Vísir - 04.04.1963, Side 7

Vísir - 04.04.1963, Side 7
V í SIR . Fimmtudagur 4. april 1963. 7 Strengjakvartett á tónleikum BCammer músikkliíbbsins í kvöld kl. 21 heldur Kammer- músíkklúbburinn 4. tónleika sína á þessu starfsári í samkomusal Mela- skólans. Þar munu leika: Bjöm Ól- afsson, Jón Sen, Josep Feizmann og Einar Vigfússon. Á efnisskránni er strengjakvartett í D-dúr, K 499 eftir Mozart og strengjakvartett í C-moll Op. 18, nr. 4 eftir Beethoven Næstu tónleikar verða í maí og verður þá m.a. fluttur einn Branden borgarkonsert e'ftir J.S. Bach. Síð- ustu tónleikar starfsársins verða svo um miðjan júní og munu þá Kristinn Hallsson og Árni Kristjáns son flytja ljóðaflokkinn „Schwanen gesang“ eftir Schubert. Kammermúsikkklúbburinn var stofnaður árið 1957 og eru félagar nú um 160. Enn mun vera hægt að bæta við nokkrum félögum. SÆNGUR í ýmsum stærðum. — Endur- nýjum gömlu sængumar. Eigum dún og fiðurheld ver. Dún- og fiðurhreinsun Kirkjuteig 29. Simi 33301 Ódýru ULLARHOSURNAR komnar aftur í öllum stærðum. VERZLUNIN EFSTASUNDI 11 Sími 36695 og VERZLUNIN BALDURSGÖTU 39 Sími 35142 Þingfundir síðdegis Forsetar Alþingis hafa nú haf- ið síðdegisfundi f þeim tilgangi að hraða afgreiðslu máia. 1 gær var fundur í Sameinuðu þingi. Hófst hann kl. 1.30 og er hinum venjul. þingf.tíma var lokið var fundi frestað, en síðan fram: haldið kl. 5. Stóð hann síðan til klukkan að ganga átta í gær- kvöldi. Mjög er nú liðið á þingtím- ann, en mörg mál ennþá óaf- greidd. Bæði er þar um að ræða stjórnarfrumvörp, sem og til- lögur og frumvörp frá stjórnar- andstöðunni. Mörg mál bíða enn fyrstu afgreiðslu, hafa ekki ver- ið tekin fyrir, og sem dæmi um fjölda hinna ýmsu þingmála, voru á dagskrá í Sameinuðu þingi einu í gær, 26 mál. Fjöldi mála er auk þess enn í nefndum, svo ljóst er að hefja verður kvöldfundi í þinginu það sem eftir er vikunnar, ásamt þeim dögum í páskavikunni, sem virkir eru. Maður og kona 12. viðfangs- efni Leikfélags Kópavogs Haraldur Björnsson er leikstjóri DAGBLAÐIB MYND öll blöðin (complete) til sölu. Uppl. á afrgreiðslu Tímans. Félagslíf Ármenningar. Skiðadeild. Sjálf- boðavinna verður um helgina. —- Borið verður í veginn og unnið við skálann. Mætum öll og gerum allt í stand fyrir páska, eins og við viljum ailtaf hafa það. Mætið með skóflur. Farið verður á laugardag kl. 3. •— Stjórnin.______ KFUM. AD. Fundur í kvöld ki. 8.30, séra Jónas Gíslason flytur er- indi úr sögu Siðbótarinnar á ís- iandi, II. Píslarsagan. Passíusálm- ar. Allir karlmenn velkomnir. Afgreiðslumenn í birgðageymslu Vantar nokkra afgreiðslumenn í birgða- geymslu okkar. Uppl. í síma 17400. RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS. Stúlkur óskast Nokkrar stúlkur óskast nú þegar til verksmiðjustarfa. — Uppl.: PAPPÍRSPOKAGERÐIN Vitastig 3 (ekki í síma). Afgreiðslustarf Ungur maður óskast til afgreiðslu- starfa nú þegar. SÍLD OG FISKUR Bræðraborgarstíg 5 . Sími 18240 Leikfélag Kópavogs frumsýnir i kvöld Ieikritið Mann og konu eftir Jón Thoroddsen undir leik- stjórn Haralds Björnssonar. Er þetta 12. viðfangsefni félagsins, síðan það var stofnað í janúar 1957, og jafnframt fyrsta íslenzka leikritið, sem félagið sýnir, að und- antekinni íslenzkri revíu. Aðalhlut- verkin í Manni og konu eru leikin af Gesti Gíslasyni (Sigvaldi), Auði Jónsdóttur (Staðar-Gunna), Árna Kárasyni (Hjálmar), Guðrúnu