Vísir - 08.04.1963, Qupperneq 5

Vísir - 08.04.1963, Qupperneq 5
V í SIR . Mánudagur 8. apríl 1963 5 Kven- kápur enskar og hollenzkar Vorkápur i úrvali Kápu og Döntubiiðin Laugavegi 46 Þjóðviljinn — Framhald aí hls. 1. en áður, þegar hættunni af Efnahagsbandalagi Evrópu brá upp 1961. Það er talað um það í dag, að þessi hætta sé ekki mikil nú þessa dagana. Það er rétt, hún hefur minnkað í augnablikinu. En það er alveg víst að hún kemur aftur og það er nokkum veginn alveg víst, j að hún kemur alvarlega aftur til umræðu árið 1966, allt svo, þegar kemur að öðru stiginu í þeim samningum, sem fram fara um afnám tolla og annars slíks í Efnahagsbandalaginu og aftur verða gerðar tilraunir vafalaust mjög alvarlegar til þess að semja við England og Fríverzlunarbandalagslöndin yf- irleitt, þannig að 1966 kemur þessi hætta alveg jafnt upp aft- ur eins og hún kom 1961. Hætt- an á inngöngu í Efnahagsbanda lagið kom upp 1961 án þess að á þá hættu hefði verið minnzt í kosningunum 1959 og menn hefðu yfirleitt gert sér nokkra grein fyrir henni verulega hver hún væri. Og alveg eins getur hún komið upp 1966 jafnvel þó að menn vildu sem minnst ræða þetta i kosningunum 1963. Þetta mál hefur verið það mikið rætt hér, að ég þarf ekki að gera það að miklu umtalsefni." Og hvað kemur svo fram í orðum þessum? I fyrsta lagi er það viðurkennt að „hættan“, þ.e. vandamál þau sem EBE hefur í för með sér, sé ekki mikil þessa dagana, hún hafi fjarað út í augnablikinu. í öðru lagi er gert ráð fyrir að hún komi ekki aftur fyrr en 1966, það er ekki fullvíst, en „nokk- urn veginn alveg víst“. Fyrr kemur hún alla vega ekki, að áliti Einars, þar sem að öðru stigi tilrauna aðildarríkja og Breta til að semja kemur ekki fyrr. Ef ekki kemur fram í þessum orðum Einars, það álit hans, að umræður um EBE séu í hæsta máta ótímabærar, þá hvað? fíann undirstrikar raunar þetta álit sitt með því að álykta, að „þetta mál hafi verið það mikið rætt, að ekki þurfi að gera það að umtalsefni". Eða geta menn ímyndað sér að Einar Olgeirs- son sjái sér ekki ástæðu til að gera mál að umtalsefni, sem í hans augum verða brennandi spursmál, alvarlegustu mál kosn ingabaráttunnar?! Nei, staðreyndin er vitaskuld sú, að Einar glopraði út úr sér sannleikanum, glopraði út úr sér því áliti sínu að EBE væri ekki á dagskrá eins og nú væri ástatt. Og hann gerði meira. Hann undirstrikaði þessa stað- reynd með þeim rökum sem stjómarflokkamir hafa verið að reyna að koma stjórnarandstöð- unni í skilning um. Einar segir: „Hættan á inngöngu í Efnahags bandalagið kom upp 1961 án þess að á þá hættu hefði verið minnzt f kosningunum 1959 og menn hefðu yfirleitt gert sér nokkra grein fyrir henni veru- lega hver hún væri.“ Og þetta eru einmitt rökin. Það er ekki hægt að ræða mál og taka endanlega niðurstöðu, tveimur, hvað þá fjórum árum áður en málið er virkilega á döfinni, fjórum árum áður en gerðar eru tilraunir aðila til að semja. Eða Tivernig áttum við að sjá fyrir 1959 þá atburði, sem skeðu 1961 eða 1963? Og hvernig eigum við á sama hátt að sjá 1963, hvað skeður árið FILMUR ÍTÖLSK ÚRVALSVARA Verð á tréspólu aðeins 25.50 ferrania UMBOÐIÐ Nýr Willys jeppi með húsi til sölu. AÐAL BÍLASALAN Sími 19181 og 15014. Atvinna Viljum ráða handlagna stúlku ekki yngri en 19—20 ára, nú strax. Ennfremur aðra stúlku vana saumaskap 1. maí TÖSKUGERÐIN