa upp miklar íbúðablokkir þar
sem áður var mýri. Gamansaga
segir, að maður nokkur hafi átt
þarna talsvert Iand fyrir nokkr-
um ámm og þegar hann var að
selja lóðir undir byggingar á
hann að hafa sagt: — Það gerir
ekkert til þó þeir byggi nokkrar
blokkir hér, þær verða sokknar
eftir nokkur ár.
Blokkirnar sem reistar hafa
verið standa að vfsu enn. Hins
vegar virtist mönnum sem sáu
þennan byggingarkrana í gær,
sýnt, að hann ætlar að sökkva
ofan í mýrina og kannski ekki
koma upp aftur. Byggingafélagið
sótti þá þúngan dráttarvagn til
að draga kranann upp úr, en á
sömu leið fór fyrir dráttarvagnin
um, að hann ætlaði að sökkva í.
Það var ekki fyrr en annar drátt
arvagn kom á staðinn og báðir
toguðu í með fullri orku, sem
kraninn lyftist loksins upp úr
díkinu.
Hestar
Framhald af bls. 16.
slíkum flutningum væri fengin
lausn á því vandamáli, að erfitt
hefir verið að fá hentug skip til
útflutnings á hrossum, og svaraði
hann því á þessa leið:
Þessir flutningar eru að sjálf-
sögðu dýrir, og það eina sem bjarg
ar því, að hægt er að flytja þá
loftleiðis, er að kaupendurnir vilja
borga meira til þess að geta fengið
þá á þessum tíma eða þegar vorið
er að byrja hjá þeim, en sjóleiðis
má ekki flytja út hross fyrr en
15. júnf, þegar langt er liðið á sum-
ar suður í álfu. Mikið atriði er að
sjálfsögðu, að hestunum líði vel þeg
ar þeir eru fluttir við þessi skilyrði.
Ásgeir kvað hestana eingöngu
selda til einstaklinga, sem keyptu
þá sér til yndis og ánægju — þeir
væru mikið keyptir handa börnum
og unglingum o. s. frv.
Það bar á góma í þessu stutta
viðtali, að S. H. & Co flutti út 42 í
hross loftleiðis til Kanada í apríl [
1960.
Ásgeir kvað líklegt, að á vegum
fyrirtækisins yrði um frek-
ari hrossaútflutning að ræða síðar j
á árinu, en of snemmt að segja
frekara um það á þessu stigi.
Bóluefni —
Framhald af bls. 16.
talið nauðsynlegt að endurnýja
þá bólusetningu á nokkurra ára
fresti.
Hitt bóluefnið, það sem er
með lifandi vírusum, veitir hald
betra ónæmi, en hefur líka í
för með sér meiri aukaáhrif,
fólk hefur t. d. fengið allháan
hita. Til þess að draga úr hin-
um óheppilegu áhrifum hefur
verið sprautað með því svo-
nefndu gammaglobulin,, sem er
blóðvatn úr fólki, sem þegar
hefur fengið mislinga. Þetta er
sú bóluefnistegund, sem reynd
var hér á landi.
Telja bandarísk heilbrigðisyf-
irvöld heppilegast að nota bæði
þessi bóluefni samhliða. Þann-
ig megi fá fram það haldgóða
ónæmi, se; lifandi virusefnið
veitir, en draga með hinu efninu
úr eftirköstum bólusetningar-
innar.
Bóluefnið með dauðu vírus-
unum er þegar til í nógu magni
í Bandaríkjunum og er notkun
þess hafin. Framleiðsla á hinu
efninu er erfiðari og verður það
ekki til á markaðnum fyrr en
eftir nokkra mánuði.
Rætt um
Færeyjuflug
1 morgun fóru þrír fulltrúar F.
í. utan til Kaupmannahafnar
þar sem þeir munu ræða við
dönsku flugmálastjómina um Fær-
eyjaflugið. En Flugfélag Islands
mun sem kunnugt er hefja fast
áætlunarflug til Færeyja i næsta
mánuði. Er nú mikill skriður að
komast á öll þessi mál og sam-
þykkti danska þjóðþingið að veita
sem nemur um 5 milljónum ísl.
kr. .til lagfæringa á flugvellinum
í Vágey í Færeyjum. Jafnframt
hefur færeyska landsstjórnin á-
kveðið að leggja fram fé til ýmis
konar endurbóta.
