Vísir - 04.04.1963, Side 6

Vísir - 04.04.1963, Side 6
V1S IR . Fimmtudagur 4. apríl 1963. 6 Hraða verður ákvörðun um stóriðju 1 Heimdallarferð um siðustu helgi til Akranes flutti Bragi Hannesson bankastjóri fróðlegt og greinargott erindi um stór- iðju á fslandi. Fram kom í ræðu Braga að vart má draga lengur að ákveða hvort hér skuli rísa upp stór- iðja og þá hvernig afla skuli fjármagns til hennar. Stafar það fyrst og fremst vegna síaukinnar samkeppni við ónýtar auðlindir, t. d. í Afríku. Einnig vegna hugsanlegrar til- komu annarrar orku, t. d. kjarn- orkunnar, sem mundi gera okk- ar ódýru orku harla verðlitla. Á skrifstofu Braga Hannes- sonar leggjum við fyrir hann nokkrar spurningar. Er það ekki vatns- og jarð- hitaorkan, sem beizluð myndi til stóriðju? Jú, vatns- og jarðhitaorka eru þau náttúruauðæfi, sem fremur öðru renna stoðum undir það, að við gerumst iðnaðarþjóð. Virkj- anleg vatnsorka er talin vera yfir 25.000 millj, kwst á ári, en þar af hefur aðeins verið virkj- uð um 106.000 kwst í vatns- orkuverum. Talið er, að fsland sé eitt mesta jarðhitaland ver- aldar, en við höfum aðeins nýtt lítinn hluta þessara landkosta til upphitunar híbýla og gróður- húsa. Auk þess má nota jarð- hitaorku cil raforkuvinnslu, alls konar efnaiðnaðar og matvæla- framleiðslu, en annars eru rann- sóknir á jarðhitaorkunni frem- ur skammt á veg komnar. Um hvaða leiðir er að velja til að fá fjármagn til uppbygg- ingar stóriðju hér á landi? Til stóriðju þarf bæði orku- ver og verksmiðju. Kostnaður- Bragi Hannesson. inn er geysimikill og er augljóst að fjárhagnið verður að koma erlendis frá. Er þá um þrjár leiðir að velja. 1. Að erlendir aðilar reisi og eigi bæði orkuverið og verk- smiðjuna. 2. Að íslendingar byggi og eigi orkuverið og verksmiðjuna, en fái að sjálfsögðu lán að utan til framkvæmdanna. 3. Að erlendir aðilar eigi verk- smiðjuna að mestu eða öllu leyti, en íslendingar orku- verið. Þriðja leiðin er sú, sem álitin er hafa flesta kosti og byggjast athuganir stóriðjunefndar á þessari leið. Benda má á, að Norðmenn hafa valið þennan kost. önnur leiðin virðist fljótt á litið girnileg, en hún hefur þó marga vankanta. Það hlýtur að vera varasamt að festa svo mikið fjármagn sem hér um ræðir í einu fyrir- tæki. Vinnsla og sala alumini- ums, sem helzt kæmi til að fram leiða, er í höndum fárra og stórra fyrirtækja, sem eru mjög mikils ráðandi á markaðnum og gætu á margan hátt gert okkur erfitt fyrir um sölu á eigin fram leiðslu aluminiums. En stöndum við íslendingar ekki verr að vígi til aluminium- framieiðsiu vegna fjarlægðar frá mörkuðum og hráefnaskortsó Það er ekki svo mikið hrá- efnismagn, sem þarf til slíkrar framleiðslu, aðalatriðið er ódýr orka. Reiknað hefur verið út að okkar orka er heldur ódýrari en t. d. í Noregi, svo að fjar- lægðin ætti ekki að há okkur. Hvaða á kemur helzt til greina aS virkja? Rannsóknir benda helzt til Þjórsár. Það er líka mikið at- Þór Gunnar Magnús Bjami i Birgir RáSstefna m S/alfstæðis- flokkinn um næstu helgi N.k. laugardag og sunnudag efnir Heimdallur, F.U.S., til ráðstefnu um Sjálfstæðisflokk- inn og stefnu hans í einstökum málafiokkum. Ráðstefnan hefst með hádegisverðarboði mið- stjómar kl. 12,30 n.k. laugar- dag. Fyrri daginn verða flutt þrjú inngangserindi. 