Þór (Þórdís), Lofti Ámundasyni (Sig- urður í Hlíð), Sigurði Jóhannes- syni (Grímur), Guðmundi'Gíslasyni (Bjarni á Leiti), Ásmundi Guð- mundssyni (Egill), Helga Guð- mundssyni (Þórarinn) og Sigur- björgu Magnúsdóttur (Sigrún). Frá þessu var skýrt á fundi, er stjórn Leikfélags Kópavogs og Haraldur Björnsson héldu með fréttamönnum í gær. Lauk Har- aldur Björnsson þar miklu lofsorði á áhuga og fórnfýsi leikaranna í Kópavogi. Kvað hann allt þetta fólk vinna úti allan daginn og æfa á nóttinni. Væri það eini tíminn sem hægt væri að æfa á sviði, af því að kvikmyndasýningar væru í húsinu á hverju kvöldi og sætu þær jafnan fyrir leiklistinni eins og venja væri í öllum þeim félagsheimilum, sem sýndu kvik- myndir. Þar ofan á bættist svo, að leikararnir ynnu kauplaust með öllu. Slík vinnuskilyrði, sagði Har- aldur, eru satt að segja eins slæm og hægt er að hugsa sér, og það er undarlegt, að menn skuli ekki hafa áttað sig á nauðsyn þess að búa betur að leikurum úti um landsbyggðina. Leiklistin er ein- hver mikilsverðasti þáttur i menn- ingarlífi sveitar- og bæjarfélaga, og hún hlýtur að staðna með þessu áframhaldi. Enginn vinnur kaup- laust fyrir bæinn, og þá er ekki hægt að ætlast til þess, að leik- arar geri það fremur en aðrir. Verða bæjarfélögin því að greiða leikurum eitthvert kaup, að minnsta kosti fyrir sýningarkvöld. Leikfélag Kópavogs er eitt af 6 félögum, sem standa að félagsheim iii Kópavogs-. Smíði hússins er enn ekki lokið, en kostnaðurinn er orð- inn um 10 milljónir. Bærinn Ieggur fram 50%, félögin 10% og félags- heimilasjóður 40%, en það framlag hefur ekki enn fengizt nema að litlu leyti, svo að bærinn hefur lagt fram meira en honum ber. Af þessum sökum hefur bærinn einnig rekið húsið fram til þessa, en á því verður breyting á sumri kom- anda, en þá taka félögin 6 við rekstrinum. í Leikfélagi Kópavogs eru nú 80 meðlimir og 285 styrkt- armeðlimir ,og greiða þeir 200 kr. árgjald, en fá í staðinn ókeypis aðgang að sýningum. Auk Manns og konu er L. K. nú að undirbúa sýningu á barnaleikritinu Húsið í skóginum eftir Katy Vestley. Stjórn Leikfélags Kópavogs skýrði frá því, að miklum erfið- leikum væri bundið fyrir svona lítið félag, sem starfar við erfiðar aðstæður, að koma upp sýningum sem þessum. Kom það m.a. fram, að miklum vandkvæðum var bund- ið að hafa upp á búningum, þar sem búningaleiga Þjóðleikhússins væri hærri en svo, að félagið hefði fjárhagsgetu til^að notfæra sér hana. Hafa félagsmenn því náð búningunum saman úti um sveitir, m.a. uppi í Borgarfirði. Á bæ ein- um uppi undir Eiríksjökli fékkst pils úr 50 ára gömlu vaðmáli, 42 ára jakki og grútartýra. Að lokum þökkuðu leikfélagsmenn Haraldi' Björnssyni fyrir óeigingjamt starf og báru mikið lof á hann sem leikstjóra. p Ul'lCUÍCftl 1 stofa og eldhús eða eldunar- pláss óskast fyrir eldri konu. — Uppl. í síma 12054. Herbergi til leigu. Uppl. á Miklu- braut 16, I. hæð vinstra megin. Nauðsynlegt að taka öll mál til meðferðar — rætt um raforkumál — örari framkvæmdir nú en áður — lagasafn væntanlegt á þessu ári. : ’-íS ■ J^undur í Sameinuðu þingi hófst í gær á því að Eysteinn Jónsson kvaddi sér hljóðs utan dagskrár. Beindi Eysteinn þeim tilmælum til forseta, að hann hagaði niðurröðun dagskrárliða á þann máta, að skýrsla ríkis- stjórnarinnar um Efnahagsbanda Iagið yrði tekin til umræðu. í því sambandi benti hann