Vísir - 22.04.1963, Side 1

Vísir - 22.04.1963, Side 1
I 53. árg. — Mánudagur 22. apríl 1963. — 89. tbl. ók ú hús í morg- m og stórslasaðist Kl. rúmlega 3 e.h. í gær barst lög reglunni tilkynning um harkaleg- an árekstur, sem orðið hafði á Hringbraut gegnt Kennaraskólan- um. Volvo-fólksbifreið var á leið vest ur Hringbrautina og tók beygju inn á Laufásveginn. Þegar hún var að komast inn á bilið milii ak brautanna og bfða eftir að komast yfir nyrðri akgreinina var ekið aft an á hana. Þarna var um Skodabíl að ræða, sem einnig var á vesturleið og varð áreksturinn svo harður að Votvo-bíllinn snerist við, valt síðan á hliðina, en ekki nóg með það heldur rann hann drjúgan spöl á hliðinni og þegar hann loks nam staðar sneri hann í þá átt sem hann kom úr. I Volvo-bílnum var auk ökumanns, 2ja ára gamalt barn, en það sakaði ekki svo séð yrði í fljótu bragði. Ökumanninn sakaði ekki heldur neitt að ráði, en kvartaði þó undan stirðleika og einhverjum meiðslum á fæti. Má kalla það hreina mildi að bæði skyldu sleppa jafnvel og raun varð á. Um Skoda-bílinn, sem árekstr- inum olli, er það að segja, að hann mun aðeins hafa numið staðar, að því er sjónarvottar segja, en var strax ekið af stað og þegar öku- maður Volvobifreiðarinnar kom út úr sínum bíl ,var hinn bíllinn allur á bak og burt. En rétt eftir að þessi atburður gerðist bar að bíl sem var með talstöð. Sá veitti Skodabílnum eft- irför og ökumaðurinn gerði lögregl unni jafnframt aðvart gegnum tal- stöðina. Hélt Skodabíllinn fyrst vestur Hringbraut og beygði síðan suður á Njarðargötu, en þá var bíllinn svo illa farinn að hann komst ekki lengra og nam staðar. Þangað kom svo lögreglan litlu síð ar og tók ökumanninn fastan. Varð að flytja hann í slysavarðstofuna til að byrja með því hann hafði eitthvað meiðzt þótt ekki væru meiðsli hans alvarleg. Með honum voru tveir menh í bifreiðinni og hafði annar þeirra hlotið höfuð- Framh. á bls. 5. 374böm voru femdígær Atburður þessi skeði kl. um 6 í morgun á gatnamótum Klepps- vegar og Dalbrautar. Enginn veit um orsökina að þessum válega at- burði þar sem ökumaðurinn var einn í bifreiðinni og því enginn annar til frásagnar um hvað þarna hefur skeð. Sýnilegt er þó, að því er rann- sóknarlögreglan tjáði Vísi í morg- un, að bifreiðinni, sem er nýr Taunusbíll, hafi verið ekið vestur Kleppsveginn. Og eftir hjólförum( hennar að dæma virðist hún, þegar hún er stödd rétt austan við gatna mót Kleppsvegar og Dalbrautar, taka sveigju til hliðar, skáhalt vest ur yfir Dalbrautina sunnan við gatnamótin og er síðan ekið beint á gult steinhús sem stendur á suð- vesturhomi Dalbrautar og Klepps- vegar. Á þessu húsi skellur bifreiðin með þvilíku afli að framhluti bif- reiðarinnar gekk alveg inn aftur undir framrúðuna og auk þess dældaðist þakið á bílnum við þetta mikla högg. Þegar menn komu að var öku- maðurinn meðvitundarlaus með allmikla áverka, einkum á höfði og auk þess sýnilega handleggs- brotinn. Gekk erfiðlega að ná hon- Framh. á bls. 5 Gleðin sat í hásæti. Hrópað var kröftugt Menntaskólahúrra og yfirhöfnum fleygt upp í loft. Húrra! við Menntaskólann í dag er dimission í Mennta- skólanum í Reykjavík. Enn einu sinni er komið að skilnaðar- stund, 6.-bekkingar, 160 að tölu og fleiri en nokkru sinni fyrr, eru að halda í upplestrarleyfiö fyair stúdentspróf — fimm langar vikur. Stúdentsefnin em að kveðja skólann, sem fóstrað hefur þau flest undanfarna fjóra vetur, kennarana, sem gert hafa sitt bezta, til að tosa þau áfram á menntabrautinni, nemendur hinna bekkjanna og síðast en ekki slzt er þetta hin eiginlega skilnaðarstund 6.-bekkinga inn- ’þyrðis. Dagurinn skal þvl not- aður vel. Vlða var farið á fætur fyrir dögun og mætt til árbíts hjá einum bekkjarfélaganna, áður en haldið var I skólann. Er á- reiðanlegt, að sjaldan hafa nem- endur verið eins vel vakandi I fyrstu kennslustund. Bjöllunni var hringt, nemend- ur þustu á sal. Rektor ávarpaði stúdentsefni, fulltrúi þeirra inspector scolae flutti ræðu og afhenti nýkjörnum inspector veldissprotann. Stúdentsefni sungu og slðan var gengið til dyra. Er komið var út á tröppur Framhald á bls. 5 Drukkim ökumuður flúBi eftir hurkuieguu úrekstur Volvobfllinn á hliðinni á Hnngbraut gegnt Kennaraskólanum, eftir á- reksturinn í gær. Ljósm. R. A., Samkvæmt fermingarbarna- llstum, sem birtust I laugar- dagsblaði Vísis, hafa alls verið fermd 374 böm I 7 kirkjum I Reykjavík og Hafnárfirði I gær. í sumum þessara kirkna var fermt oftar en einu sinni I gær. Fermingar hófust I ár sunnu- daginn 24. marz og hefir síðan verið fermt I fleiri eða færri L kirkjum um allar helgar, þó 1 aldrei að líkindum fleiri böm * en I gær. Enn mun eitthvað | vera eftir af fermingum. ^ Snemma f morgun var bifreið ekið harkalega á hús eitt hér f Reykjavík. Fólk vaknaði með and fæhun og þegar út var komið var bifreiðin f klessu fyrir utan húsið, en ökumaðurínn stórslasaður og meðvitundarlaus klemmdur undir stýrinu. Athöfn á flugvellinum Jarðneskar ieifar 7 íslend- inga, sem fórust með Hrímfaxa f Noregi, 5 manna áhafnar og 2ja farþega, vom fluttar heim með Straumfaxa Flugfélags Is- Iands, er lenti á Reykjavíkur- flugvelli kl. 11 I gærmorgun. Tvær íslenzkar konur, sem fór- ust, vom búsettar erlendis og verða jarðsettar þar. Þegar kisturnar höfðu verið hafnar út úr flugvélipni flutti dr. Bjarni Jónsson, vígslubisk- up, bæn. Viðstaddir voru vanda menn hinna látnu, auk stjórn- ar Flugfélags Islands og nokk- urra starfsmanna þess.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.