Templarasundi 3 Sími 12567 1966? Þetta er það sem ríkis- stjórnin reynir að koma mönn- um í skilning um, þetta er það sem Einar Olgeirsson hefur nú viðurkennt eðii máls sam- kvæmt, og vonandi er nú að augu Framsóknarmanna opnist von bráðar einnig. Vísir sér ekki ástæðu til að taka, alvariega furðulegar að- dróttanir Þjóðviljans um fals og svik, en bendir Þjóðvilja- mönnum á, að í framtíðinni verður þeim hyggilegast að kyngja orðum foringja síns orðalaust, hversu illa sem þau kunna að koma þeim, f stað þess að grípa til jafn lítilfjör- legra herbragðá og að bera öðr- um blöðum falsanir á brýn. Messias — Framhald af bls. 1. Ieikum voru forsetahjónin, menntamálaráðherra og biskup Iandsins. Flutningur Messiasar er hvarvetna í heiminum talinn tónlistarviðburður og var aug- ljóst á tónleikunum í gær að á- heyrendur voru þakklátir og hrifnir. Stjórnandinn og ein- söngvararnir voru kallaðir fram hvað eftir annað, með lófataki að tónleikunum loknum og þeim barst fjöldi blóma. Uppselt var á hljómleikana í gær og mun einnig vera nær uppselt á næstu tónleika, sem verða í Háskólanum kl. 3. e.h. á skírdag. Margar raddir hafa heyrzt um það að Messias verði fluttur í þriðja sinn á páskadags kvöld, og virðist enda sjálfsagt að svo verði, en það er ein- mitt venja í ýmsum löndum að flytja Messias á páskum. Það er athugandi að verkið var flutt á messutíma í gær, og verður einnig flutt ámessutíma á skír- dag, en á þeim tíma hefir kirkju tónlistarfólk, svo sem organist- ar og kirkjukórar í Reykjavík, ekki tækifæri til að hlýða á þetta verk, sem ætla má að þetta fólk hefði sérstakan áhuga á. Meira að segja mætti búast við að kirkjukórar víða af Suð- vesturlandi myndu sækja tón- leika á páskadagskvöld, svo sem eins og blaðinu er kunnugt um að Tónlistarfélag Árnes- sýslu fer hópferð á tónleikana á skírdag. líthlutun — Brynjólfsson, stórkaupmaður, og Þorvaldur Guðmundsson, forstjóri. Varamenn voru kjörnir Björn Guðmundsson, kaupmaður, Vilhjálmur Vil- hjálmsson stórkaupm. og Har- aldur Sveinsson, forstjóri. Endurskoðendur voru kjörnir Jón Helgason, kaupmaður, og Sveinn Björnsson, stórkaup- maður. Fundurinn var fjölsóttur og sátu hann um 300 manns. Þjófur — Framh af 1. síðu. urlandsveg. Þar fóru þeir inn og vildu fá eitthvað keypt. En á meðan afgreiðslustúlkan var að sinna öðrum viðskiptavinum not- uðu þrír piltanna tækifærið og létu greipar sópa eftir því sem við varð komið, stálu m. a. 1100 krónum í peningum, auk þess tveimur tfmaritsheftum, kók-flösku. og fleiru. Afgreiðslustúlkan mun ekki hafa orðið þessa athæfis vör fyrr en um seinan en þá voru piltarnir allir á bak og burt. Veitti hún þá fyrst athygli að 1000 króna seðill var horfinn og seinna að 100 krónu seðil vantaði líka. Varð henni þá þegar ljóst hverir hinir seku myndu vera og gerði lög- reglumönnum aðvart, sem voru að sinna gæzlustörfum á dansleik að félagsheimilinu Hlégarði í Mos- fellssveit. Um líkt leyti komu piltarnir þangað í bíl sínum og voru þeir þá teknir og fluttir í fangageymsluna í Reykjavík. í gær játuðu þrir þeirra á sig þjófnaðinn, en sá fjórði virðist saklaus. Piltar þessir éru 17 og 18 ára gamlir og hafa ekki komið við sögu lögreglunnar áður. Slys í gær datt stúlka, Gígja Tóm- asdóttir af hestbaki á Rjúpnahæð og var hún flutt í slysavarðstofuna til athugunar en reyndist lítið meidd. / Á laugardagsmorguninn