Þeir þrír fulltrúar sem flugu ut-
an í morgun til viðræðna við Dani,
eru Jóhannes Snorrason, Jóhann
Gíslason og Jón Ragnar Steindórs-
son. Þeir munu ræða við dönsku
flugmálastjórnina um ýmis tækni-
leg atriði, svo sem skipulag ferð-
anna, á hvaða dögum og hvað oft
þær verða. En fyrst í stað verður
aðeins hægt að nota tveggja
hreyfla Dakota vélar í ferðirnar,
þar sem flugvöllurinn í Vágey get-
ur ekki tekið stærri flugvélar.
Cigurður Björnsson söng fyrir
^ Tónlistarfélagið í gær og
fyrrakvöld. Á efnisskránni var
einn yndislegasti ljóðlagaflokk-
ur Schuberts, „Malarastúlkan
fagra“, og þótti öllum mikill
fengur í því, en voru þó hugs-
andi yfir, að svo óreyndur lista-
maður legði í annað eins stór-
virki, í það minnsta þeir, sem
ekkerl til þekktu, og þeirra á
meðal undirritaður. . En slíkur
kvíði var svo sannarlega óþarf-
ur, og er mér til efs að hér hafi
oft heyrzt jafngóður eða betri
ljóðasöngur, og eru þó hér stund
um á ferðinni stærstu nöfn í
þeirri grein. Sigurður hefur til
að bep ótvxræðar tónlistargáf-
ur. Rödd hans er ekki aftaka
mikil, en felur í sér möguleika
til ólíklegustu blæbrigða, sem
hann beitir af langtum meiri
smekkvísi en almennt getur tal-
izt. Hann kann að brúa bilið
á milli hárfínnrar ljóðrænu og
karlmannlegra dramatískra á-
taka, þannig að vel fari, og
hjálpast þar að öruggur smekk-
ur og haldgóð kunnátta. Reynd-
ar örlaði einstaka sinnum á til-
slökun, sérstaklega í tveim veik
ustu lögunum, þar sem tónhæð-
in var ekki alltaf tárhrein og
hraðinn nokkuð á reiki. En þeir
erfiðleikar, sem þar greindust,
voru fljótt gleymdir, og hefði
varla nokkur tekið eftir þeim,
ef flutningur hinna laganna
hefði ekki verið jafn snilldarleg-
ur og raun bar vitni.
gigurður hefur numið músík í
Þýzkalandi, og mun * nú
reyndar starfa við eitt af betri
óperuhúsum þar. Hann hefur til-
einkað sér margt það bezta úr
hefðbundnum þarlendum ljóða-
söng. Hins vegar sleppir hann
algjörlega heimsfrægum tilfinn-
ingabelgingi og hákarlavæmni,
sem stundum ber alla listvið-
leitni ofurliði með þessari á-
gætu þjóð. Hefur hætt við, eða
kannski aldrei ætlað sér að
verða smá-Dieskau, en það er
ein algengasta drepsótt í ljóð-
söngvarahópi, norðan Alpa a. m.
k. Guðrún Kristinsdóttir lék á
píanóið, og held ,ég að við eig-
um ekki betri undirleikara til
hér á landi, og fáa einleikara,
ef út í það er farið.
Ákveðið hefur verið að al-
mennum stjórnmálaumræðum,
Eldhúsdagsuihræðum, verði út-
varpað frá Alþingi hinn 17. og
18. þessa mánaðar, miðvikudag
og fimmtudag eftir páska, og
mun þingstörfum ljúka í lok
þeirrar viku. Þá verður þing
rofið og eiga kosningar að fara
fram lögum samkvæmt innan
tveggja mánaða frá þingrofi.
Komið hefur fram að kosninga-
dagurinn verði sunnudaginn 9.
júní. Ef þing væri eigi rofið
færu núverandi þingmenn með
umboð sín til haustsins, en
þeir voru kjömir til fjögurra
ára í haustkosningunum 1959.
Þing það, er nú situr, hefur
verið sérlega starfsamt og af-
kastamikið og aldrei meira ann-
ríki en síðustu vikumar. Þing-
fundir munu verða fram á mið-
vikudag fyrir páska og hefjast
að nýju á þriðja í páskum og
þinghaldi ljúka að líkindum
laugardaginn 20. þessa mánað-
ar. Viku síðar hefst flokksþing
Sjálfstæðisflokksins í Reykja-
vík og undirbúningur kosning-
anna almennt.
KEÍBia
I