á, að nú væru liðnir 5 mánuðir frá því að skýrslan var fyrst á dag- skrá og til væru þingmenn, sem búnir væru að vera á mælenda- skrá í margar vikur. Pétur Sigurðsson (S) benti forseta á, vegna þessara tilmæla Eysteins, að enn lægju fyrir þing inu aragrúi mála, sem ekki- hefðu einu sinni hlotið méðferð fyrstu umræðu. Skýrslan um EBE hefði hins vegar m'argoft verið rædd. Forseti tók undir orð Péturs varðandi EBE-málið. Kvað hann skýrsluna hafa verið rædda á 6 fundum í SÞ., 16 ræður hefðu verið fluttar, flestar Iangar, þar af hefðu 8 verið fluttar af stjórn arandstöðunni og tvær af Ey- steini sjálfum. Vonaðist hann þó til að hægt yrði að taka skýrsl- una fyrir einhvern næstu daga. itið gekk að afgreiða þau fjöl- mörgu mál sem á dagskrá deildarinnar voru, mest fyrir þá sök, að óendanlegar ræður voru haldnar um raforkumál — einu sinni enn Orsökin fyrir þeim mörgu orð um er sannarlega ekki sú, að nýjar upplýsingar komi fram, heldur sést aðeins, að fram- sóknarmennirnir Gísli Guðm., og Skúli Guðmundsson sjá sér sí- fellt ástæður til að endurtaka fyrri orð sín um raforkumál landsins. Hafa þeir ásamt öllum öðrum þingmönnum Framsóknarflokks- ins flutt tillögu um að gerð sé heildaráætlun, þar sem gengið sé út frá að allt landið verði rafvætt fyrir árið 1968. Nefnd hefir fengið nfálið til meðferðar, vísað þvi til raforku málastjóra, sem hefúr sagt svo um tillöguna, að hún fæli ekki í sér neinar nýjungar, né mundi hraða rafvæðingu landsins meira en þegar hefur verið áætlað. Undirbúin er nú áætlun sem væntanlega verður tilbúin á þessu ári, þar sem gert verður ráð fyrir að allt ísland verði raf- vætt árið 1970. Á þetta benti Ingólfur Jónsson, raforkumála- ráðherra. Ennfremur kvað hann það ósatt hjá þeim flutnings- mönnum, ósanngirni og vísvit- andi fals að halda því fram að rafvæðingin hefði dregizt úr hófi í tíð núverandi ríkisstjórnar. Sannleikurinn er sá, sagði ráð herrann, að meira hefur verið gert á síðustu árum í þessum efnum en í tíð vinstri stjórnar- innar. Á árunum 1961—62 voru 552 sveitabæir rafvæddir og 160 f viðbót biðu þess eingöngu að spennustaurar yrðu settir upp. Rafvæðingin hefur í heild gengið örar hin síðustu árin. lll annibal Valdimarsson beindi fyrirspurn til dómsmálaráð- herra, hvað liði útgáfu nýs laga safns. Bjarni Benediktsson gaf eftirfarandi upplýsingar: Lagasafn það, sem nú er í notk un ,tekur yfir lög,- áe’tt á árinu 1954. Lögboðið er að lagasafn sé endurnýjað á minnst 10 ára fresti, og skv. því lagaboði hef- ur verið unnið að útgáfu laga- safns. Fyrsta handrit liggur fyr- ir nú, og byrjunarfé hefur verið veitt á fjárlögum til útgáfunnar. Ekkert ætti að vera því til fyrir- stöðu að lagasafn gæti komið út síðast á þessu ári eða í byrjun hins næsta. Ráðherrann lét einnig svo um mælt, að hann teldi 10 ára milli bil of langan tíma, og stefna bæri að því að hægt yrði að endurnýja lagasafnið oftar. Varðandi útgáfu reglugerðar- safns, sem Hannibal spurðist einnig fyrir um, kvað ráðherrann ekki ráðlegt að ráðast til slíkrar útgáfu. Hún væri dýr og vand- gerð og kæmi ekki að eins mikl um notum og samsvaraði þeirri vinnu sem í það yrði lagt. Auk þess eru breytingar á reglugerð- um það tíðar, að nauðsynlegt væri að endurnýja slíkt reglu- gerðarsafn mjög oft, oftar en tök væru á. eftm Ellert B. Schmm * A

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.