Vísir - 04.04.1963, Blaðsíða 9
VÍSIR . Fimmtudagur 4. apríl 1963.
9
Dr. John Robinson biskup í Woolwich;
Guðsmynd okkar er úrelt
Stórblaðið Observer birti njlega merkilega grein eftir Dr.
John Robinson biskup i Woolwich, þar sem hann tekur til
meöferðar nýjar hugmyndir kirkjunnar manna um þátt kirkj-
unnar í lffi nútímamannsins og hugmyndir manna um guð.
Greinin er rituð í tilefni af þvf, að fáum dögum sfðar kom út
bók eftir sama mann, og nefndist hún Honest to God, sem
nefna mætti „Heiðarleiki gagnvart guði“. Þær skoðanir, sem
Robinson biskup setur fram í þessari bók sinni, hafa vakið
geysilega athygli, og er jafnvel sagt, að hún geti orðið vfsir
að nýjum siðaskiptum innan kirkjunnar. Vfsir telur rétt að
kynna skoðanir Robinsons biskups fyrir Iesendum sinum, og
fer grein hans í Observer hér á eftir f lauslegri þýðingu:
segja, að nauðsynl. sé að endur
skoða frá grunni alla hina and-
legu guðsmynd okkar. Þetta er
ekkert nýtt í kristindóminum.
Guðspjallamennirnir hugsuðu
sér guð „þar uppi“, þar sem
hann sæti í hásæti á fastákveðn-
um stað uppi yfir jörðinni, og
það var þangað, sem Kristur
„steig upp“. En með aukinni
framþróun vísindanna varð sí-
fellt erfiðara að sætta sig við
hugmyndina um guð „þarna
uppi“. Þess vegna gerðust kristn
að öld geimferða hafi bundið
enda á guðstrú. Guðfræðingun-
um getur með réttu fundizt
þetta barnaleg afstaða. En
mótmælin beindast gegn þessari
veru, sem á að vera handan
skotmáls hinna langdrægustu
geimskipa og úr sjónmáli
stærstu stjörnusjónauka. Mönn-
um finnst tilvist slíkrar veru
ekki iengur sennileg. Varðandi
hina trúuðu getur verið, að
hugmyndin um æðri veru
„þama úti“ sé nauðsynleg, á
Robinson biskup í Woolwich, höfundur greinarinnar.
ir munu gera sér Ijóst, að
við lifum nú á einhverjum
mestu örlagatímum kristninnar
á þessari öld. Sumir guðfræðing
ar hafa gert sér óljósar hug-
myndir um þetta um nokkurt
skeið, en nú eru allt í einu að
skjóta upp kollinum nýjar hug-
myndir um guð og guðstrú, og
munu margar þeirra hafa úrslita
þýðingu. Ef kristnin á að halda
velli í veröldinni, verður hún að
eiga tök í nútímamanninum yf-
irleitt, ekki aðeins hinum fá-
menna flokki trúaðra manna.
Menn geta ekki lengur trúað á
guð sem yfimáttúrlega persónu,
eins og trúarbrögðin hafa alltaf
gert ráð fyrir. Ég hef rekið mig
á, að ég hef samúð með málstað
þeifra manna, sem geta ekki
sætt sig við þann búning, sem
kirkjan færir trúna í. Mér finnst
eðlilegt, að menn geri uppreisn
gegn slíku formi, og það veldur
mér óróa, að orðið „rétttrúnað-
ur“ skuli tengt því, sem í raun-
inni er ekkert annað en úreltar
hugmyndir um þann heim, sem
við byggjum.
JJinar nýju hugmyndir komu
fyrst fram hjá þýzkum
presti, sem sat í fangabúðum
nazista árið 1944: „Allar hinar
1900 ára kristnu kenningar okk-
ar og guðfræði byggist á trúar-
legum staðhæfingum manna.
Það, sem við köllum kristindóm.
hefur ætíð verið framsetning —
og ef til vill rétt framsetning
trúarbragða. En hvað verður, ef
svo kemur í ljós einn góðan veð
urdag, að þessar grundvallar-
„staðhæfingar" eigi sér enga
stoð f veruleikanum, heldur hafi
einungis verið sögulegt og stað-
bundið form mannlegrar sjálfs-
tjáningar, þ. e. a. s. ef við kom-
umst á það stig að verða al-
mennt án trúarbragða — sem ég
held, að sé raunar þegar fyrir
hendi — hvaða þýðingu hefur
það þá fyrir kristindóminn? Það
táknar hvorki meira né minna
en að sjálfur burðarás kristninn’
ar sé úr sögunni“. Þessi orð
voru rituð 30. apríl 1944, og vel
getur svo farið, að sá dagur
tákni tímamót í sögu kristinnar
trúar. Því á þessum degi setti
Dietrich Bonhoeffer fyrst fram
hugmynd sína um „kristni án
trúarkenninga". Hann var lút-
erskur prestur og væri nú á sex-
tugsaldri, ef hann hefði fengið
að lifa. Þegar bréf hans voru
fyrst birt fyrir aðeins 10 árum,
var það strax ljóst, að kirkjan
var ekki viðbúirt að meðtaka
það, sem Bonhoeffer skrifaði.