1. Efnahagsmálastefna Sjálf- stæðisflokksins. Frummæl- andi: Már Elfsson. 2. Utanríklsstefna Sjálfstæðis- flokksins. Frummælandi: Þór Vilhjálmsson. 3. Sjálfstæðisfiokkurinn og vel- ferðarríkið. Frummælandi: Dr. Gunnar G. Schram. Á sunnudaginn hefst ráðstefn an kl. 2 e.h. og verður í Val- höll við Suðurgötu. Þá verða eftirfarandi inn- gangserindi flutt: 4. Sjálfstæðisflokkurinn og verkalýðurinn. Frummælandi Magnús L. Sveinsson. 5. Viðhorf Sjáifstæðisflokksins til samvinnu við aðra flokka. Frummælandi: Bjami Bein- teinsson. 6. Skipuiag og starfsemi Sjálf- stæðisflokksins. Frummæl- andi: Birgir ísi. Gunnarsson. Á milli inngangserindanna verða frjálsar umræður. Vænt anlegir þátttakendur hafi sam- band við skrifstofu Heimdallar, sími 18192 og 17102 og láti skrá sig til þátttöku. riði, að góð höfn sé í nánd og mundi Reykjavík þá væntanlega verða fyrir valinu. Hverjir hafa framkvæmt þess- ar rannsóknir, sem þú talar um? Það eru mest íslenzkir verk- fræðingar á vegum yfirvalda raforkumála. Annars var nefnd skipuð af iðnaðarmálaráðherra Framhald á bls. 10. Hvers vegna va'di ég HEIMDALL? Sig Sigurjónsson Ungt fólk ætti að taka af- stöðu til þjóðfélagsmálanna. Það er mitt álit, að stefna Sjálf- stæðisflokksins henti æskulýðn- um bezt. Flokkurinn er frjáls- ÁrniJohnsen Ungt fólk verður fljótlega á | lífsleiðinni, beint og óbeint, fyr | ir áhrifum stjórnmála og þá er að vega og meta, velja eða | Framhald á bls. 10. 3 Hans Árnason Ég valdi Heimdall af því að Heimdallur er félag ungra sjálf- stæðismanna. Sjálfstæðisflokkurinn er flokk ur allra stétta og skilur bezt hið mannlega, og einstakling- urinn vill fá tækifæri til að njóta sín í öllu starfi. Þegar ég gekk I Heimdall *l hafði ég það efst í huga að <i standa vörð um sjálfstæði og g ákvörðunarrétt einstaklingsins j í hugsun og verki, því að við H Framhald á bls. 10. H Undanfarna 5 mánuði hafa á fjórða hundrað manns gengið í Heimdall, F.U.S. Þessar stað reyndir tala sínu máli og sýna svo eigi verður um villzt að Sjálfstæðisflokkurinn nýtur trausts og stuðnings unga fólks ins. Æskulýðssíðan hefur Ieit- að til fjögurra ungra manna og kvenna og beðið þau um að skýra lesendum síðunnar hvers vegna þau völdu Heimdall, F. U. S., en ekki eitthvað hinna stjórnmálafélaganna? lyndur, og hefur góð málefni á stefnuskrá sinni. Hann vill jafn rétti í þjóðfélaginu, sem er mjög mikilvægt ef vel á að fara. Hann vill að kraftar einstakl- ingsins fái að njóta sín til fullnustu, og hann vill að í land- inu sé trúfrelsi og athafnafrelsi. Ég gekk í Heimdall félag ungra Sjálfstæðismanna vegna þess, að það vinnur að þeim hugsjónum sem ég er fylgjandi. | Vilborg Bjarnadóttir Nú á tímum er um tvær stefn ur að ræða í þjóðmálum. Ann- ars vegar kommúnisminn, al- ræði ríkisins með þeirri of- stjórn, kúgun og höftum sem honum fylgja. Hins vegar stefnu Sjálfstæðisflokksins, einstakl.- frelsi, málfrelsi athafnafrelsi, sá skilningur að hver eigi að hafa leyfi til þess að vera sæll I á sína vísu. Fyrir mig er valið létt og kýs ég Heimdall og Sjálfstæðisflokkinn.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.