meidd- ust tveir drengir, annar þeirra varð fyrir bifreið á mótum Löngu- hlíða og Miklubrautar en meiddist, að talið var, lítið, en hinn reif sig á læri, er hann var að klifra á Njálsgötu. Hann hrasaði, festist á pílára og meiddist svo að flytja varð hann í sjúkrabifreið I slysa- varðstofuna. Aðfaranótt sunnudagsins varð maður fyrir bifreið hjá Vesturási við Laugaveg. Hann meiddist eitt- hvað og var fluttur í slysavarð- stofuna. EIGNARLAND 1000 ferm. eignarland við Álafoss til sölu. Teikning af 120 ferm. húsi fylgir. Tilboð merkt — Eignarland — sendist á afgreiðslu blaðsins. SKUR TIL SÖLU Skúr 38 ferm. skúr til sölu. Verð 25 þús. krónur. Uppl. i síma 32524 KJÓLAR TIL SÖLU Til sölu nýr, svartur mjög vandaður samkvæmiskjóll og ný amerísk úlpa Fjölnisveg 14. Sími 19299. AUSTURSTRÆTI Þekkt vefnaðarvöruverzlun tii sölu í miðbænum. Tilboð óskast sent afgr. blaðsins merkt „Apríl — 1963. SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI Óskum eftir að taka á Ieigu 1 eða 2 skrifstofuherbergi í eða við mið- bæinn. Tilboð merkt — Strax — óskast send afgreiðslu blaðsins. í FERÐALÖG Gerið góð kaup. — Stakar buxur, skíðabuxur og fleira í feirðalög Austurstræti 24. TRÉSMIÐIR Tveir húsa- eða húsgagnasmiðir óskast strax. Uppl. í síma 13492 og eftir kl. 7 í síma 11950. SUMARATVINNA ÓSKAST Framhald af bls. 16. dag og nótt á skrifstofum Hús- næðismálastjórnarinnar við út- hlutunina. Undirstaða hinnar miklu lán- veitingar í þetta sinn er eins og skiljanlegt er hin mikla spari- fjármyndun í landinu. Hagur manna fer batnandi, tekjur auk- ast, og fólk er fúsara til að leggja fé sitt fyrir, þegar ljóst er að um stöðugt vaxandi jafn- vægi í efnahagsmálum er að ræða. Vegna þessa hefur verið unnt að verða við öllum óskum heilla landssvæða um úrlausn. Og stefnt er að því að hægt verði sem allra fyrst að verða við öllum óskum um lán, sem berast til Húsnæðismálastjórnar innar, sagði Eggert G. Þorsteins son, formaður Húsnæðismála- stjórnar, er Vísir ræddi við hann um þetta í morgun. Unga husmóður vantar atvinnu I sumar t. d. við afleysningar. Vön afgreiðslu og léttum skrifstofustörfum. Til greina kemur að byrja fljót- lega. Hringið í síma 15219. BÍLLTILSÖLU Buick station ’53 ódýr. Sími 32207 eftir kl. 19. Miðstöðvarketill — Olíubrennari Miðstöðvarketill ásamt olíubrennara til sölu. — Sími 10271. " ...........■■ ' "■-■-- -*—-•=-- —............ BÍLL ÓSKAST Vil kaupa vel með farinn Volkswagen, milliliðalaust. Tilboð sendist afgreiðslu Vísis merkt — Örugg greiðsla. TRILLA TIL SÖLU *» Nýleg 2. tonna trilla til sölu, með 8 ha. vél. Verð 17. þús. kr. Uppl. 1 síma 23679. FISKAR - FUGLAR Fugla og gullfiskabúðin auglýsir mikið úrval af fallegum skrautfiskum. Fiskar í mörgum stærðum. Páfagaukar fuglabúr og m. fl. Alltaf eitt- hvað nýtt. Gullfiskabúðin Laugaveg 81. HÚSBYGGJENDUR Aðulfundur tökum að okkur að* rífa og hreinsa mót. Ákvæðisvinna. Sími 34897 eftir kl. 7. Framhald af bls. 16. MÓTATIMBUR stórkaupmaður, og Björn Snæ- Notað mótatimbur óskast keypt Má vera óhreinsað. Sími 23144. björnsson, stórkaupmaður. í bankaráð Verzlunarbanka íslands h.f. voru einróma endurkjörnir Egill Guttorms- son, stórkaupmaður, Magnús J. —amm.m««h SUMARBÚSTAÐUR Sumarbústaður í (nágrenni bæjarins) óskast til kaups eða Ieigu. Uppl. ! í síma 14112.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.