Kannski verður það ekki skilið
til fulls, fyrr en að 100 árum
liðnum. En einhvem tíma á þessi
litli dropi, sem fram kemur í
riti Bonhoeffers, eftir að
sprengja kletta.
TVTútímamaðurinn hefur gengið
^ á hönd veröldinni, hann hef-
ur sífellt fjarlægzt trúarbrögðin.
Kirkjurnar hafa harmað þetta
sem fráhvarf frá guði, og því
meir sem kirkjunnar menn rita
um þetta, þeim mun arid-kristn-
ari hefur þessi tilhneiging verið
stimpluð. En Bonhoeffer segir
fullum fetum, að tími trúarbragð
anna sé liðinn. Maðurinn vex
frá þeim: hann er að „fullorðn-
ast“. Það táknar ekki, að hann
sé að batna (fangi í fangabúðum
nazista gerði sér engar gyllivon-
ir um þroska mannsins), en
hvort sem mönnum líkar betur
eða verr, er mannkynið að
fleygja alheimsmynd trúarbragð
anna frá sér, vegna þess að þvi
finnst hún barnaleg og óvísinda-
leg. Fram til þessa hefur mann-
kynið þráð guð eins og barn
þarfnast föður síns. Hann varð
að vera til þess að útskýra al-
heiminn og vera mannkyninu
vörn í einmanaleik þess, til þess
að fylla f þekkingareyður þess
og búa því siðgæði.
En nú hefur mannkynið upp-
götvað, að það getur komizt vel
af án ihlutunar guðs. Maðurinn
finnur enga hvöt hjá sér til að
setja guð í vísindi sín, siðgæðis-
hugmyndir, nólitískar ræður sín
ar. Nú er einungis rúm fyrir
guð í sálrænum einstaklingsþörf
um og öryggisleysi manna á ör
lagastundum. Alls staðar annars
staðar hefur guði verið byggt út.
Þannig beina trúborðamir spjót
um sínum að manninum, þar
sem hann er veikastur fyrir, til
þess að sannfæra hann um, að
hann geti ekki lifað án verndar
guðs.
En „guð kennir okkur, að við
verðum að Iifa eins og menn,
sem vel geti komizt af án hans".
Og Bonhoeffer segir okkur, að
þannig sé sá guð, sem Kristur
sýni okkur, guð, sem neiti að
vera Deus ex machina, sem Iáti
viðgangast, að hann sé hrakinn
burt úr þessum heimi á krossi.
Guð okkar yfirgefur okkur —
til þess að birtast okkur á veg-
inum til Emmaus, ef við erum
f rauninni reiðubúnir til að yfir
gefa hann til langframa — ekki
til að finna hann á takmörkum
lífsins, þar sem mannlegan mátt
þrýtur, heldur f kjarnanum. i
lffinu sjálfu, sem hið æðsta
okkur sjálfum.
17'ið getum einnig sett þetta
fram öðruvfsi, með því að
ir menn svo djarfir að hafna
henni. Ég segi djarfir, vegna
þess að með þessu urðu þeir a?
ganga I berhögg við hina bók
staflegu framsetnineu Biblíunn
ar. Þess f stað gerðu þeir sér
aðra guðsmvnd — „þarna úti“
andlega. ef ekki bókstaflega. Ein
hvers staðar handan alheimsin'
var Vera, einhverS konar kjarn:
vilja og tilgangs. sem skapað
veröldina og viðheldur henn
sem ann henni og birtist í henn
í Jesú Kristi. Ég þarf ekki af
halda þessari lfkintni áfram h'-
að þetta er ,,okkar‘’ guðsmvnr
Guðstrú er fólgin i því að ver
sannfærður um tilvist bessara
Veru, guðleysi er afneitu
hennar.
En ég óttast, að við séum n
•:omin á það stig, að þessi anf
lega guðsmynd sé okkur frem
ur hindrur, en hjálp Þeir eri
margir. sem finnst ósjálfrátt
sama hátt og þeim var áður
nauðsynlegt að fmynda sér hina
sömu veru uppi yfir iörðinni
Þeir geta meira að segja varla
ímyndað sér guð á 'annan hátt
Þeir mundu hafa tilhneigingu
til að álvkta. að guðleysingi
arnir hefðu rétt fyrir sér. ef
ekki væri haldið áfram ð f
nynda sér guð sem ákveðna
æru á ákveðnum stað. Margir
* rristnir hugsuðir hafa gefið
bessu atriði f'tárlegan gaum, og
hinn frægi rithöfundur Julian
Juxley fiallar rækilega um
betta í bók sinni Religion
Vithout Revelatíon. Hann er
bar á sömu skoðun og Bon
roeffer og ég er honum hiart-
■nlega sammála, begar hann
;egir- „Það er manninum geysi-
egur andlegur léttir, þegar hann
-efur hafnað hugmyndinr.i um
ruð sem ofurmannlega veru.“
JJinn raunverulegi kjarni trú-
arinnar snýst nefnilega ekki
um það, hvort guð sé til sem
persónugerð vera. Þvi guð er
óhagganleg staðreynd (það er
merking orðsins), og óhaggan-
leg staðreynd hlýtur að vera
til. Spurningin er aðeins sú,
hvernig þessi óhagganlega
staðreynd sé. Og kristnin gerir
ráð fyrir, að innst inni sé þessi
staðreynd persónugerð. Trúin á,
að þessi persónugerð skipti öllu
máli, finnst mér satt að segja
óhugsandi, nema þvf aðeins að
við sjáum í Jesú Kristi spegil-
mynd af dýpstu rótum sjálfs
okkar. Ef grunnur sálar okkar
er ekki sá kærleikur sem birtist
í lífi, dauða og upprisu Jesú
Krists, þá fylgir engin sann-
færing þeirri fullyrðingu, að
veruleikinn sé persónulegur í
innsta kjarna sfnum. Og það er
það, sem við eigum viði með
því að segja, að guð sé per-
sónulegur. Með þessu er ekki
endilega þar með sagt, að nauð-
synlegt sé að gera ráð fyrir til-
veru persónu, almáttugs ein-
staklings á einhverjum ákveðn-
um stað. Þvert á móti er það
rétt hjá bandaríska guðfræð-
ingnum Paul Tillich, þegar hann
segir, að guðleysingjarnir hafi
rétt fyrir sér, þegar þeir mót-
mæli tilveru slíkrar persónu.
'TPiIlich hefur sýnt fram á, að
það er engu síður hægt að
ræða um ,:dýpt“ guðs en ,,hæð“
hans. Það er sams konar tákn-
mál. En það getur höfðað betur
til nútímamannsins, sem alinn
er upp við sálkönnun. Ég hef
raunar trú á því, að þessi orða-
lagsbreyting geti varpað nýju
ljósi á ýmislegt f hefðbundnu
fáknmáli trúarinnar. Tillich
ræðir um það, sem geymi hinn
dýpsta sannleika um okkur og
fyrir okkur og heldur síðan á-
fram:
„Það er þessi dýpt, sem felst
í orðinu guð. Og ef það orð
hefur fastákveðið gildi í hugum
ykkar, þá skulið þið breyta um
orðalag og tala um dýpt lífs
vkkar, um uppsprettu tilveru
vkkar. um það sem skiptir ykk-
ur öllu, um það sem þið takið
ilvarlegast allra hluta. F.f vkkur
á að takast þetta, verðið þið ef
til vill ’að gleyma allri þeirri
hefðbundnu þekkingu, sem þið
hafið öðlazt á guði. Ef til' vill
verðið þið jafnvel að gleyma
orðinu guð. Þvf að ef þið vitið,
að guð táknar dýpt, þá vitið þið
mikið um hann. Þið getið þá
ekki kallað vkkur trúleysingja
eða guðleysingja. Þið getið ekki
sagt: lífið hefur enga dýpt. Lff-
ið er grunnt, það er ekkert
nema yfirborð. Ef þið getið
sagt þetta f fullri alvöru, þá
eru þið guðleysingjar. annars
ekki.“
fjessi orð höfðu undarleg áhrif
á mig, þegar ég las þau
f'vrst fyrir 14 árum f bók hans
Sþaking og the Foundation
(Undirstöðurnar riða). Þar var
rætt um guð með nýjum, ómót-
mælanlegum hætti, sem gerði
öll hin hefðbundnu orð um guð
bæði fjarstæðukennd og óraun-
veruleg. Hin raunverulega
sannfæring kristins manns er
sú, að f kjarna hlutanna sé
„ekkert í lífi eða dauða ....
Framh. á bl.s. 10